Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 109. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stuðningur við Reagan vex að nýju Washington, 15. maí. AP. Skoðanakönnun hefur leitt í Ijós, að viðhorf almennings í Bandaríkjunum breyttist mjög til hcimsóknar Reagans for- seta í kirkjugarðinn í Bitburg í Vestur-Þýzkalandi, strax og hún var um garð gengin. Tals- maður forsetans, Larry Speak- es, sagði í dag, að af um 750 manns, sem spurðir hefðu ver- ið álits í skoðanakönnun, hefðu 60% lýst sig samþykka för forsetans til Bitburg en 39% voru henni andvígir. Skoðanakönnun þessi fór fram 6.-8. maí sl. Hún leiddi jafnframt í ljós, að meirihluti fólks í Bandaríkjunum eða um 60% var almennt sammála stefnu forsetans og stuðningur við stefnu hans í utanríkismál- um hafði aukizt um 5% á ekki lengri tíma en 11 dögum og voru nú 51% þjóðarinnar hlynt stefnu hans á því sviði. Samkvæmt niðurstöðum ann- arar skoðanakönnunar á vegum Washington Post og ABC News Poll naut forsetinn trausts 57% aðspurðra en 38% kváðust ekki hafa trú á stefnu hans. Þessi skoðanakönnun for fram 9,—13. maí sl. Morgunblaðið/Ól.K.M. Próflestur ígóða veðrinu ' Konald Reagan. Páfinn sker upp herör gegn Lóxemborg, 15. maí. AP. JÓHANNES Páll páfi II skoraði í dag á hinar efnuðu þjóðir Evrópubandalagsins að gefa sem mest af um- frambirgðum sínum af mat- vælum til þurrkasvæðanna í Afríku og annarra hungur- svæða í heiminum. Sagði páf- inn, að Ijósmyndir frá þess- um svæðum, sem birtar væru hungursneyðinni í Afríku á hverjum degi og sýndu hungursneyðina þar, vektu „skelfingu og hrylling á með- al allra góðra manna“. Páfinn lét þessi orð falla er hann kom í dómkirkjuna i Lúx- emborg í dag, en þangað kom hann eftir fimm daga ferðalag til Hollands. Gert var ráð fyrir, að páfinn flytti messu seint í kvöld fyrir útlenda farandverkamenn við stálverksmiðju eina, en yfir fjórðungur allra íbúa hertoga- dæmisins er aðflutt fólk frá öðr- um löndum, einkum Portúgal og Ítalíu. Ekki kom til óeirða né mót- mælaaðgerða í dag í Lúxemborg, eins og gerzt hafði hvað eftir am.að í heimsókn páfans til Hollands. Páfinn virtist þreyttur en var samt einarður og ómyrkur í máli er hann lýsti þrautum hinna sveltandi þjóða í Afríku og sagði: „Harmleikur hungurs- neyðarinnar er ólýsanlegur og krefst þess, að öllum kröftum okkar verði beint gegn henni.“ Hann bar síðan saman þá ofgnótt, sem fyrir hendi er af matvælum í Vestur-Evrópu og þann skort, sem ríkir í Afríku og víðar. Þrátt fyrir það að mikið hefði verið gert til þess að bæta hlutskipti fólks á hungursvæðun- um, væri sú spurning áleitin, hvort ekki væri unnt að gera enn meira. Hermanna- veikin í rénun Sttfford, 15. mai. AP. VONIR standa nú til, að her- mannaveikin svonefnda sé nú í rénun í Englandi, en þar hafa 37 manns látizt úr veikinni til þessa. John Gibson, læknir á héraðs- sjúkrahúsinu í Stafford, sagði í dag, að klór hefði nú verið settur i allt vatn á sjúkrahúsinu, en klór dræpi sýkilinn, sem ylli veikinni. Talið er, að hermannaveikin í Eng- landi hafi átt upptök sín í þessu sjúkrahúsi. Því fer þó fjarri, að tekizt hafi enn að sigrast á faraldrinum. Áttræður maður lézt í morgun af völdum veikinnar í Kingshead- sjúkrahúsinu í Stafford og tveir voru lagðir inn á héraðssjúkra- húsið þar með öll einkenni veik- innar. Fimmtíu og átta manns eru þar enn rúmliggjandi, þar af tveir alvarlega veikir. Beirút: Barist af hörku Óvíst hverjir stóðu að ráni írans Aidan Walsh Beirút, 15. maf. AP. NÍtl manns biðu bana og 22 særðust í áköfum bardögum milli andstæðra trúarhópa í Beirút í dag, þar sem beitt var stórskoUliði, flugskeytum og vélbyssum. Var þetta 18. dagurinn í röð, sem barizt er við grænu línuna svonefndu og er vitað um eigi færri en 103 manns, sem bcðið hafa bana í þessum átökum, en 524 hafa særzt. Vopnaðir byssumenn rændu í morgun íranum Aidan Walsh, að- stoðarframkvæmdastjóra hjálpar- stofnunar, sem starfar i Líbanon á vegum Sameinuðu þjóðanna. Voru byssumennirnir 8 saman á tveim- ur bílum, er þeir stöðvuðu bifreið Walsh. Hann er 49 ára að aldri og er frá Cork á írlandi. Síðdegis í dag var enn ekki vitað um, hverjir staðið hefðu að mann- ráninu né heldur, hvaða ástæður lágu þar að baki. Sagði bílstjóri Walsh, að mannræningjarnir hefðu miðað á hann byssum sínum og neytt hann til þess að stíga upp í bifreið þeirra. Að svo búnu óku þeir á brott með miklum hraða. Allt hefði þetta gerzt á mjög stuttum tíma og varla meira en tveimur mínútum. Walsh er annar starfsmaður þessarar hjálparstofnunar, sem rænt er með þessum hætti á stutt- um tíma. Aðeins fáeinar vikur eru liðnar, siðan 63 ára gömlum brezkum blaðamanni, Alec Collet að nafni, var rænt. Hann starfaði einnig fyrir þessa stofnun, sem vinnur hjálparstarf í þágu palest- ínskra flóttamanna i Líbanon en hefur aðalstöðvar sínar í Vínar- borg. Ekkert hefur spurzt til Coil- ets, síðan honum var rænt. Ólýsanlegur harmleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.