Morgunblaðið - 07.06.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 07.06.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 43 Kristjana Baldvins dóttir — Fædd 20. júlí 1912 Dáin 29. maí 1985 Á laugardag fyrir tæpum hálf- um mánuði kvaddi ég mágkonu mína við húsdyr hennar eins og svo oft áður. Hún var hress og kát að venju og hafði orð á því að vel viðraði til að bregða sér á reiðhjól- ið. Erfitt er að sætta sig við að þetta var síðasta kveðjan. Kristjönu, manni hennar Karli Jónssyni frá Mörk og börnum þeirra hjóna kynntist ég er þau bjuggu á Austurvöllum við Kapla- skjólsveg. Mér var tjáð að kalli ástarinnar hafi hún hlýtt af ein- urð og festu er hún giftist ung að aldri. Ástúð, hlýja og æðruleysi einkenndu heimilið á Austurvöll- um og bæði voru þau hjónin ætíð reiðubúin til að leysa vanda ann- arra og heimili þeirra var vinum og vandamönnum jafnan sem í al- faraleið. Við fráfall Hjörleifs bróður Kveðjuorð Kristjönu urðu þau Kristjana og Karl mikilvæg kjölfesta í lífi barna hans ungra. Það ber að þakka ásamt því andlega skjóli sem heimili þeirra ætíð var. Kristjana var einstaklega dag- farsprúð og hógvær kona, en föst fyrir og skapstór ef því var að skipta. Það var eðli hennar að sjá hið góða í fari manna, en hroki og stærilæti voru henni lítt að skapi. Gleði var hluti af lífsmynstri fjölskyldunnar á Austurvöllum og ef til vill vegna þess hve Kristjana var handgengin gleðinni reyndist henni sorgin mjög þungbær er hún á fáum árum missti eigin- mann, son og dóttur. Síðustu mánuðina gekk Krist- jana ekki heil til skógar, en veik- indi sín ræddi hún ekki. I góða veðrinu daginn eftir okkar fund tók Kristjana út hjólið sitt, en ferðina í kirkjugarðinn sem hún ætlaði sér að fara í vik- unni komst hún ekki á hjólinu sínu, en fer nú í fylgd margra ást- vina, sem kveðja hana með mikl- um söknuði. Börnum Kristjönu og Karls og fjölskyldum þeirra sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur mínar og barna minna. Sigríður Valgeirsdóttir Minning: Friðbjörn Asbjörns son, Hellissandi Fæddur 4. september 1892 Dáinn 27. maf 1985 Friðbjörn er fæddur á Öndvarð- arnesi 4. september 1892, sonur þeirra merkishjóna Hólmfríðar Guðmundsdóttur frá Purkey á Breiðafirði og Ásbjarnar Gísla- sonar formanns þar. Á öndvarð- arnesi var aflasælt og stutt til gjöfulla fiskimiða, en þar var afar erfið og hættuleg brimlending, þar sem úthafsaldan fellur með full- um þunga að öllum lendingum framan á Snæfellsnesi. Með for- eldrum sínum flutti Friðbjörn sem barn til Hellissands, þar ólst hann upp á einu best stæða og fjöl- mennasta hemili á Sandi, systkin- in urðu fjórtán, af þeim komust níu til fullorðinsára. Hólmfríður móðir þeirra barna var talin ein- stök gæðakona, er rétti fátækum til beggja handa og óx þeim þó auður í búi. Ásbjörn faðir þeirra var talinn afburða formaður, ör- uggur stjórnandi, mikill aflamað- ur og fór vel að sjó. Synir hans stunduðu sjóróðra með honum strax á unglingsaldri. Friðbjörn tileinkaði sér alla hina mörgu góðu formannskosti föður síns. Hann varð ungur formaður á haust- og vorvertíðabátum, en tuttugu og eins árs formaður á vetrarskipi. Um það leyti, eða 20. desember 1913, kvæntist hann Júníönnu Jóhannesdóttur, hinni mestu myndarkonu, hún var dótt- ir Ingibjargar Pétursdóttur frá Malarrifi og Jóhannesar Jónsson- ar frá Einarslóni, voru þau orð- lögð fyrir dugnað. Friðbjörn og Júníanna byggðu sér hús á Sandi og hafa búið þar mestan hluta ævi sinnar, þau eignuðust fimm börn, fyrst tvíbura er dóu rétt eftir fæð- ingu, þau sem upp komust voru þrjár mjög efnilegar dætur, Ást- rós, gift Sveinbirni Benediktssyni póst- og símastjóra á Hellissandi, þau eiga fjóra mjög efnilega syni, Jóhanna, gift Aðalsteini Guð- mundssyni trésmið, búsett i Reykjavík, Hólmfríður, gift Guð- mundi Valdimarssyni verkstjóra, búsett í Reykjavík, þau eiga eina dóttur; allir hinir ágætustu menn. Þau Júníanna og Friðbjörn áttu myndarheimili á Sandi, voru mjög samhent í störfum. Framan af gekk hún með honum að heyskap, fiskaðgerð og í önnur útiverk, þeg- ar heimilisástæður leyfðu. Friðbjörn var áraskipaformað- ur á Hellissandi um áratugi, svo farsæll og fengsæll að af bar, ég held ég gangi ekki á annarra hlut þó ég telji hann hafa flutt mestan afla að landi á áraskipi um sína formennskutíð. Ég spurði hann eitt sinn hvað hafi valdið aflsæld hans, öðru framar, því er erfitt