Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 6

Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 Gætum fjöreggsins w Eg hef haft ánægju af barna- efni sjónvarpsins undanfarna daga, þannig skemmti ég mér prýðilega í barnahópnum á milli 18.40 og 19.10 á sunnudaginn er íkorninn Sammy skoppaði á skjá- inn. Þessi engilsaxneska „dýra- lífsmynd" var um margt frá- brugðin þeim ágætu „náttúrulífs- myndum" er prýða gjarnan sjón- varpsdagskrána og lýsa venjulega fæðingu, eðlun og matarvenjum ýmissa dýrategunda oftastnær í slíkri nærmynd að sumir kúgast, i það minnsta missti sá er hér stýr- ir penna alveg matarlystina á dög- unum er myndavélin færði heim í stofu pöddutegund eina, er hafði það helst sér til ágætis, að éta aðra enn ógeðslegri pöddu. fkorn- inn Sammy ólst hins vegar upp á siðmenntuðu heimili náttúru- fræðings eins og lenti þar í fóstri hjá heimiliskettinum. Var hreint út sagt stórfenglegt að sjá litla skinnið totta kisu og síðar er hann óx úr grasi bíta í fingur „fóstur- pabba“. Krakkar hafa gaman af slíkum myndum, á hinn bóginn virðist mér þau fljótt missa áhug- ann á fæðingu, eðlun, matarvenj- um og heimilishaldi villtra dýra út í náttúrunni. Máski stafar það áhugaleysi af því, að í slíkum myndum öðlast dýrin ekki svipað- an sess og í ævintýrabókunum er sýna dýrin gjarnan í návígi við manninn. Ljúf teiknimynd En það var ekki bara fyrrgreind íkornamynd er vakti fögnuð hjá ónefndri familíu í Norðurmýrinni. Á laugardaginn var var teikni- myndasyrpa á dagskrá frá klukk- an 19.25 til klukkan 19.50. f þeirri syrpu kenndi ýmissa grasa. f fyrsta lagi voru þar tvær prýðis- góðar finnskar teiknimyndir gerð- ar eftir sögum frá Kirjálalandi. Er önnur þessara mynda einkar hug- stæð þeim er hér stýrir penna, en sú mynd sýndi vetrarríkið á táknrænan hátt. Greindi hún í af- ar fögru myndmáli frá vetri kon- ungi og baráttu gróðursins fyrir lífinu í dróma klakabanda og nist- andi norðangarra. Kristín Mánt- ylá þýddi sögurnar og flutti Sig- rún Edda Björnsdóttir þann ágæta texta. Var flutningur Sig- rúnar Eddu í senn hófstilltur og seiðandi og rímaði einkar vel við hið fagra myndmál. Er ég viss um að mynd sem þessi getur vakið áhuga barnsins á fegurð náttúr- unnar, og þar með lægt öldur árásargirninnar. Við berum eigi skemmdan mat fyrir börn okkar og því skyldum við ekki vanda það andlega fóður er fellur á þeirra disk? Þegar á tíma Platós var far- ið að gefa gaum að þessum hlutum (t.d. Ríkið, bók II) og er síður ástæða til að varast hratið nú á tímum fjölmiðlabyltingarinnar? Lúmsk teiknimynd í samfloti með fyrrgreindum sögum frá Kirjálalandi var smell- in, sovésk teiknimynd er nefndist: „Betra er seint en aldrei." Sýndi hún sprellfjörugan trimmara á leið í vinnuna. Maður þessi sveifst einskis, strekkti jafnvel skyrtuna sína framan á sporvagninn eins og segl til að auka ferðina, í því augnamiði að mæta á réttum tíma í vinnuna. Á slaginu níu þaut hann loksins kófsveittur innúr dyrunum að skrifborðinu og hóf að leysa krossgátuna í „blaðinu" sínu. Sum sé lúmsk ádeilumynd enda hefir sérfræðingur einn um sovésk málefni sagt mér frá því, að listamönnum í Sovétríkjunum líðist einvörðungu að deila á stjórnvöld, þá þeir semja ævintýri fyrir börn. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / S JÓN VARP „Verk að vinna“ útvarpsleikritið í kvöld „Djassað í Djúpinu“ bein útsending í kvöld ■■ „Djass í Djúp- 00 inu“ verður á ~“ dagskrá beggja rása útvarpsins á mið- nætti í kvöld og er djassað í beinni útsendingu. Kvintett Friðriks Theo- dórssonar leikur, en hann skipa Alfreð Alfreðsson á trommur, Tómas Einars- son á bassa, Davíð Guð- mundsson á gítar, Þór Benediktsson á básúnu og hljómsveitarstjórinn Friðrik Theodórsson á takkabásúnu. Kynnir verður Vernharður Linnet og umsjónarmaður er Ólafur Þórðarson. Djúpið er við Hafnar- stræti og er það opið öll- um á meðan húsrúm leyf- ir. Þetta er í fimmta skipti sem útvarpað er frá Djúpinu og næst verður útsending þaðan 6. júní nk. ■■■■ Útvarpsleikrit- 30 í kvöld nefn- —- ist „Verk að vinna“ og er eftir Anton Helga Jónsson. