Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 112. tbl. 72. árg.____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins I>rír Israelar í skiptum fyrir 1.150 skæruliða: Lausnargjaldið er hátt og þungbært - segir aðalsamningamaður Israela Genf, 20. nuu. AP. ÞRÍR ísraelskir hermenn, sem skæruliðar Palestínumanna handtóku í Líbanon árið 1982, voru í dag látnir lausir í Genf í skiptum fyrir 1.150 fanga, sem flestir eru Palestínumenn og Arabar, er verið hafa í haldi í ísrael. Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um fangaskiptin. { hópi fanganna, sem ísraelar létu lausa, var japanski hryðju- verkamaðurinn Koza Okamoto. Hann var í þriggja manna Vextir lækka í Banda- ríkjunum New York, 20. mmi. AP. ÞRÍR stórbankar í Bandaríkjunum lækkuðu í dag forvexti sína niður í 10 prósent og fóru þannig að dæmi þeirra banka, sem lækkuðu vexti hjá sér í síðustu viku. Eru nú vextir í Bandaríkjunum orðnir lægri en þeir hafa nokkru sinni verið í sex og hálft ár. Bankarnir, sem um ræðir, eru Morgan Guaranty Trust Co., fimmti stærsti banki Bandaríkj- anna, Chemical Bank, sjötti stærsti bankinn, og loks First National Bank í Chicago, níundi stærsti banki landsins. Þeir lækk- uðu allir vexti sína úr 10,5 pró- sentum í 10 prósent. Sjá: „Verulegt fall á dollarnum," á bls. 31. Sakharov-hjónin: f hungurverk- falli á ný? París, 20. maí. AP. ÁLITIÐ er að sovéski vísindamaður- inn og andófsmaðurinn Andrei Sakharov og ef til vill einnig kona hans, Jelena Bonner, hafí verið í hungurverkfalli frá 11. maí sl. Þetta kemur fram í yfírlýsingu, sem dóttir frú Bonner og tengdasonur hennar, Tatiana og Efrem Yankelevitch, birtu í dag í blaði sovéskra útlaga í Parfs. Sakharov-hjónin dvelja í útlegð í borginni Gorkí í Sovétríkjunum og fá ekki að hafa samband við aðra en yfirvöld heimila hverju sinni. í yfirlýsingunni segja Yankel- evitch-hjónin, að heimildarmenn sínir í Moskvu hafi greint þeim frá hungurverkfallinu. Þau segja, að þau hafi ekki fengið þetta stað- fest, en segjast telja að „ákveðnar aðstæður bendi í þá átt“. Áður hafði Efrem Yankelevitch skýrt frá því, að Andrei Sakharov íhugaði að segja sig úr sovésku vísindaakademíunni hinn 10. maí, ef akademían beitti sér ekki fyrir þvi að Jelena Bonner fengi að fara til Ítalíu og leita sér læknishjálp- ar þar. Engar fregnir hafa borist af því, hvort Sakharov hafi í raun látið verða af bessu. sjálfsmorðssveit á vegum hins svonefnda „Rauða hers“ í Japan, sem myrti 26 manns og særði 70 á Lod-flugvelli í ísrael árið 1972. Af föngunum 1.150 voru 394 látnir lausir í Genf í dag. Komu þeir þangað í flugvél ísraelshers og tóku fulltrúar skæruliðasam- takanna PFLP-GV, sem er deild innan Frelsisamtaka Palestínu- manna (PLO), á móti þeim. Frá Genf fara fangarnir líklega til Trípóli í Líbýu. Hinir fangarnir voru fluttir landleiðis frá dval- arstöðum sínum í ísrael. „Lausnargjaldið, sem við höfum greitt, er mjög hátt og þungbært," sagði Samuel Tamir, fyrrum dómsmálaráðherra ísraels, í dag, en hann var einn aðalsamninga- maður ísraela í viðræðunum, sem stóðu í tvö ár og leiddu að lokum til fangaskiptanna. Hann sagði, að enn væri fjögurra ísraelskra her- manna í Líbanon