Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 29 Portúgal: Skipulögð mót- mæli gegn Soares Lúwabon, 16. mars. AP. EITT HUNDRAÐ og fímmtíu þús- und manns fóru í mótmKlagöngu um miðborg Lissabon síðdegis á laugardag og kröfðust afsagnar stjórnar Marios Soares, forsætisráð- herra. Skipulagðar göngur voru í sextán öðrum portúgölskum borgum og bæjum. Þetta eru mestu mótmæli sem höfð hafa verið i frammi gagnvart Snjóaði í Róm Róm, 18. mara. íbúar Rómar sem á undanförnum mánuðum hafa mátt þola mestu vetrarhörkur um árabil, horfðu í for- undran á það á sunnudag, þegar byrjaði að snjóa í miðborginni. Það var næðingur i borginni um miðjan daginn og svo kom rök snjódrífan. Þar sem hiti var nokk- uð yfir frostmarki, bráðnaði snjórinn jafnharðan og hann snerti jörðina. Hinn 6. janúar sl. féll fyrsti mælanlegi snjórinn í borginni í 14 ár, um 6,13 sentimetrar. Drottningin horfði á Edward leika drykkjuhrút í revíu ('ambridge, 17. marz. AP. ELIZABETH II Bretadrottning var á sunnudagskvöldið við- stödd revíusýningu í Cam- bridge, en þar leikur yngsti son- ur hennar, Edward, 21 árs gam- all, nokkur hlutverk, þar á með- al drykkjurút og mann frá Vikt- oríutímabilinu í viðeigandi sundfötum. Þetta var í fyrsta skipti sem drottningin hefur séð son sinn á sviði síðan hann var í unglingaskóla. Tekið var fram, að prinsinn hefði verið taugaóstyrkur og fyrir sýn- ingu sagðist hann alltaf hafa dálítinn magaverk. Með Elizabethu var Mar- grét prinsessa, systir hennar, og þótti það í frásögur fær- andi, að hún var útitekin og vel útlítandi. stjórn landsins síðan hún tók við völdum fyrir um það bil tuttugu mánuðum. Aðgerðir þessar voru undirbúnar af stærstu verkalýðs- samtökum Portúgals, sem lúta stjórn kommúnista. Göngumenn i Lissabon báru svört flögg og hrópuðu slagorð, þar sem stjórnin var fordæmd fyrir harkalegar efnahagsaðgerð- ir, sem hefðu haft i för með sér stórlega rýrnandi kjör þorra manna. Samkvæmt opinberum tölum rýrnaði kaupmáttur launa á síðasta ári um tíu prósent, verð- bólgan er nú komin í 25 prósent og atvinnuleysi hefur vaxið nokkuð og er nú ellefu prósent vinnu- bærra manna. ítalskir læknar fóru í verkfall Róm, 15. mare. AP. RÖSKLEGA 155.000 læknar og dýralæknar á Ítalíu lögðu niður vinnu í dag í mótmælaskyni við stjórnarfrumvarp, sem leiða mun til skerðingar á ellilífeyri þeirra. Var aðeins haldið uppi neyðarþjónustu á ríkisspítölum landsins. ítalskir slökkviliðsmenn lögðu einnig niður vinnu frá því ária í morgun og fram yfir hádegi vegna launadeilu. Það varð til þess að aflýsa varð öllu flugi í landinu í nokkrar klukkustundir. Samkvæmt lagafrumvarpi ít- ölsku stjórnarinnar á að sameina lífeyrissjóði lækna og dýralækna í einn sjóð fyrir alla þá, sem starfa að heilbrigðismálum. Læknarnir benda á að þeir hafi um árabil greitt 9% af mánaðarlaunum sín- um í eigin lífeyrissjóð, en sam- kvæmt frumvarpinu eigi þeir að fá sömu eftirlaunagreiðslur og aðrir starfsmenn heilbrigðisþjónust- unnar, sem aðeins hafa greitt 5,35% af launum sínum í lífeyr- issjóð. Stéttarfélög læknanna segja að til sams konar vinnustöðvunar verði gripið á ný á fimmtudag og föstudag í næstu viku, ef stjórn- völd falli ekki frá fyrirætlun sinni. TRAFIC 4x4 uöut/tm m aiíka vtm Renault Trafic 4x 4 í fyrsta sinn á íslandi. Bíll sem beðið hefur verið eftir hérlendis. Burðargeta: 1100 kg. Hentugur fyrir t.d. sveitarfélög, verktaka o.fl. Bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél. Komið og kynnið ykkur þennan bíl, hann býður upp á marga möguleika. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 UÓSMYNDIR: STÚDÍÓ 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.