Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985
Adolf J.E. Petersen
— Minning
F«ddur 10. maí 1906
Dáinn 5. maí 1985
Ég átti því láni að fagna að vera
mikill afastrákur, ekki síst vegna
þess að ég ber nöfn þeirra beggja;
afa og ðmmu. Það er því erfitt að
þurfa að sætta sig við að heyra
ekki kallað „nafni“ oftar, en það
var hann afi minn ávallt vanur að
kalla mig, allt frá þvi ég var lítill.
Ég man fyrst eftir afa er ég var
á þriðja ári og þá sérstaklega
vegna þess að við vorum samnafn-
ar og held ég að það hafi gert mik-
ið í því hve vináttubönd okkar
voru sterk. Alltaf var afi til í að
sprella og hlaupa með okkur
krökkunum þá oft við vorum sam-
ankomin barnabörnin og sýnir það
vel að hann var ungur í anda. Ef-
laust hefði hann getað haldið
t
Eiginmaöur minn,
GUOMUNDUR MAGNÚSSON,
Dalbraut 23, áöur Kirkjutaigi 33,
lést í Borgarspítalanum 13. maí.
Helga Jónadóttir.
t
Útför
SÓLVEIGAR SIGURBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR
frá Hrútatungu,
Kvöldúlfagötu 11,
Borgarnaai,
fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 17. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaöir.
Jón B. Ólafsaon,
Kristrún Jóna Jónsdóttir,
Sæmundur Jónsson.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
EGGERT P. BRIEM
fyrrverandi fulltrúi,
Sunnuflöt 18,
Garöabas,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. maíkl. 10.30.
Sigrlður Skúladóttir Briam,
Ragnheiöur Briem,
Gunnlaugur S. E. Briem.
t
Þökkum innllega vinarhug og samúö við andlát og jaröarför,
ÁSMUNDAR GUÐMUNDSSONAR,
Grund,
Kolbeinsstaöahreppi.
Jóna Þ. Snæbjörnsdóttir,
Þóróur Ásmundsson, Kristín Eiríksdóttir,
Ólöf Ásmundsdóttir, Ásdís Þóröardóttir,
Jónína Þ. Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Katrín Sigurjónsdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
móöur minnar, fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu,
HALLDÓRULÁRUSDÓTTUR,
Barónsstig 20A.
Emilía E. Thorarensen, Hinrik Thorarensan,
Hulda G. Schmith, Othar Schmith
og barnabörn.
t
Innilegar pakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og útför elginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og
afa,
ÞÓRDARJÓNSSONAR
frá Krossnesi.
Kolfínna Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
AUDBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Núpi.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
leikjunum áfram ef liðagigt í fæti
hefði ekki strítt honum á sínum
tíma.
Þeir sem kynntust afa að ein-
hverju ráði hafa varla gert sér
grein fyrir því að skólaganga hans
gegnum menntastofnanir var að-
eins sex vikur, en þó held ég að
fáir á íslandi séu jafn sjálfmennt-
aðir og afi og ber m.a. bókasafn
hans vott um það, en það er eitt
hið veglegasta í persónulegri eigu.
Aflaði hann sér mikillar þekk-
ingar í gegnum bækurnar bæði á
sviði mannlífsins og náttúrunnar.
Alltaf hafði hann svör á reiðum
höndum þegar ég leitaði til hans í
fróðleiksskyni og vegur þar margt
miklu þyngra en það sem skóla-
stofnanir hafa kennt mér. Hann
hafði einnig yndi af ljóðrænum
bókmenntum og orti mikið sjálfur
í frístundum sínum á meðan
kraftar entust.
Afi var mikill dugnaðarmaður í
ævistarfi sínu sem verkstjóri hjá
Vegagerð ríkisins. Sagði hann mér
oft frá slæmum kjörum vega-
vinnumanna fyrr á árum er þeir
urðu að þræla baki brotnu fyrir
þeim nokkru krónum sem í boði
voru. Af þessum ástæðum gerðist
afi virkur í baráttu verkafólks og
eru mér minnisstæðar frásagnir
hans um kreppuárin er hann stóð í
fremstu víglínu í baráttu við lög-
reglu og atvinnurekendur.
Hann vann einnig ötullega að
ýmsum öðrum félagsmálum og má
nefna að hann var forseti Verk-
stjórasambands íslands, var virk-
ur félagi í Lionsklúbbi Kópavogs
og sat um tíma í bæjarstjórn
Kópavogs sem fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins.
Afi var alla tíð hamingjumaður
í einkalífi sínu og hefði hann ekki
getað eignast betri konu en hana
ömmu. Voru þau afi og amma alla
tíð samhent í öllu því sem þau
tóku sér fyrir hendur og ekki síst á
því myndarlega heimili sem þau
áttu saman, nú síðast í Hraun-
tungu í Kópavogi.
