Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1985 Hið nýja skip, Fúsi SH 161, á siglingu. Morgunblaðift/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður: Nýtt fiskiskip sjósett Fáskftonfirti. 15. maí. FÖSTUDAGINN 10. maí var sjósett nýtt fiskiskip á Fáskrúðsfirði og hlaut nafnið Fúsi SH 161. skipið er byggt í skipasmíðastöð Guðlaugs Einarssonar. Er þetta tréskip og er það 8,5 rúmlestir og útbúið á hefðbundnar fiskveiðar fyrir þessa stærð. Siglingatæki í skipinu eru öll af JRC-gerð. Aðalvél er Ford, 80 hestöfl. Kjölur að skipinu var lagður 15. janúar 1985 og er því rétt um 4 mánuðir frá því smíði hófst og þar til skipið var afhent eigendum sínum. Eigandi þess er Pétur Ingi Vigfússon, Hellissandi. Heildarkostnaður skipsins er 2,1 milljón. Hönnun skipsins var gerð af Sigurði Einarssyni, Reykjavík, og er þetta 7 þilfarsskipið sem byggt er af svipaðri gerð (línu). Skipið fór héðan frá Fáskrúðsfirði í gær, áleiðis til heimahafnar sinnar, sem er á Rifi. Albert. Akranes: Aukin framleiðsla Akurs hf. á einingahúsum Akraaeai, 17. nuí. TRÉSMIÐJAN Akur hf. á Akranesi befur á undanfornum árum aukið mjög framleiðslu á timbureininga- húsum og eru nú nokkur í byggingu á Akranesi og í nágrenni. Að sögn Stefáns Teitssonar, for- stjóra Akurs hf., eru rösk tvö ár frá því að þeir reistu fyrsta ein- ingahúsið en nú hafa verið byggð um 30 hús, flest á Akranesi en einnig á nokkrum öðrum stöðum. Húsin hafa frá upphafi verið klædd með fúavarinni furu og stærð þessara húsa er frá 80—160 m1 2. — Við seljum yfirleitt húsið reist á grunni sem kaupandi legg- ur til og tekur það verk að öllu jöfnu 4—5 daga, segir Stefán, en einnig er nokkuð algengt að við Árekstur í Miklatorgi Á sunnudag klukkan 14.30 varð árekstur á Miklatorgi. Kona, sem ók Volvo Amazon-bifreið í innri hring, hugðist beygja suður Skógarhlíð þegar dökkleit fólksbifreið lenti á bifreið hennar. Ökumaður var einn- ig kona og skoðuðu þær bifreiðarn- ar, en sáu engar skemmdir á Volvo- inum, þó lukt hefði brotnað á hinni bifreiðinni. Skömmu síðar sá konan að hægri hurð Volvo-bifreiðarinnar hafði skemmst. Lögreglan í Reykjavík biður ökumann dökk- leitu bifreiðarinnar vinsamlega að gefa sig fram. skilum þeim alveg tilbúnum. Eig- endur eru þá fluttir inn að 2—3 mánuðum liðnum. Aðspurður um vanda húsbyggj- enda við að standa í skilum nú á síðustu og verstu tímum, sagði Stefán: — Við könnumst við það vandamál og það er óhætt að segja að alvarlegasti hluturinn er þegar Húsnæðismálastofnunin er að fresta greiðslum á lánum. Þá fara allir samningar úr böndunum. Þetta er stofnun sem á að vera hægt að treysta á. Það er mjög algengt að frestun verið á greiðsl- um. A tímabili voru í gildi reglur hjá Húsnæðismálastofnun sem heimiluðu greiðslu lána fyrr til fólks sem væri að byggja eininga- hús. Þessar reglur hafa nú verið afnumdar sem að mínu mati er spor afturábak því að þessi hús eru yfirleitt byggð með meiri hraða. Trésmiðjan Akur átti 25 ára af- mæli á síðasta ári og hefur verið eitt öflugasta byggingarfyrirtæki á landinu á undanförnum árum. Má geta þess að á 14 árum byggðu þeir og afhentu fullbúnar 180 íbúðir í fjölbýlishúsum á Akra- nesi. Á siðustu árum hefur bygg- ingarvöruverslun fyrirtækisins vaxið mikið og þjónusta við bygg- ingariðnaðinn aukist mjög. Að sögn Stefáns Teitssonar er höfuðvandi fyrirtækisins í dag skortur á rekstursfé. En eru bjart- ari tímar framundan? — Já, ef verðbólga fer minnkar