Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 Að fremja frið með „friðar-forskurum“ — eftir Hermann Þorsteinsson Dagana 25.-28. apríl sl. var á hinu kirkjulega ráðstefnusetri Sigtunastiftelsen í Svíþjóð efnt til svonefnds „Northern European Peace Forum 11“ um efnið „Al- ternatives to deterrance" þ.e. Hvað í staö fælingar eða ógnar- jafnvægis? — Tilgangurinn var auglýstur: „að safna saman Norður-Evrópufólki, sem lætur sig málið varða, til rækilegra hugmynda- og skoðanaskipta eða með öðrum orðum, að deila í hreinskilni og einlægni með sér hugsunum (um ieiðir til verndar heimsfriði). — Nordiska Ekumen- iska Institutet og Sigtunastiftels- en létu boð út ganga um þessa ráðstefnu í bréfum dags. 31/10 ’84 m.a. til utanríkisnefndar ísl. þjóð- kirkjunnar. Ekki virðist þetta boðsbréf hafa almennt verið kynnt hér heima, hvorki kirkjunn- ar mönnum né öðrum (sem bréf- ritararnir gerðu þó ráð fyrir og ætluðust til), þótt utanríkisnefnd- in gerði strax tillögu til kirkjuráðs um ákveðinn fuiltrúa frá íslandi, sem ekki hlaut þó stuðning. Tíma- frekt og vandasamt reyndist þetta fulltrúaval yfirstjórn kirkjunnar, því það var 18. apríl sl., sem bisk- up bað mig eindregið um að verða annar fulltrúi (delegate) ísl. kirkj- unnar á umræddri ráðstefnu, en hinn hefði verið valinn af stjórn Prestafélags fslands, sr. Lárus Þ. Guðmundsson, prófastur og Kirkjuþingsmaður. Ég færðist undan þessari ll.-stundar beiðni, en biskup lagði á þetta áherslu og sagði að bæði hann og fleiri vígðir kirkjunnar menn sem á liðnum ár- um hefðu talað fyrir aukinni þátttöku leikmanna, sem full- gildra samverkamanna í kirkju- legu starfi, vildu með þessari leikmannstilnefningu nú, stað- festa að hugur fylgdi máli. Fleira kæmi og til eftir erfiðar umræður á Kirkjuþingum ’83 og ’84 um vandrædd friðarmál. Þessi afger- andi afstaða biskups og hinna vígðu bræðra til leikmanna kirkj- unnar fannst mér marka tímamót og því varð ég við beiðninni um Sigtuna-för, eftir að hafa áður fengið fyrirheit hans um fyrirbæn og leyfi til að bera ráðstefnu- mönnum kveðju hans og blessun- aróskir. Morgunblaðið haföi spurnir af þessari ráðstefnu í Sigtuna og ætla ég að þiggja boð blaösins að segja frá henni, því för mín var kostuð af opinberu (kirkjunnar) fé, og finnst mér því bæði rétt og skylt að ég — með leikmanns hætti — segi opinberlega og opin- skátt frá þessari friðarför. Vera má að frásögn mín geti á sinn hátt orðið jákvætt innlegg í hina mik- ilvægu og sígildu umræðu og boð- skap um „frelsi og frið á jörð“, sem sendiboðarnir (englarnir) sungu fyrstir um jólanóttina góðu. Sigtuna er fornfrægur bær í Stokkhólmsléni, sem liggur að vík í Máleren norðanverðum. íbúarnir eru nú um 5.000. Kirkjurústir frá miðöldum vitna um þýðingu þessa bæjar, áður en vegur Stokkhólms tók að vaxa. Árið 1915 var stofn- sett þarna Sigtunastiftelsen, mið- stöð fyrir frjálst kirkjulegt starf. Þarna er nú ráðstefnu-miðstöð, stórt gistiheimili, lýðháskóli — stofnaður 1917 — bóka- og blaða- úrklippusafn, svo og hvíldar- og griðarstaður nefndur Refugium (retreat-gárd for vila, stillhet eft- ertanke, bön og meditation" eins og þessi kyrrðarstaður er skil- greindur í sænskum kynningar- bæklingi). Auk þess hefur þarna haft aðsetur síðan 1940 Nordiska ekumeniska institutet (skamm- stafað NEI), á íslensku nefnt Kirknasamband Norðurlanda á bréfhaus stofnunarinnar, en ísl. kirkjan mun hafa átt aðild að NEI síðan 1950. Líf- og friðarstofnun Þetta mikla setur var vettvang- ur svonefnds „Northern European Peace Forum 11“ dagana 26.