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Leikritið var tekið upp hjá Ríkisútvarpinu á Ak- ureyri og er flutt af leik- urum í Leikfélagi Akur- eyrar. Það hefst klukkan 21.30. Efni leikritsins er á þá leið að roskinn karl og unglingsstrákur eru að vinna við skurðgröft. Karlinn er heimspekilega sinnaður og veit sínu viti þó að hann sé ekki að flíka því við yfirmenn sína. Strákurinn er í fyrstu ósammála ýmsum skoð- unum karlsins, en verður að lokum að viðurkenna að hann hafi nokkuð til síns máls. Leikendur eru Þráinn Karlsson, Pétur Eggerz, Gestur Einar Jón- asson, ólöf Valsdóttir og Guðlaug Bjarnadóttir. Tæknimenn eru Björn Sigmundsson og Berg- steinn Gíslason. Höfundurinn, Anton Helgi, hefur gefið út tvær ljóðabækur, „Dropa úr síðustu skúr“ og „Undir regnboga", auk skáldsög- unnar „Vinur vors og blórna". „Verk að vinna“ er fyrsta leikrit hans. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 16. maí Uppstigningardagur 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7M Morguntónleikar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Baldurs Jónssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. 8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Hans Carste leik- ur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bláa barnið" eftir Bente Lohne. Sigrún Björnsdóttir les þýðingu sína (9). 9J0 Morguntónleikar. a. „Lofiö Drottin himinsala" kantata á uppstigningardag eftir Johann Sebastian Bach. Paul Esswood, Kurt Equiluz og Max van Egmond syngja meö Vlnardrengja- kórnum og Concentus mus- icus-kammersveitinni I Vln- arborg; Nikolaus Harnon- court stjórnar. b. Konsert nr. 3 I D-dúr eftir Georg Friedrich Hándel. Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur: Carles McKerras stjórnar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.25 Ur byggðum Vestfjarða. Þáttur frá Folafæti og Bol- ungarvlk I umsjá Finnboga Hermannssonar. 11.00 Messa I Langholtskirkju. Prestur: Séra Sigurður Hauk- ur Guöjónsson. Organleikari: Jón Stefánsson. Hádegistónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. A2J20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Zacharias Topelius. Séra Sigurjón Guöjónsson flytur fyrra erindi sitt. 14.30 A frlvaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 „Maöur við fætur þér“. Smásaga eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Þorbjörn Sig- urðsson les. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Feigðarflan. Afleiðingar umferðarslysa. Umsjón: Ragnheiður Dav- iðsdóttir og Sigurður Kr. Sig- urösson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slðdegistónleikar. Trló I a-moll fyrir planó, fiðlu og selló op. 50 eftir Pjotr Tsjaikovsky. Leonid Kogan, Emil Gilels og Mstislaw Rostropovitsj leika. 18.00 I garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal. Magnús Jónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson, Ey- þór Stefánsson, Jón Þórar- insson og Sigvalda Kalda- lóns. Ólafur Vignir Alberts- son leikur með á pianó. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hvlskur. Umsjón: Hörður Sigurðar- son. 20.30 Leikrit: „Verk aö vinna" eftir Anton Helga Jónsson. Leikstjóri: Kristln Jóhann- esdóttir. Leikendur: Pétur Eggerz, Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson, Ólöf S. Valsdóttir og Guðlaug M. Bjarnadóttir. (RUVAK). 21.20 Frá tónleikum Tónlistar- félagsins I Austurbæjarblói I september sl. Edidh Picht- Axenfeld leikur á píanó Fant- aslu op. 77 og sónötu I e-moll op. 90 eftir Ludwig van Beethoven. 21.45 „Draugar fortlðar". Söguþáttur eftir Einar Kára- son. Höfundur les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Milli stafs og huröar. Umsjón: Hilda Torfadóttir og Ólafur Torfason. 23.45 Fréttir. 24.00 „Djass I Djúpinu" — Bein útsending. Friðrik Theó- dórsson og félagar leika. Kynnir: Vernharður Linnet. Umsjón: Ólafur Þórðarson. 00.45 Dagskrárlok. 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir f hverfinu Fimmtándi þáttur Kanadískur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Hættum aö reykja Fjórði þáttur Námskeið til uppörvunar og leiöbeiningar þeim sem vilja hætta aö reykja. Umsjónar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 20.55 Skólallf 3. Hvert er feröinni heitið? I þessum þriðja og slðasta þætti Sjónvarpsins um fé- lagslff og skólabrag I Islensk- um framhaldsskólum er Fjöl- FÖSTUDAGUR 17. