Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. MAÍ 1985 51 KCLLatex TAKTU HLUTINA FÖSTUMTÖKUM KCL Latex gúmmíhanskarnir eru afar hentugir þar sem hreinlætið er í fyrirrúmi. Þeir eru þunnir en sterkir og verja hendurnar gegn skrámum, óhreinindum, sterkum efnum og annarri óáran sem þær geta komist í tæri við í daglegu eldhúsamstri, við hreingerningar o.þ.u.l. KCL Latex hanskarnir eru búnir sérstökum gripfleti í lófanum sem gerir þér kleift að taka hlutina föstum tökum. Farðu vel með hendurnar þínar - notaðu KCL Latex gúmmí- >\ hanska. K.RICHTERhf Ný brú á Kljáfoss BorgarfírAi, 13. maí. í 1ÚLÍ næstkomandi er gert rið fyrir að lokið verði við smíði nýrrar brúar yfir Kljáfoss í Hvítá í Borgarfirði. Verður nýja brúin 40 metra löng stálbitabrú með steyptu gólfi í þrcmur höfum. Er veginum lokað meðan á smíðinni stendur og gamla brúin notuð sem göngubrú og vinnupallur. A myndinni sést gamla brúin sem brátt verður öll og vinnupallarnir við gamla sláturhúsið á Hurðarbaki. - PÞ Sovézkir yfirburðir millisvæðamótinu í á Túnis sem tilheyra heimsmeistara- keppninni sjálfri. Þátttakendur í Mende Taxco og Biel Keppendur á millisvæðamót- inu í Túnis eru taldir upp hér að framan, en keppendur á hinum mótunum tveimur eru: Mende Taxco (Mexíkó) hefst 9. júní: Timman (Hollandi), SM 2650, Nunn (Englandi) SM 2615, Húbner (V-Þýzkalandi) SM 2605, Romanishin (Sovétr.) SM 2570, Tal (Sovétr.) SM 2565, Spraggett (Kanada), AM 2560, Nogueira (Kúbu) SM 2545, Pinter (Ung- verjalandi) SM 2540, Alburt (Bandaríkjunum) 2535, Speelman (Englandi) SM 2530, Agdestein (Noregi) AM 2500, Balashov (Sovétr.) SM 2495, Cebalo (Júgó- slavíu) AM 2485, Sisniega (Mex- íkó) AM 2470, Gutman (ísrael) AM 2455, Qi (Kína) AM 2440, Gurevich (Bandaríkjunum) SM 2435 og Prandstetter (Tékkóslóv- akíu) AM 2430. Biel (Sviss) hefst 30. júní: Vag- anjan (Sovétr.) SM 2640, Polug- ajevsky (Sovétr.) SM 2625, Lju- bojevic (Júgóslavíu) SM 2595, Andersson (Svíþjóð) SM 2575, Sax (Ungverjalandi) SM 2565, Seirawan (Bandaríkjunum) SM 2560, Sokolov (Sovétr.) SM 2550, Torre (Filippseyjum) SM 2540, Margeir Pétursson AM 2535, Short (Englandi) SM 2535, Quinteros (Argentínu) SM 2530, Rodriguez (Kúbu) SM 2505, Van der Wiel (Hollandi) SM 2500, Jansa (Tékkóslóvakíu) SM 2465, Li (Kína) AM 2455, Partos (Sviss) AM 2425, Saeed (Samein- uðu arabísku furstadæmunum) AM 2400 og Martin (Spáni) AM 2370. Aðstæður á millisvæðamótinu í Túnis þykja lélegar og mörgum meisturunum hrýs hugur við að fara til Mende Taxco sem stend- ur í meira en 2500 metra hæð yfir sjávarmáli. Þunna loftið þykir að vísu vænlegt til afreka í hoppgreinum, en vafamál hvort það fjörgar heilastarfsemina. Enski stórmeistarinn Nunn mun a.m.k. hættur við að tefla og tek- ur Walter Browne væntanlega sæti hans. Þá hefur Húbner einnig mikinn hug á að komast í Biel-mótið og fór þess t.d. á leit við undirritaðan að við skiptum á mótum. Ekki þurfti ég þó að taka afstöðu til þess góða boðs, því Campomanes greip í taumana og benti á að Biel-mótið væri nú þegar stigahæsta mótið, þó ekki bættust við skipti á kú og kálfi. Skák Margeir Pétursson Skákþætti Morgunbladsins auðnaðist loksins í gær að komast í samband við Túnis og fá glænýjar fréttir af gangi millisvæðamótsins þar. Tefldar hafa verið tólf umferð- ir af sautján og hafa þrír keppend- ur náð að skilja sig frá meginhópn- um og geta aðeins stórslys hindrað þá í að komast áfram. Sovézku nafnarnir Alexander Beljavsky og Alexander Chernin hafa báðir hlot- ið átta og hálfan vinning, en hinn fyrrnfendi hefur aðeins tefit 11 skákir en Chernin 12. Þriðji er landi þeirra Arthur Jusupov með átta vinninga og biðskák af tólf mögulegum. Röð annarra þátttakenda var sem hér segir: 4.