Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 17

Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 B 17 Byrjað að grafa gegnum rifíð inn í hðfnina (Hópið) í Grindavík. Gamla trébryggjan á Járngerðarstöðum f Grindavik, aem talað er um í viðtalinu. Árabátur siglir á miðin frá Grindavík. var áraskip og hét formaðurinn Guðjón Magnússon. Hann var mjög fiskinn og hafði aflað vel um daginn. Það varð þeim eiginlega að fjörtjóni — ég man vel að brim- ið var ekki svo mikið þennan dag. En þeir fengu þarna á sig grunnbrot og skipið mikið fargað — brotið hreinlega ruslaði þeim fyrir borð og þar drukknuðu þeir í svelgnum. Svo rak skipið út og voru þá fjórir eftir í því. Bátur sem kom á eftir bjargaði tveim þeirra — einn var þá þegar látinn, og var það faðir formannsins. Annar var með lífsmarki en lést á leiðinni í land. Það kom líka fyrir að þeir fóru niður úti á miðunum, og man ég að einn bátur fórst einmitt þegar ég fór minn fyrsta róður á trillu héð- an. Það var bátur frá Sandgerði sem náði að bjarga tveim mönnum en mig minnir tveir hafi farist — Þeir sáu í möstrin á trillunni um það bil sem hún var að sökkva. Það undarlega var að þennan dag hafði skipstjórinn á þessum bát ákveðið að róa austur fyrir, en það hafði hann aldrei gert áður alla vertíðina — og hann kemur rétt tímanlega til að bjarga þessum tveim mönnum. Svona getur það verið merkilegt hvernig lífið hag- ar atvikum. — Annar mannanna sem þarna var bjargað var for- maður á trillunni, Guðmundur að nafni. Hann fórst síðar með fær- eyskri skútu, þar sem hann var fiskilós um borð. Þeir munu hafa lent í árekstri við togara á miðun- um. Trilluútgerð — Þú byrjaðir ungur skipstjórn, er það ekki? Eg tók við trillu þegar ég var 18 ára — var með hana eitthvað þrjár vertíðar og tvær vertíðar með aðra trillu. Svo fóru að koma þessir dekkbátar, 8 til 12 tonn, og eftir það fóru fiskiskipin sífellt stækkandi. Til að byrja með þurfti maður engin sérstök réttindi en svo þegar stærri bátar fóru að koma tók ég 35 tonna stigið. Seinna sótti ég námskeið í Stýrimannaskólanum ásamt fleiri körlum, það var 1958—59, og tókum við Punginn sem kallað er (120 tonna réttindi). — Þú hefur lengst af átt þá báta sem þú hefur verið skipstjóri á, er það ekki? Jú, ég byrjaði að gera út sjálfur 1938 og keypti ég trillu með bróð- ur mínum. Fyrstu trilluna mína flæddi — hún var hér upp á kambi með fleiri bátum en þá gerði svo mikinn stórsjó að hana tók út og brotnaði í spón. Það skemmdust fleiri bátar í þessu veðri hérna, og fengum við ekki krónu í skaða- bætur. Mér tókst þó að aura saman i aðra trillu en við urðum svo líka fyrir miklu óhappi með hana. Það varð vélarbilun hjá okkur á mið- unum og tók bróðir minn okkur í tog. Hann réri þá úr Staðarhverfi og dró okkur þangað — sagðist vera þar með aukamúrningu sem við gætum fengið, en tók ekki í mál að slefa okkur hingað inneft- ir. Við fengum svo gert við vélina og lögðum bátnum þar yfir nótt- ina. En það fór nú ekki betur en svo að hann gerði veður, trillan slitnaði upp og brotnaði í spón á kambinum. Það voru ekki eftir af henni annað en tvö umför heil og hluti af öðrum kinnungnum. Þá leist manni nú ekkert á blikuna því þetta var um miðja vertíð. Það vildi mér til happs að ég gat fengið til liðs við mig fimm bræð- ur að vestan, sem allir voru mestu völundar og höfðu tekið ýmislegt fyrir um ævina. Minnir mig að þeir hafi verið sigmenn í Látra- bjargi m.a. og þetta voru hörku naglar. Þeir tóku þetta að sér; að smíða trilluna upp úr brotunum — og þá var nú handagangur í öskj- unni, lagsmaður. Þeir komu trill- unni saman aftur á einni viku — smíðuðu hana hreinlega upp úr brotunum, þannig að það urðu ekki svo margir róðrar sem við töpuðum fyrir þetta óhapp. Á síld — Þú gerðir svo út fleiri báta? Já, eftir þetta fóru dekkbátarnir að koma og þá keypti ég Hrönn G sem var átta tonn og