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A Virkum degi. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Dag- legt mál. Endurt. þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorð: — Sigrún Schneider talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bláa barnið" eftir Bente Lohne. Sigrún Björnsdóttir les þýðingu slna (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.45 „Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli sér um þáttinn. (RUVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guðrún Jörundsdóttir les þýðingu slna (10). 14.30 A léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16J0 Sfðdegistónleikar. a.„Norsk kunstnerkarneval" opn. 14 eftir Johan Svend- sen. Hljómsveitin „Harmoni- en“ I Björgvin leikur; Karsten brautaskólinn á Akranesi heimsóttur. Rætt er við skólameistara og fjölmarga nemendur. Fylgst er með fé- lagsstarfi og skemmtanallfi nemenda og að lokum „dimmission" stúdentsefna. Umsjón: Sigurður G. Val- geirsson. Stjórn upptöku: Valdimar Leifsson. 21J5 Kvikmyndahátlðin 1985 Kvikmyndahátlð Listahátlðar verður haldin I Reykjavlk dagana 18. til 28. mal. i þessum sjónvarpsþætti veröur fjallað um hátlöina og kynntar margar þeirra kvikmynda sem sýndar veröa. I kjölfar hans koma stuttir kynningarþættir flest kvöld meðan á kvikmynda- hátlöinni stendur. Umsjón og stjórn: Sigurður Sverrir Pálsson og Arni Þórarinsson. 22.40 Reikningsskil Andersen stjórnar. b. Planókonsert I a-moll op. 14 eftir Edvard Grieg. Eva Knardahl leikur með Kgl. Fllharmónlusveitinni I Lund- únum. Kjell I Ingebretsen stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 19.55 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttínn. 20.00 Lög unga fólksins. Þor- steinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Gamankvæði Stefáns Ólafssonar og Bjarna Gissur- arsonar. Margrét Eggerts- dóttir fjallar um skáldin og ber saman kvæði þeirra. b. Leikir barna. Þórunn Ei- rlksdóttir les frásögn skráða eftir Jóni Snorrasyni frá Laxafossi. c. „Mörgum á förinni fótur- inn sveið.“ Helga Einarsdótt- ir les brot úr æviminningum Margrétar Halldórsdóttur úr bókinni „Fimm konur", eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir „Choralis" fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal. 22.00 „Músin", smásaga eftir • Anais Nin. Kolbrún Berg- þórsdóttir les þýðingu slna. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Ur blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK.) (Afskedet) Sænsk-finnsk blómynd frá 1982. Leikstjóri Tuija-Maija Niskanen. Aðalhlutverk: Pirkko Nurmi, Carl-Axel Heiknert, Kerstin Tidelius, Sanna Hultman, Lotta Larsson, Gunnar Björn- strand, Stina Ekblad og Elina Salo. Sðguhetjan, Valerie, elst upp á árunum fyrir heimsstyrjöld- ina slðari á auöugu heimili, þar sem ekki er allt með felldu I sambúðinni þrátt fyrir fágað yfirborð. ( myndinni er fylgst með Valerie I bernsku og á þroskaárum hennar þegar hún hafnar hefð- bundnu hlutverki konunnar og ákveður að gerast leik- kona gegn vilja foreldra sinna. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 00.10 Fréttir I dagskrárlok 23.15 A sveitallnunni. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK.) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. FIMMTUDAGUR 16. ma( 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 ( gegnum tlöina Stjórnandi: Ragnheiður Dav- íösdóttir. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00 Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Stjórnendur: Arni Þórarins- son og Halldór Halldórsson. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Gullhálsinn. Fjóröi þáttur af sex þar sem er rakinn ferill Michael Jackson. Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. FÖSTUDAGUR 17. ma( 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 17. ma(

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.