Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985
Lárus efstur á Skákþíngi
Sfcák
Bragi Kristjánsson
Skákþing íslands hófst sl. laug-
ardag, 30. mars, í Reykjavík og
teflir landsliðsflokkur í Haga-
skóla, en aðrir flokkar í Skákheim-
ili Taflfélags Reykjavíkur,
Grensásvegi 46. Meðal 14 þátttak-
enda í landsliösflokki eru margir
sterkir skákmenn, þótt flesta
meistara þjóðarinnar með alþjóö-
lega titla vanti að þessu sinni.
Keppnin verður örugglega
hörð og skemmtileg, þvi meðal
keppenda eru alþjóðlegi meistar-
inn Haukur Angantýsson, Rób-
ert Harðarson, skákmeistari
Reykjavíkur, Karl Þorsteins og
Dan Hansson. Þátttakendur i
landsliðsflokki eru yngri en
nokkru sinni fyrr, Þröstur,
Andri og Davíð eru aðeins 16 ára
og Lárus Pálmi og Halldór eru
um tvítugt. Þegar þetta er ritað
hafa verið tefldar 4 umferðir og
hefur Lárus Jóhannesson tekið
forystuna með 3)4 vinning.
Hann hefur teflt af miklum
krafti og unnið m.a. Dan Hans-
son og Hilmar Karlsson. Lárus
er efnilegur skákmaður, sem
sýndi það á íslandsþinginu i
fyrra, að mikils má vænta af
honum í framtíðinni. Staðan í
mótinu er að öðru leyti óljós
vegna biðskáka, og vísast um
einstök úrslit til meðfylgjandi
töflu.
Að lokum koma tvaer fjörugar
skákir úr 3. umferð mótsins, en
þær eiga það sameiginiegt, að
svartur misstígur sig illilega í byrj-
uninni.
Hvítt.Lárus Jóhannesson
SvartrHilmar Karlsson
Petrovs-vörn
I. e4 — e5, 2. Rf3 - Rf6, 3. Rie5
Einnig er hægt að leika hér 3.
d4 — exd4, 4. e5 — Re4, 5. Dxd4
— d5, 6. exd6 e.p. Rxd6 7. Bd3 —
Rc6 8. Df4 o.s.frv.
3. — d6
Eftir 3. — Rxe4? 4. De2 tapar
svartur a.m.k. peði.
4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 — d5, 6. Bd3
— Be7, 7. 0—0 0—0 8. c4 — Rf6,
9. cxd5 — Rxd5, 10. Rc3 — Rc6,
II. Hel — Bg4, 12. h3 — Bh5?
Hilmar vanmetur þá leið, sem Lár-
us fer í framhaldi skákarinnar.
Besti leikur svarts er 12. — Be6,
13. Re4 — h6 ojj.frv. Eftir 12. —
Bxf3, 13. Dxf3 — Rdb4, 14. Bbl
fær hvítur mjög hættulegt færi
fyrir peðið á d4, Ld. 14. — Dxd4
(14. — Rxd4, 15. De4 — g6, 16.
Dxe7 — Rdc2, 17. Bxc2 — Rxc2,
18. Bh6 með betra tafli fyrir hvft)
15. a3 — Ra6 16. Rd5 — Bd6, 17.
Hdl (17. Bxh7+ - Kxh7, 18. He4
- Hfe8!) De5 — , 18. Bf4 - De6
(18. — Dxb2, 19. Ha2 — Db5 20.
Rf6+ gxf6, 21. Bh6 og hvítur vinn-
ur) 19. b4 og svartur á við mörg og
erfið vandamál að stríða.
13. Bxh7+! - Kxh7, 14. Rg5+ -
Bxg5
Ekki gengur 14 — Kg6,15. Dd3+
- f5, 16. He6+ - Hf6 17.g4 og
hvítur vinnur
15. Dxh5+ — Kg8
Eftir 15. - Bh6 16. Rxd5 -
Rxd4,17. Bxh6 — gxh6,18. Hadl
- c5,19. He7 hefur hvítur afger-
andi sókn (hótar Rf6+ og Hxf7+,
19 — Kg7 svarða með 20. De5+)
16. Bxg5 — Dd7
16. — f6 17. Bd2 ásamt 18. He4 er
varla mikið betra fyrir svart.
17. He4 — Df5, 18. Dg4 — Dh7?
Eftir 18. — Dxg4, á svartur peði
minna í erfiðu endatafli, en það
var þó skárri kostur.
19. Df3 - Rb6
20. Bf6! —
Hvítur getur leyft sér munað á
borð við þennan leik, þvi svartur
hefur fáa menn til varnar kóngi
sínum.
20. - Rd7,
Ekki 20. - gxf6, 21. Hg4+ Kh8,
22. Dxf6+ og mátar.
20. —Rd7, 21. Hh4 — Rxf6
Eða 21. — Dg6, 22. Bxg7 o.s.frv.
22. Hxh7 - Rxh7, 23. d5 — Re5,
24. Dg3 — f6, 25. Rb5 — c6
Eða 25. - Hf7, 26. Hcl o.s.frv.
26. Rc7 — Hc8, 27. d6 —
Hvitur hefur enn bætt stöðu
sína. Hann hefur nú sterkt frí-
peð á d6
27. — Hf7,28. Db3 — b6,29. f4 —
Rd7, 30. Hel — Kf8,
Hvítur hótaði, 31. He7
31. Dc2 —
Hvítur hótar bæði riddaranum á
h7 og peðinu á c6. Skemmtileg
vinningsleið er hér 31. Re6+ Kg8,
32. Rd8! Hxd8, 33. He7 - Hdf8,
34. Hxd7 —g6 35. Hxf7 - Hxf7,
36. d7 o.s.frv.
