Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 42

Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Minning: Jón Grétar Óskars- son Itfeðlisfræðingur íslensk lifeðlisfræði er ung, samt sér hún þegar á bak liðs- manni, brautryðjanda, sem tók þátt í ævintýrinu af lífi og sál. Því það var ævintýrið, sem heillaði Jón Grétar. Þegar fundum okkar bar saman árið 1974 hafði hann sveinspróf í múraraiðn og B.S.- próf í líffræði frá háskóla í Kan- ada. Ég hafði mjög góða reynslu af iðnmenntun sem undirstöðu rannsóknarstarfa, bæði erlendis frá og svo var fyrsti íslenski lífeðl- isfræðingurinn, sem ég réð til starfa, einnig pípulagningamaður að mennt. Ég réð því Jón Grétar til starfa á stundinni. Það var heillastund. Hann nálgaðist tæknileg vandamál, sem oft vilja verða meginvandamál hverrar rannsóknarstofu, af innsæi sem fáum er gefið, og leysti þau svo kurteislega að fáir urðu varir við. I upphafi stundaði Jón Grétar nám í læknadeild samhliða kennslu- og rannsóknarstörfum f lífeðlisfræði. Greinin var þá í ör- um vexti sem kennslugrein og eng- inn tími vannst til rannsókna nema á sumrin og til úrvinnslu og skrifta um helgar. En því meira sem álagið varð því betur virtist nýi liðsmaðurinn njóta sín. Þar kom að hann sagði mér frá þeirri ákvörðun sinni að gera rannsóknir að ævistarfi. Eftir fyrstu eigingjörnu viðbrögðin reyndi ég að sjálfsögðu að telja honum hughvarf og fá hann til að ljúka námi, sem tryggði honum fjárhagslega afkomu. En allt kom fyrir ekki. „Ég hefi þá alltaf múr- verkið upp á að hlaupa, og það er meira en þú hefur,“ svaraði piltur óttalaus, „þú verður að skilja að ég get bara ekki hugsað mér að vinna að öðru en því, sem mér finnst skemmtilegt." Það skildi ég og teningnum var kastað, Jón Grétar haslaði sér völl meðal brautryðj- enda íslenskrar lífeðlisfræði. Fyrir rúmu ári bauð ég Jóni Grét- ari starf sérfræðings í lífeðlis- fræði mannsins. Hann vissi vel um þröngan fjárhag rannsókn- arstofunnar og leit á mig spyrj- andi. „Það er einfalt," svaraði ég, „rannsóknarstofan getur ekki án þín verið." Þegar hann sótti um inngöngu f liðið latti ég hann. Þegar ég síðar gerði allt sem í minu valdi stóð til að tryggja íslenskri lifeðlisfræöi starfskrafta hans, sagði ég honum eins og var að hann væri ómiss- andi. Sú staðreynd er vandamál okkar nú. Elsku Kristín, örvar, Arna, óskar örn, foreldrar, tengdafor- eldrar og aðrir vinir Jóns Grétars, þetta er líka ykkar vandamál, en það er skoplítil huggun í harmi að vita að aðrir syrgja með manni. Jóhann Axelsson forstöðumaður rannsóknarstofu Háskóla íslands í iífeðlisfræði. Fyrir nokkrum árum greip ég á lofti fullyrðingu sem hljómaði eitthvað á þessa leið: Maðurinn hefur fyrst öðlast djúpan lífsskiln- ing þegar hann getur sett sig í spor annarra. Þessi fullyrðing kemur í hugann þegar ég minnist Grétars. Hann var einn þeirra sem höfðu þann eiginleika að sjá hlutina i viðu samhengi með næmu innsæi. Þegar ég reyni að horfast í augu við þá nöturlegu staðreynd að Grétar sé allur finnst mér sem við öll eigum um sárt að binda. Við höfum misst einn af okkar ágæt- ustu kennurum. Grétar var kenn- ari við Háskóla íslands og Fóst- urskóla íslands. Ég kynntist Grét- ari vini mínum meðal annars i starfi við Fósturskólann og minn- ist stunda þar sem við ræddum um markmið og leiðir í bók- menntakennslu skólans. Áhugi hans og skilningur á málefninu var mikill þó svo bókmenntir væru ekki hans grein. Hann bar mikla virðingu fyrir framtíðarstarfi nemenda sinna og lét sig miklu varða inntak náms þeirra. Börn Grétars, óskar, Arna og örvar, hafa ekki einungis misst skilningsríkan og elskulegan föður heldur einnig félaga og vin sem lifir áfram í minningum um ljúfar stundir. Elsku Kristín, Grétar er horf- inn. Það er staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Mig langar