Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 49
MORGUKBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1985 49 Hlutavelta á Sauðárkróki Krakkarnir á þessari mynd eiga allir heima á Sauðárkróki. Þeir héldu tombólu og sögðust ætla að láta ágóðann renna til ein- hvers góðs málefnis, en ákvörð- un um það yrði ekki tekin fyrr en búið væri að telja í kassanum. Þau heita talið frá vinstri: Dag- ur Jónsson, Arna Björnsdóttir, Emma Björnsdóttir, Ásberg Jónsson og fyrir framan þau stendur Björn Jónsson. AF STAÐ! . . . í hverju? Nýjum bíl frá Bílatorgi Mikið úrval góðra og notaðra bfla „Neöst i Nóatúni DMt Jk eru viðskiptavinir okkar m efstir á blaði. NÓATÚNI 2 • S(MI: 621033 Nýtt — Nýtt Pils og blússur frá Sviss og Þýskalandi. Glugginn, Laugavegi 40, við hliöina á Kúnst, sími 12854. Ágústínus og kristnar legendur * Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson G.R. Evans: Augustine on Evil. Cam- bridge University Press 1982. Dict- ionary of Christian Lore and Legend — John Metford. Thames and Hud- son 1983. Evans leitast við í þessu riti að rekja hugmyndir Ágústínusar um illskuna. Ágústínus „fjallar um þetta efni meira og minna í tæpa hálfa öld ... og eins og önnur efni sem hann fjallar um verða svör hans og útlistanir stöðugt tilefni til enn frekari spurninga... “ . Hann var sá sem leitaði og fann oft einmitt það sem ekki var upp- haflegur tilgangur leitarinnar. í lokin komst Ágústínus að þeirri niðurstöðu, að illskan sé fólgin í fráhvarfi mannanna, sem hafi frjálsan vilja og hverfi frá Guði. Fall Adams varð upphaf syndar- innar, allt mannkyn, afkomendur Adams, varð „massa damnata". Samkvæmt kenningum Ágúst- ínusar er það algjörlega á valdi Guðs hver verður hólpinn, enginn getur verið viss um náðina. Evans rekur tvær kenningar um illskuna, að hún sé grilla, sem geti ekki verið til innan sköpunarinnar né að hún eigi sér sjáífstæða til- veru; og kristna tvíhyggju-kenn- ingu, þar sem barátta Guðs og Satans standi þar til krossdauðinn og upprisan sigrist á illskunni. Kalvinistar studdust við kenn- ingar Ágústínusar i kenningum sinum um fyrirhugnunarkenning- una, eða óbifanleg forlög. Höfund- urinn rekur þróun kenninga Ág- ústinusar um þessi efni og önnur sem tengdust þeim og þar sem all- ar lykilkenningar kirkjuföðurins koma fram. Metford starfaði og starfar við háskólann í Bristol, þar sem hann var forstöðumaður spænsku deild- arinnar. í þessu uppsláttarriti um kristnar kenningar og helgisagnir skýrir hann fjölda hugtaka og kenninga i um 1700 lengri og styttri greinum ásamt tilvísunum til þeirra listaverka sem eiga þar kveikju sína, einnig tengir hann þessu bókmenntaverk og skáld- skap. Höfundurinn segir i formála, „að i nær þvi tvö þúsund ár hafi kristnin verið kveikja listamanna, skálda og tónsnillinga" til verka sem eru blómi vestrænnar menn- ingar og menningararfs austur- kirkjunnar. Rit þetta er því jafn- framt uppsláttarrit um listir og bókmenntir, myndir eru á hverri opnu. Sem dæmi um uppsláttarhugtök og orð: Armageddon, Hvað er hjól heilagrar Katrínar, hvað er ambo? Hvað er Labanum? - koma í veg fyrir steypuskemmdir eöa lagfæra þær með réttri meðhöndlun Sprungur geta myndast í heilbrigðri steinsteypu pegar ytraborð hennar mettast af vatnl sem síðan frýs og piðnar á víxl í hinm umhleypíngasömu veðráttu okkar Alkalivirk steínsteypa mettast af vatni og springur síðan vegna efnafræðilegra hvata Því parf að hindra að vatn smjúgi inn í steypuna svo sem kostur er eri hún verður pó að geta andað. DYNASYLAM BSM 40 er monosílan vatnsfæla sem hlotið hefur meðmæli Rannsóknarstofnunar bygglng- arlðnaðarlns. DYNASYLAN BSM 40 er efni sem borið er jafnt á nýjan. ómálaðan stem og sprunginri málaðan stem og hindrar vatnsdrægm steypunnar VITRÉTEX plastmálning er copolymer (akryl) máln- Ing með mjög gott PAM gildl og andar þv( vel. VITRETEX plastmálmng hefur verið á íslenskum markaði í áratugi og sannað ágæti sitt. p.á m. í ströngustu veðurpols- tilraunum. Tvær yfirferðir með DYIMASYLAIM BSM 40 og síðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir margra ára endingu. Umboðsmenn um land alltl Slippfélagió íReykjavíkhf Málningarverksmidjan Dugguvogi Simi 84255 VTTRETEX ■ YITEETEX Plastmáínng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.