Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. MAl 1985 15 arstjóra voru með 28% hærri dagvinnulaun en konur í sama starfi og 26% hærri heildarlaun. Karlar í starfi bókara voru með 2% hærri dagvinnulaun en konur í því starfi en 13% hærri heildar- laun. SÍB 1983, athyglisverð hlutföll í Sambandi íslenskra banka- manna var skiptingin í launa- flokka 1. janúar 1983 þannig að 72,7% kvennanna, sem eru alls 1163, voru í launaflokkunum 4—8, en þar voru 29,8% karlmanna, en fjöldi þeirra var 251. í launaflokk- unum 9—13 voru 437 konur eða 27,3% og 590 karlar eða 70,2%. Konurnar eru samtals 1600 og þar af rúm 70% í lægri launaflokkunum, karlarnir eru 841 og 70% þeirra í hærri launaflokkunum. Föst yfírvinna ríkis- starfsmanna 1982 og bílastyrkir Árið 1982 fengu samtals 1502 starfsmenn ráðuneyta og grunn- skóla landsins greidda fasta yfir- vinnu. Þar af voru konur 226 eða 15% og karlar 1276 eða 85%. Að meðaltali fengu karlar greiddar rúmar 25 þúsund krónur í fasta yfirvinnu árið 1982 en konur tæp- ar 13 þúsund krónur. Sama ár fengu 3611 starfsmenn greiðslu fyrir starfsmannabíla, — þar af 495 konur eða 13,7% og 3116 karl- ar eða 86,3%. Að meðaltali fengu karlar rúmlega 15 þúsund krónur en konur tæp 6 þúsund. Fleiri niðurstaðna er getið í skýrslunni úr launakönnunum, — hér hefur verið stiklað á stóru. Þá er tekið saman hlutfall kvenna í samtökum launþega og atvinnu- rekenda, sem er ekki síður athygl- isvert. Ennfremur er þróun jafn- réttislöggjafar rakin og með öllum niðurstöðum er ítarlega tilgreint hvaðan upplýsingarnar eru. „Konur verða að líta í eigin barm“ I Morgunblaðinu 8. mars sl. var sú spurning lögð fyrir Esther Guðmundsdóttur hvað sé til úr- bóta m.t.t. launamunar kynjanna. Hún sagði m.a.: „ótal atriði er hægt að nefna, en ég læt nægja að nefna fjögur. 1 fyrsta lagi ætti hver og ein kona að líta í eigin barm og athuga hvort nokkuð sé athugavert við þau laun sem hún tekur fyrir vinnu sína, ef svo er, þá reyni hún að fá það lagfært. 1 öðru lagi má nefna nauðsyn þess að hið hefðbundna náms- og starfsval stúlkna og pilta verði brotið upp á einhvern hátt. í þriðja lagi þarf að taka til endur- skoðunar starfsmat hefðbundinna kvennagreina. 1 fjórða lagi þurfa karlar að taka á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum, en þeir hafa gert fram að þessu." AÖilar vinnumarkaðar- ins móti sér jafn- réttisstefnu í sama blaði eru Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Magn- ús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, spurðir að því, hvort samtök þeirra hafi markað sér stefnu er stuðlað gæti að bættum hag kvenna. Magnús sagði m.a. að um þessar mundir væri unnið að at- hugun á þessum málum innan VSÍ og að fram hafi komið hugmyndir um að sambandið marki sér með formlegum hætti afstöðu í þessu efni. Ásmundur minnti á almenna áherslu verkalýðshreyfingarinnar á það, að allir einstaklingar eigi jafnan rétt og beri sömu skyldur, og kröfur hennar og samninga um fæðingarorlof, aukin framlög til dagvistarmála og baráttuna fyrir styttingu vinnudagsins. Stefnumótun aðila vinnumark- aðarins um jafnan rétt og jafna möguleika einstaklinga, — hvort sem þeir eru karlar eða konur — mundi vafalaust stuðla að því að launamunur kynjanna hverfi. Löggjöfin hefur ekki skilað sér í framkvæmd og ástæður þess eru margvíslegar, svo sem bæði Magn- ús og Ásmundur rekja í blaðinu 8. mars. Mismunandi starfsval og mismunandi möguleikar kynjanna á að sækjast eftir ábyrgðarmeiri störfum. Jafnrétti kynjanna hefur allra síst komist á innan veggja heimilisins þannig að kröfur þess og þarfir liggja miklu þyngra á konum en körlum. Það kemur niður á aðstöðu kvenna til at- vinnuþátttöku m.t.t. ábyrgðar- starfa og vinnutíma. Svo er það meðal annars íhugunaratriði, að þegar jafnréttislögin tóku gildi 1976 gleymdu konur slagorðinu „sömu laun fyrir sömu vinnu" bar- áttan datt niður, þótt öllum hefði átt að vera það ljóst eftir áratuga baráttu að ástæða væri til að halda henni uppi allt til þess að sannað væri að jafnrétti væri náð i reynd. Launamál kvenna hljóta að verða í brennidepli næstu árin, og Framkvæmdanefnd um launamál kvenna hefur verk að vinna m.a. með áframhaldandi starfi sínu með konum í stjórnum og sam- ninganefndum stéttarfélaganna. Eitt af því, sem verður að fjalla um, er hvers vegna konur eru svo fjölmennar í störfum hjá hinu opinbera, — burtséð frá heilbrigð- isstéttunum. Hvers vegna t.d. há- skólamenntaðar konur fara fyrst og fremst til starfa hjá hinu opinbera. Er það þeirra val og þá hvers vegna eða mæta þær for- dómum á hinum almenna vinnu- markaði? Hvers vegna virðist það, samkvæmt könnun sem gerð var í vetur á vegum Kvenréttindafélags íslands um konur og tölvur, sem konur ætli almennt að sætta sig við það, að láta karla segja sér fyrir um það á hvaða takka á tölv- unum þær eiga að styðja? Bregð- ast foreldrar stúlkubörnunum sín- um og skólarnir námsmeyjunum í því að gera þeim grein fyrir þróun atvinnulífsins og gildi efnahagslegs sjálfstædis einstaklingsins? Ef stúlkur afla sér ekki náms- og starfsmenntunar á við pilta þá fylla þær lægst launuðu starfs- stéttirnar um ókomna framtíð. Ef stúlkur eru aldar upp í hillingum um trygga framtíð vegna væntan- legs hjónabands, — þá ganga hjónabönd mismundandi vel, tíðni skilnaða er há og lífaldur kvenna er lengri en karla. Hvernig verður framtíð þeirra tryggð? Atvinnuþátttaka kvenna fer ört vaxandi og konur gera kröfu til þess að taka þátt í atvinnulífinu á við karla. Þjóðin fjárfestir í menntun stúlkna jafnt sem pilta. Hvað verður um þessa fjárfest- ingu ef hún er ekki nýtt? Og staða kvenna á vinnumarkaði snýr ekki einungis að jafnrétti heldur þarfnast þjóðin allra þeirra, sem lagt geta fram hæfileika sína og atorku til að auka verðmætasköp- unina. Það er mannréttindakrafa að konur sem karlar njóti sömu launa fyrir sambærilega vinnu. ÁJR Hraó ljósritunar þjónusta á ótrúlega lágu verói.... Nýja Xerox 9500 vélin okkar gerir kleift ad bjóða hraða, verð og gæði sem engum hefur áður dottið í hug að væri mögulegt. • litaður pappír • glærur • karton • heftun • röðun • innbinding. • skýrslur • bæklingar • verðlistar • dreifibréf Fjölritun NÓNS Hverfisgötu 105, sími: 26235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.