Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 24

Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1985 Nokkrar ábendingar frá Félagi leikstjóra á íslandi varðandi Ríkisútvarpið Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi frá Félagi leikstjóra: Senn rennur upp öld frjálsrar fjölmiðlunar. Til að létta undir með þeim sem vilja gera kvik- myndir á filmu og myndband og fyrir þá sem áhuga hafa á að stofna til sjálfstæðra sjónvarps- sendinga hafa yfirvöld góðu heilli fellt niður tolla á tækjum og hrá- efni til innlendrar gerðar og út- sendingar sjónvarpsefnis og kvikmynda. ómetanleg er þessi aðstoð við fjárfreka atvinnugrein, sem reynir að þrífast þrátt fyrir lítinn markað. En ein er undarleg sveigja frá þessari stefnu: Eitt af fyrirtækj- unum í samkeppninni þarf að borga háa tolla af öllum sínum tækjum og hráefni. Þetta fyrir- tæki er íslenska sjónvarpið. Við tækjakaup fyrir útvarpshúsið nýja geta þessar tollahindranir skipt sköpum. Við þetta bætist, að peningar sem Alþingi var búið að ætla til að tækjavæða sjónvarpið (þ.e. tollar af sölu litsjónvarps- tækja) hverfa i ríkiskassann og koma sjónvarpinu aldrei að gagni. Er því ekki að undra þó tækja- kostur og öll aðstaða á sjónvarp- inu sé jafn fátækleg og raun ber vitni. Við hörmum alltof litla fram- leiðslu innlends efnis á vegum sjónvarpsins. Eins og ástandið er, sinnir sjónvarpið hvorki sínu menningarlega hlutverki né kem- ur til móts við eindregnar óskir almennings í því efni. Það er óhæfa að Ríkisútvarpið skuli ekki njóta sömu samkeppnisaðstöðu og aðrir á hinni nýju öld frjálsrar fjölmiðlunar sem virðist í sjón- máli og það er þjóðinni til skamm- ar að Ríkisútvarpið/sjónvarp, sem að sjálfsögðu á að vera flaggskip íslenskra fjölmiðla, búi við upp- tökuaðstöðu sem hvergi nærri stenst samanburð við skandinav- ískan kvikmyndaskóla, hvað þá fullveðja sjónvarpsstöð (sjá hjá- lagða stutta greinargerð okkar um tæknibúnað sjónvarpsins). Grundvöllurinn að bágu ástandi við gerð leikins efnis á íslandi fyrir íslenska sjónvarpið liggur í stjórnskipun sjónvarpsins og þá sérstaklega því fyrirkomulagi, sem viðgengst, að pólitísk nefnd ákveði dagskrá. Þetta leiðir til þess að innlend dagskrárgerð ein- kennist einatt af prútti, en fylgir engri menningarstefnu. Enginn ber ábyrgð á dagskrárgerð ís- lenska sjónvarpsins, allir aðilar sem koma þar nálægt ákvörðunum geta sagt: „Ekki ég“, og það með fullum rétti. Þó útvarpsráð sem heild sé ábyrgt er enginn einstak- ur limur þess ábyrgur. Allir sem hafa leitt hugann ei- lítið að stjórnsýslu vita hvað það hefur í för með sér þegar enginn stjórnandi getur tekið af skarið, og enginn er ábyrgur. AUar mark- andi ákvarðanir útvatnast í mál- þófi nefnda. Alþingi og stjórn- málaflokkunum finnst samt, að því er virðist, sjálfsagt að við- halda „völdum" sínum þarna sem nýtast þó engum flokki beinlínis til framdráttar, heldur í mesta lagi til að geta vikið sposlu að „góðum manni" einstaka sinnum, samkvæmt hrossakaupaskipta- reglunni. Auðvitað þarf að hafa eftirlit með að útvarpslög séu virt, en eðlilegur háttur á því er að útvarpsráð geri það eftirá eins og tíðkast í öðrum lýðræöisríkjum. Að fulltrúar stjórnmálaflokka hafi vald til að hræra í ákvörðun- um um dagskrá án þess að þurfa að bera ábyrgð á þessu valdi sínu, leiðir til lélegrar dagskrárstjórn- unar og stefnulausrar. Enginn getur gengið að Eiði Guðnasyni, Haraldi Blöndal eða Árna Björnssyni og skammað þá fyrir bága dagskrá. Og það sem verra er, það er heldur ekki hægt fullum rómi að skamma eða hrósa Hinrik Bjarnasyni, því hann hefur ekki vald til að marka neina stefnu I dagskrárgerð. Þetta á að sjálf- sögðu einnig við um aðra dag- skrárstjóra á Ríkisútvarpinu. Hvaða stjórnarform ætti að koma í staðinn? Auðvitað á deild- arstjóri — til að mynda Hinrik Bjarnason í sjónvarpinu — að hafa allan veg og vanda af ákvörð- unum um dagskrárgerð og geta sinnt þessu