-28. apríl sl., en viðfangsefnið var „Alternatives to deterrence", sem kannski mætti nefna á íslensku „Hvað í stað fælingar eða ógnar- jafnvægisins"? Um 50 manns frá Norðurlönd- um og V-Þýskalandi tóku þátt í þessari ráðstefnu, en hún var í dagskrá Sigtunastiftelsen fyrir sumarið 1985 nefnd „konferens för fredsforskere och teologer" (þaðan komin fyrirsögn þessarar frásagn- ar). Daginn áður en þessi umræða hófst efndi NEI til norrænnar námsstefnu (seminar) um „curr- ent trends in peace research in our Nordic countries” (núverandi staða eða stefna friðar-rannsókna í okkar norrænu löndum). Þar gerði ambassador Ole Dahlén, Stokkhólmi, grein fyrir væntan- legri stofnun International Christian Peace Reasearch Instit- ut, sem hljóta skyldi nafnið The Life and Peace Institute og hafa aðsetur í Uppsölum. Stofnun þessi var á óskalista ráðstefnunnar um Líf og frið í Uppsölum í apríl 1983, sem höfuðbiskupar Norðurlanda efndu til og biskup íslands sat og gjörla var greint frá í fjölmiðium á sínum tíma. í framhaldi af frá- sögn Dahlén af hinni fyrirhuguðu alþjóðlegu kristnu friðar-rann- sóknarstofnun ræddi dr. Carl- Reinhold Brákenhielm, Uppsölum, spurninguna: Hvers vegna kristin (stofnun?? Nokkur guðfræðileg „perspectives". Fyrirspurnir og nokkrar umræður urðu um þessi efni og þar upplýsti Dahlén m.a. í sambandi við stofnkostnað og rekstur fyrirhugaðrar Líf og frið- arstofnunar í Uppsölum, að rússn- eska rétttrúnaðarkirkjan sýndi máli þessu mjög mikinn áhuga. Staða friðarrannsókna Næsta umræðuefni var: Núver- andi friðar-rannsóknir á Norður- löndum. Hvað nýtt? Þemun nú, viðhorf og væntingar. Innlegg frá nokkrum „friðar-forskurum" (contributions from several re- searchers). í boðsbréfi á ensku frá NEI dags. 31/10 ’84 sagði m.a.: „We will, however, work mainly in „Scandinavian“ ... Á daginn kom að vinirnir höfðu gjörsamlega gleymt móðurmálinu. Enskt frið- arumræðu- og herfræðifagmál var nær allsráðandi og það yfirleitt í hrað-gír með margvíslegum „skammstöfunum" — líkt lyf- seölamáli lækna. Tíma tók fyrir eyrað að venjast þessum talsmáta. Gott hefði verið til undirbúnings þessari umræðu að hafa lesið með athygli nýútkomna bók frá örygg- ismálanefnd eftir Albert Jónsson er nefnist Kjarnorkuvopn og sam- skipti risaveldanna. Þar mun um- ræddan orðaforða og fagmál að finna. Ekkert sást af dagskrá hvaða „friðar-forskarar“ mundu segja þarna nýjustu fréttir af friðar- rannsóknum á Norðurlöndum. Á daginn kom að þessi þáttur var samt vel undirbúinn af forstöðu- manni NEI, Kjell Ove Nilsson, sem stýrði þessari umræðu. Fyrst var tilkallaður danskur fulltrúi, sem í 15. mín. sagði frá stöðu friðar-rannsókna í Danmörku nú, bæði í sjálfstæðum stofnunum (Institut) og við háskóla. „Og mark okkar og mið er að hafa áhrif á núverandi stjórnmála- menn okkar“ tók þessi talsmaður sérstaklega fram. Um 10 mín. voru síðan notaðar í fyrirspurnir og umræður um dönsku skýrsluna. Næst kom finnsk skýrsla og um- ræða um hana með sömu tíma- mörkum (15+10 mín.). Finninn upplýsti að þeirra friðar-Institut hefði Mk. 1,5 m opinbert fjár- framlag til ráðstöfunar. Komið aö íslandi Næst var Island í röðinni — skv. stafrófi. Ekkert hafði verið við mig rætt til undirbúnings þessu og var mín fyrsta hugsun sú, að eðli- legast væri að sr. Bernharður (sem þarna var með okkur, en hann og sr. Lárus höfðu farið til Svíþjóðar viku á undan mér og voru herbergis þarna í Sigtuna- stiftelsen) starfsmaður og fjöl- miðlafulltrúi kirkju okkar — kæmi þarna með stutt innlegg og upplýsti að ekki væru starfandi sérstök friðar-rannsókna-Institut á íslandi, en að þar væri hinsvegar starfandi kraftmikil þjóðkirkja, sem rannsakaði ritningarnar og boðaði allt Guðs ráð. Ég leit til ar. Bernharös, sem aftur leit til fund- arstjóra og hristi höfuðið — en sr. Lárus Þ. Guömundsson, prófast- ur, tók til máls — vísaði til boósbréfsins fyrrnefnda frá NEI — og kvaóst mundi tala á skand- inavisku. Hann flutti tæplega 30. mín. skrifaða skýrslu, fjallaói