Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 33
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAl 1985 33 Sovétríkin: Vilja fá bestu- kjara-samninga - í viðskiptum sínum við Bandaríkjamenn Moskvu, 20. maí. AP. MALCOLM Baldrige, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, átti í dag fund með Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétmanna, í Moskvu og er hann fyrsti bandarískí ráðherrann, sem hann hittir ef frá eru skildir þeir, sem voru viö útlor Chernenkos. í Moskvu standa nú yfir fyrstu viðræður Bandaríkjamanna og Sovétmanna um viðskipti, sem fram hafa farið í sjö ár. Síðustu viðskiptaviðræður þjóð- anna fóru fram árið 1978 en ríkis- stjórn Carters hætti þeim eftir innrás Sovétmanna í Afganistan. Þeir Gorbachev og Baldrige hafa að sjálfsögðu rætt um viðskipta- málin en það eitt er þó vitað með vissu um fund þeirra í dag, að þeir töluðu í langan tíma um hesta, sem báðir hafa mikinn áhuga á. Baldrige og Nikolai S. Patolich- ev, utanríkisviðskiptaráðherra Sovétríkjanna, settu fundinn í dag og hóf Patolichev mál sitt með því að fara fram á það við Banda- ríkjamenn, að Sovétmenn fengju að njóta bestu-kjara-samninga í viðskiptum við þá. Eru slík kjör annars ætluð þeim þjóðum, sem eru í nokkru vinfengi við Banda- ríkjamenn. Ekki er talið líklegt, að við þessum óskum verði orðið nema Sovétmenn slaki á klónni gagnvart gyðingum og ieyfi fleir- um að flytjast úr landi. Sri Lanka: Stjórnarhermenn myrða 59 Tamfla ('olombo, Sri Lanka, 20. maí. AP. Stjórnarhermenn á Sr' Lanka myrtu fyrir helgi 59 óvopnaðe Tam- íla, brenndu líkin og reyndu síðan að fela verksummerkin. Eru þessar fréttir hafðar eftir einum leiðtoga Tamfla. Paul Nallanayagam, leiðtogi Tamila í bænum Kalmunai á aust- urströndinni, sagði í gær, að her- menn úr öryggissveitum stjórnar- innar hefðu á föstudag og laugar- dag skotið til bana 59 óvopnaða Tamíla. Hefðu þeir sfðan grafið líkin en svo tekið þau upp aftur og brennt þau til að reyna að fela ódæðisverkið. Héraðsstjórinn á þessum slóðum segist enga vitn- eskju hafa um þetta en Nallana- yagam hefur farið fram á opin- bera rannsókn. Június R. Jayewardene, forseti Sri Lanka, fordæmdi í gær þau grimmdarverk, sem hermenn stjórnarinnar hefðu gert sig seka um og hvatti til meiri aga í hern- um. Tilkynnti hann jafnframt, að herinn yrði efldur að mönnum og vopnum í baráttunni við skæru- liða Tamíla, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki á norðurhluta eyj- arinnar. Enn eitt fórnarlamb hermannaveikinnar Sufford, Englandi, 20. nuí. AP. TALSMAÐUR sjúkrahússins í Stafford greindi frá því í dag að 72 ára gömul kona hefði látist i nótt, banameinið hefði verið hermanna- veiki og þar með hafa 37 látist úr veikinni í þeirri hrinu sem staðið hefur yfir síðustu vikurnar á þessum slóðum. 46 sjúklingar eru haldnir her- mannaveiki í sjúkrahúsum á þess- um slóðum og sumir þeirra eru þungt haldnir. Síðasta dauðsfallið kom innan við sólarhring eftir að heilbrigðisyfirvöld lýstu yfir bjartsýni á að veikin væri loks í rénun þar eð enginn sjúklingur hefði bæst við í tvo sólarhringa. Hermannaveiki berst með bakt- eríum sem er að finna í vatni og jarðvegi og lýsir sér sem slæm inflúensa eða lungnabólga. Lækn- ar í Stafford-sjúkrahúsinu, þar sem flestir sjúklingarnir eru sam- ankomnir, sögðu í dag að óvíst væri að það fyndist nokkurn tím- ann út með hvaða hætti sjúkdóm- urinn náði sér á strik, því athug- anir sem gerðar voru á raka í loftræstikerfi hússins hefðu leitt í ljós að hermannabakteríurnar voru eigi þar í leyni. Engin ein dýna er rétt fyrir alla. ÓsKir um verð og gerð eru margbreytilegar eftir efnum og ástæðum. En þar komum við inn í málið og hönnum þá einu réttu fyrir hvern og einn - fyrir öll hugsanleg rúm og aðstæður. Og það er mesti misskilningur að slík persónuleg þjónusta sé dýrari. Verðið fer eftir gerðinni og gerðirnar eru margar-já allt niður í ótrúlega ódýrar. 121 REYKJAVlK Frambrettí á MAZDA 323 ’81—85 kostar 5.240 krónur. Hvað kostar frambrettí á bílínn þínn?: BILABORG HR Smiðshöfða 23. S. 81265

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.