Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 59 í k í ! í í \ 5 \ •« f í \ ■ 11 11 ;i iií ifat 1‘W^1- Ai VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS Gamli tíminn kemur ekki aftur en gamlir verða alltaf til Ellilífeyrisþegi skrifar: Heiðraði Velvakandi. Það er leiðinlegt að heyra síend- urteknar rangar upplýsingar um ellilaun okkar gamla fólksins. í öllum fjölmiðlum er fullyrt og það af þeim sem best ættu að vita um það mál að lágmarksellilaun og tekjutrygging séu 12—13 þús- und krónur á mánuði. Hvorki ég né þeir sem ég þekki hafa fengið svo „háa“ upphæð. Það hæsta sem ég hef fengið var fyrir apríl sl. 10.437 kr. Þessi lög eru þannig, að þessar greiðslur eru settar í marga liði, svo að það er ekki nema einhver hluti fólks sem fær þessi hámarkslaun. Það þarf að fullnægja svo mörg- um skilyrðum. Það er ekki nóg að vera kominn yfir aldurstakmörkin og hættur að geta unnið, heldur er líka skilyrði að búa aleinn. Maður má ekki hýsa sína nán- ustu til að fá hjálp ef með þarf, því þá lendir maður í lágmarkselli- launaflokknum (enginn frádráttur af sjónvarpi eða síma). Eins er með það fólk sem flytur til barna sinna, þá eiga þau að sjá fyrir þörfum foreldranna. Þetta er að sækja í sama horf og áður var. Ekki myndu vandalausir hafa þetta fólk, þó hærri laun væru í boði. Gamli tíminn kemur ekki aftur, en gamlir verða alltaf til. Eru fálkar aðeins fyrir útlendinga? Skúli Ólafsson, Klapparstíg 10, skrifar: Þrátt fyrir að ísland hefur verið þekkt sem heimkynni hins eftir- sótta veiðifálka er nú svo komið að útlendingar einir hafa nokkurn hagnað af þessum verðmætum. Fyrir misskilning íslendinga hefur svokölluð alfriðun nokkurra fuglategunda ekki alltaf skilað árangri og eins var með friðun hreindýranna, sem fyrst fór að fjölga eftir að stofninn var hæfi- lega grisjaður. Ekki virðast náttúrufræðingar vera sérlega lagnir við að halda Hfí í fálkum og örnum og hafa fáir fuglar komist lifandi úr klónum á þeim en trúlega gætu bændur létt nokkrum kostnaði af ríkissjóði ef þeir fengju sjálfir að selja fálka og egg sbr. æðarvarpið, sem þrífst vegna nytja mannsins. Hverjir verja vitleysuna? H.K. skrifar: Hvaða snillingar fengu út- varpslagafrumvarpinu breytt þannig að ekki yrði tekin upp nefskattur og innheimtubákn ríkisins lagt niður. Hvað segja þingmenn? Hafa þeir kynnt sér núverandi inn- heimtukerfi, fjölda starfsmanna, fjölda umboðsmanna á prósentum og annan kostnað? Það verður tek- ið eftir því hverjir verja vitleys- una. Róm byggðist ekki á einum degi Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég hef stundum lesið það í blöð- um að sumt gamalt fólk hefur ver- ið að skrifa um hvað lítið sé gert fyrir það. Ég er nú sjálfur orðinn gamalmenni og vil mótmæla því að lítið sé gert fyrir gamalt fólk því að borgarstjórn og það opin- bera hefur byggt mikið hin síðari ár, einmitt fyrir gamla fólkið mörg vistheimili, til dæmis á Snorrabraut, Dalbraut, Norður- brún og víðar. Róm var ekki byggð á einum degi, það getur borgarstjórinn í Reykjavík ekki heldur. Þetta er það stór hópur, sem þarf að byggja yfir að það er ekki hægt að byggja það á einu ári. Þetta þarf að koma smátt og smátt og að því er borgarstjórnin að vinna á hverju ári. Gamla fólkið má ekki vera of heimtufrekt og ósann- gjarnt,bað verður að vera þolin- mótt. Eg færi borgarstjóra og borgarstjórn þakkir fyrir það sem þeir hafa unnið fyrir gamla fólkið og ég veit að þeir halda áfram að byggja yfir það. Símanúmerið er ekki á nótunni Guðrún Þorsteinsdóttir skrifar: í Velvakanda 30. 4. birtist at- hugasemd frá eiganda verslunar- innar Dúllu þar sem hún fullyrðir að á hverri einustu nótu sem verslunin hefur gefið út vegna fataumboðssölu hafi verið skrifað heimasímanúmer hennar. Sími hennar hafi ekki verið bilaður og þess vegna hefði átt að vera auð- velt að ná til hennar. Þetta er ekki rétt, því að á minnsta kosti þeirri nótu sem ég hef undir höndum hefur verslun- areiganda láðst að skrifa síma- númer sitt heima hvað þá nafn eða heimilisfang. Finnst mér satt að segja að henni hefði verið nær að afsaka sig og gefa skýringu á því hvers vegna hún auglýsti ekki fyrirhug- aða lokun verslunarinnar og hvar mætti nálgast óseldan fatnað eða greiðslu fyrir seldan, frekar en að koma með ofannefnda athuga- semd 9em gætir nokkurs hroka í. Til sölu Chevrolet Blaser árgerð 1983 4x4. (Skrásett október ’83), ekinn aðeins 11 þús. km. Eins og nýr. Vökvastýri, sjálfskiptur, útvarp, vönduð klæðning (orginal). Verð kr. 1.085 þús. kr. Upplýsingar í síma 25177 (á skrifstofutíma) og 41550 (á kvöldin). LÉTTÁTÁ 21212
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.