starfi, sem því list- ræna stjórnunarstarfi, sem það er. Ábyrgð hans yrði þá sú sama og leikhússtjóra, og yrði þá jafn- framt eðlilegt að skipa hann til 3—4 ára í senn, sbr. lög um emb- ætti þjóðleikhússtjóra. Útvarps- ráð á ekki að hafa annað hlutverk en að fylgjast með að útvarpslög- um sé framfylgt, og einungis að hafa rétt til að vfta hlutleysisbrot eða önnur brot á lögum og reglu- gerðum um þennan rekstur. Þessi skipan mála tíðkast víða í vest- rænum lýðræðisríkjum, en hitt fyrirkomulagið við stjórnun ríkis- fjölmiðla mun að vísu algengt annarsstaðar. Meðan útvarpsráð starfar á þann hátt sem nú tíðkast verður aldrei hægt að fylgja eftir menn- ingarlegum kröfum til sjónvarps eða útvarps, því enginn einn aðili er ábyrgur. FEGRID OG BJETIÐ GARMNNMED SANDIOG GRJÓTI! Sandur Sandur er fy rst 09 f remst jarðvegs- bætandi. Dreifist einnig í ca. 5 cm. þykku lagi í beð til að kæfa illgresi og mosa í grasi (ca.3 cm ). Jafnar hita og raka ( jarðvegi. Kjörið undirlag í hellulogða gangstíga Perlumöl Perlumöl er lögð ofan á beð, kæfir illgresi og lóttir hreinsun. Perlu- mölin er góð sem þrifalag í inn- keyrslur og sttga. Stærð ca. 0,8— 3 cm. Völusteinar Völusteinar eru notaðir t.d. til skroutsö skuggsælum stöðum, þar sem plöntur eiga erfitt uppdróttar, einnig með hellum og timburpöll- um. Mjög til prýði í beðum með stærri plöntum og trjóm. Kjörin drenlögn með húsgrunnum. Stærð ca. 3—5 cm. Hnullungar Hnullungarnir eru ósvikið íslenskt grjót, sem nýtur sín í steinahæðum, hlöðnum köntum og með innkeyrsl- um og timburpöllum. Stærð ca. 5—10 cm. BJÖRGUN H.F. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI: 81833 Afgreiðslan við Elliðaár opin: föstud.: 7.30-18.00 Laugardaga: 7.30-17.00 Komdu á athafnasvæði Björgunar hf. á Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina, hnullungana og steinana. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og vagna, fáanlegt í smærri einingum, traustum plastpokum, sem þú setur bara í skottið á bílnum þínum. Skiltió vió Ellióaár komið i sinn staó. Allar ár við hring- veginn merktar Lionsklúbburinn Freyr hefur unn- ió aó því á undanförnum árum aó koma upp vegvísum við allar ár vió hringveginn og er því verki nú lokið meó skiltum á Hólmsá og Ellióaár. Svo skemmtilega vill til að skiltió við Elliðaár er 500. skiltið, sem sett er upp og er merking á ám viö hringveginn þar meó lokió. Áður hefur klúbburinn komið upp vegvísum á hálendinu til að aðstoða ferðamenn við að kynnast öræfum landsins. Freys-félagar fögnuðu þessum áfanga, sem nú var náð, með því að þeir og fjölskyldur þeirra fjöl- menntu sl. sunnudag, er síðustu árnar voru merktar. Var þar sleg- ið upp pylsu-veislu og 130 flug- drekar settir á loft. Næsta verkefni, sem Freyr tek- ur að sér, er merking á Vest- fjarðaleið, og er áætlað að það verk taki tvö ár. Freyr hefur r.lltaf haft góða samvinnu við Náttúruverndarráð, Vegagerð ríkisins og heimamenn í byggð um staðsetningu vegvísa og hvaða skilti skuli merkt. Formaður Lionsklúbbsins Freys er Magnús Tryggvason fram- kvæmdastjóri og formaður merk- inganefndar er Snæbjörg Ásgeirs- son framkvæmdastjóri. Kostnaður við heilbrigðis- þjónustu HLHTl setningar féll niður á tveim- ur stöóum í einum kafla greinar Árs- æls Jónssonar í blaðinu sl. laugar- dag. Kaflinn á aó hljóóa svo: „Skattheimta af launum getur einnig orðið óréttlát, t.d. í Sviss, þar sem fjöldi fólks á vinnufærum aldri er ekki á launaskrá og borg- ar þess vegna ekki til heilbrigðis- þjónustunnar, sem allir njóta. Við stofnun NHS í Bretlandi áríð 1948 var bein skattheimta álitin vera ódýrasti valkosturinn. Þar með voru þyngstu byrðarnar lagðar á breiðustu bökin og .... “ Þá misritaðist í greininni íbúa- fjöldi Bretlands, sem er 56 millj- ónir. Þá var sagt að sveita- og svæðisstjórnir ráði yfir leiðum til rekstrar heilbrigðisþjónustunnar en á að vera leyfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.