-7. Portisch (Ungverjalandi), Hort (Tékkóslóvakíu), Gavrikov (Sovétríkjum) og Suba (Rúmeníu) 6‘/2 v. 8. Sosonko (Hollandi) 6 v. 9.-10. Zapata (Kólombíu) og Morovic (Chile) 5'/2 v. og biðskák. 11.-12. Dlugy (Bandaríkjunum) og Miles (Englandi) 5 V2 v. 13.-14. Nikolic (Júgóslavíu) og deFirmian (Bandaríkjun- um) 5 v. og biðskák. 15. Ermenkov (Búlgaríu) 3 v. 16. Afifi (Egyptalandi) 2'/2 v. 17. Hmadi (Túnis) 1 'Æ v. Heimamaðurinn Bouaziz hætti keppni eftir átta umferðir, en þá hafði hann aðeins fengið hálfan vinning og m.a. tapað fyrir Hmadi. Skákir Bouaziz gilda því ekki og það ruglar stöðuna hér að ofan að fimm skákmenn, þeir Chernin, Jusupov, Miles, Nikolic og Afifi eiga eftir að sitja yfir og eiga því aðeins fjórar skákir eft- ir, en allir hinir fimm. Þeir Beljavsky og Jusupov eru vel þekktir stórmeistarar en Chernin er aðeins alþjóðlegur meistari og það kom mjög á óvart að hann skyldi ná einu af fimm efstu sætunum á síðasta Sovétmeistaramóti. Fjórir efstu menn í Túnis komast áfram og verður vafalaust hart barist um fjórða sætið, því enn geta 8—10 skákmenn enn komið við sögu í þeirri baráttu og ekki ólíklegt að aukakeppni þurfi til. Breytingar á heimsmeistarakeppn- inni í skák Á FIDE-þinginu í Manila 1983 voru samþykktar mestu breyt- ingar á fyrirkomulagi heims- meistarakeppninnar i skák frá stríðslokum. Löngum hefur verið deilt um það hvort tefla skuli sérstakt mót um áskorunarrétt- inn á heimsmeistarann, eða hvort nota eigi útsláttarform og tefla einvígi. Átta manna áskor- endamót voru háð fram til ársins 1962, en síðan þá hafa verið tefld útsláttareinvígi með sama þátt- takendafjölda. Nýja kerfið sameinar að mörgu leyti þessi tvö keppnis- form, jafnframt sem það gefur fleiri keppendum en áður færi á að spreyta sig í áskorendamót- inu. Næsta haust verður háð 16 manna áskorendamót í Frakk- landi og verður þar tefld einföld umferð. í mótið komast fjórir skákmenn úr hverju af milli- svæðamótunum þremur auk þeirra Smyslovs, Riblis og Korchnois, sem komust í undan- úrslit í síðustu áskorendakeppni. Sextánda sætið í Frakklandi hreppti Spassky eftir miklar deilur og byggist val hans á því að hann er síðasti fyrrum heims- meistari sem enn er virkur skák- maður. Þetta sæti átti sá er biði lægri hlut í heimsmeistaraein- víginu að fá í sinn hlut, en á síð- ustu stundu uppgötvaði Camp- omanes af snilld sinni að næsta heimsmeistaraeinvígi og áskor- endamótið fara fram á sama tfma. Fjórir efstu menn í áskorenda- mótinu fara áfram í áskorenda- einvígin, þannig að þau verða að- eins þrjú talsins í stað sjö áður. Áskorendamótið kemur því í raun og veru í stað fyrstu um- ferðar áskorendaeinvígjanna, eftir gamla fyrirkomulaginu. Þá var einnig tekin sú mikil- væga ákvörðun að öllum hringn- um, svæðamótum, millisvæða- mótum, áskorendamóti, áskor- endaeinvígjum og heimsmeist- araeinvígi skuli vera lokið á tveimur árum, í stað þriggja ára áður. Öll þessi nýbreytni hefur mælst misjafnlegal fyrir hjá skákmeisturum. Mótum er fjölg- að og tíminn á milli þeirra stytt- ur, en á móti kemur að nú fá menn tækifæri í heimsmeistara- keppninni á tveggja ára fresti í stað þriggja áður. Tímaskortur er augljósasti gallinn við nýja kerfið, t.d. má benda á að með núverandi hefndarrétti heims- meistara sem hefur glatað titlin- um er eins víst að heimsmeist- araeinvígi verði tefld á hverju ári framvegis. Þeir sem hug hafa á titlinum væna í framtíðinni koma því vart til með að geta teflt í öllu fleiri mótum en þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.