Morgunblaðið - 16.05.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 16.05.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 16. MAÍ 1986 39 Blaðamannafélag íslands: Ólafur biðj- ist afsökunar Á FUNDI í stjórn Bladamannafélags íslands í gær var gerð svohljóð- andi samþykkt: „Stjórn Blaðamannafélags íslands lýsir undrun sinni á til- hæfulausum aðdróttunum og rógi ólafs Þ. Þórðarsonar al- þingismanns, sem lét að því liggja á Alþingi fyrir skömmu að fréttamenn ríkisfjölmiðl- anna þægju mútur frá bjórsöl- um. Þingmaðurinn hefur ekki sýnt þá döngun að standa við orð sín utan þings og engin rök fært fyrir máli sínu. Stjórn BÍ gerir þá kröfu til þingmanns- ins, að hann biðjist þegar í stað opinberlega afsökunar á orðum sínum." Bach-tónleikar í Laugarneskirkju FJÓRÐU Bach-tónleikarnir í tónleikaröð, sem haldin er á veg- um Félags íslenskra organleik- ara, Kirkjukórasambands ís- lands og Söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar, verða í Laugarnes- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Gústaf Jóhannesson, orgel- leikari Laugarneskirkju, held- ur tónleikana en þetta eru fyrstu tónleikarnir þar sem einn orgelleikari annast flutn- ing allra tónverkanna. Á efnisskrá verða þrjú af stórverkum Bachs. Preludia og fúga í c-moll, Sónata nr. 3 í d-moll og Passacaglia og fúga í c-moll. Auk þess eru 4 kóral- forleikir úr Das Orgelbúchlein og Schmúcke dich, 0 liebe Seele, sem er eitt hinna 18 stóru kóralforspila. Gústaf nam orgelleik hjá dr. Páli ísólfssyni. Hann hefur haldið fjöldamarga orgeltón- leika, flesta hérlendis, en einn- ig erlendis, auk þess að taka þátt í fjölda tónleika með öðr- um. Á norræna kirkjutónlistar- mótinu í Álaborg í Danmörku 1982 var hann fulltrúi íslands Gústaf Jóhannesson orgelleikari og flutti þá verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en hann hef- ur frumflutt og kynnt mikið af kirkjutónlist eftir Gunnar. Leiðrétting I MORGUNBLAÐINU í gær mis- ritaðist föðurnafn Stefáns Tryggvasonar í frétt um forskoð- un kynbótahrossa á Suðurlandi. Var hann sagður Eggertsson. Stefán er beðinn velvirðingar á þessu mishermi. HÖFÐABAKKA9 SÍMI 685411. Takmarkaö upplag — Fæst í Kúnst Laugavegi og betri verslunum landsins. ------------—-/ fitegtuiHiiMfr MetsöluNcu) á hverjum degi! mum rnn 12-íBm UNEUNEUMÁ IBBÍfRÍIÐ, summmnm m svtnm 30'/. AfSlÁTT Af MBGJÖIBUM HHmmsmi: í tilefni af ári æskunnar 1985 veita Flugleiðir öllum unglingum á aldrinum 12-18 ára 30% afslátt af fargjöldum í innanlandsflugi, á tímabilinu 1. maí - 10. júní og 20. ágúst - 30. september. Nánarl upplysingar fást hjá Söluskrifstofum Flugleiöa, umboösmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR 85 42

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.