Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 57

Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 19. MARZ 1985 57 Ráðstefna í Nairobi mark- ar lok kvennaáratugarins Kvennaráðstefna, sem markar lok kvennaáratugarins verður haldin í Nairobi, höfuðborg Kenýa, í sumar, 15.—26. júlí. ísland sendir nefnd á ráðstefnuna og skipa hana þær Sig- ríður Snævarr, sendiráðunautur, sem er formaður nefndarinnar, Est- er Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands, Gerður Steinþórsdóttir, cand. mag., Guðríð- ur Þorsteinsdóttir, formaður Jafn- réttisráðs og María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands ís- lands. Sigríður Snævarr, sendiráðu- nautur, er nýkomin af undirbún- ingsfundi, sem haldinn var í Vín- arborg á vegum Sameinuðu þjóð- anna og var hún spurð um undir- búning á vegum SÞ að ráðstefn- unni. Hún sagði, að SÞ hefðu hald- ið fagráðstefnur um ýmis mál til að veita upplýsingar og vekja at- hygli á einhverjum vandamálum og aðildarríkin leitast við að finna sameiginlegar lausnir á þeim, en síðasta fagráðstefnan var mann- fjðldaráðstefna SÞ í Mexíkó sumarið 1984. Árið 1972 var ákveðið að tileinka konum einn áratug og hófst hann árið 1975. Það ár var haldin fyrsta ráðstefna SÞ um kvennamálefni. Þar var samþykkt lokaskjal um það hvaða árangri ríkisstjórnirnar, sem eru aðilar að SÞ, og samtökin sjálf, vonast til að ná. Árið 1980 var haldin ráðstefna í Kaupmanna- höfn til að fara yfir það sem áunn- ist hafði og ákveðið nánar um að- gerðir í framhaldi af því. Ráð- stefnan í Nairobi metur síðan ár- angur starfsins undanfarin 10 ár. „Á undirbúningsfundinum í Vín kom fram, að ekki hefði náðst sá árangur sem vonast hefði verið til, en engu að síður hefðu málefni kvenna hlotið verulegan framgang og væri nauðsynlegt að svo yrði áfram," sagði Sigríður. „Ákveðið var að marka stefnuna fram til næstu aldamóta og voru lögð fram drög að lokasamþykkt ráðstefn- unnar. Kjörorð ráðstefnunnar verða jafnrétti, framþróun, frið- ur“, sem eru raunar kjörorð kvennaáratugarins. En það eru einnig aukakjörorð, sem eru „at- vinna, menntun og heilbrigði“. Drög að lokasamþykkt ráðstefn- unnar eru miðuð við þessi kjör- orð.“ Sigríður sagði, að undir liðnum jafnrétti mætti nefna samning um afnám alls misréttis gegn konum, sem gekk í gildi árið 1984. „Einar Ágústsson sendiherra, þáverandi formaður sendinefndar íslands, undirritaði hann fyrir Islands hönd á kvennaráðstefnunni I Kaupmannahöfn og hann liggur nú fyrir Alþingi til fullgildingar," sagði Sigríður. „Jafnframt kemur frma í drögum að lokasamþykkt- inni á sviði jafnréttismála, að nauðsynlegt sé að konur slíti sér ekki aðeins út með óhóflegu vinnuálagi, heldur fái að glíma við Öll verkefni sem móta samfélagið. Fræðslufundur Kaupþings hf.: „Geta verð- tryggð lán étið upp eign þína?“ í KVÖLD klukkan 20.30 efnir Kaup- þing hf. til almenns fræðslufundar um efnið „Geta verðtryggð lán étið upp eign þína“. Frummælendur verða dr. Pétur Blöndal stærðfræðingur og Stefán Ingólfsson verkfræðingur. Fund- urinn verður haldinn í Kristalssal Hótel Loftleiða. öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir, segir í frétt frá Kaupþingi. Sigríður Snævarr, sendiráðunautur. Til þess þarf að breyta viðteknum hugmyndum um stöðu kvenna og gera þarf hverjum einstaklingi kleift að þroska hæfileika sína og beita sér að hvaða sviði sem er án tillits til kynferðis. Það sé ekki að- eins konum í hag, heldur öllum einstaklingum og samfélaginu sjálfu. Varðandi þróunarliðinn má geta þess, að það voru atkvæði þróun- arríkjanna sem réðu úrslitum á sínum tíma um að kvennaáratug var komið á,“ sagði Sigríður. „Konur eru fjölmennastar í þróunarríkjunum og þar eru vandamálin mest og ærið verk að vinna. Þá er lögð á það áhersla að í samskiptum þróunarríkjanna og iðnríkja verði tekið tillit til þarfa kvenna í þróunarlöndunum, því oft á tíðum hefur þróunarhjálp verið því marki brennd að hún hefur jafnvel skaðað hagsmuni kvenna í þróunarríkjum, eða ekki bætt þeirra hlut til jafns við karla. Loks er farið fram á að viður- kennd verði og efld viðleitni kvenna til að vinna að friði í heim- inum.“ Sigríður sagði, að á undirbún- ingsfundinum í Vín hefði ekki komið nógu skýrt fram hver stefn- an yrði í framtíðinni. „Það hafa komið upp hugmyndir um annan kvennaáratug. Hugur virðist einn- ig vera í mönnum að staðan verði metin á 4 ára fresti. Það er ljóst að það er ekki nóg að leggja fram metnaðarfullar áætlanir um það hvernig bæta eigi hag kvenna, heldur verður að sjá til þess að þeim gefist tími til þess. Aukinn hlutur kvenna í þjóðfélögum má ekki verða til þess að þær beri tvö- falda byrði , en það er sú stað- reynd sem blasir við nú,“, sagði Sigríður Snævarr að lokum. • • TOLLSKJOL og verðútreikningar MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að auka þekkingu þeirra sem innflutning stunda og stuðla þar með að bættum af- köstum og tímasparnaði hjá viðkomandi aðilum. Kunn- áttvleysi í gerð tollskýrslna og verðútreiknings hefur hafl í för með sér ómælt erfiði fyrir margan manninn, en þetta námskeið á að kynna þátttakendum hvernig þessi mál ganga fyrir sig. EFNI: - Helstu skjöl og eyðublöð við tollafgreiðslu og notkun þeirra. - Meginþættir laga og reglugerða er gilda við tollaf- greiðslu vara. - Grundvallaratriði tollflokkunar. - Helstu reglur við verðútreikning. - Gerð verða raunhæf verkefni. PÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem stunda innflutn- ing í smáum stíl og iðnrekendum, sem ekki hafa mikinn innflutning. Einnig er námskeiðið kjörið fyrir þá, sem eru að heíja eða hyggjast hefja störf við tollskýrslugerð og verðútreikninga. LEIÐBEINANDI: Karl Garðarsson við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands. Starf- ar nú sem deildarstjóri á skrifstofu tollstjóra. TÍMI - STAÐUR: 25.-26. mars kl. 13.30—17.30. Síðumúli 23. ATH.: Starfsmenntunarsjóðir SFR og STRV og Versl- unarmannafélags Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa við- komandi skrifstofur. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS !»23 Bremsuklossar Spindilkúlur Stýrisendar o.fl. Fyrir evrópska og japanska bíla. Heildsala — Smásala Armúla 36. sfmi 82424. Pósthólf 4180. 104Reyk|avík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.