Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985
57
RAGNHEIÐUR ARNARDÓTTIR EÐA ELSA í „SKAMMDEGI"
„Ég hefði ekki
viljað mæta sjálfri mér
á snjósleðanum“
að var furðuleg reynsla
að sitja þarna, horfa á
sig og geta ekkert gert,“
sagði Ragnheiður Arnar-
dóttir leikkona þegar blm.
spurði hana hvernig það
hefði verið að sjá sig á
hvíta tjaldinu.
Ragnheiður leikur Elsu í
myndinni „Skammdegi"
sem verið er að sýna þessa
dagana og þetta er í fyrsta
skipti sem hún leikur stórt
hlutverk í kvikmynd.
„Það sem var einnig
skrítið er að í leikhúsi get-
urðu alltaf breytt og bætt,
eða a.m.k. reynt það frá
sýningu til sýningar, en
þarna geturðu ekkert að-
hafst og ég sá t.d. fullt af
hlutum sem ég hefði viljað
breyta eða gera öðruvísi."
— Hvernig fannst þér
annars að leika í mynd-
inni?
„Mjög spennandi og gam-
an. Þetta er allt öðruvísi en
að vera á sviði. Það er erfitt
að gera sér grein fyrir út-
komu þegar leikið er í
kvikmynd, því senur eru
sjaldan teknar í réttri röð
þannig að útkoman er hul-
in, þ.e. maður veit ekki
hvernig myndin verður
klippt að lokum. Mynda-
takan gekk að mestu
áfallalaust fyrir sig, utan
það að við vorum að vand-
ræðast með snjóinn."
— Að mestu? Kom eitt-
hvað sögulegt fyrir?
„Ég þurfti að vera á skíð-
um í myndinni eins og ég
hef oft áður sagt frá og ég
hafði ekki stigið á skíði frá
því að ég var ellefu ára og
þá lofað sjálfri mér að það
skipti skyldi verða það síð-
asta því þá datt ég all
hörkulega. En þarna lét ég
tilleiðast og það var í raun
áhætta ekki aðeins fyrir
mig heldur og einnig fyrir
aðstandendur myndarinn-
ar. En með hjálp hljóð-
manns og framkvæmda-
stjóra, sem er einn og sami
maðurinn, sem tók mig í
tíma nokkur kvöld, þá
bjargaðist þetta nokkurn
veginn.
Ég datt auðvitað klaufa-
lega nokkrum sinnum, en
þeir klipptu það út sem bet-
ur fer.
Svo þurfti ég að aka
snjósleða sem var í sjálfu
sér skondið, þar sem ég hef
ekki bílpróf og með mestu
náð að ég fæ að hjóla í friði
á hjólinu mínu. Það tókst
þó með ágætum og ég
skemmti mér stórkostlega
og fékk mikið út úr þessu,
þó ég hefði alls ekki viljað
mæta sjálfri mér á sleðan-
um!“
— Hvað aðhefstu þessa
dagana?
„Hjóla í góða veðrinu og
slæpist. Nei, nei, í augna-
blikinu er ég að æfa í nýju
leikriti með söngvum eftir
Kjartan Ragnarsson í Iðnó.
Ég var í Litlu hryllingsbúð-
inni í vetur en nú er hún
hætt í bili þannig að þetta
nýja verkefni mitt í Iðnó
tekur allan minn tíma.
Ragnheidur Arnardóttir leikkona. MorgunblaSið/Júltus
COSPER
— Það er búið að selja pelsinn, sem þú hefur alltaf verið að dást að.
ímpex
USA
18. júní—21. júní
Impex er skammstöfun á „Innovation New Products
Exhibition". (Sýning á nýjum vörum og nýrri fram-
leiðslu).
• Impex er alþjóðleg sýning á hverskyns nýjungum (
framleiðslu neysluvara, nýrri tækni, nýjum leiðum og
hugmyndum í viðskiptum og þjónustu, uppfinning-
um einstaklinga á öllum sviðum og frá öllum heims-
hornum.
• Ein sú örast vaxandi sýning sinnar tegundar í Banda-
ríkjunum — var fyrst haldin 1982 með 80 sýningar-
básum en 300 þegar hún var síðast haldin. Búist er
við um 400 sýnendum í ár.
• Þessi sýning höfðar til allra þeirra sem eru að leita að
nýjum hugmyndum og framleiðsluleyfum ítækni- og
framleiðslugreinum.
• Efnt verður til hópferða á vegum Iðntæknistofnunar
íslands.
Takmarkaður sætafjöldi. Upplýsingar um verð
og ferðatilhögun hjá okkur.
Athugið: Með í þessari ferð veröur leiðsögumaöur frá
löntæknistofnun
FRANK
■ FUKlMesse
24.-28. ágúst
Frankfurt International
Alþjóðlega haustsýningin á gjafavörum o.fl. í raun 8
sýningar samtímis.
1. Fbstulín-, gler-, silfur-, kopar- og keramikvörur til
borðskreytinga.
2. Alhliða heimilisbúnaður.
3. Gjafavörur — leikföng, jóla- og páskaskreytingar.
4. Innanhúsbúnaður úr gleri-, postulíni-, og keramik —
myndir og rammar — speglar — létt húsgögn o.fl.
5. Ljósasýning — allskonar Ijós, lampar og skermar
fyrir heimilið.
6. Pappírsvörur — kort, myndaalbúm, skjalatöskur,
pennar, blýantar — auglýsingaefni — hugmyndir
um gjafir til viðskiptavina — og fl. ofl.
7. Skartgripir — klukkur — úr og fl.
8. Hárgreiðsluvörur — burstar — ilmvötn — snyrti-
vörur — barnavörur — sólgleraugu — handklæði
og fl. fyrir baðherbergi. - Kerti o.fl.
ANUGA
KOLN
12.-17. okt.
Stærsta alþjóðlega matvælasýning sinnar tegundar í
heiminum.
5.000 sýnendur á 227.000 fermetra svæði sýna:
• Allar tegundir matvæla og drykkja.
• Tæki og vélar — stórar og smáar til framleiðslu og
pökkunar.
• Matur og drykkur til einkaneyslu, heildsölu, smásölu
og framleiðslu fyrir hótel, veitingahús og
skyndibitastaði.
Allar nýjungar í matvælaiðnaði undir einu þaki.
Fáið nánari upplýsingar hjá okkur.
Pantið fyrir 30. júní — Gistirými mjög takmarkað.
BjARM DAGUR AUGt TEKMST0F A