og jafn- vægi kemst á í efnahagsmálunum rísa atvinnuvegirnir upp aftur, sagði Stefán Teitsson að lokum. - JG. Alþingi verði ekki slitið án lausnar á húsnæðismálunum Umræðugnindvöllurinn „fyrir lausn á ríkjandi neyðarástandi í hús- næðismálum", sem þingflokkar stjórnarandstöðunnar afhentu Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra og Þorsteini Pálssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, í gær- morgun, er svohljóðandi: „Þingflokkar í stjórnarandstöðu á Alþingi vilja hér með vara hæstvirta ríkisstjórn og þing- meirihluta við því að slíta þingi, án þess að leysa ríkjandi neyðar- ástand í húsnæðismálum. Við viljum minna formenn stjórnarflokkanna á, að orsakir þessa neyðarástnds eru m.a.: — skert greiðslugeta lántakenda vegna afnáms vísitölubindingar launa en ekki lána, sem forsætis- ráðherra hefur kallað mistök, — hækkun raunvaxta I kjölfar „vaxtafrelsis", sem formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði „tímamótaákvörðun". Við teljum, að forystumönnum stjórnarflokkanna beri skylda til að beita sér fyrir því, að fyrir þessi mistök verði bætt, án frekari tafar. Afkoma þeirra fjölmörgu fjölskyldna, sem nú eiga eignir sínar undir uppboðshamrinum, er í húfi. Þingflokkar stjórnarandstöð- unnar hafa náð samkomulagi um breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um greiðslu- jöfnun húsnæðislána. Aðalatriöi þeirra tillagna er að stjórnvöld viðurkenni undanbragðalaust þann umframreikning, sem lántak- endum hefur verið gert að greiða, vegna misgengis launa og láns- kjara og hækkunar raunvaxta, umfram verðbólgu. I breytingartillögum stjórnar- andstöðunnar felst m.a.: að auk byggingarsjóða ríkisins nái greiðslujöfnunin einnig til banka og lífeyrissjóða, að réttur lántakenda verði skilgreindur og viðurkenndur, án tillits til vanskila eða mats embættismanna, að útreikningur „greiðslu- marks" miðist við kauptaxtavísitölu, að vextir verði lækkaðir, að veittur verði sérstakur skattaafsláttur, skv. nánari reglum (réttur til skattaaf- sláttar takmarkist við tiltekna skuldlausa eign lántakenda). Þessar tillögur stjórnarandstöð- unnar um lausn á ríkjandi neyðar- ástandi, eru lagðar fram með von um að samkomulag geti tekist á Al- þingi um þessar eða aðrar sam- bærilegar aðgerðir, fyrir þing- lausnir. Um fjáröflun í þessu skyni vill stjórnarandstaðan taka það fram, að hún er ekki til viðtals um nýjar erlendar lántökur. Þess í stað vísa stjórnarand- stöðuflokkarnir til áður framlagð- ra fjáröflunartillagna, við af- greiðslu fjárlaga og með sérstök- um frumvarps- og tillöguflutningi á Alþingi. Auk þess lýsa stjórnarandstöðu- flokkarnir sig reiðubúna til að leita samkomulags við stjórnar- flokkana um aðrar innlendar fjár- öflunarleiðir, hvort heldur er með skattlagningu og/eða tilfærslum innan ramma fjárlaga. Aðalatriðið að okkar mati er, að Alþingi verði ekki slitið fyrr en lántakendur hafi fyrir því full- nægjandi tryggingu, að lausn sé fundin á ríkjandi neyðarástandi. Undir yfirlýsinguna skrifa: Svavar Gestsson f.h. Alþýðu- bandalagsins, Jón Baldvin Hannibalsson f.h. Alþýðuflokks- ins, Guðmundur Einarsson f.h. Bandalags jafnaðarmanna og Guðrún Agnarsdóttir f.h. Sam- taka um kvennalista. Flokksstjóm Alþýðuflokksins: 3,5 milljörðum verði árlega varið til hús- næðismála af fjárlögum FLOKKSSTJÓRN Alþýðunokksins samþykkti þann 18. þ.m. eftirfarandi ályktun „um aðgerðir vegna neyðar- ástands í húsnæðismálum“. „Flokksstjóm