Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 Prá skólaslitum ME. Stúdentahópurinn ásamt rektor. HúsmKóurnar er brautskráðust frá ME: Emilía Sigmarsdóttir og Mar- grét Einarsdóttir. Emilía brautskráðist af félagsfræðibraut en Margrét af málabraut. Egilsstaðir: Menntaskólinn braut- skráir 40 stúdenta EplwtoAum, 18. mai. í DAG brautskráðust 40 stúdenUr frá Menntaskólanum á Egilsstöðum við hátíðlega athöfn í Egilsstaðakirkju. Um 160 stúdenUr alls hafa þá brautskráðst frá skólanum en hann tók til sUrfa haustið 1979. í skólaslitaræðu rektors, Vilhjálms Einarssonar, kom fram að skólinn brautskráði nú í fyrsta sinn stúdenta af tækni- fræðibraut og íþróttabraut. í byrjun haustannar voru reglu- legir nemendur skólans um 210 talsins auk 20—30 nemenda er sóttu kvöldskóla. Um 20 nem- endur hættu hins vegar námi um sinn a.m.k. á vorönn eftir lokun skóla í mars vegna kjaradeilna kennara og ríkis. Af þeim 40 stúdentum er nú brautskráðust frá ME voru tvær húsmæður frá Egilsstöðum — sem stundað hafa reglulegt nám með heimilisstörfunum — en kvenfólk er í miklum meirihluta nemenda skólans. Rektor lagði áherslu á það í skólaslitaræðu sinni að árangur nemenda á vorannarprófum nú væri síst lakari en undangengin ár þrátt fyrir mánaðartöf á starfi á skólaárinu vegna kjara- deilna. Margir nýstúdentar hlutu sér- staka viðurkenningu vegna af- burðanámsárangurs og ávörp voru flutt í tilefni dagsins. Kór Egilsstaðakirkju sðng við skóla- slitin. — Ólafur Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra: Stjómarandstaðan: Leggur fram umræðu- grunn í húsnæðismálum — Stjórnarflokkarnir taka jákvætt í viðræður allra flokka ÞINGFLOKKAR stjórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi afhentu for- mönnum stjórnarflokkanna í gær „umræðugrundvöll fyrir lausn á ríkj- andi neyðarástandi í húsnæðismái- um“. í umræðugrundvellinum eru stjórnarflokkarnir varaðir við að slíta þingi, án þess að leysa „ríkj- andi neyðarástand“ í húsnæðismál- um. í umræðugrundvellinum er gerð grein fyrir meginefni sameiginlegra breytingartillagna stjórnarandstöðu- flokkanna við frumvarp ríkisstjórn- arinnar um greiðslujöfnun húsnæð- islána. „Þeir bjóðast þarna til að vinna aö lausn húsnæðismálanna með ríkisstjórninni og mér finnst sjálfsagt að verða við þeirri ósk, það er að segja ef þeir eru með raunhæfar tillögur um eitthvað umfram það sem þegar er búið að ákveða," sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, þeg- ar viðbragða hans við umræðu- grundvelli stjórnarandstöðunnar var leitað. Hann sagði hinsvegar vandamál hvar taka ætti peninga til þessarra hluta, um það snerust málin. Þingflokkar stjórnarflokkanna ræddu tillögur stjórnarandstöð- unnar í gær. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins veitti Þorsteini Pálssyni, formanni flokksins, um- boð til að kanna grundvöll fyrir viðræðum og samkomulagi allra flokka um húsnæðismálin, að sögn Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokksins. Má búast við að fulltrúar flokkanna ræði nánar um þessi mál í dag. f boðuðum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar við frum- varp um greiðslujöfnun húsnæð- islána felst m.a. að auk bygg- ingarsjóða ríkisins nái greiðslu- jöfnunin einnig til banka og líf- eyrissjóða; að réttur lántakenda verði skilgreindur og viðurkennd- íslenzka verði með öllu