Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JtJNl 1986 Samningaviðræður VSÍ og landssambanda ASÍ: „Sýnist að þetta sé að verða vonlítið u — segir framkvæmdastjóri VSI sem kallar framkvæmdastjórn sína til fundar á mánudag VAXANDI vantrúar gætir nú gæta medal forystumanna Vinnuveitendasam- bandsins um að samningar við AlþýAusambandið og aðildarfélög þess og landssambönd takist á nsstunni, eins og tillaga VSl fri 23. fyrra mánaðar gerði ráð fyrir. Telja samningamenn VSÍ að líkur á samningum hafi minnkað með hverjum fundi, sem haldinn hefur verið í vikunni með landssamböndum ASÍ, eins og fram kom í blaðinu í gær. „Því miður sýnist mér að þetta hálfu landssambandanna og að þessa vonleysis gæti í röðum atvinnurekenda,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, i gærkvöld. „Ég tel að það skipti miklu máli að reynt verði til þrautar að komast að niðurstöðu í þeim viðræðum, sem nú standa yfir.“ sé að verða vonlítið," sagði Magn ús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ að loknum fundi samninga- ráðs sambandsins síðdegis í gær, þar sem ákveðið var að kalla sam- an framkvæmdastjórn VSÍ á mánudagsmorguninn. Á þeim fundi verður gerð grein fyrir þeirri stöðu, sem samningaráði VSÍ sýnist vera komin upp. Fljót- lega eftir helgina verður svo hald- inn sá fundur samningamanna VSl og forystumanna Alþýðu- sambandsins, sem upphaflega átti að halda í gær. Það voru forystumenn Lands- sambands iðnverkafólks og Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, sem hittu samningamenn VSÍ í gær. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, sagði eftir fundinn að þar hefðu málin ekki verið rædd efnislega heldur farið yfir stöðuna vítt og breitt. „Við skýrðum málin og gerðum grein fyrir þeim breyting- um, sem við teljum nauðsynlegt að gera á gildandi samningi ef á að koma til nýs samnings," sagði Guðmundur. Magnús Gunnarsson sagði að af Dagsbrúnar hefðu á undanförnum dögum verið lagðar fram „veru- legar kröfur, sem yrðu atvinnufyr- irtækjunum miklu dýrari en við höfðum gert ráð fyrir þegar við lögðum fram okkar tillögu," eins og hann orðaði það. „Þar má til dæmis nefna kröfu fiskvinnslu- fólks um 25 krónu viðbót á tfma- laun. Þessi krafa þýddi ein sér.ef hún kæmi til framkvæmda, 17% kostnaðarhækkun fyrir fisk- vinnsluna — þannig að upphafs- hækkunin með tilboði VSI yrði tæplega 25%. Vitaskuld vildu flestir fiskverkendur hækka laun sins fólks en eins og ástandið er i greininni er það einfaldlega ekki hægt,“ sagði Magnús. Hann sagði að samsvarandi krafa hafi komið fram á fundinum með Landssam- bandi iðnverkafólks. „Sum sam- böndin hafa verið hógværari en önnur en það verður að segjast eins og er, að það kemur okkur talsvert á óvart að þeir vilji ekki nálgast samningagerð á annan hátt nú en gert hefur verið í gegn- um árin “ sagði framkvæmda- stjóri VSI. „Mér þykja það vondar fréttir Birgir ísleifur um landbúnaðarfrumvarpið: Vinsælda- listi rásar tvö Vinsældalisti rásar tvö var valinn í gær mílli klukkan 16.-00 og 19:00. Hann lítur þannig út: 1. (1) A view to a Kill — Duran Duran Axel F. - Harold Fal- termayer 19 — Paul Hartcastle Cloud across the moon — Rah band Lover come back to me — Dead or Alive Just a Gigolo, Aint got nobody — David Lee Roth (12) Raspberry beret — Prince (7) The Beast in Me — Bonnie Pointer (9) Some like it hot — Power Station (8) The unforgettable Fire - U2 2.(2) .3. (3) 4. (5) 5. (6) 6. (4) 7. 8. 9. 