saknað. Litið væri svo á, að þeir væru á lífi uns annað kæmi í ljós. Kozo Okamoto, japanski hrydju- verkamaóurinn sem fsraelar létu lausan í gær (Lv.), sýnir starfs- mönnum Alþjóóa Rauða krossins í Tel Aviv skilríki sín í gærmorgun. Svíþjóð: Fengu 2 % eftir 17 daga verkfall Stokkbólmi, 20. maí. Frá AP og fréttaritarm Morgunblmðsinx. Samkomulagiö, sem tókst í nótt og bindur endi á hina höröu vinnu- deilu opinberra starfsmanna í Sví- þjóð, felur í sér, að þeir fá 2% kaup- hækkun, sem tekur gildi í desember. Upphafíega fóru þeir fram á 3,1% hækkun launa, sem tæki gildi frá og með 1. janúar á þessu ári. Vinnuveit- endur höfðu boðið 0,16% hækkun. Samningar komust á rekspöl á fimmtudag eftir að Olof Palme, for- sætisráðherra, hafði átt leynilegan fund með leiðtogum opinberra starfsmanna. Verkfallið stóð í sautján daga og tók upphaflega til 20.000 starfs- manna. Verkbann var síðan sett á 80.000 til viðbótar. Krafa opinberra starfsmanna var að laun þeirra hækkuðu til samræmis við launa- breytingar á frjálsum vinnumark- aði. Talið er að vinnudeilan hafi kost- að Svía nærri fimm hundruð millj- ónir íslenskra króna. Hún lamaði samgöngur til landsins og olli trufl- un á allri opinberri starfsemi, þ.á m. kennslu í skólum. Flugumferðarstjórar á Arlanda- flugvelli í Stokkhólmi komu aftur til starfa í dag eftir sautján daga verk- fall og er nú flugumferð í Svíþjóð komin í eðlilegt horf á ný. Nokkrir fangar úr röðum Palestínumanna koma úr flugvél fsraelshers á flugvellinum í Genf í gær. Simamynd/AP Kúbustjóm ævareið vegna Útvarps Marti: Riftir samningi um flóttafólk og fanga WanhinKton, 20. nui. AP. UTVARP Marti, sem Bandaríkjastjórn rekur og er ætlað íbúum á Kúbu, hóf útsendingar í morgun, þrátt fyrir áköf mótmæli kommúnistastjórnar- innar. í hefndarskyni hefur stjórnin á Kúbu rift samningi sínum við Bandaríkjastjórn um skipti á pólitískum föngum og kúbönsku flóttafólki, og jafnframt hafíst handa um að trufla sendingar hinnar nýju útvarps- stöðvar. Útvarp Marti, sem er staðsett í Flórída, er ætlað að flytja íbúum á Kúbu fréttir, tónlist og annað dagskrárefni í fjórtán og hálfa klukkustund á sólarhring alla daga vikunnar. Útsend- ingarstyrkur þess er 50 vött. Út- varpið er rekið á vegum Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna og samkvæmt lögum ber þvi að flytja óhlutdrægar fréttir. Samningur sá, sem Bandarík- in og Kúba gerðu með sér í des- ember í fyrra, kvað á um, að 20.000 Kúbubúar fengju að flytj- ast til Bandaríkjanna á hverju ári og í staðinn færu um 2.700 Kúbumenn, sem eru í fangelsum og á geðveikrahælum í Banda- ríkjunum, aftur til síns heima. Flest þetta fólk kom til Banda- ríkjanna í „bátaflóttanum mikla“ árið 1980. Þá var samið um, að allt að þrjú þúsund póli- tískir fangar á Kúbu kæmu til Bandaríkjanna á þessu ári. Stjórnvöld á Kúbu segja, að rekstur Útvarps Marti sé ögrun- araðgerð. Þau fordæma jafn- framt, að útsendingar skuli hafnar sama dag og þess er minnst að liðin eru 83 ár frá því Kúba fékk sjálfstæði. Ennfrem- ur telja þau það freklega móðg- un, að útvarpsstöðin skuli nefnd eftir Jose Marti, frelsishetju Kúbumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.