Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1985 47 Afríka — Kína — almennings. Nú er popptónlist- arsjóræningjastöðin Laser 558, sem er fjármögnuð frá Bandaríkj- unum, að taka við af Caroline og útvarpar utan landhelgi Bretlands og verður því ekki sótt til saka. Bornir sökum Um allt Bretland eru nýjar sjó- ræningjastöðvar í landi að laða að sér mikinn fjölda hlustenda með lágum tilkostnaði meðan löglegu stöðvarnar, sem hafa takmarkað fjármagn, geta ekki stöðvað áheyrendaflóttann og minnkandi tekjur af auglýsingum. Með til- vitnunum í fjarskiptalögin frá 1984 hafa innanríkisráðuneytið, IBA og ILR stöðvarnar tekið upp harða andstöðu gegn sjóræningja- stöðvunum og finna þeim allt til foráttu, eins og það að þær ræni hljómlistarmenn flutningstekjum þeirra og að þær trufli neyðar- þjónustu. Peter Rivers, 24 ára stöðvar- stjóri Radio Jackie, ólögskráðrar (sjóræningjastöð er misnotað orð) útvarpsstöðvar sem þjónar Sutton hverfinu í suð-vesturhluta Lund- úna, neitar þessum ásökunum. „I stórum dráttum er þetta aðeins áróður frá innanríkisráðuneytinu. Það má ekki lá þeim, þeir verða að sjá um sína. Það sem okkur vantar er innanríkisráðuneyti sem að- stoðar landsmenn við að fá út- varpsleyfi, en hindrar þá ekki.“ Radio Jackie sendir út allan sól- arhringinn, áætlaður hlustenda- fjöldi er 250.000, og stöðin er mjög sniðin eftir löglegu keppinautun- um — meira að segja i lagavali (um 50% laganna eru gömlu lögin) og stjórnun. Jackie er táknræn fyrir þær mörgu nýju sjóræn- ingjastöðvar sem vilja ekki aðeins útvarpsleyfi heldur einnig að fá að flytja auglýsingar. Eigandi Jackie er kaupsýslumaðurinn Tony Coll- is, og hjá honum vinna fjórir fast- ir starfsmenn og fjöldi lausráð- inna. Allur reksturinn er fjár- magnaður með auglýsingatekjum, sem nema £1.500 (69.000 kr.) á viku og koma frá kaupmönnum á svæðinu. Látin í friði Eins og margir aðrir sjóræn- ingjar sótti Jackie um útvarps- leyfi til innanríkisráðuneytisins. Þótt umsókninni hafi fylgt áskor- unarlisti með 52.000 undirskrift- um stuðningsmanna og meðmæli margra þingmanna, var henni, eins og öllum öðrum umsóknum, synjað. Ekkert er gert til að leyna útsendingarstað Jackie. Stöðin hefur fast aðsetur á hæðinni fyrir ofan verzlun við mikla umferðar- götu, fjölda skráðra simanúmera og marga upptökusali með tækja- búnaði sem keyptur er frá BBC World Service. Hvers vegna hafa útsendingarnar ekki verið stöðv- aðar? „Við teljum að innanrfkisráðu- neytið líti á okkur sem skynsam- legt og ábyrgt dæmi um útvarp í verzlunarhverfi. Ef til vill er þetta umburðarlyndi í okkar garð spor til úrbóta á núverandi útvarps- fyrirkomulagi." En þótt innanríkisráðuneytið láti þetta afskiptalaust, gerir keppinauturinn á staðnum, ILR stöðin Mercury, allt hvað getur til að láta loka Jackie. Eigandi Jackie hefur verið stefnt fyrir rétt, og verði hann dæmdur fá ILR stöðv- arnar þar dýrmætt fordæmi að styðjast við. „Þeir eru orðnir hræddir," segir Rivers stöðvar- stjóri. „Við höfum sannað að unnt er að reka útvarp með auglýsing- um með litlum tilkostnaði. Hvers vegna ættum við að taka sendi á leigu hjá IBA þegar við getum smíðan hann sjálfir fyrir svo til ekki neitt? Og bvers vegna er þess krafizt þegar sótt er um leyfi til reksturs ILR stöðvar að umsækj- andinn hafi á bak við sig trygg- ingu að upphæð £500.000 (23 millj. kr.)