Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 66
66
MORGUNBLADIÐ, PIMMTUDAGUR16. MAÍ 1985
munmn
e 1985 Universal Press Syndicate_ 3-H
„É9 glcymcAi drans Lykilorá>ioU
beirra. cina. -Ferðina enn "
Ast er...
... að finna
„gamla fiöring-
innu þegar hann
hringir.
TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved
«1985 Los Angeles Times Syndicate
Við maetumst á miðri leið
þannig: Ég fer annað hvort á
billjardinn eða í keiluspil
þegar mér dettur í hug. Á
móti má mamma þín koma
hingað þegar þér dettur í hug!
HÖGNI HREKKVÍSI
Vil vera heima hjá börnunum
þó ég hafi minni peningaráð
■■
Heiða skrifar:
Ég dreif mig loksins í Þjóð-
leikhsúið til að sjá „Gæjar og pí-
ur“. Ég hef sjaldan skemmt mér
eins vel í leikhúsi og það kvöld.
Þetta er skemmtilegt leikrit, góðir
leikarar, dansarar og söngurinn
góður, sérstaklega hjá Stuðmann-
inum Agli Ólafssyni, enda vanur
að syngja og hann leikur líka vel.
Það fylgdu söngtextar með
leikskránni svo nú langar mig til
að vita hvort standi til að gefa út
plötu með lögunum. Gaman væri
ef einhver gæti frætt mig um það.
Ég má til með að svara S.S. sem
hringdi til ykkar varðandi heima-
vinnandi húsmæður, sem hefðu
ekkert að gera nema að spóka sig í
bænum, og hún nefndi að nú væru
vélar á heimilum okkar í dag til að
flýta fyrir verkunum. En við meg-
um ekki gleyma þvi dýrmætasta
sem við eigum, nefnilega börnun-
um okkar. Auðvitað förum við
stundum í bæinn, en við sem eig-
um lítil börn erum oft þreyttar
þegar heim er komið eftir ferð í
miðbæinn með þau.
Ég vil heldur vera heima hjá
börnunum mínum, þó ég hafi
minni peninga, en ef ég væri úti-
vinnandi. Þessi tími kemur aldrei
aftur og áður en við vitum af eru
börnin okkar orðin stór.
Fríkirkjuvegiir 11 verði
embættisbústaður borgarstjóra
3987-8356 skrifar:
Reykjavík hefir frá upphafi
vega átt fjölmarga fyrirmyndar
borgara, meðal þeirra frú Margrét
Þorbjörg og Thor Jensen útgerð-
armaður, er reistu húsið Prí-
kirkjuveg 11. Hjá þeim hjónum
fór saman dugnaður, snyrti-
mennska, víðsýni. Heimilið á Frí-
kirkjuvegi 11 var höfuðból með
frábærum myndarbrag. Gestrisn-
in brosti á hverjum fingri. Hús-
freyjan þurfti ekki að sækja út
sólskin í svuntunni sinni eins sagt
er í þjóðsögum. Á Fríkirkjuvegi 11
var sólskin um allt hús; Garðurinn
umhverfis húsið var meðal falleg-
ustu garða í borginni.
Húsið á Fríkirkjuvegi 11 á djúp-
ar rætur í sögu Reykjavíkur. Ég
vil því bera fram fyrirspurn til
borgarráðs Reykjavíkur: er ekki
tilvalið að Fríkirkjuvegur 11 verði
embættisbústaður borgarstjórans
í Reykjavík?
Þar með fengi húsið virðulegt
hlutverk, sem hæfir sögu þess og
húsráðenda þar, er settu svip á
borgina okkar fyrr á þessari öld.
Ekki má skilja orð mín svo, að
leggja eigi niður Héðinshöfða sem
móttökumiðstöð borgarinnar, síð-
ur en svo.
Annað hús er það sem ég vildi
minnast á, það er Aðalstræti 16.
Það hús á merkilega sögu og við
höfum ekki efni á því að allar
sögulegar minjar séu rifnar niður,
eða færðar í allt annað umhverfi.
Jón Sigurðsson forseti bjó í
þessu húsi er hann kom til setu á
Alþingi og fleiri hefðarmenn og
hefðarkonur. Húsið er í núverandi
ástandi til stórskammar og í al-
gjörri niðurniðslu. Því hæfir
skemmtilegri umgengni og við-
hald.
Hugsum okkur mynd af hús-
freyju á höfuðbóli sínu í borg eða í
sveit. Húsfreyjan hefir setið þar
ásamt eiginmanni i áratugi með
fágætum myndarbrag, gert lífið
fegurra og heiminn bjartari. Gesti
hefir borið að garði, hátíðarveizlu-
borð gert fyrir gestinn, yfir borð-
um hafa gestir notið þeirrar unun-
ar að eiga tal við húsfreyju og
húsbónda.
Mér er sjálfum minnisstæð
kona sem oft sat ein með góða bók
og hugsaði eingöngu fagrar hugs-
anir.
Yfir þeim hugsunum er ávallt
fegurð og birta, svo sól er í huga
þess og hlýindi i hjarta, er gestur-
inn hverfur heim til sín. Hún
auðgaði lif flestra sem kynntust
henni. Því er á þessa mynd
minnst, að mér finnst ekki vera
nægilega mikið gert fyrir hina
fullorðnu sem dvelja enn á sínu
gamla heimili, vilja heldur ekki
yfirgefa það. Myndin á einnig að
athuga það hvort ekki sé mögu-
leiki að greiða fyrir þeim einstakl-
ingum í borg eða sveit, sem vilja
hafa foreldra sína í gamla heimil-
inu, en eru algjörlega bundnir yfir
þeim fullorðnu, vegna sjóndepru
eða heyrnarleysis, eða fötlunar á
einhvern hátt, en hafa samt and-
lega reisn. Ég þykist vita að ég er
ekki eini maðurinn i landinu, sem
þannig er farið, að vilja hafa sina
hjá sér. Væri ekki möguleiki að
stofnuð yrðu ein hagsmunasamtök
enn fullorðnum í heimahúsum og
aðstandendum þeirra til heilla.
Forvitnilegt er að heyra undir-
tektir lesendur góðir?
I tilefni útsendingar sjónvarps-
ins 12. maí á tónleikum lista-
mannanna í hljómsveitinni „Em-
pire Brass Quintet" má til fróð-
leiks geta þess að Rolf Smedvig er
í móðurætt íslendingur. Amma
hans var Brynhildur f. 23. okt.
1893, d. 15. sept. 1961, Erlends-
dóttir fræðimanns frá Mörk í Lax-
árdal, A-Húnavatnssýslu. Afi
Rolfs var Þorbjörn, f. 3. marz
1877, d. 27. apríl 1947, einn af
stofnendum Völundar hf. í
Reykjavík, síðar byggingameistari
í Seattle, Jónsson bónda á Indriða-
stöðum í Skorradal Jónssonar í
Deildartungu í Borgarfirði. Föður-
ætt Rolfs Smedvig er frá Stavang-
er í Noregi.
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnlcyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.