Morgunblaðið - 16.05.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 16.05.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 37 ; hlut- íga fyrir, er orðið bærilega ljóst hvernig það er vaxið. Samkvæmt bandarískum lögum getur enginn nema forsetinn ákveðið tilfærslu á kjarnavopnum, hvað þá heldur beitingu þeirra. Þvi útbýr yfirher- stjórn Bandaríkjanna á ári hverju skrá um þær viðbúnaðarráðstaf- anir, sem hún hyggst óska að for- setinn heimili á hættutímum. Meðal þeirra er dreifing djúp- sprengna með kjarnahleðslum til stöðva þar sem Orion-kafbátaleit- arflugvélar skulu hafa aðsetur. Rækilegast hefur verið um mál þetta fjallað í Kanada, svo mér sé kunnugt um. Fyrir liggur að hvorki kanadískum ráðherrum né yfirstjórn kanadíska heraflans var kunnugt um áform bandarísku herstjórnarinnar. { umræðum manna á meðal um kjarnadjúpsprengjurnar var al- gengt að heyra þetta viðkvæði: Við hverju bjuggust menn? Dettur nokkrum í hug að við tslendingar verðum spurðir hvaða vopn eru flutt til landsins ef til alvörunnar kemur? Hér er að minni hyggju einkum tvenns að gæta. Annað er trúverð- ugleiki yfirlýstrar stefnu ís- lenskra stjórnvalda. Hitt er áhrif- in af kjarnorkusprengingum í höf- unum. Sjálfstæð stefna og starfshættir Hlutverk íslands gagnvart friði í heiminum við ríkjandi aðstæður er að mínum dómi framar öðru, að sýna í verki að smá þjóð og van- megna til hernaðar vill halda uppi og getur haldið uppi sjálfstæðri stefnu og starfsháttum í eigin málum, eins þótt hún sé í banda- lagi við stórveldi og háð því um varnir. Munurinn á hernaðar- bandalögunum tveim, sem mynd- uðust eftir heimsstyrjöldina síð- ari, er fyrst og fremst sá, að í Atl- antshafsbandalaginu ríkir sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða en f Varsjárbandalaginu skipar for- usturíkið málum að vild sinni, með valdbeitingu ef svo býður við að horfa. Vonir um friðvænlegri heim eru meðal annars tengdar því að þessi munur sé áfram skýr og greinilegur. Fámennasta þjóðin í Atlants- hafsbandalaginu hefur ekki sist því hlutverki að gegna, að haga svo málum að til þess bærir full- trúar hennar meti sjálfir varnar- þarfir og ákveði hernaðarviðbún- að í landinu, og öllum sé það Ijóst. Þetta á sérstaklega við á hættu- tímum. Það er rangt mat að eðli banda- lags íslands og Bandaríkjanna sé þannig, að íslendingar séu ofur- seldir vilja stórveldisins sem tekið hefur að sér varnir landsins. Ann- að mál er, að fram til þessa hafa íslendingar ekki sinnt því sem skyldi, að fylgjast með framvindu hervarna og hafa þar hönd í bagga. Á þessu er smátt og smátt að verða breyting, sem ég tel til batn- aðar. Verið er að efla þá stofnun stjórnkerfisins sem um varnarmál fjallar. Öryggismálanefnd vinnur gagnlegt starf. Það sem á skortir, en hlýtur að koma, er mannafli undir íslenskri stjórn, sem fylgist að staðaldri eins og þurfa þykir með varnar- viðbúnaðinum í framkvæmd, með það fyrir augum að íslendingar geti við breyttar aðstæður í heim- inum séð sjálfir um þá hlið mála. Því aðeins að þetta sé gert, má öllum vera ljóst, og engum betur en bandamönnum okkar, að ís- lendingum er alvara að tryggja að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur og honum framfylgt. Og um leið hyrfi uppgjafartónninn hjá sumum landsmönnum, sú ranga skoðun að við séum ósjálfbjarga og öðrum ofurseldir um viðbúnað til að tryggja öryggi lands og þjóð- ar. Nú verður sjálfsagt spurt, hvort ég sé að leggja til að stofnaður verði íslenskur her. Nöfn skipta hér engu máli, hlutverkið öllu. Óhugsandi er að íslendingar komi sér upp herafla nákvæmlega í þeirri mynd sem tíðkast