Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
Vaxandi skuldir Banda-
ríkjanna við útlönd
^ Wa«hington, 18. marz. AP.
Á FYRRI hluta þessa árs er gert
ráð fyrir því, að Bandaríkin, sem
eru auðugasta land í heimi, komi
til með að bera skuldir umfram
eignir, en slíkt hefur ekki gerzt síð-
an í heimsstyrjöldinni fyrri. Með
þessu er átt við það, að Bandaríkin
muni skulda öðrum löndum heims
meira en þau eiga hjá þeim. Það
versta við þetta er þó að mati hag-
fræðinga nú, að horfur eru á, að
erlendar skuldir Bandaríkjanna
eigi eftir að vaxa mjög á næstunni.
Þannig verði Bandaríkin orðin
skuldugasta land heimsins í lok
þessa árs, enn skuldugra en skuld-
ugustu löndin til þessa, sem eru
Brasilía og Mexíkó.
Gert er ráð fyrir, að erlendar
skuldir Bandaríkjanna muni
nema 100 milljörðum dollara í
lok þessa árs og þessi tala kann
að hækka upp í 1.000 milljarða
dollara árið 1989.
Skoðanir virðast ekki mjög
skiptar á meðal hagfræðinga um,
að þróunin stefni í þessa átt.
Meiri ágreiningi veldur hins veg-
ar hvaða þýðingu eða afleiðingar
þetta kunni að hafa. Sumir halda
því fram, að það skipti litlu máli,
hvort Bandaríkin skuldi meira en
þau eiga eignir fyrir. Benda þeir
á, að Bandaríkin hafi verið í
þeirri aðstöðu lengst af í sögu
sinni.
Margir hagfræðingar hafa
hins vegar áhyggjur af því, hvað
kunni að gerast, ef Bandaríkja-
dollar taki að glata þeim styrk,
sem hann hefur búið yfir að und-
anförnu. Það myndi hafa það í
för með sér, að það aðdráttarafl,
sem fjárfesting í Bandaríkjunum
hefur haft, færi minnkandi og þá
gæti orðið erfiðara um vik að
standa undir skuldunum við út-
lönd.
Michael Evans, kunnur hag-
fræðingur í Washington, sagði
nýlega, að það sem mestum
áhyggjum ylli, væru ekki erlend-
ar skuldir Bandaríkjanna, heldur
hallinn á verzluninni við útlönd.
Árið 1981 var viðskiptajöfnuð-
urinn hagstæður um 6,3 millj-
arða dollara, en á árinu 1983 var
hann óhagstæður um 41,6 millj-
arða dollara. Gert er ráð fyrir, að
tölur fyrir síðasta ár verði birtar
mjög bráðlega.
Lárviðarljóð
um laxinn
London, 18. marz. AP.
TED Hughes, lárviðarskáld
Breta, hefur ort Ijóð sem heitir
„Bezti verkamaðurinn í Evrópu“.
Ljóðið fjallar um lax og er skrif-
að tii að örva áhuga manna á
laxi, segir í frétt AP-fréttastof-
unnar, og til að koma í veg fyrir
að laxinn verði ofveiddur.
Fyrstu ljóð hins nýja lárvið-
arskálds voru um prinsana
William og Harry og síðan um
Díönu prinsessu.
Nýjasta hugverkið, ljóðið um
laxinn, er birt í Times í dag og
segir þar frá ferðum laxins um
Atlantshafið og för hans heim
í árnar að vori. Umhverfis-
verndarsinnar og laxveiðimenn
hafa þegar látið í ljós ánægju
sína með þetta gagnmerka
framlag Hughes, sem þjóni tví-
þættum tilgangi, menningar-
legum og umhverfislegum.
Gerir stjórnkerfisbreyting
stofnanir ríkisvaldsins
virkari og ódýrari?
Ráðstefna Bandalags háskólamanna í ráðstefnusal
Hótels Loftleiöa 23. mars 1985
kl. 10.00 til 17.00
DAGSKRÁ
Setning:
Gunnar G. Schram, formaöur BHM.
Skipting verkefna milli framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds:
Kostir og gallar núverandi fyrirkomulags og hvaöa broytingar eru hugsanlegar.
Tengsl framkvæmdavalds og löpgjafarvalds. Magnús Pétursson, hagsýslustjóri.
Staöa dómkerfisins. Þór Vilhjálmsson, hæstaróttardómari.
Umræöur og fyrirspurnir.
Breytt verkaskipting milli ríkis, sveitarfélaga og annarra aöila:
Hvaöa breytingar hafa oröiö á verkaskiptingu milli ríkis, sveitarfélaga og stofnana og hvert
stefnir? Páll Líndal, lögfræöingur.
Hugsanlegar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Logi Kristjánsson, verkfræö-
ingur.