síðar Happa- sæl. Við vorum svo með óðin og Ægi á síld í Hvalfirði og fyrir norðan. Síðar keyptum við Tý. Um þessi skip var kveðin þessi vísa: Halló báUr, halló skip, hver v»r ad kalla á Naífa? Halló Ægir. Óóinn, Týr, eóa einhverjir þeirra skarfa. Týr hafði tíðum verið stopp vegna vélarbilana þegar við keypt- um hann og höfðu fyrri eigendur aldrei haft verulegt gagn af skip- inu vegna þeirra. Við fengum snjallan vélamann til að líta á þetta fyrir okkur og hann taldi sig strax vita hvað vandræðunum olli. Það voru einhverjir járnhólkar með gangráðinum í honum sem áttu að vera til styrktar, og gerir karlinn sér lítið fyrir og rífur þá alla burt. Annað gerði hann eig- inlega ekki. Alltaf man ég þegar við fórum í prófferðina á Tý, frá Reykjavík upp í Hvalfjörð. Við lentum í kappstími við Grindvíking GK alla leið og þá var nú ekki sparað að keyra á fullu — þeir voru næst- um búnir að eyðilegga hjá sér vél- ina, svo mikið sigldu þeir, en höfðu samt ekki roð við okkur. Vélin gekk alltaf eins og klukka meðan við áttum skipiö og Týr gekk svo vel að fæstum skipum þýddi að etja kappi við hann. Ég var á hon- um fyrir norðan á síld og gekk alltaf vel með Tý. Það var svo 1949 að við keyptum Sæborgu GK og var ég með hana næstu árin. Nokkrum árum síðar keyptum við 49 tonna bát nýjan frá Danmörku og hlaut hann einn- ig nafnið Sæborg. Ég var svo með fleiri báta í millitíðinni, Arnfirð- ing og Heimi og reyndar Harald lika. Kvótakerfið og stjórnun físk- veiða Gísla Jónsson, sem er 150 tonn, keytum við árið 1960 nýjan frá Þýskalandi. En við vorum bara með hann hann eitt sumar á síld en seldum hann svo. Þá keyptum við Kára GK og svo annan bát 1964 sem hlaut sama nafn. Ég var svo með Kára GK 146 á trolli allar götur síðan — allt þar til ég ætlaði að róa á annan í hvitasunnu i fyrra, en datt og mjaðmabrotnaði. Það verður víst endir sjómennsk- unnar fyrir mig. Nú er ég alfarið farinn í land en sonur minn tekinn við bátnum. — Hvað finnst ykkur um kvót- ann, þessum gömlu körlum sem voruð alltaf vanir að mega fiska eins og þið gátuð? Ég veit það ekki, ég veit bara það ekki — en hann er víst nauð- synlegur. — Okkur tókst nú ekki að fiska uppí okkar kvóta í fyrra — það var hlaupið í að loka þess- um bleiðum, sem við máttum vera á með trollið, áður en við náðum honum öllum. Þær voru hins vegar opnar áfram fyrir þessa andskot- ans snurvoðarbáta — þeir mega flengjast kringum allt land með þessa helvítis snurvoð, hvað sem tautar og raular. Þeir opnuðu meira að segja Bugtina fyrir snur- voðinni — víst með það að yfir- varpi að þeir gætu veitt með henni kolann sem nóg var orðið af þar. En svo eru það bara fleiri tegundir en kolinn sem í hana veiðast. Þetta var víst gefið eftir af þvi að snurvoðin átti að fara eitthvað betur með miðin en önnur veiðar- færi — sem er eins og hvert annað helvítis kjaftæði. Snurvoðin var talin skaðræðis verkfæri hér áður fyrr og hún er það auðvitað ennþá. Eins er það með togarana fyrir vestan. Það er verið að opna og loka þessum hólfum á víxl — gall- inn er bara sá að togararnir skafa upp hverja bröndu um leið og hólf- in eru opnuð, og það er um seinan að loka þeim þegar togararnir eru búnir að ljúka sér af. Kvótakerfið er út af fyrir sig ekki svo slæmt en ég get ekki verið sammála því hvernig að skipting- unni er staðið. Um það verður að sjálfsögðu alltaf deilt. En ég er sannfærður um að það mætti gera mikið betur í stjórnun fiskveiða hér við land en nú er gert, og ná þannig betri árangri. Viötal: Bragi Óskarsson Fallegar ódyrar sólstofur Traust odyr gróðurhús Gisli Jonsson og co hf Sundaborg 41, simi 686644 Opnunartími yfir hátíðirnar Skírdag frá kl. 18.00. Föstudaginn langa frá kl. 18.00. Laugardag frá kl. 18.00. Páskadag lokaö. 2. í páskum frá kl. 18.00. Gleðilega páska Borðapantanir í síma 18833.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.