nokkuð um „frióarumræóurnar" á Kirkjuþing '83 og ’84, ræddi all- mikiö um athafnasemi NATO á íslandi og andstöóuna viö fyrir- hugaóa byggingu radarstöóva. Ekki sýndist mér friöar-myndin af íslandi vera i „fókus“ eftir þessa skýrslu, sem tók tvöfaldan leyfö- an tíma. Strax aó loknu máli sr. Lárusar var gert kaffihlé. í hléinu spurói ég fundarstjóra, Kjell Ove, hvort leyfðar yröu fyrirspurnir og umræóur um íslensku skýrsluna, eins og hinar. Hann svaraói stuttur í spuna og sagói þaó útilokaó, því alltof langur tími heföi þegar fariö í að ræóa mál okkar í smáatriöum. Ég sagói friðar-frétta-pistilinn frá ís- landi ekki hafa gefið raunsanna heildarmynd og því væri þörf fyrir viöauka til aó rétta svolítið þá mynd, sem fundarmenn heföu fengiö — og auk þess heföi ég kveóju aó flytja aó heiman. Paó veröur þá aó vera örstutt, sagói fundarstjóri, — en stuttur í spuna. Eftir fundarhlé baö ég um oróið — mælti á skandinavisku eins og landi minn — og bar fundarmönnum kveóju og bless- unaróskir frá biskupi Islands, sem tekió heföi þátt í friðarþing- inu í Uppsölum í apríl ’83 (er hér var komið gaf fundarstjóri mér merki og benti á úr sitt, en ég baö á móti um frið til að Ijúka máli mínu). Ég sagði frá því að frétt- amaður útvarps hefði rætt við biskup okkar nýheimkominn frá friðarstefnunni í Uppsölum í apríl '83 og spurt hann frétta: Jú, sagði biskup, við tókum ákvörðun um að kirkjan hlutaðist til um að öllum atómsprengjum yrði útrýmt á næstu 5 árum, Norðurlönd yrðu kjarnorkulaust svæði og afvopnun byrjaði hér vestanmegin hjá okkur. Hvernig má þetta verða? spurði fréttamaðurinn. Sjáðu til, sagði biskup, við megum ekki gleyma Heilögum anda og mætti Hermann Þorsteinsson „Greinilegt er að mikl- um fjármunum frá kirkjum og hinu opin- bera er varið í Skandin- avíu til fridarrann- sóknastofnana í þeim tilgangi fyrst og fremst að hafa áhrif á skoðanir þingmanna og stjórn- enda þjóðfélaga.“ hans. Nú, já, sagði fréttamaður, og þakkaði viðtalið. Ég sagði það hafa glatt mig mjög á sínum tíma að heyra okkar góða biskup þannig umtala Heilagan anda sem raunverulegan þátttakanda i okkar daglea lífi, því það væri hann vissulega — allt til þessa dags — hjá öllum þeim, sem við honum vilja taka og á hann hlusta. Að vísu, sagði ég, vaknaði spurning hjá ýmsum um það, hvort vera kynni að menn hefðu misheyrt eða misskilið Heilagan anda í Uppsölum vorið ’83 — eða kannski hafi verið um tungumála- erfiðleika að ræða — í umfjöllun um nútímavopnin, hertækni og jafnvægisafvopnun? Uppsalasam- þykktin virtist mörgum nokkuð óyfirveguð — snöggsoðin. Síðan sagði ég að það hefði vak- ið undrun margra, þegar friðar- boðskapurinn frá Uppsölum hefði birst í heild á sínum tima, þá hefði í hinum langa texta vart verið finnandi orðið frelsi í tengslum við frið og réttlæti m.m. Sama hefði endurtekið sig í sambandi við alla friðar- og mannréttindaumræð- una á heimsþingi Alkirkjuráðsins í Vancouver sama ár — 1983. Þar hefði orðið frelsi (freedom) lítið sem ekkert heyrst. Og hér væri þetta sama að endurtaka sig. Hvað veldur? Ég vakti athygli á að 40 ár væru um þessar mundir liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og minnti á, hve hátt verð hefði þá verið greitt fyrir það frelsi, sem við í vestrinu hefðu notið síðan: Evrópa m.a. í rúst og milljónatug- ir fallnir og/eða myrtir. Frelsi okkar var dýru verði keypt. Páfinn í Róm sagði um sl. páska, er hann minntist hinna föllnu, að þeir hefðu ekki fallið til einskis, því að með dauða sínum hefðu þeir gefið mannkyni nýja reisn. Með hugann við þessi atriði að undanförnu, sagði ég frá þvi að ég hefði dag nokkurn gengið inn á Landsbókasafnið okkar og fengið þar til skoðunar í lesvél filmu af dagblöðum okkar frá 1938 og 1939 og þar hefði ég á skammri stund endurlifað heimsviðburðina og hinn örlagaríka aðdraganda heimsstyrjaldarinnar: Mynd hins friðsama og góðviljaða forsætis- ráðherra Breta, Chamberlain, sem veifaði við heimkomu frá Þýska- landi í flughöfninni í London „ekki-árásar-sáttmálanum“ við Hitler — friður á vorum tímum. En svo má brýna deigt járn að bíti. Svo var komið ágengni ein- ræðisaflanna skv. frasögn eins dagblaðsins 16/3 ’39, að hinn eftir- gefanlegi og samningsfúsi Cham- berlain lýsti yfir: “Jeg ann frelsi meir en friði.