Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 37

Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 37 Þessi mynd var tekin í stretisvagnastöð I Nýju Delhi á fostudag eftir að hryðjuverkamenn höfðu sprengt eina af mörgum sprengjum, sem þeir hafa sprengt á almannafæri að undanförnu. Ung kona faðmar að sér helsærðan föður sinn. A.m.k. 85 manns hafa látið lífið í þessum sprengingum. Tvö þúsund manns handtekin vegna sprenginganna I G/GR, mánudag, hét Rajiv Gandhi því, að enn yrðu hert lög til að vinna gegn hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld tilkynntu, að yfir 2.000 manns hefðu verið handtekin vegna sprenginganna manns létust af völdum þeirra. Gandhi sakaöi „nokkra síkha“ um að hafa staðið fyrir sprenging- unum í því skyni að vekja deilur milli síkha og hindúa. „Við munum ekki svara þessum ofstækismönnum með byssukúl- um, heldur munum við forðast ofbeldi, enda þótt það reyni á þol- rifin,“ sagði Gandhi i þingræðu. „Við munum efla lögregluna og leyniþjónustuna,” sagði hann. Sprengja, sem falin var í á Norður-Indlandi um helgina, en 85 myndavél, fannst nýlega í innan- rikisráðuneytinu og var hún gerð óvirk. í ræðu sinni sakaði Gandhi „er- lend öfl“ um að ýta undir hryðju- verkastarfsemi síkha. Ekki nefndi hann, hvaða öfl hann ætti við, en stjórn hans hefur hvað eftir annað ásakað Pakistan um að þjálfa hryðjuverkamenn úr hópi sikha og styðja starfsemi þeirra. Sovétmaður á 51. degi hungurverkfalls Mookni, 14. nuú. AP. SOVÉSKI VÉLSMIÐURINN Yuri Balovlenkov hefur frá og með deginum í dag verið i hungurverkfalli í 51 dag og hefur hann heitið því að halda áfram aðgerðum þar til annað hvort af tvennu gerist, hann fái fararleyfi til Banda- ríkjanna tU fundur við eiginkonu sína og börn, eða að hann deyi. Tvívegis befur sovéska innanríkisráðuneytið svikið loforð sín um að veita honum fararleyfi. Balovlenko nefur lést um 25 kg á þessum tíma og er eigi lengur fær um að standa á fótunum. Liggur hann fyrir á dívan í íbúð móður sinnar i Moskvu. „Ef beir vilja að ég deyi, þá það,“ sagði hinn 36 ára gamli Balovlenkov og bætti við að hann gæti alls engu trúað lengur sem sovéskir ráða- menn segðu. Stundum slær út í fyrir honum og pá hugsar hann ekki skýrt. Balovlenkov freistaði þess að knýja fram fararleyfi með hung- urverkfalli eftir að ráðuneytið hafði svikið hann um slikt í fyrra skiptið, vorið 1982. Hungurverk- falliö náði þá 42 dögum og hann hætti því er yfirvöld lofuðu honum leyfinu á næstu dögum. Nú segir hann að hann geti ekki lifað leng- ur í heimi óvissu og óhamingju, hann eigi fjölskyldu í öðru landi, en sér sé meinað að umgangast sína nánustu. Balovlenkov hitti hina banda- rísku konu sína i maí 1977, en hún var þá ferðamaður í Moskvu. I desember 1978 gengu þau í hjóna- band og allar götur síðan hefur Balovlenkov sótt um að mega flytja til Bandarikjanna. Eigin- konan hefur nokkrum sinnum komið til Moskvu sem ferðamaður síðan. Þau eiga saman tvær dætur. 50.000 kjósendur sóttir til útlanda \þenu, 14. mni. AP. UM 50.000 Grikkir, sem búsettir eru erlendis, verða fluttir flugleið- is heim á vegum jafnaðarmanna, sem eru í stjórn og andstæðinga þeirra, ihaldsmanna. Eiga þeir þannig að fá tækifæri til þess að kjósa í þingkosningunum, sem fram eiga að fara í næsta mánuði. Þá er einnig gert ráð fyrir, að kommúnistar og aðrir smærri flokkar verji nokkru fé til þess að flytja stuðningsmenn sina heim í þessum tilgangi. 38. þing Alþjóða heilbrígðismálástofnunarinnar: Starfsemin næstu 2 ár innan sama kostnaðarramma og síðasta tímabil Hluti af sendinefnd íslands á þinginu. Frá vinstri: Hrafn Pálsson, Davíð Á. Gunnarsson og Þorsteinn Ingólfsson. 