Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 23

Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 23
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 B • 23 Óréttlæti gagn- vart trillukörlum - eftir Árna Johnsen Hver er ástæðan fyrir því að trillukarlar sem hafa unnið sína vinnu áratugum saman án ónota út i menn og málefni, sjá sig skyndilega knúna til þess að gera uppsteit á vettvangi lagabálka landsins? óréttlæti, fyrst og fremst, óréttlæti í skipan mála vegna takmörkunar á leyfilegum afla. Þótt kvótinn sé ill nauðsyn um sinn er það ekki réttmæt skip- an að þeir sem hafa fasta og fulla atvinnu af því að sækja sjóinn á trillum skuli sitja við sama borð í þessum efnum og áhugamennirnir sem eru mikill meirihluti trillu- karla, menn, sem grípa góðar stundir frá sinni föstu vinnu til þess að afla fiskjar og komast til sjós. Þessi mál voru mikið rædd í sjávarútvegsnefndum alþingis sl. haust og með því að heimila trillu- mönnum kaup á kvóta ef svo bæri undir á síðasta veiðitímabili árs- ins af fjórum, ef sameiginlegi kvótinn væri þá fullnýttur, þá var talið að ekki þyrfti að koma til nein stöðvun hjá trillum á fyrstu þremur veiðitímabilunum. Sameiginlegi kvótinn fyrir allar trillur landsins stenzt ekki heldur I þessum efnum, því gera verður greinarmun á fullri vinnu, og hlutavinnu eða tómstundavinnu. Á sumum svæðum landsins er sí- breytilegt hvaða trillur eru að veiða, þ.e. aðkomutrillur koma og fara, en á öðrum stöðum eru ávallt sömu trillurnar. Þannig getur sú staða komið upp og hefur komið upp nú í vetur að bátar á einu svæði fiska allan leyfðan afla, en hinir sitja uppi með sárt ennið. { þessu tilviki hefur fiskast mjög vel á smábátana við Breiðafjörðinn, en svo er skellt á veiðibanni og til dæmis á Vestfjörðum, þar sem trillur veiða nær eingöngu steinbít um þessar mundir, eru sjómenn sendir í land, en steinbíturinn er ekki háður kvóta og þegar bannið verður úti er steinbiturinn ekki veiðanlegur lengur. í Vestmannaeyjum eru líklega um 50 trillur, en þar af eru um 15 menn sem hafa fulla atvinnu af sjósókn og skapa með þeirri vinnu lífsviðurværi fyrir sig og sína, í Borgarfirði eystri eru líklega um 15 trillusjómenn, þar af um helm- ingur sem hefur fulla atvinnu af sjósókn, á Akureyri eru nær 100 trillur en innan við 10 hafa fulla atvinnu af sjósókn, á Isafirði eru um 30 trillur, en líklega hefur eng- inn fulla atvinnu af sjósókn. Ef takmarka á veiðar trillukarla verður að taka betur en gert er tillit til aðstæðna og það er hægt á margan hátt, t.d. með því að geng- ið sé úr skugga um hverjir róa sem svokallaðir áhugamenn og hverjir hafa fulla atvinnu af sjómennsku, og þá er ekki ástæða til að stöðva þá sfðarnefndu um leið og hina. Nú er búið að veiða um 900 tonn á þessari vertíð af kvóta trillu- báta, sem er alls á árinu um 9.000 tonn af þorski. Að stöðvað skuli við þetta mark nú kemur einnig óréttlátlega niður á þá sem veiða hvað mest á þessum árstíma að öllu jöfnu. Það er því ekki undarlegt að þessi stöðvun trillubátanna nú komi sér illa, ekki aðeins fyrir Austfirðinga og Norðlendinga sem byrja venjulega veiðar um þessar mundir, heldur einnig fyrir þá sem hafa af eðlilegum ástæðum ekki getað stundað sjóinn að neinu ráði vegna veðurs. Kergja trillu- karla í Vestmannaeyjum er mjög skiljanleg þegar að er gáð. Síðast- liðið sumar var með eindæmum slæm tíð til sjós við Eyjar, síðan kom mánaðarstöðvun vegna sumarleyfa í frystihúsunum, að því loknu var hægt að