? Grimm samkeppni Samstaða hjá sjóræningjunum er lítil og samkeppnin grimm, mikið af hviksögum er á kreiki um innbyrðis ágreining og stöðvar sem komzt hafa í kast við lögin, en minna er um umræður um að sameiginlegar aðgerðir til úrbóta. Þetta hefur, ásamt skiptum skoð- unum um það hvernig á að hnekkja veldi útvarpsrisanna tveggja og þrátt fyrir einstaka viðræðufundi um samstöðu, leitt til þess að allar tilraunir til að neyða rikisstjórnina til undan- halds hafa runnið út í sandinn. Hvað felur þá framtiðin í sér? Innanríkisráðuneytið gaf nýverið i skyn að til greina gæti komið að ríkisstjórnin veitti einstaka hverf- isbundinni stöð rekstrarleyfi, en héldi áfram baráttu gegn öðrum sjóræningjastöðvum. Líklegt er að stjórnin muni áður en langt um líður láta undan þrýstingi og auka frjálsræðið með lagasetningu, en þó með eftirliti og fjármálaskil- málum sem hlýtur að vera hag- stæðir þeim sjóræningjastöðvum sem hafa úr meiru að spila. Mart- in C hjá SCR segir að lokum: „Hverskyns lagaboð fela í sér að við verðum hluti af vandamálinu. öllum reglum fylgir samræming sem leiðir til þess að útvarpið verður tilþrifalaust og hugmynda- snautt. Þess vegna, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, verða alltaf sjóræningjastöðvar. Það er einmitt af þessum ástæðum að við erum hér.“ erum hér.“ Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Chistopher Hibbert: Africa Ex- plored. Europeans in the Dark Continent 1769—1889. Penguin Books 1984. Chistopher Hibbert: The Dragon Wakes. China and the West 1793—1911. Penguin Books 1984. Nigel Davies: The Ancient King- doms of Mexico. Penguin Books 1983. Áður en Evrópumenn tóku að kanna Afríku, höfðu Arabar, allt frá því á sjöundu öld, ferðast um norðurhluta álfunnar frá stöðvum sínum í Norður-Afríku. Þetta voru í senn verslunarferðir og könnun- arferðir. Arabískir höfundar urðu fyrstir til þess að lýsa lifnaðar- háttum og venjum innfæddra allt suður til Niger. Ibn Battuta sem var einhver víðförlasti ferðalang- ur á miðöldum, var í ferðalögum I 27 ár, fór um Asíu allt til Kina og Indlands og síðar til Afríku. Hann barst til Timbuktu, þar sem hann varð vitni að því, þegar mannætur komu þar í heimsókn og var tekið með kostum og kynjum. Soldáninn gaf þeim m.a. svertingjastúlku, sem mannæturnar drápu og átu, gengu síðan fyrir soldán smurðir blóði hennar til þess að þakka fyrir sig. Hibbert segir í fyrstu frá James Bruce, Skota, sem rakti ættir sín- ar til skoskra konunga. Hann var mjög hrokafullur að sögn og við- kvæmur og í meira lagi orðsjúkur. Bruce hélt því fram, að hann væri fyrsti Evrópumaðurinn sem hefði kannað upptök Nílar. Vissulega var hann mikill ferðalangur og Ferðabók hans kom út í 5 bindum 1790 og þar segir frá furðulegri reynslu hans m.a. við hirðina í Abbesíníu. Þar tíðkaðist að reiða fram morgunverð með því að leiða lifandi nautgripi inn í borðsalinn. Slátrari hófst síðan handa, skar stykki úr hrygg dýrsins og síðan var sárið hulið umbúðum og skepnan leidd öskrandi út. Hirð- fólkið hóf síðan að snæða bitana sem kokkar skáru úr bitanum og stráðu sterku kryddi á hrátt ketið. Þessar lýsingar og margar þess háttar vöktu eðlilega nokkra furðu og jafnvel vantrú. Hibbert rekur síðan frásagnir annarra ferðalanga, Mungo Parks, Livingstones, Stanleys, Cameron, Schweinfurths og Junkers. Þetta er bæði læsileg og spennandi frá- sögn. „Lofum kínverska drekanum að sofa, þegar hann vaknar mun hann vekja undrun heimsins“ er haft eftir Napóleóni mikla. Hibb- ert segir hér sögu viðskipta Kín- verja við vestrænar þjóðir á ára- bilinu 1793—1911. Vestrænar þjóðir gerðu út sendinefndir til Kína allt frá 1793 og tilgangurinn var að koma á viðskiptasambönd- um, opna nýja markaði og kaupa kínverskar afurðir. Þetta þóf stóð fram að ópíum-stríðinu, þegar Bretar neyddu Kínverja til þess að kaupa eiturlyf. Þessi saga öll ber vestrænum þjóðum ekki sem feg- urst vitni. Frásögn Hibberts er líflega skrifuð. EskinrM. 