í flestum löndum öðrum. En við verðum að finna eigin ráð og leiðir til að sinna óhjákvæmilegum öryggis- þörfum þjóðarinnar, í bráð til að fylgjast með því sem annað ríki gerir í okkar nafni, í lengd til að geta staðið á eigin fótum í örygg- isefnum. Starfsemi íslendinga af því tagi, sem ég hef rissað hér upp i fáum dráttum, er meðal annars til þess fallin að girða fyrir að til landsins séu flutt í óleyfi vopn sem gætu eitrað hafið umhverfis okkur. Robert Falls aðmíráll, yfirmaður herráðs Kanada í lok síðasta ára- tugar og síðan formaður hermála- nefndar Atlantshafsbandalagsins þangað til í hitteðfyrra, lýsti djúpsprengjum með kjarnahleðslu í blaðaviðtali í janúar í vetur. Honum fórust svo orð: „Þessu vopni yrði aðeins beitt sem síðasta úrræði, ef kafbátur reyndist of hraðskreiður, of djúpt í hafinu eða svo hljóðlátur, að ekki yrði náð til hans með tundur- skeyti. Ég tel sjálfur að þetta sé vopn af lélegasta tagi. Menn verða að ganga rækilega úr skugga um að engin skip frá þeim sjálfum séu neinstaðar nálægt ... Og hafi því einu sinni verið beitt, er búið að grugga sjóinn um langa framtíð". Geti íslendingar eitthvað lagt af mörkum til að draga úr líkum á að Norður-Atlantshaf verði gert geislavirkt, ber þeim tvímælalaust að sinna því verkefni eftir fremsta megni. Ráðið til þess er að fylgjast sem best með framvindu í lofti og í legi umhverfis landið og nota að- stöðu sem fyrir hendi er til að hafa áhrif á viðbúnað og áform þeirra sem þar hafa hernaðar- legra hagsmuna að gæta. Hötundur er bladaMltrúi ríkis- stjórnarinnar og íyrrrerandi ráö- herra. Hann flutti þetta erindi 12. maí á fundi sem Kauði kross ís- lands efndi til undir fTirskriftinni: Friður — stund milli stríða eða raranlegt ástand? \ Morgunblaðiö/Sig.Sigm. Jarðborinn Ýmir við bonin á Flúð- um. Uppi eru hugmyndir um að leiða heitt vatn á bæi, bæði í svokölluðu Unnarholtshverfi, gegnum Lang- holtshverfi, og yrði sú leiðsla 7—8 kílómetra löng. Einnig eru uppi hugmyndir um að leiða vatn aust- ur fyrir Stóru-Laxá í bæina Lax- árdal og Skáldabúðir í Gnúpverja- hreppi. t vor var einnig borað við bæinn Kotlaugar og komu þar upp um 4 sekúndulítrar af um 100 gráðu heitu vatni. Sú hola var 180 metra djúp. Þarna var jarðhiti nýttur áður og fékkst hann með því að grafa í jörðina með handverkfær- um. Bændur að Skipholti I og II stóðu einnig að þessari borun. AF ERLENDUM - eftir RICHARD D. LAMM VETTVANGI NEYÐARHJÁLP MEÐ SKILYRÐUM George Bernard Shaw sagði eitthvað á þá leið að öll mikil sannindi væru í upphafi álitin guðlasL Með þá kenningu í huga ber ég fram guðlast: Bandaríkin ættu ekki að veita neinum þeim ríkjum neyðarhjálp, sem ekki eru reiðubúin að fallast á langtímaefnahagsumbætur og áætlan- ir um takmarkanir á fólksfjölgun. Þótt það nægi að „tilgangurinn sé góður“, verðum við einnig að „koma að gagni“. Ég efast um að þjóð okkar — þrátt fyrir góðan ásetning — komi að gagni með því einu að senda bráðabirgðaaðstoð til Eþíópíu eða annarra þjóða þar sem svipað ástand ríkir. Því miður geta hvorki korn- geymslur Bandaríkjanna né fjármunir haldið í við lýðræði hungursins, hvort sem er í Eþíópíu eða annars staðar. Ibúar Afríku eru nú 535 millj- ónir. Ef fólksfjölgunin helzt óbreytt bætast þar við 338 millj- ónir munna að fæða á næstu 16 árum. Árið 2020 búa 1.200 millj- ónir manna i þessum löndum, sem ekki eru fær um að fæða 535 milljónir í dag. Afrískir bændur verða að sjá 20 milljónum nýjum munnum fyrir mat á ári, meðan bandarískir bændur, sem ráða yfir mun meiri fjármunum og frjósamara landi, þurfa aðeins að sjá tveimur milljónum nýrra Bandaríkjamanna