“ Það reyndist dýrt að unna í þeirri röð — en það var og er jæss virði. Gleymum því aldrei í allri okkar umræðu um frið og bræðralag. f sambandi við friðar-rannsókn- ar-stofnanirnar allar í Skandina- viu kvaðst ég vilja koma á fram- færi ábendingu til athugunar: Væri ekki verðugt að koma upp a.m.k. deildum við þessar stofna- nir, sem ynnu að því að blása ryk- ið af hinum tæplega 40 ára Mannr- éttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og hinum 10 ára gamla Hels- inkisáttmála, sem bæði risaveldin hefðu m.a. undirritað, og setja há- þrýsting á að þessir sáttmálar yrðu virtir í raun? Stórt skref í heimsfriðarátt yrði stigið með því. Ég sagði frá viðtali sem íslenska sjónvarpið hefði átt við listakon- una ungu, Viktoríu Múllova fyrir 4 dögum (en hún leitaði hælis í bandaríska sendiráðinu í Stokk- hólmi fyrir 2 árum). í viðtalinu var hún spurð, hvort hún hefði ekki löngun til að heimsækja land- ið sitt, Rússland, aftur? “Impossi- ble” (ómögulegt), var svarið. Hvers vegna? “Because you can’t trust these people” (vegna þess að ekki er hægt að treysta þessum mönnum). Traustið vantar, hið gagnkvæma traust, sem er undir- staða góðra mannlegra samskipta. Hvað getum við, Norðurlandabú- ar, gert til að byggja upp traust milli manna og þjóða? Er það ekki rannsóknarefni? Ég nefndi Tar- kovsky-hjónin, sem nýlega hefðu verið heima á fslandi í tilefni af hátíð vegna sýninga á kvikmynd- um hans. Þar hefðu íslenskar mæður risið upp til stuðnings því, að þau hjónin gætu fengið til sín frá Moskvu ungt barn sitt, en það hefðu stjórnvöld þar hindrað til þessa. Hvað segja sáttmálarnir tveir um þetta efni? Nú er Tarko- vsky hér í Svíþjóð. Til að gera hvað? Filmu um frelsið. Er þetta ekki umhugsunarvert? Loks kvaðst ég hafa rætt við einn heimamanna í kaffihléinu, aldraðan foringja í sænska hern- um. Við ræddum um kafbátana i sænska skerjagarðinum í tilefni þess að skv. blaðafréttum eru Sví- ar nú einnig farnir að gera til- raunir með togara til að „fiska" upp hina óboðnu gesti, en ekkert gengur. Má nokkuð ganga, spurði ég. Satt segirðu, sagði öldungur- inn, það gæti orðið flókið utanrík- ismál, ef eitthvað kæmi í trollið. Hvað nota Svíar mikið fé til land- varna, spurði ég. Skv. 50 milljarða var svarið (skr. 25 milljarða leið- rétti einn fundarmanna frá sænska utanríkisráðuneytinu). Og allt þetta fé kemur ekki að gagni í leitinni að „gestunum"? sagði ég. Og Svíar eru sagðir meðal mestu hergagnaútflytjenda ver- aldar. Er það ekki vafasamt fyrir hlutlausa þjóð, sem svo mjög hef- ur sig frammi í friðarstarfinu? Ég sé í friðarbréfi sænsku biskup- anna um sl. áramót að þeir eru ekki einhuga um styrkleika and- mælanna gegn hinum mikla vopnaútflutningi Svía, sem hefur veruleg áhrif á efnahagslíf lands- ins. Hvað er að frétta af þessum málum nú? Fundarstjórinn horfði ekki lengur á klukkuna sina er ég þakk- aði honum fyrir umburðarlyndið við mig og fundarmönnum fyrir gott hljóð. Sr. Bernharður hafði þýtt skandinavisk orð mín jarðharðan i eyru Vestur-Þóðverja — kennara við herskóla — sem þarna var með okkur. Hann bað um orðið er ég lauk máli minu og upplýsti að friðarhreyfingarfólk í V-Þýska- landi hefði gefist upp við að nota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.