Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 27

Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 27 Brezkir kennarar efna til verkfalla London, 18. marz. AP. BREZKIR grunnskólakennarar lögðu niður vinnu víðs vegar um land í dag, mánudag, til að leggja áherzlu á kröfur sínar um betri launakjör. Búist er við að framhald verði á aðgerðum kennara út vik- una. London, 18. mnrz. AP. ARGASTA vetrarveður gekk yfir Bretlandseyjar um helgina, þó vorið hefjist á miðvikudaginn samkvemt árstíðaskipan innfeddra. Landsmenn fengu heldur betur að kenna á slyddu, hagléli og bylj- andi stórhríð, svo eitthvað sé nefnt. Veðurfarið hafði í för með Tvö stærstu kennarafélögin hafa skipulagt skæruverkföll og lögðu 11.600 kennarar niður vinnu í Englandi og Wales og 16.000 kennarar í Skotlandi. Nemendur þeirra eru rúmlega 800 þúsund. sér algjöra ringlureið á vegum víða um land og mynduðust langar bílaraðir þar sem árekstrar voru tíðir. Var snjór víðast til vand- ræða og ófært var um skosku há- löndin. Ekki er talin von á batnmandi veður næstu daga, hvað sem mið- vikudeginum líður. Látið var til skarar skríða í kjördæmum ráðherra í brezku ríkisstjórninni í dag. 1 kennara- félögunum tveimur, sem að að- gerðum standa, eru 339 þúsund kennarar. Þriðju kennarasamtökin, sem í eru 95 þúsund kennarar, tóku hins vegar ekki þátt í aðgerðun- um og skýrðu afstöðu sína í heil- síðuauglýsingum í blöðum í dag. Þar segir að „auðvitað séu allir kennarar reiðir og vonsviknir" vegna lágra launa og lítillar framavonar innan skólakerfis- ins, en skæruverkföll þjóni eng- um tilgangi. Kváðust samtökin fremur vilja halda áfram samn- ingaviðræðum, en vísa málinu í gerðardóm ef þær færu út um þúfur. Vetrarveður á Bretlandseyjum Gorbachev var leiðtoginn í forföllum Chernenkos Moskvu, 18. marz. AP. LJÓST er, að Mikhail Gorbachev, hinn nýi leiðtogi sovézka kommún- istaflokksins, var hvað eftir annað í forsæti á fundum stjórnmálaráðsins og miðstjórnarflokksins í veikinda- forföllum Konstantins Chernenkos á þeim 13 mánuðum, sem sá síðar- nefndi var leiðtogi kommúnista- flokksins. Kemur þetta fram í ræðu, sem Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra, flutti, er Gorbachev var skipaður í stöðu flokksleiðtoga, en ræða þessi var birt í dag. Þetta þykir staðfesta þá skoðun margra sérfræðinga á Vesturlönd- um varðandi Sovétríkin, að Gorb- achev hafi um all langt skeið verið næst valdamesti maður þar. I ræðu sinni lýsir Gromyko frammistöðu Gorbachevs á þann veg, að hann hafi staðið sig „frábærlega vel“ í forföllum Gorbachev Chernenkos. Að þeim síðarnefnda er hins vegar varla vikið i ræð- unni, sem er 1.100 orð að lengd. Austur-Þýskaland: Ríkið styður kirkjustarf Berlín, 18. mars. AP. NÝJAR kirkjur hafa tekið til starfa í þremur borgum Austur- Þýskalands á síðastliðnum sex vikum og notið til þess stuðnings ríkisins, að því er hin opinbera fréttastofa ADN greindi frá á sunnudag. Var hér um að ræða kirkjur í borgunum Gotha, Gera og Ros- tock, og kvað frettastofan þær hafa verið reistar í samvinnu kirkju og ríkis. Þá sagði fréttastofan, að tveir nýir söfnuðir hefðu verið stofn- aðir í Austur-Berlín og séð fyrir húsnæði. „Þá eru 70 aðrar bygg- ingar, kirkjur og kapellur, í smíðum í Austur-Þýskalandi um þessar mundir," sagði ADN. Alls er talið, að um 10.000 guðshús séu nú í Austur-Þýska- landi. Um 3.000 þeirra hafa ver- ið endurbyggð eftir eyðilegg- ingar seinni heimsstyrjaldar- innar, margar fyrir gjafafé að vestan. GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn lækkar London, 18. marz. AP. Bandaríkjadollar féll talsvert gagnvart helztu gjaldmiðlum heims í dag eftir að Richard Cel- este, ríkisstjóri í Ohio í Banda- ríkjunum, lét framlengja lokun 70 lánastofnanna f þessu ríki um tvo daga. Gengi pundsins var i dag hærra en nokkru sinni síðan 15 febrúar sl. og fengust fyrir það 1,10625 dollarar síðdegis í dag. (1,0860). Gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir hann fengust 3,3505 vestur-þýzk mörk (3,3700), 2,8620 svissneskir frankar (2,8865), 10,2410 franskir frankar (10,3550), 3,7920 hol- lenzk gyllini (3,8260), 2.120,00 ítalskar lírur (2.135,00), 1,38225 kanadískir dollarar (1,3875) og 260,075 jen (260.80). Sviss: 70 bifreið- ir í árekstri Genf, 18. m»rs. AP. SKYNDILEG snjókoma setti allt úr skorðum í vestanverðu Sviss um helgina og olli fjöldaárekstrum og umferðartruflunura á þjóðvegum víða í þessum landshluta. Á laugardagskvöld lentu 70 bifreiðar í keðjuárekstri nálægt Lausanne og stöðvuðu alla um- ferð á hraðbrautinni við Genf- arvatn í nokkrar klukkustundir. Að sögn lögreglu slösuðust 10 manns, en enginn alvarlega. Varð árekstur þessi, svo og keðjuárekstrar í Fribourg-hér- aði og á Bernar-svæðinu, eftir að hríðað hafði í u.þ.b. klukkutíma og mældist úrkoman um 15 sentimetrar, að sögn svissneska blaðsins La Suisse á sunnudag. Kim kosinn forseti lýðræðissamtaka Seoul, 18. marz. AP. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Kim Dae Jung var í dag kosinn formaður samtaka, sem berjast fyrir fram- gangi lýðræðis í Kóreu. Er hann ann- ar tveggja formanna samtakanna ásamt Kim Yong Sam, sem var í forystu þeirra, sem stofnuðu sam- tökin í maí í fyrra. Blöð í Seoul sögðu um helgina að kominn væri upp klofningur í röðum stjórnarandstæðinga. Eftir kosningu Kims, sem annars for- manns hreyfingarinnar, og áherzlu beggja formannanna á einingu þeirra og samstöðu í dag, virðist sem sú fullyrðing eigi ekki við mikil rök að styðjast. Samtökin fyrir framgangi lýð- ræðis stóðu að stofnun Nýja lýð- ræðisflokks Kóreu, sem varð næststærsti flokkur landrns og stærsti stjórnarandstöðuflokk.ur- inn eftir kosningar í fyrra mánuði. Þrumustuð i Þórscaf Föstudags- og laugar- dagskvöld Matur framreiddur frá kl. 20. Þríréttaður kvöldverður Þórskabarett, Anna Vilhjfclma og Einar Júlíusaon hafa gert stormandi lukku að undanförnu. Uppselt hefur verið i mrt undanfarnar helgar. Pantið miöa timanlega í mat nasstu |a i uim uoootu tu danshljómsveitir lands'" 1 o9 ^ k\/\\h\á\rns i Vinnuhópar.09 _ * Pantið borö timanlega. Simi 23333 og 23335

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.