Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 36

Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985 Landbúnaöarvörur: Umfangsmiklar breytingar á hlutverki Framleiðsluráðs i LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp til laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, en það felur í sér umfangsmiklar breytingar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaöar- ins. Hlutverk ráðsins er breytt á þann veg að það veröur samstarfs- vettvangur búvöruframleiðenda, en afskipti þess af vinnslu- og sölu- málum minnka. Þá er gert ráð fyrir Crænmetisverslun landbúnaðar- ins verði lögð niður í núverandi mynd. Framleiðsluráðið skipa sam- kvæmt frumvarpinu, fyrst og fremst búvöruframleiðendur í samræmi við verkefni þess, sem eru meðal annars: Að annast stjórn búvöruframleiðslunnar. Að annast verðskráningu búvara og auglýsa verð þeirra. Að gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá skal Framleiðsluráðið vera umsagnaraðili um skipulag vinnslu landbúnaðarvara og hafa eftirlit með því að starfsemi af- urðastöðva sé sem hagkvæmust. f frumvarpinu er lagt til að verðlagningu landbúnaðarvara sé skiot bannig að verð til fram- leiðenda og heildsöluverð er ákvarðað með aðskildum hætti. Smásöluverð fer eftir almennri verðlagslöggjöf. Einnig eru tekin upp ákvæði um skil og greiðslu afurðaverðs til búvöruframleið- enda. Verði frumvarpið að lögum verður dregið úr útflutningsbót- um og hluti þess fjár sem þannig sparast er ætlaður til hag- nýtingar í landbúnaði. Lögfest verður heimild fyrir skiptingu búvöruframleiðslu með svæða- búmarki. * Ok á ljósastaur LfKLEGT er talið, að okumaöur fólksbifreióar hafi dottað undir stýri meó þeim afleiðingum, að bifreið hans lenti á Ijósastaur í Reykja- nesbraut. Maðurinn var í leið frá Keflavík og fór bifreió hans yfir á öfugan vegarhelming og lenti síóan á staurnum. Farþegi klemmdist í bif- reióinni og þurfti sérstök tæki til aó ná honum út. Farþeginn slasaðist mikió, en ökumaðurinn slapp án telj- andi meiðsla. Slysió varð um klukkan 16 á sunnudag. Bifreióin er talin ónýt. Iðnþróunarsjóður getur gerst hluthafi í fyrirtækjum Stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um Iðn- þróunarsjóð hefur verið lagt fram en þar er gert ráð fyrir að ríkisstjórninni sé heimilt að staðfesta fyrir íslands hönd breytingar á samningi um stofnun norræns iðn- þróunarsjóðs fyrir ísland sem Stofnun sparisjóða aðeins heim- il gegn inn- borguðu stofnfé Viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um spar- isjóði, en þar er lagt til að stofn- un sparisjóðs sé aðeins heimil með innborguðu stofnfé. Ekki er þó sú skylda lögð á starfandi sparisjóði að taka upp stofnfé í stað ábyrgða við gildistöku lag- anna. Gert er ráð fyrir svoköll- uðum séreignarsjóði stofnfjár- eigenda og verður hann mynd- aður aðallega með hluta þeirra vaxta, sem aðalfundur ákveður að greiða stofnfjáreigendum af árlegum tekjuafgangi. Þau nýmæli eru einnig í frumvarpinu að sparisjóðir fá rétt til að versla með erlendan gjaldeyri, án sérstaks leyfis frá bankastjórn Seðlabankans. Þá er einnig heimild fyrir sparisjóði, innan þröngra marka, að kaupa hluti í al- menningshlutafélögum. Lagt er til að stofnaður verði nýr Tryggingarsjóður sparisjóða til að tryggja þeim og innistæðueigendum styrk- ari bakhjarl en núverandi sjóður hefur reynst. I frum- varpinu er einnig heimiid til að stofna Lánastofnun spari- sjóða. gerður var 12. desember 1968. Samkvæmt gildandi samn- ingi er tilganur sjóðsins að stuðla að tækni- og iðnþróun landsins við aðild að EFTA og auðvelda aðlögun iðnaðarins í því sambandi. Þar sem aðlög- unartímabilinu er lokið „þykir tímabært að skilgreina hlut- verk sjóðsins víðtækar en nú er gert“, eins og segir í athuga- semdum við frumvarpið. Samkvæmt nýgerðum samn- ingi, er nú bíður staðfestingar, er tilganur sjóðsins að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á íslandi og leggur hann höfuð- áherslu á tækni og iðnþróun. Sjóðurinn veitir lán, ábyrgist lán sem veitt eru af öðrum, og kaupir í sérstökum tilfellum hlutabréf í nýjum og starfandi fyrirtækjum. Auk þess getur sjóðurinn veitt lán með hag- stæðum kjörum eða framlög til tækniaðstoðar, rannsókna, vöruþróunar og markaðsathug- ana. Stuttar þingfréttir Útvarpslög Útvarpslagafrumvarpið kom til fyrstu umræðu í efri deild f gær og mælti Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra, fyrir því. Ragnar Arnalds Al- þýðubandalagi og Eiður Guðna- son Alþýðuflokki tóku til máls og bentu á að aðeins 16 þing- menn af 40 í neðri deild styddu frumvarpið. Töldu þingmennirn- ir vafasamt að samþykkja frum- varpið með stuðningi minnihluta Alþingis. Viðræður við