10. Morgunbl&ðið/Júltua Borgarfulltrúar Kvennaframboðsins á borgarstjórnarfundinum í gæn „Ungfrú spök“, Magðalena Schram, og „Ungfrú meðfærileg", Guðrún Jónsdóttir Uppákoma í borgarstjóm: Kvennaframboðið mót- mælti þeirri kvenímynd sem að konum er haldið VIÐ UPPHAF borgarstjórnarfundar síðdegis í gær kvaddi Guðrún Jóns- dóttir sér hljóðs utan dagskrár og las upp bókun frá borgarfulltrúum Kvennaframboðsins þar sem mót- „Er alls óbundinn af samkomulagi ef frumvarpið fer ekki í gegn“ VERÐI framleiðsluráðslagafrum- varpið ekki að lögum á þessu þingi, eru dagar þess taldir, þar sem Birgir ísieifur Gunnarsson, einn höfunda frumvarpsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ef það yrði ekki að lögum á þessu þingi, þá teldi hann sig óbundinn af þvf samkomu- lagi sem náðist um gerð þess, og að bann myndi beita sér fyrir breyttu frumvarpi á næsta þingi. „Ég átti þátt í því að semja þetta frumvarp," sagði Birgir Is- leifur, „og í þessu frumvarpi er leitast við að ná sáttum milli and- stæðra sjónarmiða — milli bænda annars vegar og neytenda í þétt- býli hins vegar. Jafnframt var leitast við að miðla málum eins og hægt var, milli einstakra bú- greina, því það er alveg ljóst að hagsmunir hinna einstöku bú- greina fara alls ekki saman í öll- um atriðum. Þetta er því mikið samkomulagsmál, bæði innan þeirrar nefndar sem samdi frum- varpið og jafnframt á milli stjórn- arflokkanna." Birgir ísleifur sagði jafnframt: „Ef þetta frumvarp fer ekki í gegn á þessu þingi, þá lit ég svo á, að ég sé alls óbundinn af þvi samkomu- lagi sem þarna var gert og mun að sjálfsögðu taka upp ýmsar hug- myndir sem ég hef verið með, ef nýtt frumvarp verður samið.“ Birgir ísleifur sagði að þær hug- myndir sínar gengju í töluvert aðra átt en þetta frumvarp gerði. „Ég hygg að þær hugmyndir séu alls ekki í samræmi við þær hug- myndir sem höfðingjarnir í Bændahöllinni hafa, en það eru einmitt þeir sem eru að reyna að bregða fæti fyrir þetta frumvarp nú.“ Birgir ísleifur var spurður hvort hann væri búinn að missa trúna á að frumvarpið yrði að lög- um á þessu þingi: „Eg tel enn ekki ástæðu til þess að ugga, en ég geri mér grein fyrir því að ýmsir for- ystumenn í Bændahöllinni eru uppi með mikinn áróður í þá átt, að bregða fæti fyrir frumvarpið." Borgarfógetaembættið: Samkvæmt þinglýsmgalögum ber okkur ekki að bera saman undirskrift á skuldabréfi og afsali segir Hans Wium, fulltrúi yfirborgarfógeta „Öllum þeim, sem hafa með veð- bréf að gera og stunda verðbréfavið- skipti, er kunnungt nm að samkvæmt pinglýsingalögunum ber okkur hjá Borgarfógetaembættinu ekki að bera saman undirskrift á skuldabréfum og afsali," sagði Hans Wium, fulltrúi yf- irborgarfógeta, þegar hann var spurð- ur um hvað værí hæft í því að bjá mrgarfógeta væru skuldabréfum þinglýst á eignir fólks án þess að und- irskríft á bréfunum væri borin saman við afsalið. ,Ég varð satt að segja undrandi á ummælum Gunnars H. Hálfdanar- sonar. 'ramkvæmdastjóra Fjárfest- ingarfélagsins, um starfsaðferðir Borgarfógetaembættiðins þvf ég hlýt að ganga út frá því sem vísu að Gunnar viti þetta líka. Hlutverk veröbréfasalans í þessum viðskipt- um er að ganga á eftir því við útgef- anda veðbréfanna að hann hafi i raun og veru gefið bréfin út,“ sagði Hans. Þegar skjal kemur til þinglýs- ingar er athugað hvort útgefandinn á bréfinu sé þinglýstur eigandi og ef hann er það þá er bréfinu þinglýst á eignina, sem er verið veðsetja. Ef útgefandinn er ekki þinglýstur eig- andi er athugað hvort yeðleyfi fylgi frá þinglýstum eigandaog að það sé rétt útbúið, vottað og dagsett. „Ég tel það alveg ótvírætt að það sé verðbréfasalans