Morgunblaðið - 16.05.1985, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 16.05.1985, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 67 •w VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS n'Ji' ujwiJ If Rás 2 og íslenskt rokk Hirtingur skrifar: Undanfarna daga og mánuði hefur fjöldinn allur af unglingum tjáð sig í kvabbdálkum blaðanna. Oftast eru þetta einstaklingar á gelgjuskeiðinu, óharðnaðir og ákaflega opnir og nánast sólgnir í að verða fyrir áhrifum. Þarna á ég ekki við vímuefnaáhrif í venju- legum skilningi heldur á ég við hinn ómeðvitaða og meðvitaða heilaþvott, sem á sér stað með rás 2. Rásin útvarpar nánast aðeins sömu lögunum daginn út og inn. Þarna á ég við lög sem útvarps- mennirnir hafa náð einstakri leikni við að dorga upp úr mestu skítapollum dægurlagaheimsins. Inn á milli eru svo leikin létt lög og slagarar sem fólk hefur ekki gaman að nema undir verulegum áhrifum áfengis. Þarna á ég við „standarda" eins og „Er ég kem heim í Búðardal“, „Ég fer í fríið“ og álíka rusl. Útkoman af þessari einstefnukeyrslu rásar 2 er hræði- leg. Unga fólkið er gjörsamlega matað og tónlistarsmekkurinn er bundinn við hljómsveitirnar Wham og Duran Duran. Hátíðir eru haldnar goðunum til dýrðar, aödáendaklúbbar og nöldurdálk- arnir fullir ... En hefur þetta kannski ekki alltaf verið svona ... Hvað með Bítlana/Rolling Stones forðum ... ? Jú, það kann að vera. En nú er einstefnan orðin heldur mikil þegar farið er að setja „samasem“-merki milli framsæk- innar rokktónlistar og hljómsveit- arinnar U2. Halda útvarpsmenn- irnir og fólkið í landinu að U2 sé eina hljómsveit í heimi ... ? Hafa íslendingar aldrei hlustað á hljómsveitir eins og Joy Division, The Fall, Virgin Prunes etc. Það er svo mikið víst að rás 2 hefur ekkert gert til að kynna þessi bönd, nema þá í þættinum Bylgjur sem er góður, en eiginlega bara á dagskránni fyrir sjálfs- bjargarviðleitni umsjónarmann- anna. En hugsið ykkur bara! Sá yfirburðaþáttur er aðeins 2 tima á mánuði. Einu sinni var mikið að ske í tónlistarmálum íslendinga og þá á ég við í rokkbransanum. Þetta var nokkurs konar gullöld og stóð frá 1979—1982 (gróflega reiknað). Bylgjan var því í lægð þegar rás 2 byrjaði í desemberbyrjun 1983. Menn voru bjartsýnir og sáu fram á betri tíð með rásinni. Þessar vonir hafa allar hrunið og er nú ástand mála í rokkheiminum ís- lenska í algjörri ládeyðu. Maður að nafni Flosi Þorgeirsson skrifaði fyrir skömmu ágætis bréf í dálk- inn og sér fram á að rokkið lifi og betri tíð sé í vændum. Ég er ekkert svo viss um það. Rokkið á Islandi hefur verið svo lengi í svelti að vafamál hvort það rísi nokkurntíma aftur upp og æpi. Að vísu eru til ágætis hljómsveitir eins og Kukl, Með Nöktum, S/H draumur, Öxsmá og fleiri en meðan rásin stendur sig jafn ferlega og áhugsamir menn um verndun rokksins liggja á meltunni þá skeður ekki neitt. Því vil ég endilega biðja fólk um að láta í sér heyra. Það er spurning hvort að fólk getur yfirleitt lengur gert eitthvað sjálft, því mötunin hefur staðið svo lengi yfir. Er virkilega ekkert ungt, hresst fólk, spilandi inn í bílskúr, lengur til ... Eru þetta endalokin!!! Látið í ykkur heyra! Hrottaleg ósvífni Ingjaldur Másson skrifar: Þegar ég skrifa þetta hef ég ný- lokið við að lesa grein eftir S.S. í Velvakanda þann 1. maí sl. þar sem hann ræðst á heimavinnandi konur og segir þær gagnslausar þar sem tæknin inni á heimilunum sé orðin svo mikil. Hann segir einnig að þegar hann skreppi í bæ- inn í kaffitíma sínum þá mori allt í slórandi húsmæðrum. Mikið hlýtur kaffitími þessa manns að vera langur úr því að hann hefur tíma til að útspekúlera allar konur bæjarins. Það væri al- deilis hneisa ef húsmæður mættu ekki gera innkaup í bænum eins og annað fólk. Heimavinnandi húsmæöur geta t.d. sparað stórfé með því að kaupa efni og sauma sjálfar föt á fjölskylduna og þær gera það líka flestar. Hvað á S.S. eiginlega sökótt við húsmæður? Það mætti halda að einhvert konutetrið hafi gefist upp á að snúast í kringum rass- gatið á honum eða er hann kannski að leita að einni slíkri, sbr. tíðar kaffitímarannsóknir hans á kvenfólki? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. „Frankie goes to Hollywood“ í kvöld Ég hvet skemmtistaðinn „Traffic" til að halda „Frankie goes to Hollywood“-kvöld því að hljómsveit sú á marga aðdáend- ur hér á landi. Því ekki að fá hljómsveitina á Listahátíð. Þeir eru góðir listamenn og þeir eru á tónleikaferðalagi í sumar. Hvernig væri nú að fá hljóm- sveit sem eitthvað er spunnið í? Hvenær verða þættirnir fluttir? Tónlistarunnandi hringdi: Velvakandi góður. Mig langar að gera fyrirspurn til sjónvarps- og útvarpsráðs varðandi hinn frábæra tenór- söngvara Pál Jóhannesson frá Akureyri, en hann er nú við nám á Ítalíu. Hann gaf út sína fyrstu plötu í vetur og nokkrum sinnum hafa heyrst íslensk lög af þeirri plötu en önnur lög hafa aldrei verið spiluð. Nú veit ég að teknar voru upp ítalskar aríur i haust með honum hjá útvarpinu og hefur sá þáttur aldrei komið. Einnig veit ég að tekinn var upp sjónvarpsþáttur með honum í kring um áramótin og hefur hann heldur ekki komið i sjón- varpinu. Ég vil beina því til sjónvarps- og útvarpsráðs að fara nú að flytja þessa þætti sem fyrst og veit ég að ég mæli fyrir munn margra. Söngvakeppnin þrælgóð Bryndís Jónsdóttir hringdi: Ég vil mótmæla öllum þeim er hafa verið að setja út á Evrópu- söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Mér fannst hún alveg þrælgóð. Kanínur Bryndís Jónsdóttir hringdi: Ég er með þriggja ára karl- kyns kanínu og er ég búin að reyna árangurslaust að komast að því hvar hægt sé að fá kven- kynskanínu á sama aldri. Éf les- endur vita um það, þá er síminn hjá mér 71502. Blindrafélagið Dregið var í happdrætti Blindrafélagsins 7. maí. Vinningsnúmer eru: 1. 13818 2.17199 3. 39938 Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17. Blússur fyrir sumarið Létt á tá 21212 Barónsskór, ». 23566, Barónsstíg 18. Hvítt. St. 36—40. c
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.