Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAt 1985
37
Skagfirðingar áfrýjudu
ítölu Eyvindarstaðaheiðar
Eru þó vongóðir um að samningar náist
Hinn slasaði Sovétmaður fluttur í Borgarapítalann.
Morgunbladið/Júlíus
Varnarliðið sótti
slasaðan sovéskan
sjómann á haf út
Meiðsli mannsins reyndust ekki
eins alvarleg og óttast var
HREPPSNEFNDIR Seylu- og
Lýtingsstaftahreppa í Skaga-
firði hafa áfrýjað úrskurði
ítölunefndar fyrir Eyvindar-
staðaheiði. í gær rann út áfrýj-
unarfrestur og sendi oddviti
Seyluhrepps þá skeyti til land-
búnaðarráðuneytisins þar sem
yfirítölumats er óskað, en þaö
hafði Lýtingsstaðahreppur þeg-
ar gert. Óskir hreppanna eru
með því fororði að þær verði
dregnar til baka ef viðunandi
samkomulag um framkvæmd
ítölunnar næst. Samningaum-
leitanir hafa að undanförnu átt
sér stað og voru forsvarsmenn
Skagfirðinga sem rætt var við í
gær vongóðir um að samningar
gætu tekist.
Andrés Arnalds gróðureftir-
litsmaður Landgræðslunnar var
fyrir norðan i síðustu viku og
lagði ákveðinn samkomulags-
ÞYRLA Varnarliðsins sótti á
sunnudag slasaðan sjómann um
borð í sovéska skipið Ostrye,
sem var um 240 mflur suð-
vestur af Reykjanesi. Flogið var
með manninn til Reykjavíkur
og hann lagður í sjúkrahús.
Sovéski sjómaðurinn var að
vinnu I lest skipsins þegar
fiskkassastæða féll yflr hann.
Hann hlaut áverka á kviði og
brjóstholi og var óttast aö hann
hefði hryggbrotnað og hlotið
mænuskaða. Við læknisrann-
sókn kom í Ijós, að áverkar
mannsins, sem er 35 ára gam-
all, voru minni en óttast var —
hann reyndist hvorki hryggbrot-
inn né mænuskaddaður.
Það var um tvöleytið aðfara-
nótt sunnudagsins, að Slysa-
varnafélagi íslands barst hjálp-
arbeiðni frá Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga, sem er umboðs-
aðili sovéskra skipa hér á landi.
Tilkynnt var um slasaðan sjó-
mann um borð í Ostrye. Meiðslin
voru talin það alvarleg, að
ástæða þótti að sækja manninn.
Veðurskilyrði voru góð og var
ákveðið að þyrla Varnarliðsins
sækti manninn.
Þyrlan lagði upp frá Keflavík-
urflugvelli klukkan fimm um
nóttina með lækni innanborðs.
Hercules-flugvél fylgdi þyrlunni.
Þegar vélarnar nálguðust sov-
Mallorkaveður
í Skagafirði
Bae, Ilöróaströnd 20. maf
Hér í Skagafirði hefur verið sú ein-
munablíða að líkt hefur verið við Mall-
orkaveður, 15-20 gráður jafnvel í for-
sælu marga daga. Sumir eru þó jafnvel
farnir að óska eftir smi rigningu svo
vel grói. Túnin eru þó orðin vel gr»n.
Geidneyti sér maður jafnvel úti þó
nægar séu heybirgðir.
Víða er búið að setja niður kart-
öflur og er það viku fyrr en á sfðasta
ári þó að þá viðraði vel. Sauðburður
hefur gengið vel og er hann langt
kominn eða jafnvel búinn. Óvenju-
mikið hefur verið veitt af silungi í
vetur og vor í vötnum Skagafjarðar
og virðist að einhver framtíðarveiði
sé og einnig markaður. Lífríki
Skagafjarðar hefur ekki verið jafn
gott í fjölda ára, sjórinn er hlýrri en
áður og áta mikil. Fiskur er einnig
töluverður hér á innmiðum Skaga-
fjarðar, sem hefur ekki verið undan-
farin ár. Grásleppuveiði hefur verið
góð og æðarvarp kemur út með
betra móti. Allt er þetta til að gefa
góðar vonir um bjarta og góða tíma
hér í Skagafirði.
Björn
éska skipið versnuðu aðstæður
mjög, svartaþoka lagðist yfir.
Þyrlan fékk eldsneyti frá Herc-
ules-vélinni og biðu menn eftir
að þokunni létti. Þegar það ekki
gerðist var flogið til Keflavíkur.
Klukkan 11.15 lagði þyrlan aftur
upp og þrátt fyrir fremur erfiðar
aðstæður komust sjúkraliðar um
borð í sovéska skipið um klukkan
hálfeitt og hlúðu að hinum slas-
aða sjómanni.
