Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 56

Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Ferðir BSRB og Samvinnuferða-Landsýn til Kaupmannahafnar: Sjö þúsund kr. aðeins innborgun — segir Hans Indriðason hjá Flugleiðum ÞKIR BSRB-félagar sem keyptu sér farmiða til Kaupmannahafnar og heim aftur á vegum Samvinnuferða-Landsýn sl. laugardagsmorgun fyrir aðeins 7.000 kr., eftir að hafa staðið { fleiri klukkutíma í biðröð, hafa að sögn Hans Indriðasonar framkvæmdastjóra söludeildar Flugleiða aðeins greitt inn á ferða- kostnað. Ferðir þessar verða farnar á svokölluðum IT-fargjöldum, sem Hans sagði að ekki vaeri hægt að selja, samkvæmt reglugerð samgönguráðuneytisins, án þess að frekari þjónusta væri seld með, þ.e. kaup á afnotum af bflaleigubíl, sumarhúsi, hóteli eða áframhaldandi ferðum frá Kaupmannahöfn, svo dæmi séu nefnd. Hans sagði: „Þarna er samkvæmt reglugerð um að ræða heildar- pakka, svo greiðsla fyrir flugferð- irnar einar sér á kr. 7.000 kr. eru aðeins innborgun, ef farið verður að lögum. Það getur enginn gengið inn á ferðaskrifstofu og keypt slíkar ferðir einar sér samkvæmt reglu- gerð um IT-leiguflug, eða svonefnd- ar altækar-ferðir." Hans sagði ennfremur að Flugleiðir hefðu í þessu tilfelli gert heildar- samkomulag við Samvinnuferðir, Landsýn, svipað og á síðasta sumri. Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri Bandalags starfs- manna ríkis og bæja sagði, að ferðanefnd BSRB hefði fyrst athug- að um leiguflug og að hún hefði haft í höndum tilboð um leiguflug erlendis frá. Eftir nána athugun hefði tilboði Flugleiða verið tekið á verði sem kom mjög nálægt erlenda tilboðinu. Hann sagði rétt vera að samningurinn fæli i sér útvegun á þjónustu og ekki mætti selja ferð- irnar einar sér. Mjög margir hyggð- ust taka bílaleigu, aðrir fá hótel- þjónustu o.s.frv. Margir þeirra sem biðu aðfara- nótt laugardagsins, allt frá því kl. 3 um nóttina, hafa lýst óánægju með það fyrirkomulag sem haft var á sölu farmiðanna. Haraldur var spurður, hvort ekki hefði komið til tals að nota aðrar aðferðir. Hann sagði ferðanefnd hafa rætt það mál, en ákveðið hefði verið að fara þessa leið. Hann tiltók dæmi um reynslu annarra verkalýðsfélaga, svo sem VR þar sem auglýst hefði verið eftir skriflegum umsóknum um 30—40 flugsæti og hefði VR borist á fimmta hundrað umsóknir sem þeir hefðu lent i stökustu vandræðum með að vinna úr. Það kom og fram í viðtali við Harald Steinþórsson, að BSRB út- hlutar nk. laugardag vikuferðum til Álasunds á kr. 4.800 flugið. Að þeirri úthlutun verður þannig stað- ið, að ferðirnar verða seldar á skrifstofum BSRB nk. laugardags- morgun, BSRB-félögum í þeirri röð sem þeir mæta á staðinn, en frekari kostnaður við þær ferðir liggur ekki fyrir. Þeir sem lentu í þremur efstu sætunum í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna: Hákon Guðbjartsson, sigurveg- ari keppninnar er í miðið. Hinir tveir voru jafnir að stigum, en þeir eru Bjarni Gunnarsson, til vinstri, og Ágúst Sverrir Egilsson, til hægri. Allir eru þeir í Menntaskólanum í Reykjavík. MR-ingar í þremur efstu sætunum í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna SIGURVEGARI í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, er fram fór sl. laugardag, varð Hákon Guðbjarts- son, Menntaskólanum í Reykjavík. Bjarni Gunnarsson og Ágúst Sverrir Egilsson, báðir úr MR, urðu jafnir að stigum og lentu í öðru til þriðja sætL í úrslitakeppnina mættu sjö til leiks, en þeir náðu bestum árangri í forkeppninni, sem fram fór nokkru áður. Keppendur fengust við fjögurra tíma verkefni, sem á voru sex dæmi. Peningaverðlaun voru veitt frá IBM á íslandi. Á þessum tíma fyllast tónlistarhallir Vínarborgar af perlum listasögunnar. Óperur á borð við Boris Godunow, Aida og Cavalleria Rusticana, margir ballettar, þ á m Rómeó og lúlía og stórhljómsveitir undir stjórn frægra hljómsveitarstjóra Nær fiálfnuð er saga ... Þ0 getur gengið um sögusvið miðalda í þessari töfrancíi borg, sótt fjölda leiksýninga, notið veitinga- og kaffihúsa heimsborgarinnar, teygað eðalvín með vínbændum Grinzing, trallað með jassgeggjurum og verslað fyrir verð sem kemur þér þægilega á óvart. Spennandi skoðunarferðir um Austurríki, Ungverjaland og Tékkóslóvakíu Frá Vínarborg gefstþér tækifæritil aðheimsækja og skoða fjölda heillandi staða Litið er inn í hús