fyrir fæði. Þótt framleiðsla okkar sé mikil er útilokað að þjóð okkar geti brauðfætt bæði nýja samborg- ara okkar og nýja borgara þriðja heimsins að auki. Fyrr eða síðar verða ríki þriðja heimsins að takast á við mannfjölgunarvandamál sín. Reynið að finna góða lausn á vanda Bangladesh, blásnauðu ríki með 96 milljónir íbúa á svip- uðu landsvæði og Iowa-ríki (um 145 þús. km2): hver kona þar í landi verður þunguð að meðal- tali 14 sinnum; 60% kvennanna eignast sjö eða fleiri börn. Eða reynið að finna góða lausn á vanda Egyptalands, sem árið 2000 verður að geta brauðfætt 60 milljónir íbúa af jarðræktar- landi, sem dregst saman um 240 þúsund hektara á ári. Reynið að draga upp boðlega mynd af þriðja heiminum í heild þar sem rúmlega 40% íbúa undir 16 ára aldri búa í fátækt og fjölgar um 2—4% á ári. Ég spyr: Hvaða leið á að fara til að bægja ógæfunni frá? Það er nú áætlað að íbúafjöldi í Afríku sunnan Sahara þrefald- ist á næstu 40 árum, en annars staðar í heiminum verður einnig mannfjölgun. Árið 2000 er áætl- að að íbúum Evrópu hafi fjölgað um 4,5%, íbúum Bandaríkjanna um 14,5%, íbúum Mið- og Suð- ur-Ameríku um 44,6%, íbúum Afríku um 65,9%. Það er útilok- að að framfleyta þessum fjölda, jafnvel þótt við tækjum á okkur að greiða erlenda framfærslu- styrki í viðbót við okkar eigin félagslegu aðstoð. Það er auð- sætt að storkurinn flýgur sums staðar hraðar en örlæti Banda- ríkjanna. Það verður að beina vilja okkar til að hjálpa inn á raun- hæfar og viðeigandi leiðir. Ef Bandaríkin veita skammtíma- aðstoð án þess að krefjast þess AP/Slmamynd Hungraö bam í hjálparbúðum í Derudeib í Súdan. að þjóðirnar sem hjálpina þiggja geri langtímaráðstafanir til að takmarka fólksfjölgun og komi á umbótum í efnahagsmálum sín- um erum við aðeins að kasta olíu á eldinn. Það er rétt að vegna þess hve menning okkar og tunga eru frábrugðnar þeirra getur verið erfitt að sannfæra aðrar þjóðir um að takmörkun fólksfjölgunar verði að vera einn liður lausnarinnar, að efnahags- þróun geti bætt afkomu þeirra. En ef við ekki reynum að vinna að langtímalausnum erum við aðeins að viðhalda hringrás hungursins. Við höldum aðeins lifinu í þeim hungruðu nógu lengi til að þeir geti eignast jafn hungraða afkomendur. Alan Gregg, þáverandi vara- forseti Rockefeller-stofnunar- innar, sem nú er látinn, sagði eitt sinn að offjölgun mannkyns væri krabbamein, og að hann hafi aldrei heyrt að unnt væri að lækna krabbamein með þvi að ala það. Við verðum að ganga hart eftir því að langtimalausnir hafi verið undirbúnar áður en við veitum aðstoð til að leysa vandann i bili. Við verðum að láta skynsemina ráða ferðinni ekki síður en mannlegar tilfinn- ingar. Að því er Eþiópiu varðar er vandamálið ekki aðeins tíma- bundinn skortur á matvælum. Stór landsvæði hafa lagzt i eyði. í upphafi þessarar aldar þakti gróður um 40% alls landsins; nú sýna gervihnattamyndir að gróðurinn þekur aðeins 4%. Bandaríkin ættu að krefjast „gagnkvæmrar ósérplægni" í Éþiópiu og annars staðar. Ef ekki tekst að draga úr fólksfjölg- un, ef ekki er stuðlað að efna- hagslegu sjálfstæði með umbót- um, tekst okkur aðeins að marg- falda fjölda hungraðra. Reyndar hefur „tilgangurinn verið góður" og við höfum ætlað okkur að „koma að gagni“. En við höfum valdið ógæfu. Við höfum dæmt komandi kynslóðir til volæðis. (Heimild: The New York Times) Höfundurinn, Richard D. Lamm, er demókrati og ríkisstjóri Colora- do. AP/Símamynd Nokkrir flóttamannanna frá Ibnet-búðunum í Eþíópíu, sem stjórnvöld skipuðu að hafa sig á brott þaðan í lok aprfl. Sig. Sigm. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.