sjón- varpsefni í menntamálanefnd efri deildar Alþingis hefur Árni Johnsen lagt fram breytingartillögu við út- varpslagafrumvarpið. Tillagan er þess efnis, að skylt verði að setja íslenzkan texta eða íslenzkt tal með öllu sjónvarpsefni þar sem erlend tungumál eru í sjónvarps- útsendingu. ur, án tillits til vanskila eða mats embættismanna; að útreikningur „greiðslumarks" miðist við kaup- taxtavísitölu; að vextir verði lækk- aðir og að veittur verði sérstakur skattaafsláttur. Á blaðamannafundi sem full- trúar stjórnarandstöðuflokkanna boðuðu til í gær til að kynna um- ræðugrundvöllinn kom m.a. fram að þeir telja stjórnina varla geta neitað þessu tilboði. Þó stjórnar- andstaðan væri ekki i aðstöðu til að „stilla stjórninni upp við vegg“ væri augljóst að það yrði „ekki til Maðurinn var ásamt tveimur félögum sínum við eggjatöku í Litla-Höfða við svokallaðan Landstakk, sunnarlega á Heima- ey. Slysið átti sér stað kl. 16 á laugardaginn og hrapaði maður- inn nær 20 metra niður í grjót- urð. Forsjónin var honum þó hliðholl því hann lenti á moldar- haug sem einhverntíma hefur hrunið ofan af bjargbrúninni og huldi grjóturðina þar sem maður- inn hrapaði niður. Annar félagi mannsins klifraði þegar niður bergið en hinn fór niður í bæ til þess að sækja hjálp. Sá sem niður fór varð að svamla yfir lón til þess að komast til hins slasaða og hlúði hann að honum eins og hann best gat uns hjálp barst. Félagar úr hjálparsveit skáta komu fljótt á slysstaðinn og fóru fjórir úr sveitinni þegar niður bergið og bjuggu um hinn slas- aða. Hjálparsveitarmenn voru komnir á slysstað bæði af sjó og af landi liðlega hálfri klukku- stund eftir að tilkynnt var um slysið. Ekki töldu þeir ráðlegt að flytja manninn upp bergið og var ákveðið að flytja hann í björgun- arbát hjálparsveitarinnar yfir í hraðbátinn Bravó sem síðan sigldi með manninn til lands þar sem honum var í skyndingu ekið í að greiða fyrir" þingstörfum á næstu vikum ef umræðugrund- völlur þeirra yrði virtur að vett- ugi. Húsnæðismálin voru rædd á formannafundi ASÍ í gær. Krafð- ist fundurinn þess að stjórnvöld tryggðu viðunandi lausn þeirra á yfirstandandi þingi og lýsti því yf- ir að sanngjörn úrlausn í húsnæð- ismálum væri svo brýn og sjálf- sögð, „að ekki kemur til greina að hún verði notuð sem skiptimynt í þeim kjarasamningum sem gerðir verða á árinú“. sjúkrahúsið. Björgunarbátur Björgunarfélagsins aðstoðaði einnig við flutning á manninum frá hrapstað. Að sögn björgunarmanna var maðurinn nokkuð mikið slasaður en þó með fullri meðvitund þegar þeir komu að honum. Hann var með áverka á baki og á höfði og sýnilega með innvortis áverka. Eggjatíminn hefur staðið yfir hér í Eyjum siðustu vikurnar og fjöldi manna farið í björg eftir eggjum, bæði í úteyjum og á heimalandinu. Slys í bjargferðum eru sem betur fer fátíð enda yfir- leitt þar á ferð vanir menn og velbúnir. í þessu tilfelli mun hafa verið um alls óvana menn að ræða og samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fréttaritari aflaði sér voru mennirnir mjög illa útbúnir til bjargferða, m.a. á sléttbotna götuskóm. -hkj. Bjórfrum- varpið til þriðju umræðu Vestmannaeyjar: Hrapaði nær 20 m en lenti á moldarhaug Vestnuoiueyjum 20. m«í. MAÐUR sem var við eggjatöku hrapaði nær 20 metra í Litla-Höfða síðdegis á laugardag og slasaðist talsvert á baki og höfði. Eftir