veiða í nokkrar vikur en á tíma sem mjög lítillar veiði er von, þá skall á stöðvun frystihúsanna í Eyjum og að því loknu leið ekki á löngu þar til sjávarútvegsráðuneytið setti veiðibann á trillurnar. Hrygginn úr þeim tíma sem liðinn er frá áramótum hafa trillukarlar í Eyj- um ekki getað stundað veiðar að neinu ráði vegna ógæfta og þess má geta að trillusjómenn í Eyjum, eins og á örfáum öðrum plássum landsins, verða að stunda sjó á út- hafinu og eru því mun meira háðir veðri en þeir sem stunda veiðar innan fjarða, eða meira og minna í landvari. Fyrst og fremst verður að tryggja betur rétt þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt allt af trilluút- gerð og það þarf að tryggja að ekki sé gengið harkalegar að trillusjómönnum en öðrum í yfir- standandi aðgerðum, og ekki má gleyma því að trillurnar skila úr- valshráefni til vinnslu. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LYKILUNN AD VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMOTHF Áður en þú velur þér efni í milliveggi í nýja húsið þitt skaltu staldra við og íhuga hvaða kosti góður milliveggur þarf að hafa 1. Hljóðeinangrandi I Iljóðeinangrun er eitt mikilvægasta atriðið þegar valið er á milli inismunandi milliveggja- efna. Múrhúðaður veggur hlaðinn úr miUi- veggjaplötumfraB.M. Valláhf tryggir einstak- lega góða hljóðeinangrun. 2. Sterkur Góður núlliveggur þarf að geta staðist margvis- legt álag, sérstaklega þarf hann að geta borið þunga hluti sem hengdir eru á hann án þess að nagUnn losni með tímanum. Þú getur hiklaust trcyst millivcggjaplötunum frá okkur fyrir veggklukkunni þinni! 3. Traustur í>ú verður að geta treyst veggjunum sem umlykja fjölskylduna þína Með hlöðnum múrhúðuðunt vegg öðlast þú öiyggi sem önnur mUliveggjaefni veita ekki. 4. Fallegur Múrhúðaður veggur er laus við öU samskeyti og þú getur að sjálfsögðu málað hann, klætt, veffifóðrað og ílísalagt - á slíkum vegg njóta þessi efni sín líka best! Múrhúðaður veggur er glæsileg og vönduð lausn sem er þó ekki dýruri en veggur úr öðrum óvaranlegri efnum. l'ppáhaldsplata húsbyggjandans! I lafir þú staðið í þcirri trú að allar mUlivcggja- plötur séu eins, viljum við fúlhissa þig um að svo cr ekki. Við hjá B.M. Vallá hf. framlciðum eingöngu vandaðar og sterkar plötur úr völdum hraefnum og undir stöðugu gæðaeffirliti rannsóknarstofú okkar. Stærðir: Notkimarmógulcikar: 50x50x5cm Fyrir minni hlcöslur, td. í kringum baöker. 50x50x7 cm Fyrir alla venjulega milliveggi í ílnidarhúsum 50x50xl0cm 25x50xl0cm Fyrir vcrslunar-, skrifstofú- og iðnadar- húsnæði (þar scm lofthæð er mikil og/eða miklar kröftir gerðar til hljóð- cinangrunar). 25x50xl0cm (m/auknu hljóðeinangnmargildi) Hefiibundinn, múrhúdadur milllveggur hlaöinn úr 7 cm þykkum plötum. Hægt er að velja um 2 tegundir fylliefna: gjall eða vikur. Gjallplötur: Þarsem mikillar hljóðeinangrunar er óskað. Vikurplötur: Þar sem léttar og meðfærilegar plötur eru nauðsynlegar. Þægileg kjör og örugg þjónusta Auk jiess að bjóða þér hagstætt verð og þægi- lega grciðsluskilmála, sendum við þér milli- veggjaplötumar óke>pis á byggingarstað innan höfúðlx)rgars\-æðisins (eða til flutningsaðila búir þú utan þess). Veldu vandaðan og iirriggan vcgg — pantaðu inilHveggjapfötumar hjá okkur. Steinaverksmiðja Pantanir og afgreiðsla Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík Sírni: (91)68 50 06 B.M.MALLA' 1T Gæði og þjónusta sem þú gctur trcvst! FALCON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.