Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 53 Guðborg H. Hákonardóttir, eigandi Stofunnar. MorgunblaAið/Bjarni Ný hárgreiðslu- stofa í Breiðholti NÝLEGA var opnuð hárgreidslu- stofa í Brekkuseli 13, Breiðholti og ber hún heitið Ilada. Eigandi hárgreiðslustofunnar er Guðborg H. Hákonardóttir hár- greiðslumeistari. Á stofunni er veitt ðll hár- snyrtiþjónusta fyrir dömur, herra og börn. Opnunartími er frá kl. 9—18, alla virka daga nema fimmtudaga, þá er opið til kl. 20. Annað bindi Landnáms Ing- ólfs komið út Annað hefti í ritröðinni Land- nám Ingólfs, nýtt safn til sögu þess er komið út. Að útgáfunni stendur félagið Ingólfur, sem starfaði á ár- unum 1934—1942 og var endur- vakið árið 1982. í ritinu er að finna fjórar greinar sem eiga það sameig- inlegt að varpa Ijósi á atvinnusög- una um síðustu aldamót. Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson lýsa gömlu verslunarleiðinni milli Selvogs og Hafnarfjarðar og segja frá námunum í Brennisteinsfjöll- um, sem enskt félag starfrækti seint á síðustu öld. Þórunn Valdi- marsdóttir fjallar um mjólkursölu í Keykjavík frá því hún hófst um síð- ustu aldamót og þar til Mjólkur samsalan var stofnuð. Bergsteinn Jónsson ritar um smíði Ölfusárbrú- ar sem Tryggvi Gunnarsson stjórn- aði, en með þeirri smíð hófust nýir tímar í samgöngum á landinu. Magnús Grímsson skrifar einnig um stórstígar framfarir í samgöng- um er hann lýsir fyrstu vegagerð og hestvagnaferðum á Suðvesturlandi. í Landnámi Ingólfs er einnig að finna safn erinda um byggð- arsögu sem flutt voru á ráð- stefnu Ingólfs á síðastliðnu vori. Þau eru: Sögulegt yfirlit Stein- gríms Jónssonar bókavarðar um ritun og útgáfu héraðssögu á ís- landi; erindi Gunnars Karlssonar prófessors um hlutverk og tak- markanir byggðarsögu; erindi Árna Björnssonar þjóðhátta- fræðings um þátt munnlegrar geymdar í byggðarsögu; erindi Lilju Árnadóttur deildarstjóra þjóðminjasafns um verndun gamalla húsa og þátt þeirra í byggðarsögu; erindi Ingu Láru Baldvinsdóttur cand. mag. um notkun Ijósmynda við útgáfu byggðarsögu; erindi Ármanns Halldórssonar safnvarðar um þátt héraðsskjalasafna í ritun byggðarsögu; erindi Ingólfs Á. Jóhannessonar kennara um heimabyggð sem nýtt samfélags- fræðinámsefni fyrir grunnskóla; erindi Björns Þorsteinssonar prófessors um hvers vegna ekk- LANDNÁM INGÓLFS Nýtt safn til sögu þess 2 Félagiö Ingóliur gaf út ert atvinnuskipt þéttbýli var á íslandi; erindi Dr. Gísla Gunn- arssonar um þróunina frá út- höfnum til borgar og íslenska þéttbýlismyndun; erindi Þórðar Tómassonar safnvarðar um forn- leifar og byggðarsögu; erindi Sölva Sveinssonar ritstjóra um Skagfirðingabók og söguritun Skagfirðinga; erindi Jóns Þ. Þórs cand. mag. um ritun byggðar- sögu; erindi Ásgeirs Guðmunds- sonar cand. mag. um ritun sögu Hafnarfjarðar og erindi Björns Teitssonar skólastjóra um byggðarsögurannsóknir háskóla- manna og eyðibýlarannsóknir. Að lokum er birt erindi Jörns Sandnes prófessors í Þrándheimi um byggðarsögu í Noregi, en fé- lagið Ingólfur bauð honum á ráðstefnuna til þess að kynna hér byggðarsöguritun Norðmanna. Ritið prýða margar ljósmyndir, þar af nokkrar í lit. Landnám Ingólfs fæst keypt á félagsverði hjá Sögufélagi, Garðastræti 13 B, en því verður dreift í bókaversl- anir innan tíðar. FYRIR ÞETTA kr. 174.700.- ÞEGAR ÖLLJU ER Á BOTNINN HVOLFT ER SKODA AUÐVITAÐ EINI BÍLLINN SEM TIL GREINA KEMUR AÐ KAUPA. í honum færöu sparneytið hörkutól sem gott er aö keyra. Sterkan bíl meö miklu af aukahlutum, bíl sem hægt er aö treysta vegna gæöanna og frábærrar varahluta- og viögeröarþjónustu. En peningahliöin vegur auðvitað ekki hvaö minnst. Miöaö viö verö á miölungsbílum af öörum tegundum sparar þú þér um 200.000.- krónur meö því aö kaupa SKODA. Þaö má nú gera sitthvaö fyrir tvö hundruð þúsund, t.d. kaupa annan SKODA handa konunni. En bara vextirnir af þeirri upphæö eru hvorki meira né minna en 70.000.- krónur á ári og kannski enn meira á einhverjum hávaxta-tromp-bonusreikningum. Vextirnir einir duga sennilega til þess áö standa undir öllum rekstri á bílnum; bensíni, tryggingum, olíu og öllu saman. Það er von að þú segir ÉG VERÐ FYRIR ÞETTA VERÐ. Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.