Það er ekki fyrir hvern sem er
sem unnið hefur erfiðisvinnu alla
sína tíð að sinna samtímis öllu því
sem hér hefur verið talið upp. En
það sem gerði afa kleift að sinna
þessu var hans Iíkamlega þrek á
meðan það entist, sterkur vilji til
mannsæmandi kjara, bæði fyrir
sig og aðra, og ekki síst það mikla
sjálfstraust sem hann ætíð bar
innra með sér. Hann var auk þess
glettinn og skapmikill húmoristi
og sýndi þannig á sér persónutöfra
sem hafa komið sér vel er honum
var treyst fyrir honum ýmsu trún-
aðarstörfum.
Nú hin síðustu ár gafst okkur
ekki mikill tími til að hittast sök-
um dvalar minnar erlendis. Hann
sagði mér fyrir einu og hálfu ári
frá slæmum veikindum sínum í
hjarta; að ellin væri farin að segja
til sín, eins og hann orðaði það.
Átti ég bágt með trúa þýi þar sem
hann var stór og stæðilegur á að
líta og býst ég við að fáir hafi gert
sér í hugarlund hve hár aldur
hans var.
Það var þó nú síðast um jóla-
leytið er við hittumst að ég skildi
hvað afi meinti er hann hafði lýst
veikindum sínum. Hinn glettni
húmoristi var farinn úr honum að
miklu leyti, en brosið og góða
skapið voru þó enn eftir. Já, aldrei
mun ég gleyma hinu glettnislega
brosi og ekki síst er við kvöddumst
í síðasta sinnið í janúar. Bros hans
var það síðasta sem ég sá af hon-
um og sé enn I huga mér.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég ásamt fjölskyldu minni
þakka honum allt það sem við
fengum að njóta saman og allan
þann stuðning, uppörvun og fróð-
leik sem hann hefur gefið mér.
Um leið viljum við votta Hólm-
fríði ömmu okkar innilegustu
samúð á þessari erfiðu stundu.
Veri afi okkar og langafi sæll.
Adolf H. Emilsson og fjölskylda.
Það er erfitt að átta sig á því að
Adolf J.E. Petersen skuli ekki
lengur vera í okkar hópi í náttúru-
verndarnefndinni. Hann sem var
svo lifandi, hress, áhugasamur og
ávallt reiðubúinn þegar óskað var
eftir liðsinni hans.
Enginn var eins fljótur að
bregðast við. Þau voru ófá sporin
hans um bæjarlandið þar sem
hann gjörþekkti hverja þúfu betur
en nokur annar Kópavogsbúi.
Það var lærdómsríkt fyrir
okkur að eiga Adolf að. Hann unni
bæjarlandinu og fórnaði kröftum
sínum til hins ýtrasta í þágu bæj-
arfélagsins.
Það fór ekki framhjá neinum
tilfinning hans fyrir hinu náttúru-
lega umhverfi. Hann átti þá ósk
heitasta að við bærum gæfu til að
skila afkomendum okkar landinu
þannig að þeir mættu vel við una.
Þess vegna lagði hann svo mikla
rækt við að hlúa að þeim náttúru-
og þjóðminjum sem hafa fallið í
okkar hlut.
Þegar við lítum yfir farinn veg
munum við minnast með hlýjum
huga vettvangsferðanna um
Kópavogslandið með Adolf í far-
arbroddi. Hann var ávallt farar-
stjórinn.
Það var núna i vor rétt fyrir
páskana að við fórum i eina slíka
ferð um Suðurhlíðina. í ferðinni
voru ásamt okkur bæjarstjórinn
og arkitektarnir sem eru að vinna
að skipulagningu svæðisins.
Það var eitt af baráttumálum
Adolfs og okkar líka að fá gras-
garð í Suðurhlíðinni og sú von
okkar mun vonandi rætast. Adolf
kleif hlíðina og klifraði yfir
gaddavírsgirðingar eins og strák-
ur væri á ferð. Nei, hann lét sig
ekki vanta í slíka ferð. Áhugi hans
og ódrepandi vilji voru okkur
ávallt hvatning til að standa vörð
um landið okkar.
Síðasta ferðin okkar með Adolf
var ferðin í Elliðaárdalinn. Sú
ferð verður okkur öllum eftir-
minnileg.
Við munum minnast hans eins
og hann ávallt var, viljafastur og
með bros á vör.
Við kveðjum Adolf og megi ætíð
vera okkur að leiðarljósi árvekni
hans gagnvart viðkvæmri náttúru
þessa lands sem við búum í.
Við vottum eiginkonu og öðrum
aðstandendum hans okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd Náttúruverndar-
nefndar Kópavogs,
Sigríður Einarsdóttir.
í dag er til moldar borinn Adolf
J.E. Petersen, verkstjóri. Adolf
gekk í Verkstjórafélag Reykjavík-
ur 6. febrúar 1945 og allt frá þeim
tíma helgaði hann málefnum
verkstjórastéttarinnar krafta
sína, svo fremi að erilsamt verk-
stjórastarf leyfði. Adolf sat í
stjórn Verkamannasambands ís-
lands í rúm 20 ár, í stjórn Verk-
stjórafélags Reykjavíkur i 5 ár.
