Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
59
Dalvík:
Vinna hafin
á ný eftir
verkfall
Dalrík, 18. raara.
EFTIR sjómannaverkfall er nú
vinna hafin að nýju í öllum fiskverk-
unarhúsum á Dalvík.
Sama dag og verkfall leystist
lögðu netabátar net sín og fyrsti
togarinn kom til löndunar á föstu-
dagsmorgun. Það var Björgúlfur,
sem kom með 103 lestir af þorski
og sama dag kom Dalborg með 28
lestir af rækju. Þá landaði Sólfell
frá Hrísey hér 13 lestum af rækju
og í dag er verið að landa úr togur-
unum Björgvin 115 lestum og
Baldri 65 lestum.
Frá Dalvík eru nú gerðir út 5
netabátar en sá sjötti, Bliki EA-12
er í slipp á Akureyri þar sem verið
er að byggja yfir bátinn. Afli neta-
báta var fyrir verkfall allgóður, en
að því loknu virðist afli hafa dreg-
ist saman. Þ6 er það von þeirra,
sem héðan róa, að afli glæðist aft-
ur þannig að þeir þurfi ekki að
sækja í aðrar verstöðvar á þessari
vetrarvertíð eins og undanfarin
ár.
Rækjuverksmiðja Söltunarfé-
lags Dalvíkur hefur hafið vinnslu
að nýju, en á henni hafa verið
gerðar gagngerar breytingar.
Komið hefur verið upp lausfryst-
ingu á rækju og aukið við annan
búnað þannig að afköst verksmiðj-
unnar aukast og skilar hún jafn-
framt betri vöru.
Einn opinn bátur hefur stundað
hrognkelsaveiði og hefur afli verið
góður. Grásleppukarlar eru nú
þessa dagana að byrja að leggja
net sín. Fréttaritarar.
Norræna húsið:
Hvernig gera
á borgir að-
laðandi árið
um kring
ARKITEKTAFÉLAG fslands hefur
fengið hingað til lands tvo Kanada-
menn, frá samtökunum „The Live-
able Winter Association", og munu
þau funda með arkitektum auk þess
sem þau halda opinberan fyrirlestur
í Norræna húsinu f dag klukkan
16.00.
Norman Pressman og Xenia
Zepic munu tala um aðferðir til að
gera miðborgir á norðurslóðum
aðlaðandi allan ársins hring.
Fjallað verður annars vegar
fræðilega um hegðun manna í
svölu loftslagi og hins vegar sýnd
dæmi frá ýmsum löndum um að-
ferðir til að laga byggt umhverfi
eftir óblíðu veðurfari.
Fundurinn er öllum opinn og
aðgangur er ókeypis.
Nafn féll niður
í FRÉTT Mbl. sl. fimmtudag um
aldarafmæli Brynjúlfs Sigfússon-
ar tónskálds í Vestmannaeyjum,
féll niður nafn Bryndísar dóttur
hans í upptalningu. Mbl. biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
Flóamarkaður
á Sauðárkróki
Miðvikudaginn 20. mars nk.
ætla hjúkrunarfræðingar við
Sjúkrahús Skagfirðinga að halda
flóamarkað til styrktar Hjúkrun-
ar- og dvalarheimili aldraðra á
Sauðárkróki.
Margt góðra muna verður á
markaðnum, bæði nýtt og notað,
og verð við allra hæfi.
Flóamarkaðurinn byrjar kl.
15.00 þann 20. mars og verður í
anddyri Heilsugæslustöðvarinnar.
(Fréttatilkynning)
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
Vid erum komin
VöruJoftið
S'9tuni 3. meö stórútsöíu
Mikid af þessum vörum
eru glænýjar
jv------;.T:r.
Beknagerðin
A vömkminu
þennan lista vel!!
Jakkaföt frá kr. 2.500,-
Stakir herrajakkar frá kr. 990,-
Rúskinnsjakkar, fóðraðir, frá kr. 2.800,-
Rúskinnsjakkar ófóöraðir frá kr. 2.500,-
Vattúlpur frá kr. 1.990,-
Herrapeysur frá kr. 490,-
Varmaháskólabolir frá kr.- 450,-
Bolir frá kr. 90,-
Herraskyrtur frá kr. 350,-
Dömublússur frá kr. 350,-
Gallabuxur frá kr. 400,-
Dömupeysur frá kr. 590,-
Kakhi-buxur frá kr. 790,-
Barnagallabuxur frá kr. 450,-
Barnakakhi-buxur frá kr. 600,-
Barnapeysur frá kr. 150,-
Vinnusloppar frá kr. 450,-
Vinnublússur frá kr. 350,-
Vinnusamfestingar frá kr. 1.150,-
Rafsuðugallar frá kr. 990,-
Hvítir samfestingar frá kr. 650,-
Loðfóðraöar Pólarúlpur frá kr. 2.500,-
Sumarsportjakkar frá kr. 450,-
Herrasokkar frá kr. 50,-
Ódýra borðið, allt á kr. 90,-
Mikiö og gott úrval af efnum, kakhi-,
popplín-ullarefni frá kr. 100,- pr. m.
Ullarefni frá kr. 150,- pr. m.
Ýmis efni frá kr. 80,- pr. m.