til þess að fá að taka þátt í sorg þinni þvi ég get ekki og vil ekki hafna sársaukanum. Við vitum það báð- ar að allt of margir eru hræddir við sársaukann og reyna með nú- tímatækni að deyfa hann eftir megni. En hvað verður um gleðina og vonina þegar sársaukinn er deyfður? Er ekki hætt við að lífs- viljinn dofni um leið? Ég veit að sársaukinn hefur búið um sig hjá þér og söknuðurinn er sár. Annað væri óhugsandi þegar lífsföru- nautur hverfur svo snögglega. Við skiljum það vinkonurnar sem sáum í Grétari fyrirmyndareigin- manninn. Ég skil sársauka þinn þegar ég minnist þess hvað hann sýndi áhugamálum þínum mikinn skilning — með bros í auga og bros á vör. Ég vona að það taki þig ekki langan tíma að læra að lifa meö sársaukanum. Grétar var maður mikillar nálægðar. Þess vegna verður fjarvera hans mikil. Ástvinum öllum sendi ég mína dýpstu samúð. Guðbjörg Þórisdóttir í dag, 19. mars, verður til mold- ar borinn Jón Grétar óskarsson. Hann var fæddur á Neskaupstað 17. september 1947, sonur hión- anna öskars Ágústssonar og Önnu Jónsdóttur. Jón Grétar var líffræðingur að mennt og lauk hann prófi í líf- fræði frá háskólanum í Waterloo, Kanada, árið 1973. Áður en hann hóf nám í líffræði hafði hann stundað nám í læknisfræði í þrjú ár. Hann hóf störf sem kennari við Fósturskóla Islands árið 1978 og kenndi heilbrigðis- og næringar- fræði svo og vistfræði. Það kom strax í ljós að Jón Grétar var kennari af lífi og sál. Hann var mjög vel menntaður og bjó yfir mikilli fagþekkingu, en við það bættist brennandi áhugi á kennslu eins og reyndar öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gerði sér ljóst mikilvægi þess sem þeir voru að nema hverju sinni og hvernig nýta mætti þennan lær- dóm í starfi síðar meir. Jón Grétar leitaði sífellt að nýjum leiðum til að betrumbæta kennsluna. Hann endurskoðaði starfsaðferðir sínar jafnt og þétt í samráði við nem- endur og samkennara sína. Árangurinn lét ekki á sér standa. Hann náði mjög vel til nemenda og var einstaklega ástsæll meðal þeirra. Jón Grétar átti sér mörg áhuga- mál, m.a. var hann mikill náttúru- unnandi og náttúruvernd var eitt af hans hjartans málum. Betri kennari í vistfræði var vandfund- inn. Kom þar fyrst til brennandi áhugi hans á vistfræði og náttúru- vernd og einlægur vilji til að gera námsefnið merkingarbært fyrir verðandi fóstrur og örva þennig skilning þeirra á lífríkinu og þörf á verndun þess. í beinu framhaldi af þessu velti hann því mikið fyrir sér hvernig best væri að örva skilning ungra barna á náttúr- unni. Á þennan hátt, þ.e.a.s. ( gegnum fóstrurnar og börnin, eygði hann leið til að auka skiln- ing almennings á náttúruvernd. Frá 1983 gegndi Jón Grétar starfi aðstoðarskólastjóra við Fósturskóla íslands og leiddi það til aukins samstarfs okkar. Betri samstarfsmann hefði ég ekki get- að kosið. Skipulags- og stjórnun- arhæfileikar hans voru augljósir. Hann skipulagði alla sína vinnu mjög vel og er hann hafði tekiö eitthvert verk að sér var vitað að allt stóð eins og stafur á bók. Hann kunni þá list að hlusta á fólk, ræða og íhuga mismunandi sjónarmið og samræma þau. Við lausn ágreiningsmála sem óhjá- kvæmilega koma upp virtist hon- um í blóð borið að bregðast við af sveigjanleika og ákveðni, allt eftir því sem við átti. Þetta jafnvægi er fáum gefið. í persónulegri umgengni komu allir þeir þættir fram sem ein- kenndu kennarann og sjórnand- ann. Hann var mjög jákvæður, glaðlyndur og hvetjandi en um leið skynsamur. Jón Grétar var einstaklega hlýr persónuleiki og hafði til að bera mikinn skilning á mannlegum samskiptum sem olli því að oft var leitað til hans á erfiðum stundum. Það er erfitt að skilja það þegar ungur maður í blóma lífsins er kvaddur úr þess- um heimi svo fyrirvaralaust. Nemendur og starfsfólk Fóstur- Blómastofa Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Oplð öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. skóla Islands eru tiltölulega þröngur hópur sem einkennist af persónulegum samskiptum og oft var glatt á hjalla. Stórt skarð hef- ur nú verið höggvið í þennan hóp og bæði nemendur og starfsfólk hafa misst annað og meira en kennara og starfsfélaga. Eftirlifandi eiginkona Jóns Grétars er Kristín Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn, örnu Björk sem er 7 ára og örvar 6 ára. Son átti Jón Grétar af fyrra hjónabandi, óskar örn, sem er 18 ára. Allir sem þekktu Jón Grétar vissu hve mikils virði fjölskyldan var honum og voru þau hjónin ein- staklega samhent um uppeldi barnanna og heimilisstörf. Við í Fósturskóla Islands kveðj- um kæran vin og starfsfélaga og sendum Kristínu, börnunum svo og ástvinum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Gyða Jóhannsdóttir I dag kveðjum við Jón Grétar. Það er alltaf erfitt að sætta sig við að ungir menn hverfi af sjónar- sviðinu án nokkurs fyrirvara, sér- staklega ef um vini er að ræða. Kveðjuorð eru þung í skrifum og duga skammt. Eg kynntist Grétari fyrst sem kennara mínum. Þar var hann í senn áhugamaður og fróður leið- beinandi og félagi. Kynni okkar urðu nánari eftir að hann hóf sambúð með Kristinu, vinkonu okkar hjóna. Kynntist ég þá nýrri hlið á Grétari. Hann var elju- og kappsmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, gilti þar einu hvort um var að ræða hans eigin hagsmuni eða annarra, t.d. hjálp- aði hann okkur hjónum mikið og verður það seint fullþakkað. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra Grétars og Kristín- ar. Þau voru tveir sterkir persónu- leikar sem áttu óvenjuvel saman. Með dugnaði reistu þau skemmti- legt heimili, þar sem maður mætti alúð og gestrisni í bland við glað- værð og frjóa landsmálaumræðu. Margir eiga nú um sárt að binda, ungur eiginmaður, faðir, sonur, tengdasonur og vinur er horfinn. Skarð Grétars verður aldrei fyllt. Við verðum að hjálp- ast að. Með einlægri hluttekningu. Helgi Viborg „Dáinn, horfinn!“ — Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Nýlátinn er vinu minn og félagi, Jón Grétar óskarsson. Hann var sonur hjónanna önnu Jónsdóttur og óskars Ágústssonar múrara- meistara I Garðabæ og var elztur þriggja systkina. Ekki þarf að taka fram að fregnin um veikindi hans kom eins og reiðarslag. Hann var í blóma lífsins, hraustur og fullur lífsgleði og hélt ég að hann yrði allra karla elztur. Enginn fær samt sín örlög flúið og honum var ekki áskapað að berjast við og falla fyrir Elli kerlingu. Ég var samferða Jóni Grétari í gegnum þrjá skóla, Flensborgar- skólann í Hafnarfirði, Gagn- fræðaskólann í Vonarstræti og Menntaskólann f Reykjavík. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1960 þegar við settumst í 1. bekk Flensborgarskólans. Ekki kynntumst við samt neitt að ráði fyrr en I Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti þar sem við sátum í landsprófsbekk. Vissum þá hvor- ugur af hinum og urðum við fegnir báðir þegar við hittumst fyrst þá um haustið, þegar ljóst varð að við þekktum einhvern á þessum nýja stað. Vorum við sessunautar það- an í frá og upp í gegnum mennta- skóla. Á menntaskólaárunum kynntist hann Lilju Guðmundsdóttur og eignuðust þau son, óskar örn, á miðjum vetri þegar hann sat i sjötta bekk. Þau giftust og settu saman bú og haustið eftir stúd- entsprófið innritaðist hann í Tækniskóla íslands en lagðist sjúkur snemma hausts. Þegar honum þótti sýnt að hann hefði misst svo mikið úr náminu vegna veikindanna, að hann gæti ekki unnið það upp þá um veturinn, hætti hann og innritaðist, fyrir forvitni sakir eins og hann sagði sjálfur, um miðjan vetur ( laga- deild Háskóla íslands. Jafnframt náminu vann hann í múrverki hálfan daginn og kvöld og helgar. Síðar um veturinn