aðgerð í sjúkrahúsinu hér var maðurinn (luttur með sjúkraflugvél til Reykja- víkur og liggur nú í Borgarspítalanum. Afnám verðlagsákvæða í þjón ustu og flutningum athuguð — Vart hægt að gefa verðlagningu á olíu- vörum frjálsa meðan flutningsjöfnun er „ÉG TEL eðlilegt að haldið verði áfram á sömu braut og verðlagsyf- irvöld taki til athugunar hvort ekki sé einnig fyrir hendi nægileg sam- keppni í öðnim greinum, svo sem á sviði þjónustu og flutningsstarfsemi, sem uppfylli þau skilyrði sem sett eru í lögum fyrir afnámi verðlags- ákvaeða,“ sagði Matthías Á. Mathie- sen, viðskiptaráðherra, í samtali við Mbl. þegar hann var spurður um næstu skref í verðlagsmálum, en eins og fram hefur komið f Mbl. er nú búið að afnema ákvæði um há- marksálagningu af öllum vörum öðr- um en olíuvörum. Matthías sagði að í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. maí 1983 væri þess getið að draga skuli úr opinberum afskiptum af verðlagsákvörðunum þannig að neytendur og atvinnulífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmynd- unar, þar sem samkeppni er næg. Verðlagsráð hafi á grundvelli þessa afnumið hámarksálagningu á öllum vörutegundum nema olíu- vörum. „Þessar ákvarðanir hefur verðlagsráð tekið eftir faglega umfjöllun um samkeppnisaðstæð- ur í þessum greinum. Ráðuneytið leggur áherslu á að verðlagsyfir- völd fylgist náið með verðlags- þróun í þessum greinum og veiti aðhald þegar ástæða þykir til,“ sagði viðskiptaráðherra. Hann sagðist telja eðlilegt að starfshættir verðlagsyfirvalda beindust smám saman inn á þá braut að örva samkeppni á mark- aðnum, m.a. með verðkönnunum, eftirliti með verðmerkingum og hindrun á samráði á milli fyrir- tækja um verð og álagningu. „Slíkir starfshættir tel ég að skili neytendum lægra vöruverði, þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Matthías. Aðspurður um hvort verðlagn- ing á olíuvörum yrði einnig gefin frjáls sagði viðskiptaráðherra að verðlagning á olíuvörum hefði ver- ið til athugunar og frumvarp um flutningsjöfnun lægi nú fyrir Al- þingi. „Alþingi hefur ákveðið verð- jöfnun á olíuvörum og meðan svo er verður vart mögulegt að gefa verðlagninguna frjálsa. Það er hins vegar með umræddu frum- varpi gerð tillaga um nokkra breytingu í þá átt að skapa sam- keppni á milli olíuinnflytjenda um verð olíuvara," sagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. BJÓRFRUM V ARPIÐ svokallaðs átti að koma til þriðju umræðu (fyrri deild seint í gærkvöldi. í gærkvöldi kom fram breytingartillaga frá Hjörleifi Guttormssyni (Aþbl.) þar sem kveðið er á um að öðrum en ÁTVR verði óheimilt að framleiða áfengi og 99% tekna af framleiðslu og sölu áfengs öls, þ.e. þeim tekjuni sem ekki verður varið til áfengis- varnarmála, verði ráðstafað ( fram- kvæmdasjóð aldraðra. Hjörleifur leggur til að 7. grein væntanlegra laga hljóði svo; „Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins skal einni heimil framleiðsla áfengra drykkja og bannað skal öðrum að gera drykkjarhæft það áfengi sem er, eða gert hefur ver- ið, óhæft til drykkjar. Þó skal dómsmálaráðherra heimilt að leyfa framleiðslu áfengs öls hér- lendis af þeim styrkleika sem leyfilegt er að flytja til landsins samkvæmt 3. grein. Áfengt öl sem framleitt er til útflutnings er þó ekki háð slíkum takmörkunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.