13. maí. SAMSKIPTI grunnskólanna hér á Eskifirði og í Neskaupstað hafa auk- ist mikið undanfarin ír. Nemendur hafa skipst á að msta á skemmtun- um hverjir hjá öðrum. Tekin var upp sú nýbreytni, að öll níu ára börn fóru í heimsókn og margt gert sér til skemmtunar. Einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu komu öll níu ára börn frá Neskaupstað { heimsókn á Eski- fjörð. Mikið fjör var þegar hóp- arnir komu saman, meðal annars skoðuðu börnin sjóminjasafn Austurlands og nýja skólahúsið á Mexíkó Nigel Davies er sagnfræðingur og hefur sérhæft sig í sögu og menningarsögu Azteka og forsögu menningarríkja Ameríku. Bók hans um Azteka og aðrar sem snerta þetta efni eru kunnar. Hann segir í formála að hann leit- ist við að skrifa heildarmenning- arsögu Mexíkó með þessari bók allt frá uppkomu æðri menningar í Mexíkó og til eyðileggingar þeirrar menningar við komu Spánverja skömmu eftir 1500. Þetta er því inngangsrit að menn- ingarsögu, sem er löngu liðin und- ir lok. Höfundurinn býr í Mexíkó- City og vinnur þar að rannsóknum á viðfangsefni sínu. Eskifirði. Einnig var háð mót eins og jafnan þegar æska þessara byggðarlaga hittist. Keppt var í ýmsum hlaupum, knattspyrnu og vítaspyrnukeppni. Knattspyrnan hefur verið aðal- íþróttagrein þessara byggðarlaga í gegnum árin. Alltaf hefur verið hart barist. Þennan dag var sól og blíða, eins og marga aðra daga í vor, og gerði það daginn enn ánægjulegri fyrir börnin. Að lok- um voru bornar fram veitingar í nýja skólahúsinu. Ævar. Börnin frá EskifírAi og Neskaupsstad ásamt kennurum. M»^unbl»4i8/Ævar Eskifjörður: Börn frá Neskaup- stað í heimsókn baksturinn. Þetta eru að mörgu leyti öðruvísi vörur. Við höfum nú verið að baka frá þvi um miðnætti í gærkvöldi. Ég átti alls ekki von á allri þessari traffík en að vísu fékk ég nú alltaf mjög góðar viðtökur í búðinni sem ég rak á árunum 1964 til 1981. — Nú er Ragnarsbakarí líklega meðal stærstu bakaría landsins. Fer stór hluti framleiðslunnar á markað í Reykjavík? „Já, það má segja að um helm- ingur framleiðslunnar fari á Reykjavikursvæðið, eða réttara sagt „Stór-Keflavíkursvæðið,“ segir Ragnar og hlær. „í sambandi við stærðina á bak- aríinu þá veit ég nú ekki hvar ég er í röðinni hvað stærðina snertir, en trúlega er ég meðal fimm stærstu.“ — Bryddarðu upp á einhverjum nýjungum í vöruframboði nú við opnun þessarar verslunar? „Vörurnar sem verða hérna í búðinni eru allt önnur lína en það sem ég er með í heildsölunni. Heildsöluvörurnar munu enn fást hér í versluninni. Þetta í búðinni hjá mér er einungis bein viðbót við vöruvalið. Svo er ég með alveg nýtt fyrirbæri hér á landi sem er það að ég steiki kleinur á staðnum. Þú pantar til dæmis tíu kleinur og við steikjum þær svo fyrir þig. Þetta er liður í góðri og skemmti- legri þjónustu við viðskiptavin- ina.“ — Hefurðu í hyggju að stækka enn frekar við þig og setja t.d. upp verslun í Reykjavík? „Hver veit nema ég setji upp verslun i bænum. Satt best að segja, þá hef ég verið að svipast um eftir húsnæði i bænum, á góð- um stað þar sem ég gæti komið Jó Jólinunni á framfæri. En það þyrfti að vera góður staður þar sem ég gæti náð í traffík. Ég vil svo segja það að lokum að ég er ánægður að eiga enn þessi ítök í Suðurnesjamönnum. Ég finn það strax á viðtökunum að fólk á eftir að taka þessari verslun vel. Það er alltaf gaman að finna að fólki líkar það vel sem maður er að gera,“ sagði Ragnar Eðvaldsson bakarameistari og var rokinn i að afhenda fólki vöfflur með rjóma. EFI r VEL KLÆDD, ... SIMASKRA alltaf sem ný í kápunní SÍMASKRÁ frá Múlalundí Engri bók cr flett jafnmikið og símaskránni. Hún þarf því að ciga góða yfirhöfn svo hún losni ckki úr böndunum og verði illa til reika. í hlífðarkápunni frá Múlalundi, vinnustofu SÍBS, cr símaskráin vcl varin! Fæst í öllum helstu bóka- og ritfangaverslunum landsins Hátúni 10 C, Símar: 38450 38401 | i Múlalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.