Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
29
Portúgal:
Skipulögð mót-
mæli gegn Soares
Lúwabon, 16. mars. AP.
EITT HUNDRAÐ og fímmtíu þús-
und manns fóru í mótmKlagöngu
um miðborg Lissabon síðdegis á
laugardag og kröfðust afsagnar
stjórnar Marios Soares, forsætisráð-
herra. Skipulagðar göngur voru í
sextán öðrum portúgölskum borgum
og bæjum.
Þetta eru mestu mótmæli sem
höfð hafa verið i frammi gagnvart
Snjóaði í Róm
Róm, 18. mara.
íbúar Rómar sem á undanförnum
mánuðum hafa mátt þola mestu
vetrarhörkur um árabil, horfðu í for-
undran á það á sunnudag, þegar
byrjaði að snjóa í miðborginni.
Það var næðingur i borginni um
miðjan daginn og svo kom rök
snjódrífan. Þar sem hiti var nokk-
uð yfir frostmarki, bráðnaði
snjórinn jafnharðan og hann
snerti jörðina.
Hinn 6. janúar sl. féll fyrsti
mælanlegi snjórinn í borginni í 14
ár, um 6,13 sentimetrar.
Drottningin
horfði á
Edward
leika
drykkjuhrút
í revíu
('ambridge, 17. marz. AP.
ELIZABETH II Bretadrottning
var á sunnudagskvöldið við-
stödd revíusýningu í Cam-
bridge, en þar leikur yngsti son-
ur hennar, Edward, 21 árs gam-
all, nokkur hlutverk, þar á með-
al drykkjurút og mann frá Vikt-
oríutímabilinu í viðeigandi
sundfötum.
Þetta var í fyrsta skipti
sem drottningin hefur séð son
sinn á sviði síðan hann var í
unglingaskóla. Tekið var
fram, að prinsinn hefði verið
taugaóstyrkur og fyrir sýn-
ingu sagðist hann alltaf hafa
dálítinn magaverk.
Með Elizabethu var Mar-
grét prinsessa, systir hennar,
og þótti það í frásögur fær-
andi, að hún var útitekin og
vel útlítandi.
stjórn landsins síðan hún tók við
völdum fyrir um það bil tuttugu
mánuðum. Aðgerðir þessar voru
undirbúnar af stærstu verkalýðs-
samtökum Portúgals, sem lúta
stjórn kommúnista.
Göngumenn i Lissabon báru
svört flögg og hrópuðu slagorð,
þar sem stjórnin var fordæmd
fyrir harkalegar efnahagsaðgerð-
ir, sem hefðu haft i för með sér
stórlega rýrnandi kjör þorra
manna. Samkvæmt opinberum
tölum rýrnaði kaupmáttur launa á
síðasta ári um tíu prósent, verð-
bólgan er nú komin í 25 prósent og
atvinnuleysi hefur vaxið nokkuð
og er nú ellefu prósent vinnu-
bærra manna.
ítalskir
læknar
fóru í
verkfall
Róm, 15. mare. AP.
RÖSKLEGA 155.000 læknar og
dýralæknar á Ítalíu lögðu niður
vinnu í dag í mótmælaskyni við
stjórnarfrumvarp, sem leiða mun til
skerðingar á ellilífeyri þeirra. Var
aðeins haldið uppi neyðarþjónustu á
ríkisspítölum landsins.
ítalskir slökkviliðsmenn lögðu
einnig niður vinnu frá því ária í
morgun og fram yfir hádegi vegna
launadeilu. Það varð til þess að
aflýsa varð öllu flugi í landinu í
nokkrar klukkustundir.
Samkvæmt lagafrumvarpi ít-
ölsku stjórnarinnar á að sameina
lífeyrissjóði lækna og dýralækna í
einn sjóð fyrir alla þá, sem starfa
að heilbrigðismálum. Læknarnir
benda á að þeir hafi um árabil
greitt 9% af mánaðarlaunum sín-
um í eigin lífeyrissjóð, en sam-
kvæmt frumvarpinu eigi þeir að fá
sömu eftirlaunagreiðslur og aðrir
starfsmenn heilbrigðisþjónust-
unnar, sem aðeins hafa greitt
5,35% af launum sínum í lífeyr-
issjóð.
Stéttarfélög læknanna segja að
til sams konar vinnustöðvunar
verði gripið á ný á fimmtudag og
föstudag í næstu viku, ef stjórn-
völd falli ekki frá fyrirætlun sinni.
TRAFIC 4x4
uöut/tm m aiíka vtm
Renault Trafic 4x 4 í fyrsta sinn á íslandi.
Bíll sem beðið hefur verið eftir hérlendis.
Burðargeta: 1100 kg. Hentugur fyrir t.d. sveitarfélög, verktaka o.fl.
Bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél.
Komið og kynnið ykkur þennan bíl, hann býður upp á marga möguleika.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633
UÓSMYNDIR: STÚDÍÓ 28