Alþýðuflokksins varar ríkisstjórn og þingmeiri- hluta við því að slíta Alþingi, án þess að leysa ríkjandi neyðarástand í húsnæðismálum. Helztu orsakir þessa neyðar- ástands eru: Skert greiðslugeta lántakenda vegna afnáms vísitölu- bindingar launa en ekki lána, sem forsætisráðherra hefur kallað mis- tök. Og hækkun raunvaxta í kjölfar vaxtafrelsis, sem formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði tíma- mótaákvörðun. Flokksstjórn Alþýðuflokksins leggur til að gerðar verði eftirfar- andi ráðstafanir: I Fjáröflun 1. 3,5 milljörðum króna verði varið árlega til húsnæðismála af fjár- lögum næstu árin. 2. Tekna verði aflað með: — Launaskatti, er verði skilað til byggingarsjóðanna. — Stighækkandi eignarskatts- auka næstu 2 ár, skv. tillögum Alþýðuflokksins. — 5% af bindifé Seðlabankans verði varið til húsnæðismála. — Hagnaði Seðlabankans og refsivaxtafé verði varið í sama skyni. — Veltuskatti af verzlun og þjón- ustu verði varið til húsnæðis- mála. •Þessir tekjustofnar skilja 3,5 millj- örðum til húsnæðismála. II Leidrétting á lánskjörum eftir 1982 1. Greiðslubyrði húsnæðislána hækki ekki umfram hækkun kaupgjalds á hverjum tíma. 2. Endurskoðaður verði grunnur lánskjaravísitölu. 3. Umframgreiðslur lántakenda vegna misgengis launa og lánskjara sl. 3 ár verði leiðréttar með: — lengingu lánstíma — skuldbreytingum í banka- kerfi — sérstökum skattafslætti — vaxtalækkun. III Útlánastefna og lánskjör • Tillögur Alþýðuflokksins um fjáröflun duga til að standa undir eftirfarandi útlánastefnu og láns- kjörum: 1. 60%lán úr Byggingasjóði ríkis- ins þegar á næsta ári til þeirra sem byggja í fyrsta sinn. 2. Bankar og lífeyrissjóðir veiti langtímalán fyrir því sem á vantar í 80% lánahlutfall. 3. Forgangslán tii fyrstu íbúðar verði takmörkuð við stærðar- mörkin 90—110 mJ, eftir fjöl- skyldustærð. 4. Sérstakur skattafsláttur verið veittur þeim, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn. 5. Lánin verði afborgunarlaus fyrstu 3 árin og greiðslusbyrði léttari fyrstu árin. 6. Lán til kaupa á eldri fbúðum nemi a.m.k. 50% af lánum til nýbygginga, bundið því skilyrði að útborgun fari ekki yfir 50% og eftirstöðvar verði til lengri tíma. 7. Veitt verði verkamannabú- staðalán til kaupa á eldri íbúð- um og fleir valkostir viður- ke'nndir í félagslegum íbúðab- yggingum, með stuðningi við búseturéttarbreytinguna. 8. A.m.k. þriðjungur árlegrar íbúðaþarfar verði leyst á fé- lagslegum grundvelli." Skoðanakönnun DV: Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt í borginni 8JÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 12 borgarfulltrúa kjörna af 15 ef nú væri kosið til borgarstjórnar samkvæmt skoðanakönnun DV, en niðurstöður þessar birti blaðið í gær. Alþýðuflokkur fengi einn borgarfulltrúa, Alþýðu- bandalag 1 og Kvennaframboð 1. Nú eru borgarfulltrúar 21 og Sjálfstæðis- flokkur með 12, Alþýðuflokkur 1, Alþýðubandalag 4, Kvennaframboð 2 og Framsóknarflokkur 2. 1 könnun blaðsins voru 600 reykvískir kjósendur spurðir. Óákveðnir voru 182 eða 30,3% og 69 svöruðu ekki eða 11,5%. Ef að- eins er tekið tillit til þeirra, sem tóku afstöðu, skiptast hlutföllin sem hér segir samkvæmt DV: Nú Kosningarnar Alþýðuflokkur 6,6% 8% Framsóknarflokkur 4,0% 9,5% Bandalag jafnaðarmanna 1,7% — Sjálfstæðisflokkur 69,9% 52,5% Alþýðubandalag 10,9% 19,0% Kvennaframboð 6,6% 10,9% Flokkur mannsins 0,3% —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.