Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 21. MAf 1985 63 Berjist gegn vandanum en bætið ekki á hann Palli skrifar: Skyldi bjórfrumvarpið verða tii að skapa einingu innan flokkanna á Alþingi okkar íslendinga? Þegar talað er um áfengismál og eiturlyf er unglingavandamál að- alumfjöllunin í því sambandi. Það gleymist jafnan að geta þeirra sem skapa vandann. Við skulum ætla, að á Alþingi íslendinga sé þessi vandi ekki fyrir hendi. Við skulum ætla, að þeir sem þar sitja séu flestir komnir af unglingsárunum. Hvers vegna leggjum við ofurkapp á að bjarga mönnum úr lífsháska? Er það ekki þeirra eigið mál, frjáls- ræði, að hver og einn ráði ferðum sínum og gjörðum? Hvers vegna gera heilbrigðisyfirvöld tilraunir til að hefta útbreiðslu sjúkdóma? Hvers vegna eru menn oft settir í einangrun vegna hættu á smit- sjúkdómi sem þeir kunna að hafa borið með sér til landsins? Eru þetta ekki frjálsir menn og hvað er þá að óttast? Hvers vegna eru hömlur á innflutningi matvæla? Vegna smithættu? Af hverju er allt þetta kapp lagt á að útrýma sjúkdómum á sama tíma og verið er að tala um áfeng- issýki og miklum fjármunum eytt í byggingu meðferðarheimila, sjúkrastöðva og taugadeilda? Hvers vegna gengur ríkisvaldið í fararbroddi með að flytja þenn- an lífshættulega sýkil inn í land- ið? Eigum við svo að bæta gráu ofan á svart með því að bæta bjórnum við drykkjubölið? Ég vil síður en svo dæma þá menn sem ánetjast hafa áfengisbölinu. Þeir hafa ekki skapað vandann. En það er löggjafarvaldið og milliliða- gróðabraskararnir sem bera alla ábyrgð á vandanum. Enginn ofdrykkjumaður mælir heilshugar með sterkum bjór, heldur þvert á móti, því þeir þekkja vandamálið. Þeir þyrftu að láta meira í sér heyra. Þeir geta látið skoðun sína í ljósi hræsnis- laust, því í mörgum fyrrverandi og núverandi drykkjumönnum blunda bestu sálir þessa lands. Al- þingismenn! Látið fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um bjórfrum- varpið. Ég trúi því að þjóðin beri gæfu til að vísa þeim vágesti frá. Berjist gegn vandanum en bætið ekki á hann. Lítil kveðja til ríkisstjórnarinnar Jóhann Þórólfsson, Norðurbrún ,1 skrifar: Hvað ætlar ríkisstjórnin lengi að horfa upp á það hvað þjóðin er illa á vegi stödd án þess að gera einhverjar ráðstafanir? Hvað um efnahagsmálin? Ég held að tími sé til kominn að ráðherrar vakni af værum blundi og fari að gera eitthvað að gagni í stað þess að vera með endalausar ráðagerðir, en framkvæma ekki neitt. Það væri skömm að segja að það sætu duglegir menn við stýrið, enda kannski eðlilegt, þar sem framsóknarmenn hafa völdin. Þeir þyrftu nú að fá að fara að hvíla sig. Það þurfa kjósendur að tryggja við næstu kosningar. Það getur enginn stjórnað með þeim, reynslan í gegnum árin sýnir það bezt og sízt af öllu Sjálfstæðis- flokkurinn. Já, rikisstjórnin hefur svo sem verið dugleg við eitt í efnahags- málum, þ.e. að ráðast á þá lægst launuðu og rýra kaup þeirra stórkostlega svo verkafólk nær engan veginn endum saman nema með lánum á lán ofan. Ríkisstjórnin er rausnarleg við að halda veizlur á kostnað skattgreiðenda. Þar standa þeir sig vel ráðherrarnir. En þá er það líka upp talið. Jæja, nú sný ég við blaðinu og ræði um vandamál foreldra, ekki unglinga, eins og margir vilja hafa það. Unglingarnir eru miklu betri en foreldrarnir, sem eru að ala þá upp. Ef unglingar gera það sem þeir ekki mega er það uppeldinu að kenna. Hvaða uppeldi fá þau börn þar sem bæði hjónin drekka og eru á böllum og í partíum lon og don framundir morgun? Koma svo blindfull heim og fara oft að rífast og jafnvel slást. Svo bætir ekki úr skák að börn og unglingar fá að horfa á stríðsmyndir og annan óþverra í sjónvarpinu, eins og víða er. — Ég held að foreldrar ættu að fræða börn sín um frelsarann og kristindóminn og kenna þeim góða siði — kenna þeim faðir vorið og bænir. Það væri betra veganesi en að glápa á sjónvarp og myndband. Æskan á aö erfa landið og til þess að henni vegni vel þarf hún að fá gott uppeldi. Þar þurfa for- eldrar og skólar að taka sig á og kenna meira um trúmál. En æsk- an í dag er góður efniviður. Skrýtinn vinsældalisti S.R. og G.T. skrifa: Við erum hér tveir Duran Duran-aðdáendur og viljum taka undir þær fyrirspurnir af hverju „Save a Prayer" og „Some like it hot“ komust ekkert áfram á vin- sældalista rásar 2. Við vitum um fleiri, fleiri krakka sem kjósa þessi lög á listann. Þetta er farið að verða svolítið undarlegt og meiriháttar skrýtið. ★ Skrifborð ★ Skjalaskápar ★ Tölvuborð ★ Veggeiningar ^ ★ Norsk gæðavara ★ Ráðgjöf við skipulagningu E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 Látið JOKI vinna verkið með styrk og lipuró JOKI færibandamótorar vinna nær hvaða verk sem er án erfiðis, án hávaða, án afláts. Lokaðir, olíukældir og sjálfsmyrjandi útiloka þeir bæði raka og óhreinindi. Þess vegna er hreinsun auðveld og allt viðhald ein- falt og ódýrt. I verksmiðjum, verslunum eða fiskvinnslustöðum eru JOKI færibandamótorar trygging fyrir hreinlæti og hagkvæmni í rekstri. JOKI er fáanlegur með stiglausri hraðastillingu. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN SELJAVEGI 2 SfMI 242S0 REYKJAVlK Ódýzlr varahlutir í bíla og vmnuvélar Við seljum aðeins viðurkennda vara- hluti írá virtum íramleiðendum - vönduð vara sem notuð er aí bíla- og vinnuvélaverksmiðjum víðs vegar um heiminn. • Stimplar og slííar • Stimpilhringir • Pakkningar • Vélalegur • Knastásar • Tímahjól og keðjur • Ventlar • Olíudœlur • Undirlyítur o.fl. ÞJÓNSSOH&CO Skeifunni 17, Reykjavík S: 84515 og 84516 . o o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.