Staöa peningastofnana meöal stofnana ríkisins. Þóröur Friöjónson, hagfræöingur.
Umræður og fyrirspurnir.
Skipulagsbreytingar í stjórnarráöinu:
Munur á stjórnun einafyrirtækis og ráöuneytis. Jón Sigurösson, forstjóri.
Innra skipulag ráöuneytis. Eiríkur Tómasson, lögfræöingur.
Breytingar á starfsháttum og skipulagi í stjórnarráði. Þröstur Ólafsson, hagfræöingur.
Umræöur og fyrirspurnir.
Samskípti borgaranna og ríkisstofnana:
Atli Gíslason, lögfræöingur.
Samskipti fjölmióla og stjórnvalda:
Magnús Bjarnfreösson, blaöamaöur.
í lok ráöstefnunnar veröa frjálsar umræöur.
Ráðstefnan er öllum opin
BANDALAG HÁf KÓLAMANNA
Margur hraustur kappinn hefur farið flatt á því í vetrarríkinu f Dan-
mörku. Eitt fórnardýranna fékk Ld. lungnabólgu. Það var gamalt tígris-
dýr í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. A myndinni sést er Erík Eriksen
dýralæknir gerir því til góða.
Grikkland:
Ekki varð Sarzetakis
forseti í fyrstu lotu
Aþenu, 17. mara. AP.
CHRISTOS Sartzetakis, forseta-
frambjóðandi PASOKS, ríkisstjórn-
arflokks Grikklands, fékk ekki til-
skilið atkvæðamagn í kosningum á
gríska þinginu í dag, sunnudag.
Tveir fórust
í fellibyl
Fenejjnm, Flórfda, 18. mare. AP.
FELLIBYLUR fór með ofsahraða í
gegnum íbúðarhverfi í Feneyjaborg í
suðvestanverðu Flórída-ríki snemma
á sunnudagsmorgun. Að minnsta
kosti tveir fórust og um 40 manns
slösuðust, auk þess sem mikið tj< i
varð á mannvirkjum.
Um 24 íbúðarhús gereyðilögðust
og 85 — 90 hús löskuðust mikið,
að sögn lögreglu.
Farið var hús úr húsi í leit að
slösuðum og þyrlur leituðu i ná-
grenni borgarinnar.
Leyfðar verða þrjár atkvæðagreiðsi-
ur og verður Sartzetakis að fá 200
atkvæði af 300 til að hljóta kosn-
ingu, þ.e. í fyrri tveimur umferðum.
Hann fékk nú 178 atkvæði. Síð-
asta umferðin á þinginu verður í
lok marz og duga þá 180 atkvæði.
Papandreu hefur spáð því að
Sartzetakis muni verða kosinn
þá. Ella verður að efna til for-
setakosninga í landinu.
PASOKS hefur 163 menn á
þingi, kommúnistaflokkur Grikk-
lands hefur 12 og ýmsir óháðir
eru ellefu. Stjórnmálaskýrendur
segja sýnt, að þingmenn Nýdemó-
krataflokksins muni alls ekki
kjósa Sartzetakis og því muni
hann ekki ná kosningu fyrr en í
þriðju umferð og verði Pap-
andreu þá að tryggja sér stuðning
fleiri óháðra þingmanna. Næsta
umferð verður 23. marz og hin
síðasta 29. marz.
Eklur geísar
á Galapagos
Quito, 18. marz. AP.
SJÓHER Ecuadors hefur sent
slökkviskip og mannafla til Gala-
pagos-eyja til að aðstoða við að
ráða niðurlögum mikilla skógar-
elda sem hafa geisað á nokkrum
eyjanna.
Eins og alkunna er eru Gala-
pagos-eyjarnar heimkynni risa-
skjaldbökutegundar, sem hvergi
þrífst nema þar og ýmissa fleiri
dýra o fugla og fiskategunda
jem r 6ta verndar. Ecuador-
s jó'-r sem ræður eyjunum hefur
k í Irg ár takmarkað ferðir
i 1 'oamanna þangað, til að ekki
verði röskun á viðkvæmu dýra-
lífi.
Eldarnir eru mestir á eynni
Isabel, sem er stærst í eyjaklas-
anum. Miklir þurrkar hafa verið
þar undanfarna mánuði, og sagði
talsmaður Charles Darwin-
stofnunarinnar á Isabel að eld-
urinn hafi enn ekki náð eldfjall-
inu Santo Tomas, en þar í
grennd eru aðalbústaðir risa-
skjaldbökunnar.
Fleiri lönd hafa ákveðið að
koma til hjálpar og m.a. munu
bandarískir sjálfboðaliðar halda
til Galapagos til aðstoðar við að
slökkva eldinn.