Átti frumkvæði að stofnun Heim-
ilissjóðs Verkstjórafélags Reykja-
víkur og sat í stjórn hans til
dauðadags. Adolf hafði forgöngu
um útgáfu á bókinni Verkstjórn
og verkmenning enda var það
hans skoðun að menntun verk-
stjóra skyldi vera um mest og
best, þá var hann í ritnefnd fyrir
blaðið Verkstjórann og ritstjóri
þess um langt árabil. I stjórn og
stjórnarformaður Verkstjóra-
fræðslunnar um langt árabil og í
stjórn lífeyrissjóðs Verkstjóra og
Sjúkrasjóðs verkstjóra. Heiðurs-
félagi Verkstjórafélags Reykja-
víkur varð Adolf 1969 og heiðurs-
félagi Verkstjórasambands ís-
lands 1977 og þann 15. apríl 1981
var hann sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fé-
lagsmálastörf. Við viljum þakka
Adolf fyrir hans mikla starf í
þágu verkstjóra og um leið vottum
við eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum dýpstu samúð.
Stjórn Verkstjóra-
félags Reykjavíkur.
Vilberg Sigurjón
Hermannsson - Minning
Feddur 6. aprfl 1904
Dáinn 2. maí 1985
„Ekki er langt milli lífs og
dauða", segir gamalt íslenskt
máltæki. Þetta var það fyrsta,
sem kom upp í huga minn, þegar
mér var tilkynnt andlát míns
kæra vinar, Vilbergs, fimmtudag-
inn 2. maí sl. Þá voru aðeins fáein-
ir dagar sfðan hann kom í heim-
sókn til mín, hress og kátur að
vanda, enda var hann gegnum ár-
in heilsuhraustur maður, og má
segja að það sé ekki lítil guðs gjöf
að eiga góða heilsu á sínu lífs-
hlaupi, en enginn ræður sínum
næturstað, og enginn ræður hve-
nær kallið kemur.
Vilberg veiktist snögglega, og
varð sjúkdómslega hans aðeins 2
sólarhringar.
Vilberg Sigurjón Hermannsson
fæddist 6. apríl 1904 í Reykjavík,
sonur hjónanna Ara Hermanns
ólafssonar, sem ættaður var úr
Húnavatnssýslu, og Júlíönu
Sveinsdóttur, sem ættuð var frá
Snæfellsnesi. Vilberg var elstur 10
systkina, en nú eru aðeins 4 þeirra
á lífi.
Hann fluttist til Hafnarfjarðar
15 ára að aldri með foreldrum sín-
um og vann þar við ýmis störf.
Hann lærði bakaraiðn, en starfaði
lítið við þá iðngrein. Síðan lærði
hann múraraiðn og lauk sveins-
prófi í þeirri grein 1931, hjá meist-
ara sínum, Jóni Bergsteinssyni.
Múrarameistari varð hann um
1950. Síðan starfaði hann sem
múrari, ýmist sjálfstætt eða með
öðrum, og varð þetta hans aðal-
ævistarf. Siðustu árin starfaði
hann sem umsjónarmaður við Iðn-
skólann í Reykjavík.
Vilberg eignaðist eina dóttur,
Unni, sem gift er Gunnari Hansen
múrara og eiga þau eina dóttur,
Vilborgu, og var hún mikið uppá-
hald afa síns. Vinátta okkar Vil-
bergs stóð meira en 55 ár, en við
kynntumst fyrst árið 1929.
Eftir að ég giftist konu minni,
Guðrúnu Sörensen, árið 1933, varð
Vilberg sannur heimilisvinur
okkar hjónanna, og hvenær sem
fjölskyldan kom saman, hvort sem
það var á stórhátíðum eða öðrum
tyllidögum ársins, var hann ávallt
með okkur, eins og einn af fjöl-
skyldunni. Einnig var hann mikill
heimagangur og fjölskylduvinur
vina okkar, hjónanna Kristjáns og
Sigríðar Skagfjörð, og áttum við
öll margar góðar stundir saman.
Vilberg var einstaklega dag-
farsprúður maður, hjálpsamur og
ljúfur í allri umgengni og sjaldan
sá ég hann skipta skapi gegnum
öll árin.
Við Vilberg störfuðum saman í
Oddfellow-reglunni yfir 25 ár, og
eigum þaðan margar góðar endur-
minningar. Okkur félögunum er
mikil eftirsjá að þessum góða vini.
Vegna lasleika gat ég ekki verið
við útförina, en hugur minn var
hjá þessum kæra vini, og margar
ljúfar minningar komu upp I huga
minn frá liðnum dögum. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur sendi
ég dóttur hans og fjölskyldu henn-
ar og einnig systkinum hans.
Ólafur Þ. Pálsson