Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985
45
Leikstjórarnir Benedikt Árnason og Ken Oldfield og AAaHeikkonurnar, Carol Nielsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Pilmi Gestsson og fleiri dansarar i aefingu.
Þjóóleikhússtjóri, Gísli Alfreðsson, fylgjast með æflngu.
Söngleikurinn Chicago á fjölum Þjóðleikhússins:
Saga af ástríðumorði
og fjölmiðlafári
Alls koma um 30
manns fram í
sýningu Þjóð-
leikhússins i
Chicago. Þarna
er verið að lesa
textann saman.
Chicago árið 1924
Tvær stúlkur sitja í fangelsi, bið-
ar ikærðar fyrir að myrða elskhuga
sína. Þær eru svo fagrar og heill-
andi, að fjölmiðlar gera sér mat úr
örlögum þeirra, úr verður heilmikið
fjölmiðlafir og öll þjóðin stendur i
öndinni af eftirvæntingu meðan rétt-
arhöldin fara fram. Stúlkurnar eru
klókar, gera sér mat úr græðgi fjöl-
miðlanna og setja i svið leiksýningu
til að vinna almenning og kviðdóm-
cndur i sitt band. Tveimur rainuð-
um síðar eru þær sýknaðar og yflr-
gefa svartholið, frjilsar ferða sinna.
Eitthvað á þessa leið er at-
burðarásin í söngleiknum Chic-
ago, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir
nk. föstudag, 24. maí. Söngleikur-
inn er eftir leikstjórann Bob
Fosse, textahöfundinn Fred Ebb
og tónskáldið John Kander, en
þeir unnu verkið upp úr sam-
nefndu leikriti blaðakonunnar
Maurine Dallas Watkins. Leikrit
Watkins er byggt á raunveru-
legum atburðum sem urðu út af
frægu sakamáli í Chicago árið
1924, sem hún fylgdist grannt með
og skrifaði um sem fréttamaður.
Leikritið var frumsýnt árið 1926
og naut mikilla vinsælda í New
York, en Chicagobúar tóku því fá-
lega. Hinar slæmu undirtektir i
Chicago, borg sjálfra atburðanna,
urðu til þess að Watkins ákvað að
banna að leikritið yrði tekið aftur
til sýninga, en þegar hún lést
leyfðu erfingjar hennar sölu á
sýningarréttinum, og ofannefndir
höfundar söngleiksins tryggðu sér
réttinn. Þann 3. júní 1975 var
söngleikurinn Chicago frumsýnd-
ur í New York, náði gífurlegum
vinsældum og hefur síðan verið
sýndur víða um heim.
FólkiA á bak við uppfærslu
Þjódleikhússins
Til að setja Chicago á svið í
Þjóðleikhúsinu hafa gestir komið
til starfa frá Bretlandi, sem allir
hafa unnið verkefni fyrir Þjóð-
leikhúsið áður. Það eru þeir Kenn
Oldfield, leikstjóri og dansahöf-
undur, en hann og Benedikt Árna-
son leikstýra verkinu, Robin Don,
sem sér um leikmynd og búninga
ásamt Guðrúnu Sigríði Haralds-
dóttur, og útsetjarinn Terry Davi-
es, en hann og Agnes Löve hafa
yfirumsjón með tónlistinni, sem
14 manna hljómsveit leikur.
Alls koma um 30 leikarar og
dansarar fram í sýningunni, en
með stærstu hlutverkin fara Sig-
ríður Þorvaldsdóttir, Carol Niel-
sen, Róbert Arnfinnsson, Margrét
Guömundsdóttir, Pálmi Gestsson
og Sigurður Sigunónsson. Þýðing-
una gerði Flosi Olafsson, en lýs-
ingin er í höndum Kristins Daní-
elssonar.
Sagan á bak við leikritið
Hinir sannsögulegu atburðir
sem leikritið og söngleikurinn
byggja á eru svo ótrúlegir og
flóknir, að menn þurfa að leiða
hugann að því ástandi sem ríkti i
Chicago á þriðja áratugnum til að
geta kyngt því að þeir hefðu
raunverulega átt sér stað — þeirri
Chicago sem virtist nær eingöngu
byggð byssubófum, melludólgum,
gleðikonum og æsifréttariturum,
segir í fréttatilkynningu Þjóð-
leikhússins, þar sem sögunni á bak
við verkið er lýst:
Einn vordag árið 1924 skýtur
frú Beulah Annan, ung og ægifög-
ur kona, elskhuga sinn, Harry
Kolstad, í bakið, fær sér i glas,
setur vinsælan foxtrott á fóninn,
hringir síðan í eiginmann sinn og
biður hann að bjarga sér, því hún
hafi drepið mann til að verja heið-
ur sinn. Á meðan blæðir elskhug-
anum út. Hún er ofurölvi þegar
lögreglan kemur á staðinn og ját-
ar strax sekt sína.
Ástríðumorð voru daglegt brauð
í Chicago bannáranna og þóttu lít-
ill fréttamatur, en það var eitt-
hvað óvenjulegt við þessa ungu,
ólánssömu konu og „aðgerð“ henn-
ar, sem vakti forvitni frétta-
manna. Hún eignaðist samstundis
vinkonu í fangelsinu, Belvu Gaert-
er, sem einnig sat inni fyrir að
skjóta elskhuga sinn. Daginn eftir
morðið fengu blaðamenn færi á að
leggja nokkrar spurningar fyrir
þær stöllur og blaðaljósmyndarar
tóku af þeim uppstilltar myndir.
Það er skemmst frá þvi að segja
að úr þessu varð hið mesta fjöl-
miðlafár, sem fékk alla banda-
rísku þjóðina til að standa á önd-
inni og fylgjast með framvindu
mála með eftirvæntingu og sam-
úð. Myndir birtust af Beulah á for-
síðum dagblaða vítt og breitt um
Bandaríkin, og fyrr en varði tóku
blóm, bréf og bónorð að streyma
til hennar í fangelsið. Þessi sæta
stelpa hafði heillað þjóðina og
morðið var orðið aukaatriði.
Réttarhöldin voru næsta
óvenjuleg alveg frá byrjun, þar
sem Beulah Ieit á þau sem leiksýn-
ingu og gætti þess að hafa næga
búninga og andlitsfarða svo „gerv-
ið“ væri viðeigandi. Frammi fyrir
kviðdómendum var hún hress,
broshýr og glæsileg milli þess sem
hún grét og bar sig aumlega.
Sækjandinn bað kviðdóminn að
láta ekki blekkjast og sleppa henni
fyrir það eitt að hún var falleg, en
allt kom fyrir ekki, 53 dögum eftir t
morðið og eftir aðeins tveggja
stunda íhugun gengu kviðdómend-
ur í réttarsalinn og niðurstaðan
var: saklaus. Skömmu síðar var
stalla hennar, Belva Gaerter einn-
ig sýknuð.
Sem fyrr segir verður frumsýn-
ingin nk. föstudag, en önnur sýn-
ing verður á annan i hvitasunnu,
27. maí.