Alusuisse Formlegar viðræður milli samninganefndar ríkisstjórnar- innar annars vegar og samn- inganefndar Alusuisse hins veg- ar hefur ekki farið fram vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers- ins í Straumsvík, en væntanleg- ar viðræður hafa verið undir- búnar með margvíslegum hætti. Þetta kom fram í svari Sverris Hermannssonar, iðnaðarráð- herra, við fyrirspurn frá Hjör- leifi Guttormssyni. Sérfræðingar beggja aðila hafa haldið tvö fundi um skatta- greiðslur ÍSAL, en annar fundur verður haldinn innan skamms. Námaleyfi Kísiliðjunnar Ragnhildur Helgadóttir sagði, þegar hún svaraði fyrirspurn frá Guðmundi Einarssyni (BJ) um námaleyfi Kísiliðjunnar, að fyrirtækinu beri að leita leyfis frá Náttúruverndarráði til efn- istöku. Útboð hafa ekki átt sér stað „Útboð hefur farið fram á flutningum, eins og þessar tölur sem ég las benda til, með þeim árangri að flutningsgjaldið er allt niður í það að vera aðeins helmingur af taxta." Þetta sagði landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, 12. mars sl. þegar hann svaraði fyrirspurn frá Eiði Guðnasyni, Alþýðuflokki, um flutninga á útfluttum niður- greiddum landbúnaðarvörum. Þessi ummæli hafa hins vegar ekki reynst rétt, eins og kom fram þegar ráðherra svaraði fyrirspurn frá sama þingmanni um útflutning þessara afurða. Sagði ráðherra að fyrri upplýs- ingar hefðu ekki reynst réttar. Morgunblaðið/Bjarni F.v.: Margrét Jónsdóttir, Alice Rörberg fri Svíþjóð og Jónína Krístjánsdóttir. „Mikilvægt að hafa eitt- hvað við að vera í ellinni“ — sögðu þrír fulltrúar á ráðstefnu Menn- ingarsambands aldraðra á Norðurlöndum MENNINGARSAMBAND aldraðra i Norðurlöndum hélt ráðstefnu í Reykjavík dagana 9.—13. maí sl. Þitttakendur, sem allir starfa með öldruð- um, voru alls 70, þar af 12 frá íslandi. Menningarsambandið var stofn- að i Svíþjóð árið 1982 og er markmið þess að vinna að bættum kjörum aldraðra á Norðurlöndun- um. Á ráðstefnunni, sem haldin var á Hótel Esju, var fjallað um ljóðlist, leiklist, teikningu og söng og farnar voru skoðunarferðir á hin ýmsu vistheimili aldraðra í Reykjavík og nágrenni. Jónína Kristjánsdóttir, leik- stjóri I Keflavík, er meðal stofn- enda Menningarsambandsins. Hún hafði jafnframt veg og vanda af ráðstefnunni hér í samvinnu við önnu Sigurkarlsdóttur. Jónína sagði í samtali við blm. að á ráð- stefnunni hefðu fulltrúarnir borið saman bækur sínar varðandi að- stöðu fyrir aldraða í heimalöndum sinum. Meginmarkmiðið væri að hjálpa öldruðu fólki að hafa ofan af fyrir sér sjálft. Þannig liði því best og væri minna upp á aðra komið. Kvaðst Jónína aldrei hafa kynnst jákvæðara fólki en full- trúunum á ráðstefnunni, sem allir væru komnir á efri ár. Sagði hún að ráðstefnan hefði að sinu mati tekist eins og best hefði verið á kosið og væri hún svo sannarlega reynslunni ríkari. „Nauðsynlegt að gamla fólkiö hafí eitthvað við að vera“ Margrét Jónsdóttir var meðal islensku fulltrúanna á ráðstefn- unni en hún starfar á sumardval- arheimili aldraðra að Löngumýri í Skagafirði. Kvað hún ráðstefnuna hafa verið mjög gagnlega og ánægjulega i alla staði. „Eg sé nú mun betur en áður nauðsyn þess að gamla fólkið hafi eitthvað við að vera í stað þess að aðrir séu sifellt látnir hafa ofan af fyrir því,“ sagði Margrét. „Ég er stað- ráðin í þvi að leggja mig fram við að fá fólkið á dvalarheimilinu að Löngumýri til að gera meira sjálft, s.s teikna, syngja, yrkja o.s.frv. Þannig tekst þvi betur að sigrast á einmanaleikanum," sagði Margrét Jórisdóttir. „Lögð á það rík áhersla í Svíþjóð að aldraðir búi sem lengst í heimahúsum“ Alice Rörberg var meðal sænsku fulltrúanna á ráðstefnunni en hún starfar sem menningarfulltrúi aldraðra i Gautaborg. Sagði hún að í Svíþjóð væri lögð á það rík áhersla að aldraðir dveldu sem lengst í heimahúsum i stað þess að vera sendir á elliheimili fyrir ald- ur fram. „f Gautarborg hefur verið kom- ið á fót fjölda miðstöðva þar sem aldraðir geta dvalið yfir daginn, á meðan aðstandendur sem þeir búa hjá sinna vinnu eða öðru,“ sagði Alice. „Það er allt annað fyrir gamla fólkið að geta búið hjá sin- um nánustu á meðan það heldur heilsu í stað þess að vera komið fyrir á stofnunum fyrir aldraða.“ Alice lét vel af öllum aðbúnaði hér fyrir aldraða. Sagði hún að sér væri ákaflega eftirminnileg heim- sóknin á elliheimilið Ás i Hvera- gerði þar sem vistmenn störfuðu við garðyrkju í í stað þess að sitja aðgerðarlausir innandyra. „Á aðeins örfáum dögum í fram- andi landi er hægt að verða margs visari um stöðu aldraðra í þjóðfé- laginu, en mikið vildi ég að ég hefði getað skoðað meira og kynnst fleira fólki,“ sagði Alice Rörberg að endingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.