38. ÞING Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar hófst 6. maí sl. Full- trúar 160 j>jóða taka þátt í þinginu. Fulltrúar Islands á þinginu eru: Dav- íð Á. Gunnarsson, aðstoðarmaður ráöherra, Guðjón Vlagnússon land- læknir, Þorsteinn Ingólfsson sendi- fulltrúi, Hrafn Pálsson, deildarstjóri, og Hannes Hafstein, sendiherra. Einnig sækir þingið Almar Grímsson, sem situr í fram- kvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar fyrir hönd ís- lands, sem hefur átt aðild að stjórninni sl. tvö ár, segir í frétt frá heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu. Aðalmál þingsins er fram- kvæmda- og fjárhagsáætlun 1986—1987. Aætlanir gera ráð fyrir, að stofnunin og starfsemi hennar verði á næstu tveimur ár- um tekin innan sama kostnaðar- ramma og sl. áætlunartímabil. Hagvöxtur hefur verið lítill í flest- um aðildarríkjunum og í mörgum ríkjum þriðja heimsins er hung- ursneyð. Eitt höfuðmál þingsins er því að reyna með öllum tiltækum ráðum að nýta fjármagn Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar á sem hagkvæmastan hátt og leið- beina aðildarríkjunum um hag- kvæmni í nýtingu fjármagns í heil- brigðisþjónustu. A fyrsta degi þingsins fluttu formaður í framkvæmdastjórn, dr. J. Roux frá Frakklandi og aðal- framkvæmdastjóri, dr. Halfdan Mahler, sem er danskur, skýrslur sínar. Mahler vakti athygli þing- heims á þeim mikla vanda sem lönd heims standa frammi fyrir. Samdráttur í efnahag Vestur- landa, þurrkar og hungur í þriðja heiminum. Oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn að ríkari lönd heims og alþjóðastofnanir taki höndum saman i tilraun til að leysa til frambúðar vanda fátækra ríkja í stað lausna einstakra, bráðra vandamála. Á öðrum degi þingsins flutti Davíð Á. Gunnarsson ávarp á þinginu fyrir hönd Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra. Hann þakkaði dr. Mahler fyrir skýrslu og frábæra ræðu við setn- ingarathöfnina. í ávarpi sinu lagði Davíð út af höfuðmáli þingsins, hagkvæmri nýtingu fjármagns stofnunarinnar og aðildarland- anna. Hann benti á, að hvað varðar heilbrigðisþjónustu væri afar erf- itt að mæla og meta hagkvæmni. Nauðsynlegt væri að hafa í huga, að hversu góðar sem lausnir væru í dag, gæti svo farið að þær yrðu úreltar á morgun, og ákvarðanir sem nú virtust óskynsamlegar, skiluðu okkur mestum árangri í framtíðinni. Hann vakti sérstaka athygli á þátttöku áhuga- mannafélaga og þýðingu þeirra í heilbrigðisþjónustu, t.d. þátt Krabbameinsfélagsins hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir. Einnig nauðsyn samstarfs hátækni og fyrirbyggjandi aðgerða. Davíð sagði einnig frá að Island hefði oft á undanförnum árum notið aðstoð- ar utanlands frá hvað varöar heil- brigðisþjónustu, þ.á m. hjarta- skurðlækningar. Að lokum sagði hann að í framtíðinni gæti ísland snúið dæminu við og orðið virkari þátttakandi en hingað til i aöstoð við aðra. Samhliða þinginu fara fram störf í mörgum nefndum. Tvær að- alnefndir þingsins eru pólitísk nefnd, sem annast fjármál og stjórnun, og framkvæmda- og fjár- hagsnefnd. Almar Grímsson, sem er einn fjögurra fulltrúa fram- kvæmdastjórnar á þinginu, tekur mikinn þátt i störfum beggja nefnda og hefur lagt þar fram og gert grein fyrir mörgum tillögum framkvæmdastjórnarinnar. Guð- jón Magnússon tekur virkan þátt i störfum nefndar sem fjallar sér- staklega um fagleg og vísindaleg verkefni stofnunarinnar. Svokölluð tæknileg umræða á þinginu fjallaði að þessu sinni um samstarf Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar og áhugamanna- félaga. Menn urðu sammála um nauðsyn þess að efla þetta sam- starf. íslenska sendinefndin hefur stjórnað fundum Norðurlanda, en þar eru samræmd sjónarmið land- anna áður en þau koma til umræðu á þinginu eða í nefndum. Samaranch, formaður Alþjóða- ólympíunefndarinnar, ávarpaði þingið og talaði um þátt íþrótta og heilsu og nauðsyn samstarfs milli ólympíunefndarinnar og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Þingstörf hafa almennt gengið vel þótt ýmis pólitísk mál hafi komið upp, svo sem málefni ísra- els, Nicaragua, fjölgun fulltrúa í stjórn frá Vestur-Kyrrahafs- svæðinu og notkun efnavopna í stríði írans og íraks. Forseta þingsins og formönnum nefnda hefur tekist að koma í veg fyrir stjórnmáladeilur af mikilli lipurð. Stefnt er að því að þinginu ljúki um næsti helgi. Við tökum þátt íslensku dögunum í Hagkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.