Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 1

Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 109. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stuðningur við Reagan vex að nýju Washington, 15. maí. AP. Skoðanakönnun hefur leitt í Ijós, að viðhorf almennings í Bandaríkjunum breyttist mjög til hcimsóknar Reagans for- seta í kirkjugarðinn í Bitburg í Vestur-Þýzkalandi, strax og hún var um garð gengin. Tals- maður forsetans, Larry Speak- es, sagði í dag, að af um 750 manns, sem spurðir hefðu ver- ið álits í skoðanakönnun, hefðu 60% lýst sig samþykka för forsetans til Bitburg en 39% voru henni andvígir. Skoðanakönnun þessi fór fram 6.-8. maí sl. Hún leiddi jafnframt í ljós, að meirihluti fólks í Bandaríkjunum eða um 60% var almennt sammála stefnu forsetans og stuðningur við stefnu hans í utanríkismál- um hafði aukizt um 5% á ekki lengri tíma en 11 dögum og voru nú 51% þjóðarinnar hlynt stefnu hans á því sviði. Samkvæmt niðurstöðum ann- arar skoðanakönnunar á vegum Washington Post og ABC News Poll naut forsetinn trausts 57% aðspurðra en 38% kváðust ekki hafa trú á stefnu hans. Þessi skoðanakönnun for fram 9,—13. maí sl. Morgunblaðið/Ól.K.M. Próflestur ígóða veðrinu ' Konald Reagan. Páfinn sker upp herör gegn Lóxemborg, 15. maí. AP. JÓHANNES Páll páfi II skoraði í dag á hinar efnuðu þjóðir Evrópubandalagsins að gefa sem mest af um- frambirgðum sínum af mat- vælum til þurrkasvæðanna í Afríku og annarra hungur- svæða í heiminum. Sagði páf- inn, að Ijósmyndir frá þess- um svæðum, sem birtar væru hungursneyðinni í Afríku á hverjum degi og sýndu hungursneyðina þar, vektu „skelfingu og hrylling á með- al allra góðra manna“. Páfinn lét þessi orð falla er hann kom í dómkirkjuna i Lúx- emborg í dag, en þangað kom hann eftir fimm daga ferðalag til Hollands. Gert var ráð fyrir, að páfinn flytti messu seint í kvöld fyrir útlenda farandverkamenn við stálverksmiðju eina, en yfir fjórðungur allra íbúa hertoga- dæmisins er aðflutt fólk frá öðr- um löndum, einkum Portúgal og Ítalíu. Ekki kom til óeirða né mót- mælaaðgerða í dag í Lúxemborg, eins og gerzt hafði hvað eftir am.að í heimsókn páfans til Hollands. Páfinn virtist þreyttur en var samt einarður og ómyrkur í máli er hann lýsti þrautum hinna sveltandi þjóða í Afríku og sagði: „Harmleikur hungurs- neyðarinnar er ólýsanlegur og krefst þess, að öllum kröftum okkar verði beint gegn henni.“ Hann bar síðan saman þá ofgnótt, sem fyrir hendi er af matvælum í Vestur-Evrópu og þann skort, sem ríkir í Afríku og víðar. Þrátt fyrir það að mikið hefði verið gert til þess að bæta hlutskipti fólks á hungursvæðun- um, væri sú spurning áleitin, hvort ekki væri unnt að gera enn meira. Hermanna- veikin í rénun Sttfford, 15. mai. AP. VONIR standa nú til, að her- mannaveikin svonefnda sé nú í rénun í Englandi, en þar hafa 37 manns látizt úr veikinni til þessa. John Gibson, læknir á héraðs- sjúkrahúsinu í Stafford, sagði í dag, að klór hefði nú verið settur i allt vatn á sjúkrahúsinu, en klór dræpi sýkilinn, sem ylli veikinni. Talið er, að hermannaveikin í Eng- landi hafi átt upptök sín í þessu sjúkrahúsi. Því fer þó fjarri, að tekizt hafi enn að sigrast á faraldrinum. Áttræður maður lézt í morgun af völdum veikinnar í Kingshead- sjúkrahúsinu í Stafford og tveir voru lagðir inn á héraðssjúkra- húsið þar með öll einkenni veik- innar. Fimmtíu og átta manns eru þar enn rúmliggjandi, þar af tveir alvarlega veikir. Beirút: Barist af hörku Óvíst hverjir stóðu að ráni írans Aidan Walsh Beirút, 15. maf. AP. NÍtl manns biðu bana og 22 særðust í áköfum bardögum milli andstæðra trúarhópa í Beirút í dag, þar sem beitt var stórskoUliði, flugskeytum og vélbyssum. Var þetta 18. dagurinn í röð, sem barizt er við grænu línuna svonefndu og er vitað um eigi færri en 103 manns, sem bcðið hafa bana í þessum átökum, en 524 hafa særzt. Vopnaðir byssumenn rændu í morgun íranum Aidan Walsh, að- stoðarframkvæmdastjóra hjálpar- stofnunar, sem starfar i Líbanon á vegum Sameinuðu þjóðanna. Voru byssumennirnir 8 saman á tveim- ur bílum, er þeir stöðvuðu bifreið Walsh. Hann er 49 ára að aldri og er frá Cork á írlandi. Síðdegis í dag var enn ekki vitað um, hverjir staðið hefðu að mann- ráninu né heldur, hvaða ástæður lágu þar að baki. Sagði bílstjóri Walsh, að mannræningjarnir hefðu miðað á hann byssum sínum og neytt hann til þess að stíga upp í bifreið þeirra. Að svo búnu óku þeir á brott með miklum hraða. Allt hefði þetta gerzt á mjög stuttum tíma og varla meira en tveimur mínútum. Walsh er annar starfsmaður þessarar hjálparstofnunar, sem rænt er með þessum hætti á stutt- um tíma. Aðeins fáeinar vikur eru liðnar, siðan 63 ára gömlum brezkum blaðamanni, Alec Collet að nafni, var rænt. Hann starfaði einnig fyrir þessa stofnun, sem vinnur hjálparstarf í þágu palest- ínskra flóttamanna i Líbanon en hefur aðalstöðvar sínar í Vínar- borg. Ekkert hefur spurzt til Coil- ets, síðan honum var rænt. Ólýsanlegur harmleikur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.