Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 19. MARZ 1985 41 Árið 1930 fluttist Adam alfar- inn til Akureyrar og átti þar síðan óslitið heima til æviloka. Árið 1931 kvæntist hann Sigurlínu Að- alsteinsdóttur úr Skíðadal, mikilli myndarkonu í sjón og raun. Varð þeim fjögurra barna auðið í hjú- skap sínum og eru þau þessi: Lily Erla, f. 9.1. 1933, kennari, gift Óskari Hinriki Ásgeirssyni, pípu- lagningarmeistara, Akureyri, Trausti, f. 8.4.1934, húsa- og báta- smiður, kvæntur Moniku Stef- ánsdóttur, Akureyri, Aðalheiður, f. 12.12. 1939, starfskona á skrif- stofu Akureyrarbæjar, gift Brynj- ari S. Antonssyni, verkstjóra og Reynir, f. 24.4. 1948, arkitekt, kvæntur Margréti Magnúsdóttur, Rvík. Þegar Adam hafði sest að á Ak- ureyri, lagði hann hvort tveggja fyrir sig, húsasmíði og húsgagna- smíði. Fékk hann brátt orð á sig sem úrvalssmiður og innan tíðar tók hann að standa fyrir bygging- um. Var hann mjög athafnasamur á því sviði um skeið, því að til þess varð hann eftirsóttur, en á vetrum smíðaði hann hurðir, glugga og innréttingar á verkstæði sínu, þegar á milli varð í húsasmíði. Mun hann á þessum árum hafa staðið fyrir smíði rösklega hundr- að bygginga, meðal þeirra skal geta Frímúrarahússins á Akur- eyri og kirkjunnar á Svalbarði ofan Svalbarðseyrar. Þegar Sigurlína, kona Adams, missti heilsu um miðjan aldur taldi Adam sér skylt að hætta úti- smíðum, svo að hann gæti verið henni og börnunum daglega innan handar. Hann flutti því verkönn sína alfarið inn á verkstæöi sitt. Hann hafði byggt sér og fjöl- skyldu sinni ágætt einbýlishús með verkstæði árin 1941—42 í Bjarkarstígnum, sömu árin og Davíð Stefánsson, skáld, var að láta byggja yfir sig ofar við þenn- an eftirsótta stfg. Eftir á að hyggja er það viðfelldin tilhögun, að listaskáld og listasmiður skuli hafa verið frumbyggjar þessarar nú trjáprúðu götu. Upp frá þessu sungu rafknúnar sagir, fræsarar, rennibekkir og brýnsluhjól margraddað á verk- stæðinu í Bjarkarstíg 2, heflar skröfuðu og slipihjól og sandpapp- ír hvísluðust á. Verkdynurinn ómaði frá morgni til kvölds. Þar var aldrei slegið slöku við. í leið var báðum sonum kennt til listar. Árið 1967 missti Ádam konu sína eftir langvarandi veikindi. Götubúar sáu honum ekki bregða. Hann var alúðlegur, en hógvær f fasi sem fyrr, kvikur á fæti og bar hækkandi aldur með ágætum. En þeir veittu því athygli, að smfða- önnin gerðist drjúgum hljóðlátari, eins og ekki væri lengur að neinu að keppa. STundum var verkstæð- ið lokað, þegar gengið var hjá. Slíkt hafði sjaldan borið við fyrr. Tími leið. En einn góðan veðurdag stendur Adam með hlýju brosi við innkeyrsluna að verkstæði sínu og segir við götubúa sem á leið hjá: Viltu sjá, hvað ég er að dunda mér? Það var fúslega þegið. „Dundið" reyndist forkunnarfögur klukkuumgerð í einskonar „Borg- undarhólmsstir gömlu stand- klukknanna, og þó ekki: Fíngerðir rennisnúningar voru felldir i framhlið umgerðarinnar og gáfu henni sérstakan listasvip. Alúð- arvandvirknin horfði við áhorf- anda úr hverri línu og hverjum fleti. Adam sagðist ætla að smíða fjórar þannig standklukkur, sina handa hverju barna sinna. Hann var altekinn af verkefninu. En listaklukkur Adams Magn- ússonar urðu drjúgum fleiri. Þó að hann væri kominn á þann aldur- inn, sem mörgum finnst maðurinn eigi helst að setjast með hendur i skauti, þá hvorki hugsaði hann svo né undi slíku. Hann gladdist því, þegar ýmsum varð að girnast fag- urklukkur hans og varð fúslega við smíðabón þeirra. Svo fór þó brátt, að hann gat hvergi nærri annað eftirspurn, enda aldrei slakað á smíðaalúðinni. Klukkurn- ar voru eftirsóttar til stórafmæl- isgjafa, sérstakra vinagjafa eða til að votta þakklæti sem ekki yrði dregið í efa. Sjálfur gaf Adam eina klukku sína Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri í þakkarskyni. Nú er húsasmiðurinn, hús- gagnasmiðurinn, klukkusmiður- inn listfengi, allur. Hvorki annrík- issamur verkdynur né hljóðlát fágunarönn fer lengur fram á verkstæðinu í Bjarkastfg 2 á Ak- ureyri. Þar hefir verkstæðisdyrum verið lokað og smiðurinn hagi gengið frá húsi fyrir nokkru í síð- asta sinn. Trén hans mörgu og vel hirtu í húsagarðinum standa hins vegar keik eftir. Gott, ef þau eru ekki þegar farin að skjóta brumi í veðurblíðunni, þótt enn segi alm- anakið vetur. Kannski vita þau, að góðar ættarhendur munu enn um þau hirða sem hendur Adams fyrr, og skynja að hér hefir aðeins orðið sem öllum verður að kveðja að fullnaðri ævi. Hitt skal ósagt, hvort þau skynja það hve vel hefir þá tekist, þegar enginn man eftir mann genginn nema aðdáun, virð- ingu og þökk. Bragi Sigurjónsson H: i—r e.—- m ssjsszs-— b>s6i *« ».<»< -«* ÍÍf g-SSTÍ ***> hWUteflun0, 1BíA PciXTIA ' ekki háöui sétf^c MlCR° PDP,^m boöiö er upP ^ ^ g'ölu. og patf • ^ Qaguagiuuuui ai SlQ ■ Wsmgai. • Kitvinnsla • BOS » naii uppWs^ ------------" NYTT LAKK OG LYKTARLAUST KÓPAL FLOS og KÓPAL JAPANLAKK Nýja KÓPAL-lakkið frá Málningu hf. hefur heldur betur slegið í gegn, enda má segja að það hafi ákveðna kosti, sem ekki sé hægt að líta framhjá í vali á áferðafallegu lakki: KÓPAL lakkið fæst bæði gljáandi, (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumatt (KÓPAL FLOS). KÓPAL-Iakkið gerir þér kleift að lakka án þess að menga andrúmsloftið og valda heimilisfólkinu berjandi höfuðverki. Kópal lakkið er lyktarlaust. Þú lakkar svo að segja hvað sem er - og skolar síðan úr áhöldunum með vatni. Betra getur það varla verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.