lauk hann að auki námi við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með sveinspróf í múrverki. Haustið 1969 fluttu Jón Grétar og Lilja ásamt syninum til Kanada, þar sem Jón Grétar stundaði almenna vinnu auk þess sem hann las liffræði við háskól- ann í Waterloo. Hann lauk prófi þaðan 1973 og komu þau til ís- lands síðar sama ár. Skömmu síð- ar slitu þau samvistir. Eftir heimkomuna vann Jón Grétar við rannsóknir hjá Líf- fræðistofnun Háskólans auk þess sem hann var stundakennari við Háskólann og síðar einnig við Fósturskóla Islands en þar varð hann aðstoðarskólastjóri árið 1983. Jafnhliða þessum störfum var Jón Grétar m.a. um árabil húsvörður og umsjónarmaður með húsnæði félagssamtakanna Verndar á Ránargötu í Reykjavík. Með síðari konu sinni, Kristínu Jónsdóttur kennara, eignaðist Jón Grétar tvö börn, örnu Björk, sjö ára, og örvar, sem er orðinn 6 ára. Fyrir nokkrum árum réðust þau hjónin í byggingu raðhúss í Ár- bæjarhverfi og voru búin að setja upp hlýlegt heimili þar. Við vorum báðir ómótaðir stráklingar þegar ég kynntist Jóni Grétari en þá var hann dulur og lítt fyrir að flíka tilfinningum sin- um. Hann var alltaf hlédrægur og ekki afskiptasamur en ákveðinn. Hann var seinþreyttur til vand- ræða en skapstór þegar honum þótti sér misboðið. Rökfastur var hann og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. ’i'ann ég það bezt á síðari árum þegar skoðanamunur okkar í mill- um var nánast enginn orðinn hversu samkvæmur hann hafði alltaf verið sjálfum sér. Á menntaskólaárunum höfðum við oft samvinnu um skýrslur og heimaverkefni og fannst slík heimavinna oft taka helzt til lang- an tíma. Fór þó venjulega minnst- ur timi i lausn verkefnanna. Jón Grétar hafði gaman af útilífi og var fullur hugmynda um hvað hann vildi gera að loknum menntaskóla. Hann Iangaði út i heim á vit ævintýra og fannst sem nægur timi væri að loknu heims- hornaflakki til að takast á við brauðstritið. Var ekki fritt við að honum þætti nóg um hversu jarð- bundinn ég var. Jón Grétar hafði gaman af bil- um og átti tvo eða þrjá á mennta- skólaárunum, hvern á eftir öðrum. Það var sammerkt þessum bilum hans að þeir voru allir komnir af bezta skeiði og urðu þeir honum síðar tilefni margra kimnisagna um ferðalög hans og félaga hans en þó kannske frekar um viðgerðir farkostanna. Fannst mér mikið til um sumar ferðasögurnar. Ekki var heldur laust við að ég öfundaði félaga minn af þvi óbeina gagni sem hann hafði stundum af bilum sínum. Sumpart gat það falizt f því að hann missti af skyndiprófi vegna þess að bíllinn varð benzin- Iaus á Arnarnesinu eða þá að það sprakk hjá honum á leið i tfma- stilinn og varadekkið reyndist vindlaust. Einu sinni lenti hann i utanikeyrslu á leiðinni i skólann. Nokkrum dögum síðar var tfma- stíll i latínu og þá vildi svo „óheppilega" til að hann varð að mæta á sama tíma hjá yfirvaldinu til að gefa skýrslu. Hann var góður verkmaður og víkingur til vinnu og fannst mér stundum sem hann gengi full- nærri sjálfum sér. Slikt taldi hann vera út í hött þar sem það gerði engum manni illt að reyna svolftið á sig. Meðal fjölmargra áhuga- mála hans var almenn heilsurækt að því marki að ástundun hennar leiddi til betri heilsu og lfðanar. Ekki sfzt í þeim efnum átti ég honum gott að gjalda. Þegar ég t Þökkum hlýhug vlö andlát og útför, GUNNAR8 ÓLAF88ONAR, foratjóra Rannaóknaatofnunar landbúnaóarins. Unnur Marfa Figvad, Valdía Halgadóttir, Anna Thaodóra Qunnaradóttir, Valdfs Gunnarsdóttir, Skúli Gunnarsson, Ólafur Péll Gunnarason. t Innliegustu þakklr fyrlr auösýnda samúö vegna andláts og útfarar, GUORÚNAR HÁLFDÁNARDÓTTUR, éóur tll heimllls aó Hvarfisgötu 98. Fyrlr hönd vandamanna, Ragna Erlandadóttlr Boyanlch, ólttf Erlandadóttir, Esther Erlandadóttir Harria.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.