að sjá um að veðbréf, sem nann selur séu ekki fölsuð. Máli mínu til stuðnings vil ég benda á að fyrir nokkrum vikum þinglýsti ég veðskuldabréfum á ákveðna eign. Þau skuldabréf fóru í sölu hjá verðbréfasala. Verðbréfa- salinn hafði samband við útgefenda bréfanna, sem kannaðist ekki við að hafa gefið tiltekin veðbréf út. I framhaldi af því kærði verðbréfa- salinn málið til Rannsóknarlög- reglu ríkisins og bréfunum var komið til okkar til afleysingar. Við gátum ekki fundið út hver hafði falsað undirskriftirnar í þessu tilviki en nokkrum dögum síðar fengum við ný skuldabréf til þinglýsingar á aðra eign. Þessi nýju bréf voru áberandi Hk beim fyrri þannig að ég ’nafði samband við til- greindan útgefanda að þeim. Hann kannaðist ekki við að hafa gefið þessi bréf út. Því fór það mál beint til Rannsóknarlögreglu ríkisins og við biðum síðan eftir þvi að vitjað yrði um bréfin eins og raun varð á. í framhaldi af því könnuðum við öll þinglýst skjöl langt aftur í tím- ann og fundum þá að við höfðum þinglýst einni „séríu“ eins og við köllum það á enn aðra eign. Við yf- irheyrslu játaði sá er var handtek- inn vegna fyrri fðlsunar að hafa líka falsað þau bréf. Hið eina sem hægt er að gera til að fyrirbyggja fölsun sem þessa er að verðbréfasalar hafi samband við útgefanda veðbréfanna til að kanna réttmæti þeirra. Og að minu áliti verður að tryggja að veðbréf séu ekki útbúinn af ððrum en lögfræð- ingi eða löggiltum fasteignasala,“ sagði Hans að iokum. mælt er „þeirri kvenímynd, sem haldið hefur verið óvenju sterkt að okkur konum síðustu vikur í tilefni nýafstaðinnar fegurðarsamkeppni**. Voru umræddir borgarfulltrúar af þessu tilefni klæddir í síðkjóla og voru auk þess með borða og kórón- ur. Borgarstjóri kvaddi sér hljóðs í framhaldi af þessu og taldi uppá- komu Kvennaframboðskonum þeim til minnkunar og borgarstjórn til vansæmdar. „Ástæðan fyrir þvi að við velj- um fund borgarstjórnar, sem vett- vang mótmæla okkar, er forganga borgarstjóra við að viðhalda áður- nefndri ímynd og ummælum hans við krýningu fegurðardrottningar nýlega. Við það tækifæri gerðist hann opinber fulltrúi karlremb- unnar og sýndi sinn innri mann með þvi að reyna að vera fyndinn á kostnað kvenna,“ stóð einnig i bókun kvennanna. Þær kváðust mundu hegða sér i samræmi við boðskap þessarar ímyndar á fund- inum til að mótmæla henni. Yrði því nokkur misbrestur á málefna- legri afstöðu þeirra á fundinum, tilkynntu þær líka. í framhaldi af þessu lögðu þær fram á fundinum bókanir við afgreiðslur ýmissa mála þar sem gjarnan var lagt út af kvenímyndinni. Davíð Oddsson borgarstjóri kvaddi sér hljóðs eftir ræðu Guð- rúnar og sagði þessa uppákomu Kvennaframboðsins afar sér- kennilega. Hann hefði aldrei kynnst slíku þau 11 ár sem hann hefði átt sæti í borgarstjórn. Sýndi þetta ef til vill vel tilgang starfs Kvennaframboðsins í borg- arstjórn. „Mér finnst þær hafa orðið sér til minnkunar með þess- ari framkomu og borgarstjórninni til vansæmdar,“ sagði borgarstjóri einnig. „Ég geri þó ekki athuga- semdir við það nú eða framvegis hvaða einkennisbúnað Kvenna- framboðið kýs sér.“ Nokkrir stuðningsmenn Kvennaframboðsins voru á áheyr- endapöllum borgarstjórnar við upphaf fundarins, og voru þær einnig klæddar til fegurðarsam- keppni. Ein raeira að segja á sund- bol. Skreyttu þær sig ýmsum ung- frúr-titlum. M.a. mátti sjá: Ung- frú spök, meðfærileg, þögul, und- irgefin, brosmild, SVR, eyrnasmá, ljúf, síung ogungfrú samþykk, svo eitthvað sé uefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.