meistara Haydn í dagsferð til Burgenland og Rohrau. Siglt á Dóná f dagsferð til Wachau f 2ja daga ferðum gefst tækifæri til að sjá hinar einstæðu borgir Budapest og Prag Komið við í Zell am See og Salzburg Síðustu fimm dagana njóta gestirnir lífsins í hinum fræga ferðamannabæ í Ölpunum, Zell am See, og í Salzburg, sem sannarlega erein fallegasta borg álfunnar Ekið er til staðanna í mjög þægilegum langferðabíl. Heim er flogið þ. 12 júní frá Salzburg ífaiandi Vesturqotu q, sími 17445 Auk framantaldra komust í úr- slit: Agnar R. Agnarsson MS, Rögnvaldur Möller MH, Sigurður Áss Grétarsson MR og Vilmundur Pálmason MK. Markmið keppninnar er að efla áhuga nemenda í framhaldsskól- um á stærðfræði og beitingu hennar, efla tengsl milli nemenda og kennara hinna ýmsu fram- haldsskóla og kynna almenningi stærðfræðileg verkefni með aðstoð fjölmiðla. Benedikt Jóhannesson, formað- ur Félags raungreinakennara í framhaldsskólum, sagði i samtali við Mbl. að áhugi væri mikill fyrir því að koma sigurvegurum áfram í keppni erlendis og á ólympíuleik- ana í stærðfræði sem fram fara í Helsinki í júlí í sumar. „En fjár- mögnunin er nokkuð vandamál og þyrfti hún að koma frá Mennta- málaráðuneytinu, ef af því yrði,“ sagði Benedikt. „Þetta er fyrsta stærðfræðikeppnin sem haldin er hér á landi, á vegum framhalds- skólanna, en markmiðið er að hafa þetta árlegan viðburð. Okkur finnst að vel hafi til tekist." Að keppninni stóðu Félag raungreinakennara og íslenska stærðfræðafélagið, en keppnin var að fullu kostuð af IBM á íslandi. LOKAVERKEFNI, laugardaginn 16. marz 1985 kl. 9—13. Gjörið svo vel að byrja hvert dæmi á nýju blaði. Merkið öll blöðin. Dæmi 1. Tvær tölur x og y fullnægja jöfn- Dæmi 2. Fyrir hvaða rauntölur gildir ójafnan 4x‘ Finnið x og y. 9x*y 0x+2 ■ 243. < 2x + 9? (1 + VI + 2x)z Dæmi 3. Verksmiðja sem framleiðir krist- alskúlur handa spákonum sendir hverja kúlu sérpakkaða í tenings- laga kassa, sem hefur (innri) hlið- arlengd nákvæmlega jafna þver- máli kúlunnar. Um hver áramót, þegar verksmiðjan sendir út spá- kúlur fyrir næsta ár, gefur hún föstum viðskiptavinum vasaút- gáfu af spákúlunni, sem er það stór að hún passar nákvæmlega í eitt hornið á kassanum, þegar búið er að koma stóru kúlunni þar fyrir. Hvað er þvermál minni kúl- unnar ef hinnar er gefið? Dæmi 4. Hversu margar af náttúrlegu töl- unum frá 1 til 1000 eru deilanlegar með að minnsta kosti einni af töl- unum 3, 5 eða 7? Dæmi 5. í rétthyrndum þríhyrningi með gefinni langhlið c er miðlínan á langhliðina rúmfræðilegt meðal- tal af skammhliðunum, þ.e.a.s. hefur lengdina ab, þar sem a og b eru skammhliðarnar. Hvernig má teikna þríhyrninginn með hringfara og reglustiku? Dæmi 6. Gerum ráð fyrir að f og g séu föll sem eru skilgreind fyrir allar rauntölur og fullnægja jöfnunni í(x+y) + f(x + y) = 2f(x)g(y) fyrir öll x og y. Gerum enn fremur ráð fyrir að f sé ekki núllfallið og að | f(x) | S 1 fyrir öll x. Sýnið að |g(y)| á 1 fyrir öll y. Tæp 10 þúsund tonn af loðnu bárust á land á laugardag lestir. Á föstudag tilkynntu eftir- talin skip um afla: Sæberg SU, 170, Erling KE, 380, Þórshamar GK, 400, Helga II, 530, Heimaey VE, 300, Bergur VE, 120, Harpa RE, 600, Kap II VE, 150, Víkur- berg GK, 300 og ísleifur VE 180 lestir. FIMMTÁN skip tilkynntu loðnu- nefnd afla á laugardag, samtals 9.960 lestir. Eftir er að veiða um 50 þúsund tonn af loðnukvótanum. Á fimmtudag varð heildarveiðin 2.970 lestir, á föstudag varð aflinn 3.130 lestir. Eftirtalin skip tilkynntu afla á laugardag Erling KE 380 tonn, Víkingur AK 700, Gullberg VE 590, Sighvatur Bjarnason VE 640, Júpiter RE 1300, Gígjan 250, Kap II VE 680, Dagfari 530, Víkurberg GK 550, Börkur NK 1000, Bergur VE 450, Heimaey VE 450, Guð- mundur RE 780, ísleifur VE 650, Helga II 520. Til viðbótar þeim skipum, sem áður er getið í Morgunblaðinu, til- kynntu eftirtalin skip um afla á fimmtudag: Víkingur AK, 500, Júpíter RE, 550, Heimaey VE, 70, Gullberg VE, 100, Skarðsvík SH, 100, Sighvatur Bjarnason VE 30 Afborgunar- laus í 2 ár í FRÉTT Morgunblaðsins síðast- liðinn laugardag um nýjan lána- flokk í Lífeyrissjóði verzlunar- manna láðist að geta þess, að ný lán að upphæð 400 þúsund krónur eru afborgunarlaus fyrstu tvö ár- in. Þessi ián til þeirra, sem eru að eignast sína fyrstu húseign, eru til 37 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.