Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 35 Ferja II í brotajárn Upphaflega keypt sem bflferja en var notuð til sementsflutninga Akranesi, 10. maí. Hafnarfjarðarbíó Hafnarfjarðarbíó til sölu FERJA II sem í mörg ár var notuð til sementsflutninga milli Akraness og Reykjavíkur og víðar hefur nú verið seld i brotajárn en skrokkur hennar hefur nú um skeið legið ónothæfur í Akraneshöfn. Ferjan var upphaflega ásamt annarri eins keypt til landsins í lok siðari heimsstyrjaldarinnar og var ætlunin að nota þær sem bíl- ferjur yfir Hvalfjörð. Aldrei varð þó úr þeim ráðagerðum, þó ýmsar framkvæmdir hafi verið unnar í Katanesi, þar sem ferjan átti að leggjast að og ferma og afferma bíla. Má sjá þau mannvirki ennþá. Hinumegin fjarðarins áttu ferj- urnar að leggjast að í Hvaleyri, en þar voru engar framkvæmdir hafnar þegar hætt var við allt saman. Akraneskaupstaður keypti síð- an ferjurnar tvær og voru þær mikið notaðar við hafnarfram- kvæmdir á Akranesi. Þær fluttu mikið af möl, sem notuð var sem undirbygging undir körin sem mynda bryggjurnar, ásamt ann- arri notkun sem til féll við hafnar- gerðina. Ferja I er löngu horfin af sjón- arsviðinu. Hún lá lengi óhreyfð í Blautósi skammt innan kaupstað- arins, en þar voru ferjurnar jafn- an geymdar yfir vetrartímann. Þegar Sementsverksmiðjan tók til starfa 1958 var Ferja II notuð til Varða við Selvogsgötu Vörður við Selvogsgötu endurreistar Sjálfboðaliðaferð í Reykjanesfólkvang STJÓRN Reykjanesfólkvangs í sam- vinnu við Ferðafélag íslands gekkst ( fyrrasumar fyrír því að byrjað var að endurreisa gömlu vörðurnar meðfram svokallaðri Selvogsgötu, leiðarinnar milli Suðurlands og kaupstaðanna við Faxaflóa. Þessa leið gengu eða riðu vertíðarmenn og bændur allt fram á þessa öld. Selvogsgatan liggur úr Mygludölum ofan við Hafnarfjörð um Grindarskörð og austur í Selvog. Á morgun, uppstigningardag, mun vörðuhleðslunni haldið áfram, undir leiðsögn Jóhannesar Arasonar. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni, stæði Ferðafélagsins, kl. 10.30. Sjálfboðaliðar geta farið með rútum sér að kostnaðarlausu eða komið á eigin bílum og verður hist á Bláfjallavegi neðan við Gönguskörð. I frétt frá Ferðafélaginu segir að áhugi á gönguferðum og gönguleið- um I Reykjanesfólkvangi hafi aukist mjög á undanförnum árum. Vonast félagið til að göngufólk og áhuga- fólk um útivist komi og leggi þessu málefni lið. að flytja sement eins og áður segir og var hún í þeim flutningum allt þar til núverandi sementsflutn- ingaskip, Skeiðfaxi var tekið í notkun. Síðustu árin var ferjan notuð sem viðlegukantur fyrir smábáta í Akraneshöfn. í lok síðasta mánað- ar fór ferjan í sína hinstu för þeg- ar hún var dregin til Reykjavíkur þar sem hún verður skorin niður í brotajárn. Þannig endar saga þessa gamla innrásarpramma sem var á marg- an hátt viðburðarík. Börn á Akra- nesi á sjötta áratugnum eiga ekki síður góðar minningar um ferj- urnar því á vetrum voru þær eitt aðalleiksvæði þeirra. Þar voru háðar margar styrjaldir og farið í marga bófaleiki svo nokkuð sé nefnt. — jg HAFNARFJARÐARBÍÓ hefur nú verið auglýst til sölu, en allar götur frá því að það var byggt, árið 1914, hefur það verið í eigu einnar og sömu fjölskyldunnar. Árni Þorsteinsson byggði kvikmyndahúsið, þá til húsa við Reykjavíkurveg, en 1942 var það svo flutt niður á Strandgötu þar sem það er nú. Rak Árni Hafnar- fjarðarbíó til ársins 1956 en þá tóku synir hans, Níels og Krist- ján, við rekstrinum og hafa ann- ast hann allar götur síðan, að sögn Níelsar. Hefurþú undanfarið tekið eftir þessum glæsilega bll á götunum? Það bættust 346 nýir Ford Escort bflar við bílaflota íslendinga á síðastliðnu ári. Þetta er ekki óeðlileg þróun, því landsmenn hafa ávallt verið fljótir að finna út hvar mest fæst fyrir peningana. Nú bjóðum við 1985 árgerðina af Ford Escort og sem fyrr er verð og búnaður í sérflokki. Verð frá kr. 344.000.- Ford Escort mest seldi bíll heims undanfarin 3 ár. Söludeildin er opin: mánud. - föstud. 9-18 laugard. 13-17 SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.