Morgunblaðið - 16.05.1985, Síða 60

Morgunblaðið - 16.05.1985, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 félk í fréttum Ungfrú Hollywood????? Búið að kynna sex stúlkur af átta FYRIR nokkru birtum við hér á síðunni myndir af tveimur fyrstu stúlkunum sem verið var að kynna í stjörnukeppni Hollywood, Úrvals og Vikunnar. Að þessu sinni birtum við myndir af fjónim stúlkum til viðbótar en þá er búið að kynna sex stúlkur af átta og verða síðustu tvær kynntar í Hollywood á fimmtudags- og sunnu- dagskvöldið. Keppnin sjálf fer svo fram í haust en sumarið ætla stúlkurnar m.a. að nota í að sóla sig á Ibiza. Margrét Guðmundsdóttir og Kristin B. Gunnarsdóttir. Lína Rut Karlsdóttir og Sigurdís Reynisdóttir. Samtök nokkur sem kallast „Peoples Choice" hafa gert skoðanakönnun í Bandaríkjunum á vinsældum sjón- varpsefnis og fengið sér til fulltingis Gallup-stofnunina sem sérhæfir sig í nákvæmum og góðum skoðana- könnunum. Að aflokinni könnun var efnt til verðlauna- samsætis og þar var margt um Dynastyfólk, því þátta- röðin var kjörin hin besta og vinsælasta í Bandaríkjun- um og þær Joan Collins og Linda Evans bestu og vin- sælustu leikkonurnar. Aðrir leikarar Dynasty fengu ýmiss konar viðurkenningar og þakklætisvotta fyrir vel unnin störf. Útkoma Dynasty var athyglisverð með hliðsjón af samkeppnisaðilanum Dallas. Dallas kom ágætlega út úr könnuninni, en áreiðanlega ekki nógu vel að mati framleiðenda þáttanna, því þáttaröðin varð í 2. sæti á eftir Dynasty og enginn af leikurum Dallas nældi sér í viðurkenningu ... Dynasty vinsælast HÁR- OG SNYRTISTOFA HUNDA Ljónaklippingu eða buxna- klippingu, takk fyrir Morgunblaðjö/Bjarni „Meður lokka mjúk og snyrt, mærin ung í ranni.“ Þannig var kveðið í eina tíð um unga snót sem líklega hefur kunn- að að setja upp hárið faglega utan „stofu" sem innan. Það má kannski brátt fara að ljóða um annarskonar útlitssnyrtingu á ts- landi en meyjanna einna, því fyrir skemmstu var opnuð hár- og snyrtistofa fyrir hunda í Garða- bænum eins og í dag tíðkast víða erlendis. Til gamans litum við inn hjá þeim stöllum sem reka stofuna, Kristjönu Einarsdóttur og Sonju Felton. — Hafió þið unnið við þetta lengi? Við byrjuðum að hafa hunda báðar tvær upp úr 1978 og þá fór- um við að fikta við að snyrta þá og brátt leið að því að fólk var farið að spyrja hvort við vildum taka hunda í snyrtingu. Við höfum síð- an verið að taka til okkar hunda heim en það var orðið dálítið þreytandi að hafa hundahár út um allt, þannig að þetta var alltaf draumurinn að geta stofnað sér stofu fyrir þetta. — flafið þið lært eitthvað í þessu sambandi? Ég lærði úti í Danmörku segir Sonja, hjá konu sem var með slíka stofu þar og hefur komið til lands- ins nokkrum sinnum. Ég hef hinsvegar ekki lært nema af sjálfri mér og hef jú notið tilsagnar þessarar dönsku konu þegar hún hefur verið hérlendis segir Kristjana. —Hvernig snyrtingu fær hundur sem kemur til ykkar? Minni hunda, þ.e. poodle-teg- undina og suma blendinga, snyrt- um við þannig að við rökum andlit og lappir og einnig í kringum rass- inn. Þá hálfklippum við skrokkinn og böðum hundinn og þurrkum. Að lokum fer hann á borð þar sem hann er fínpússaður, klærnar klipptar og eyrun hreinsuð. Ef hundarnir eru af annarri tegund og oft stærri þá burstum við þá og klippum neglur. Það er gott fyrir hundana að vera vel snyrtir og með klipptar Kristjana að snyrta hundinn sinn. Sonja segir að það hafí verið draumurinn í langan tíma að stofna slíka stofu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.