að svara sagði hann, sterkur áhugi hefur mikið að segja, þó maður geti ekki rökfært það, nákvæmni á fiskimiðum og úrvals mannskap- ur, sem oft varð þess valdandi að ég gat valið um þau mið er ég taldi mesta aflavon á. Eftir að árabátaútgerð lagðist niður stunduðu þeir sameignarút- gerð Friðbjörn og ólafur Jóhann- esson mágur hans og farnaðist þeim sú útgerð mjög vel, þar til Ólafur fluttist til Reykjavíkur og þeir hættu útgerð, eftir það stund- aði hann vinnu við fiskflökun í frystihúsi Hellissands dag hvern fram yfir áttræðisaldur. Eftir það dvöldust þau í eigin húsi í návist Ástrósar, Sveinbjarnar og barna þeirra og nutu ástúðar og umönn- unar þeirra á allan hátt þar til þau flytjast til Reykjavíkur að Hrafnistu 1978, þar sem þau fengu dvalarstað út af fyrir sig og nutu ástúðar dætra sinna Hólmfríðar og Jóhönnu og fjölskyldna þeirra og heimsókna hinna er nú voru fjær. Konu sína missti hann 7. sept- ember 1983, var lík hennar flutt til greftrunar að Ingjaldshóli. Á Hrafnistu leið honum vel að öllu því er hægt er að veita, og er öllum þakklátur fyrir einlæga um- önnun og ástúð starfsfólks, en langir eru oft blinds manns dagar, því Friðbjörn var blindur í 8 ár, þá byrði bar hann æðrulaust, kvart- aði aldrei, hann var að skapgerð einstakt prúðmenni, orðvar svo af bar og friðelskandi maður á öllum sviðum. Þeim fækkar nú óðum af- burða áraskipsformönnum frá Hellissandi. Á dánarbeði sínum naut Friðbjörn þess, að vera um- vafinn kærleiksríkri ástúð barna sinna, barnabarna og annarra ástvina. Ég votta ástvinum hans inni- lega samúð í þeirri von að fleiri slíkir meiðir megi upp vaxa í sama ættstofni. Karvel Ögmundsson t Eiginmaöur minn og faöir okkar, HELGIJÓN8SON húagagnasmiöur, Sogavegi 112 (H|alla), lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 2. júní. Bálför hans hefur farfö fram í kyrrþey. Elísabet Magnúsdóttir, Hardfs Halgadóttir, Skúli Halgason. t Konan mín og móöir okkar, KRISTJANA BJARNADÓTTIR fré ögurnasi, Birkihvamml 8, Kópavogi, lést í Landspitalanum miövikudaginn 5. júní. Kjartan Ólafsson fré Strandasali og börn. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Mosgeröi 1, Reykjavfk, lést í Landspitalanum miövikudaginn 5. júní. > Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir mín, SIGURLAUG HELGADÓTTIR, fré Borgarfiröi aystra, lést í öldrunardeiid Landspítalans, Hátúni 10b, miövikudaginn 5. júní. bóröur Jónsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, EINAR H. GUÐMUNDSSON fré Frakkuvlk, lést i Ríkisspitalanum i Kaupmannahöfn þann 26. mai 1985. Útför hans hefur fariö fram. Margrét Jónsdóttir, Þorsteinn B. Einarsson, Guömundur Einarsson, Hrefna S. Einarsdóttir, Einarína Einarsdóttir, Hansína B. Einarsdóttir, Gunnar Þ.E. Einarsson, Bryndís Einarsdóttir, Pélmi Einarsson, Guörún A. Einarsdóttir, Olga Einarsdóttir og barnabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, EINAR ÓLAFSSON, Suöurgötu 3, Keflavik, sem lést þann 3. júní, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugar- ■ daginn 8. júní kl. 11.00. Kristin Guömundsdóttir, Katrín Einarsdóttir Warren, John Warren, Elín Einarsdóttir, Siguröur Markússon, Ólafía Einarsdóttir, Aöalbergur Þórarinsson, Guömundur Einarsson, Sveingeröur Hjartardóttir, og barnabörn. t VALDIMAR JÓNSSON, bóndi, Álfhólum, Vestur-Landeyjum, sem lést 31. maí, verður jarösunginn frá Akureyjarkirkju á morgun, laugardaginn 8. júní kl. 14.00. Bílferö verður frá Umferðarmiöstööinni kl. 11.30. Hrefna Þorvaldsdóttir, Sigríóur Valdimarsdóttir, Valdis Béra Valdimarsdóttir, Rósa Valdimarsdóttir, Ómar Jóhannsson, Þorvaldur örn Árnason, Auóur Haraldsdóttir. t Útför sonar mins og fööur okkar, JÓNS GUNNARS KRISTINSSONAR, er lést 3. júní sl. fer fram í Fossvogskapellu þriöjudaginn 11. júni nk. kl. 13.30. Einara A. Jónsdóttir, Hjörtur Magnús Jónsson, Einar Kristinn Jónsson, Guóni Þór Jónsson, Inga Vala Jónsdóttir. t Utför bróöur okkar, LEIFS INGA GUÐMUNDSSONAR hérskers fré Núpi, fer fram laugardaginn 8. júní frá Breiöabólsstaöarkirkju í Fljótshtíö kl. 14.00 síödegis. Friöur Guömundsdóttir, Pétur Guömundsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhúg viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUOMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR. Guórún Lilja Halldórsdóttir, Anna Halldórsdóttir Ferris, v Jón Halldórsson, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.