Maðurinn var hífður um borð í
þyrluna rétt um klukkan eitt og
flogið áleiðis til Reykjavíkur.
Þyrlan lenti við Borgarspítalann
klukkan 14.25. og þar var gert að
sárum mannsins. Líðan hans er
góð eftir atvikum.
Launamismunur greiddur út:
45 milljónir kr.
til BHMR-félaga
grundvöll fyrir heimamenn þar
sem gert er ráð fyrir fjölgun
ærgilda á heiðinni vegna lands
sem ekki var tekið með í ítöl-
unni, svo sem uppgræðslu
Landsvirkjunar, en >hægt er að
nýta næstu árin.
„Ég vona svo sannarlega að
samkomulag náist," sagði Páll
Dagbjartsson í Varmahlíð,
hreppsnefndarmaður í Seylu-
hreppi, „hreppsnefndin tók já-
kvætt í hugmyndir Landgræðsl-
unnar um samkomulag og ákvað
að reyna að ná samkomulagi. En
það verður ekki á öðrum grund-
velli en þeim að hross verða rek-
in á heiðina." Sigurður Sigurðs-
son á Brúnastöðum, oddviti Lýt-
ingsstaðahrepps, var einnig
vongóður um að samningar gætu
tekist. Hann sagði að áberandi
samstaða væri um að fara eftir
beitartakmörkunum og menn
stæðu nú í viðræðum um þau
mál.
Ríkisstarfsmenn í BHM
fengu í gær greiddan launa-
mismun skv. niðurstöðu Kjara-
dóms í fyrra mánuði. Kjaradóm-
ur úrskurðaði um laun
BHMR-félaga frá 1. mars en
fram til þessa hafa ríkisstarfs-
menn í BHM fengið laun greidd
eins og þau voru fyrir þann tíma.
Samtals voru greiddar tæpar 45
milljónir króna, sem skiptast
mjög misjafnlega niður á þessa
3000 ríkisstarfsmenn, að sögn
Sigrúnar Ásgeirsdóttur launa-
skrárritara.
Einfalt meðaltal er um 14
þúsund krónur á mann en mjög
margir fá talsvert meira, aðrir
talsvert minna. Mismunur þessi
hefur ekki verið greiddur út fyrr
þar sem veruleg vinna hefur
verið að skipa fólki í hina nýju
flokka, sem Kjaradómur ákvað
fyrr í vetur.
£>
INNLENT
Góð tíð í Mý-
vatnssveit
Björk, Myvatnssveit.
HÉR í Mývatnssveit hefur verið
ágæt tíð að undanförnu, hiti farið
í og yfir 20 stig, gróðri hefur
fleygt fram og tré að verða laufg-
uð, jörð er þó að verða fullþurr og
væri kærkomið að fá úrkomu.
Sauðburður stendur nú sem hæst
og ekki vitað annað en að hann,
hafi gengið vel og þegar eru sumir
farnir að sleppa fé á fjall. ts fór
ekki af Mývatni fyrr en um miðjan
maí. — Kristján
SUM ARN AMSKEIÐ
28. maí — 13. júní
3ja vikna 4x í viku eöa 2x í
viku.
• Líkamsrækt og megrun
fyrir konur á öllum aldri.
• Morgun- dag- og kvöld-
tímar.
• Lausir tímar fyrir vakta-
vinnufólk.
• Sturtur — Sauna — Ljós
— Vigtun — Mæling.
• 50 mín. kerfi JSB.
Allir finna flokk viö sitt hæfi í
Suðurveri.
Leitiö uppl. um flokk fyrir
framhald, byrjendur eöa ró-
legri æfingar.
GJALD: 2x í viku kr. 960.-
4x í viku kr. 1.700.-
Næsta námskeiö:
18. júní — 27. júní
2ja vikna 4x í viku.
28. maí — 6. júní
2ja vikna námskeiö
3x í viku 50 mín. tímar
9.15—13.30.
17.30— 18.30,
19.30— 20.30.
GJALD KR. 960.-
Ath.: Sæluvika í Bol-
holti 7.—13. júní. 80
mín. hörku púl og
svitatímar. 25 mín.
Ijós, heilsudrykkur í
setustofu á eftir.
GJALD KR. 1.500.-
LJÓSASTOFAJSB ER
í BOLHOLTI
Hinar geysivinsælu 25 mín.
Sontegra-perur.
Tímapantanir í síma 36645.
innritun Suðurveri sími 83730 frá
kl. 9.00—20.00
Innritun í Bolholti sími 36645
Sigrun
Líkamsrækt
JSB