Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBM.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR .4. APRÍLil985 ií 24 B Hallgrímskirkja hefur alla möguleika á góðum hljómburði Rætt viö Hans Gerd Klais orgelsmíðameistara frá Þýskalandi „Hallgrímskirkja hefur alla möguleika til þess að hafa góðan hljómburð vegna stærðarinnar og vegna hvelfínganna sem sjá um jafna dreifíngu hljómsins. Á Islandi er greinilega gott tækifæri núna til að auðga orgelmenninguna. Organistar eru mikið á ferðinni milli Evrópu og Ameríku, þeir gætu komið hér við og allt myndi þetta hjálpast að við að efla áhuga á orgeltónlist hérlendis,“ sagði Hans Gerd Klais orgelsmiður frá Bonn í Vestur-Þýskalandi, sem hér var á ferð á dögunum. Þessi mynd er tekin ofan af efsta vinnu pallinum og má fá nokkra hugmynd um loft- hæðina þegar mannkrílin niðri eru skoðuð. Hans Gerd Klais var fenginn hingað til lands snemma í mars til að fjalla um hljómburð Hall- grímskirkju og hugsanlega stað- setningu orgelsins. Hann skoðaði kirkjuna hátt og lágt, hafði áður fengið sendar teikningar og aðrar upplýsingar um bygginguna og sat siðan fund með þeim er ráða ferð- inni í framkvæmdum. Voru þar fulltrúar safnaðarins, sóknar- prestarnir, formaður sóknar- nefndar, byggingameistari, verk- fræðingur og hljómburðarfræð- ingur og organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, sem einnig túlkaði. Einnig sátu fundinn nokkrir organistar og aðrir áhugamenn um kirkjusmíðina. Á þessum fundi greindi Hans Gerd Klais frá helstu atriðum er hafa verður í huga þegar velja skal orgel og staösetja það og skiptist hann á upplýsingum við forráða- menn kirkjusmíðinnar. Síðar er væntanlegt tilboð frá fyrirtæki hans í smíði orgelsins, en þegar hafa nokkrir aðilar lýst áhuga á að bjóða í verkið. Hlutverk hússins í spjallinu hér á eftir fjallar Hans Gerd Klais um ýmis atriði er rætt var um á fundinum og fyrst er hann beöinn að segja nokkur orð um það sem hafa þarf í huga þegar velja skal orgel: „Það sem skiptir höfuðmáli við val á orgeli og ákvörðun um stærð þess er hlutverk hússins. Er um að ræða guðshús eða tónleikahús? Hér eru línur skýrar, við erum að velja orgel fyrir Hallgrímskirkju. En fleira þarf að hafa í huga. Við verðum að ætla orgelinu þann stað og þá stærð sem best hæfir hlut- verki þess að þjóna söfnuðinum i guðsþjónustu, að það sé í tengslum við söfnuðinn og prestinn, altarið, hið talaða orð, enda er orgelinu ætlað sífellt veigameira hlutverk í guðsþjónustunni. Við þurfum einnig aö hafa i huga að orgelið nýtist fyrir aðra kirkjutónlist og við sérstök hátíðleg tækifæri. Sem helgidómur á kirkjan og orgel hennar því fyrst og fremst að þjóna guðsþjónustunum, en í víðasta skilningi má segja að nær öll orgeltónlist sé kirkjutónlist. Hér eru einstæðar aðstæður á ís- landi til að koma upp stóru orgeli, en ég legg áherslu á að við hugsum samt sem áður ekki um kirkjuna sem konserthús þegar að innrétt- ingum og hljóðfæravali er komið. Eg vil ítreka það sem ég sagði í upphafi að verði þessar aðstæður nýttar eins og tækifæri er til get- ur hér skapast sérstök orgelmenn- ing. Hér þarf einnig að hugsa fyrir framtíðinni, komandi kynslóð og þess vegna hlýtur að vera eðlilegt að sem flestir leggi hér hönd á plóginn. Kirkjan ein ætti ekki að standa undir öllum framkvæmd- um, hér hljóta ríki og borg að koma til skjalanna og landsmenn allir.“ Hljómburöur Hvað sýnist þér um væntanleg- an hljómburð kirkjunnar? „Vegna stærðarinnar og hvelf- inganna sýnist mér allar aðstæður fyrir góðan hljómburð vera fyrir hendi. í hljómburði er tvennt sem skiptir höfuðmáli, dreifing hljómsins og ómtími, þ.e. hve lengi hljómurinn lifir. Mér sýnist út- reikningar Gunnars Pálssonar verkfræðings og hljómburðar- fræðings lofa góðu. Segja má að hér verði kannski erfiðast að sætta þarfir talaða orðsins og þess sungna. Sé ómtíminn langur og hljómburður þannig góður fyrir kirkjutónlist getur prestum og predikurum reynst erfitt að ná til safnaðarins, nema með hjálpar- tækjum, hátölurum og e.t.v. sér- stökum predikunarstóli með skermi og á sama hátt má segja að öll truflun utan úr kirkju komist óþarflega vel til skila í slíkum hljómburði. Samt sem áður má segja að góður hljómburður hafi einnig þau áhrif á þátttakanda í guðsþjónustu að hann eigi auð- veldara með að lifa sig inn i hana og menn finna þannig vel að þeir eru söfnuður og sameinaðir i guðs- þjónustunni. Mikilvægt er fyrir orgelið að ómtiminn sé réttur. Þetta er erfitt hljóðfæri þar sem tíðnisvið þess er svo stórt. Þess vegna er sérlega mikilvægt að ómtíminn sé langur á lægstu tíðninni. Teppi, áklæði á sætum og slíkt hafa einungis áhrif á háa sviðið. Þess vegna er æski- legt að ómtíminn sé sem lengstur enda auðveldara að draga úr hon- um á síðustu stigum innrétt- inganna en að lengja hann. Reyn- ist hann of iangur á dýpstu tónun- um má bæta úr því með sérstöku trégólfi undir bekkjunum eða öðr- um ráðstöfunum sem ekki kosta stórfé. Gluggar skipta þar einnig máli. „Linir“ gluggar með þunnu gleri og mikið blýlagðir hleypa út djúpu tónunum og þess vegna verður glerið að vera hart og þykkt, einn- ig þétt vegna veðurfarsins ykkar að því er mér sýnist, en mér finnst ekki endilega nauðsynlegt að gluggarnir séu alveg hljóðeinangr- aðir. Mér finnst t.d. rétt að geta heyrt kirkjuklukkurnar óma inn í kirkjuna." Þá nefndi Hans Gerd Klais fjöl- mðrg önnur atriði sem skipta máli varðandi alla umhirðu og umgang við orgelið, hitastig og raka, en miklar sveiflur á hita og raka eru eitt það versta fyrir orgelið. Hér verði hitakerfi að vera þannig úr garði gert að hægt sé að hafa al- Á þessum myndum má sjá hvernig orgel geta verið staðsett í kirkjum. Annars vegar er orgelið í hlidar.skipi og hins vegar aftast » svölum kirkjunn- v. ar. Á vinnupöllunum í kirkjuskipinu, frá hægri: Hans Gerd Klais orgel- smíðameistari frá Þýskalandi, Orn St. Sigurðsson verkfræðingur og Albert Finnbogason byggingameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.