Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAl 1985 33 Sovétríkin: Vilja fá bestu- kjara-samninga - í viðskiptum sínum við Bandaríkjamenn Moskvu, 20. maí. AP. MALCOLM Baldrige, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, átti í dag fund með Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétmanna, í Moskvu og er hann fyrsti bandarískí ráðherrann, sem hann hittir ef frá eru skildir þeir, sem voru viö útlor Chernenkos. í Moskvu standa nú yfir fyrstu viðræður Bandaríkjamanna og Sovétmanna um viðskipti, sem fram hafa farið í sjö ár. Síðustu viðskiptaviðræður þjóð- anna fóru fram árið 1978 en ríkis- stjórn Carters hætti þeim eftir innrás Sovétmanna í Afganistan. Þeir Gorbachev og Baldrige hafa að sjálfsögðu rætt um viðskipta- málin en það eitt er þó vitað með vissu um fund þeirra í dag, að þeir töluðu í langan tíma um hesta, sem báðir hafa mikinn áhuga á. Baldrige og Nikolai S. Patolich- ev, utanríkisviðskiptaráðherra Sovétríkjanna, settu fundinn í dag og hóf Patolichev mál sitt með því að fara fram á það við Banda- ríkjamenn, að Sovétmenn fengju að njóta bestu-kjara-samninga í viðskiptum við þá. Eru slík kjör annars ætluð þeim þjóðum, sem eru í nokkru vinfengi við Banda- ríkjamenn. Ekki er talið líklegt, að við þessum óskum verði orðið nema Sovétmenn slaki á klónni gagnvart gyðingum og ieyfi fleir- um að flytjast úr landi. Sri Lanka: Stjórnarhermenn myrða 59 Tamfla ('olombo, Sri Lanka, 20. maí. AP. Stjórnarhermenn á Sr' Lanka myrtu fyrir helgi 59 óvopnaðe Tam- íla, brenndu líkin og reyndu síðan að fela verksummerkin. Eru þessar fréttir hafðar eftir einum leiðtoga Tamfla. Paul Nallanayagam, leiðtogi Tamila í bænum Kalmunai á aust- urströndinni, sagði í gær, að her- menn úr öryggissveitum stjórnar- innar hefðu á föstudag og laugar- dag skotið til bana 59 óvopnaða Tamíla. Hefðu þeir sfðan grafið líkin en svo tekið þau upp aftur og brennt þau til að reyna að fela ódæðisverkið. Héraðsstjórinn á þessum slóðum segist enga vitn- eskju hafa um þetta en Nallana- yagam hefur farið fram á opin- bera rannsókn. Június R. Jayewardene, forseti Sri Lanka, fordæmdi í gær þau grimmdarverk, sem hermenn stjórnarinnar hefðu gert sig seka um og hvatti til meiri aga í hern- um. Tilkynnti hann jafnframt, að herinn yrði efldur að mönnum og vopnum í baráttunni við skæru- liða Tamíla, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki á norðurhluta eyj- arinnar. Enn eitt fórnarlamb hermannaveikinnar Sufford, Englandi, 20. nuí. AP. TALSMAÐUR sjúkrahússins í Stafford greindi frá því í dag að 72 ára gömul kona hefði látist i nótt, banameinið hefði verið hermanna- veiki og þar með hafa 37 látist úr veikinni í þeirri hrinu sem staðið hefur yfir síðustu vikurnar á þessum slóðum. 46 sjúklingar eru haldnir her- mannaveiki í sjúkrahúsum á þess- um slóðum og sumir þeirra eru þungt haldnir. Síðasta dauðsfallið kom innan við sólarhring eftir að heilbrigðisyfirvöld lýstu yfir bjartsýni á að veikin væri loks í rénun þar eð enginn sjúklingur hefði bæst við í tvo sólarhringa. Hermannaveiki berst með bakt- eríum sem er að finna í vatni og jarðvegi og lýsir sér sem slæm inflúensa eða lungnabólga. Lækn- ar í Stafford-sjúkrahúsinu, þar sem flestir sjúklingarnir eru sam- ankomnir, sögðu í dag að óvíst væri að það fyndist nokkurn tím- ann út með hvaða hætti sjúkdóm- urinn náði sér á strik, því athug- anir sem gerðar voru á raka í loftræstikerfi hússins hefðu leitt í ljós að hermannabakteríurnar voru eigi þar í leyni. Engin ein dýna er rétt fyrir alla. ÓsKir um verð og gerð eru margbreytilegar eftir efnum og ástæðum. En þar komum við inn í málið og hönnum þá einu réttu fyrir hvern og einn - fyrir öll hugsanleg rúm og aðstæður. Og það er mesti misskilningur að slík persónuleg þjónusta sé dýrari. Verðið fer eftir gerðinni og gerðirnar eru margar-já allt niður í ótrúlega ódýrar. 121 REYKJAVlK Frambrettí á MAZDA 323 ’81—85 kostar 5.240 krónur. Hvað kostar frambrettí á bílínn þínn?: BILABORG HR Smiðshöfða 23. S. 81265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.