Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 37
MORSIWBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUJt 4> APRÍL1985 HHHH Hafnaryfirvöld í Osaka í Japan- Skipstjóra MS Akraness færð blóm og Flutningaskipið MS Akranes, sem nú er í flutningum fyrir járnblendi- félagiö kom til Osaka í Japan, fyrst íslenzkra flutningaskipa, í lok febrú- armánaöar. Við þaö tækifæri var út- gerð þess og áhöfn sýndur ýmis sómi. Hafnaryfirvöld komu meðal annars um borð og færðu skip- stjóranum, Jóni Magnússyni, veggskjöld og blóm í þessu tilefni. Skipið losaði 4.060 lestir af járn- veggskjöldur blendi í Osaka og fór þaðan síðan til Kawasaki, þar sem afgangur- inn af farminum, 2.250 lestir, var losaður. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri Guðmundur Ásgeirsson, forstjóri, Nesskips hf. Masumi, Yamaoka, ritari hafnaryfirvalda, Jón Magnússon, skipstjóri og Makoto Terakawa, framkvæmda- stjóri verzlunar- og viðskipta- þróunardeildar hafnarinnar. B 37 PáskaBljur úrdfflnKEktun Blófnum viðaverök) Odí6 um páskana. r 10-21 Skírdag Föstudaginn langa.... Páskadag......... Annaní páskum.... Gleðilega páska. ARGUS4D IBM SYSTEM/36 varcmleg lctusn Þegar stjórnendur fyrirtækja íhuga tölvukaup er þeim efst íhuga að finna lausn sem úreldist ekki eða verður ófullnægjandi eftir skamman tíma. Slík lausn byggist á eftirtöldum grundvallaratriðum: • að í upphafi sé hægt að velja búnað sem hæfir umsvifum fyrir- tækisins • að kostnaður og greiðslukjör séu í samræmi við fjárhagslegt bolmagn • að hægt sé að stækka, breyta og bæta við eftir því sem þörf krefur og nýir kostir bjóðast • að rekstraröryggi vélbúnaðar og forrita sé tryggt IBM System/36 stenst þessar kröfur og er þvíaugljóslega varanleg lausn á tölvumálum flestra fyrirtækja. LÁGT VERÐ, MIKIL AFKÖST 47.000,- krónur á mánuði hlýtur að teljast lág greiðsla fyrir öfl- uga tölvusamstæðu. Það er reyndar erfitt að nefna verð á tölv- umþví að samsetningarkostirnir eru nær óteljandi og hugbún aðarþarfir mjög misjafnar. Að auki bjóðum við mismunandi greiðsluskilmála. Til þess að gefa nokkra vísbendingu um hið hagstæða verð á tölvubúnaði frá IBM verða hér tekin dæmi um tvær samstæður sem mest hafa selst að undanförnu. Hvor þeirra um sig getur hentað sem byrjunarsamstæða (fyrirtækjum í hvers konar at- vinnurekstri: I. öflug IBM System/36 með 30 MB seguldiski, Knuprent- ara, tveimur skjám, stjórnhugbúnaði og hjálparforrit- um mánaðargreiðsla kr. 47.000.- staðgreiðsluverð kr. 1.270.000.- II. Enn öflugri IBM System/36 með 60 MB seguldiski, línu- prentara, fjórum skjám, stjórnhugbúnaði, hjálparforrit- um og þremur notendakerfum mánaðargreiðsla kr. 64.000.- staðgreiðsluverð kr. 1.750.000.- I mánaðargreiðslum er innifalin full viðhaldsábyrgð á vélbún- aði, þ.e. allir varahlutir og vinna sem þarf til þess að halda tölvu- búnaðinum í fullkomnu lagi. Þar er jafnframt gert ráð fyrir 36 mánaða kaupleigukjörum á vélbúnaði og kaupum á hugbún- aði. Allar upphæðir eru miðaðar við gengi þann 25.3. '85 ogal- menn vaxtakjör þann dag. Eins og áður var sagt eru möguleikarnir nánast óþrjótandi; _ margvíslegur vélbúnaður, hugbúnaður af ýmsu tagi og margs konar greiðslukjör. Sölumenn okkar geta áreiðanlega fundið einhverja þá lausn sem hentar þínu fyrirtæki. Stækkunarkostir. Þú getur byrjað með litlu IBM System/36, tengt við hana skjái og prentara og dreift um fyrirtækið. Svo stækkar þú hana smám saman eftir því sem þörfin eykst. Þegar litla IBM System/36 er orðin of Ifttl tekur stóra IBM System/36 við. Þar færðu enn öflugri tölvu, meira geymslurými, stærra minni, meiri úrvinnsluhraða og enn fleiri stækkunarkosti. Þegar þú skiptir um vél notarðu sömu forrit, sömu skjái og sömu prent- ara. Það eina sem breytist er sjálf tölvan. Tengikostir. IBM System/36 er lykill að mörgum tölvukerfum. Þú getur tengt saman margar IBM System/36 tölvur, litlar og stórar, not- að IBM System/36 tölvuna sem stjórnstöð fyrir IBM PC, eina eða fleiri og hún getur einnig tengst stóru IBM tölvunum hér heima eða erlendis. IBM System/36 er eiginlega „fpltengi" í tölvuheiminum og gefur notanda sínum næstum endalausa möguleika á samskiptum við aðrar tölvur, stórar sem smáar. Rekstraröryggi. Rekstraröryggi er forsenda þess að tölvuvæðing beri þann ár- angur sem til er ætlast. Þetta öryggi byggist á tvennu; gæðum þess búnaðar sem keyptur er og hæfni seljandans til þess að halda við og þjóna vélum og forritum og lagfæra jafnharðan það sem aflaga fer. — Hjá IBM getur þú treyst gæðunum og þjónusta okkar er löngu viðurkennd. Skaftahlið 24,105 Reykjavík. Simi 91-27700.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.