Svartur gafst upp í þessari gjör-
töpuðu stöðu.
Hvítt: Davíð Olafsson
Svart: Pálmi R. Pétursson
ítalski leikurinn
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 —
exd4, 4. Bc4 —
Eftir 4. Rxd4 kemur upp
skoskur leikur, en með leiknum í
skákinni yfir í farveg ftalska
leiksins.
4. — Rf6, 5. (M) — Bc5, 6. c4 —
Svartur fær góða stöðu eftir 6.
e5 — d5! o.s.frv.
6. — Rxe4, 7. cxd4 — Be7?
Svartur leikur illa af sér. Leið-
in til lífsins er d7 — d5, eins og
svo oft i stöðum líkum þessari: 7.
— d5!, 8. dxc5 — dxc4, 9. Dxd8+
— Kxd8,10. Hdl+ - Bd7,11. Be3
— Ke7,12. Ra3 — Be6 með nokk-
uð jafnri stöðu.
8. d5! —
Auðvitað!
8. - Rb8, 9. Hel - Rd6,
Svarta staðan hefði orðið
mjög Ijót eftir 9. — Rf6,10. d6 —
cxd6 o.s.frv.
10. Bg5 — f6, 11. Bd3! — RÍ7
Svartur má ekki drepa biskup-
inn á g5: 11. fxg5,12. Rxg5 — g6
(hvað annað?) 13. Rxh7 — Hxh7,
14. Bxg6+ — Hf7, 15. Dh5 ásamt
16. Dh8 mát.
12. Bh4 — 0-0?
Þessi eðlilegi leikur leiðir til
stöðu, sem ógerningur er að
verja. Besta vörnin er 12. — Kf8
ásamt 13. — g6 og 14. — Kg7.
13. Dc2 — g6
Eftir 13. — h6, 14. Bg3 verða
hvítu reitirnir í kóngsstöðu
svarta svo veikir, að svartur fær
engum vörnum komið við hótun-
um Rh4, Bh7+ og Rg6+ eða R-d4-
e6.
14. Bxg6! —
Davíð sleppir ekki tækifæri til
að rífa upp svörtu kóngsstöðuna.
14. — Re5
Örvænting, því ekki gengur 14.
- hxg6, 15. Dxg6+ - Kh8, 16.
Hxe7! — Dxe7,17. Bxf6+ og hvít-
ur vinnur létt.
15. Bxh7+ — Kh8, 16. Bxf6+ —
Hxf6, 17. Hxe5 — Bc5, 18. Rg4 —
Hf8
Ekki 18. - Hf4, 19. Dg6 með
hótuninni 20. He8+.
19. Dxc5 — dfi
Eftir 19. - Kxh7, 20. He7+ -
Kg6, 21. d6 og hvítur hefur vinn-
ingssókn.
20. De3 — Bxg4
Eða 20. - Kxh7, 21. Dh6+ -
Kg8, 22. Dg6+ - Kh8, 23. He3 -
og við hótuninni 24. Hh3+ er lítið
að gera.
21. Dh6
og svartur gafst upp, því hann
getur ekki varist magvislegum
hótunum hvíts í sambandi við
fráskák biskupsins á h7.
Skákþing íslands 1985/landsliðsflokkur
1. Dan Hansson Elo- stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
2295 X 0 0 1
2. LSrus Jóhannesson 2160 1 X 1/2 1 1
3. Benedikt Jónasson 2245 1/2 X 1/2 1
4. Asgeir Þðr Arnason 2165 1 X 0 1
5. Rðbert Harðarson 2280 X 1/2 1/2 1/2
6. Þröstur Þðrhallsson 2160 X 1/2 0 1 0
7. Halldðr G. Einarsson 2205 X 1 0 1 0
8. Davlð Olafsson 2125 0 X 1 1/2
9. Pálmi R. Pétursson 2125 1/2 1 0 X 1/2
10. Haukur Angantýsson 2300 1/2 1 0 X
11. Andri Ass Grétarsson 2195 1 0 1 X
12. Karl Þorsteins 2430 1/2 1/2 1 X
13. Gylfi Þðrhallsson 2130 0 0 0 1/2 X
14. Hilmar Karlsson 2220 0 0 1/2 1/2 X
Útnefnd til 7
í fylgsnum hjartans
(Places in the Heart)
„Places in the Heart" gerist í smábænum Waxahachie í Texas, áriö 1935. Þar
hafa fjórar kynslóöir Benton-fjölskyldunnar fæöst. Mvndin er byggö á æsku-
minningum Bentons. Nafni hans og afi, Robert Benton, fógeti í Waxahachie, var
skotinn til bana þar, og blindur frændi hans bjó þar árum saman og vann
tágavinnu. Amma hans, ekkja og bóndakona, bjó rétt utan viö bæinn og sjálfur
man Robert eftir svertingjanum, sem bjó í skúr á landareign ömmu hans og
hjálþaöi henni meö börn og búskaþ. Þótt Benton hafi stuöst viö endurminn-
ingar, er myndin ekki sannsöguleg. Hann reynir aö sýna tíöarandann, lífsbarátt-
una og vináttu fólks, sem býr viö kröpþ kjör, en meö þolinmæöi og þrautseigju
tekst aö standa af sér alla storma.
Sally Field i hlutverki Ednu Spald-
ing, ungu ekkjunnar, sem neyóist
til að rækta bómull á jörö sinni til
að sjá fyrir sér og sinum. Myndin
gerist árið 1935 í smábæ í Texas.
Danny Glover leikur Móses, flæk-
ing, sem Edna tekur aö sér. Sam-
an tekst þeim að sigra mótlætið.