Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAIMÐ, FÖSTUDAGUR 7. JtJNÍ 1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Sri Lanka: Voðaverkum ætlar ekki að linna og stjórnin ræð- ur ekki neitt við neitt ENGINN endir virðist á þeim hormungum, sem dynja yfir Sri Lanka; skæruliðar Tamila í austurhluta landsins hafa síðustu daga og vikur látið enn meira að sér kveða og segja að þeir muni ekki láta af hermdarverk- um fyrr en Tamilum verði leyft að stofna sérstakt ríki, Eelam. Bardagar halda áfram þrátt fyrir að ýrasir forsvarsmenn Tamila hafi lýst því yfir að þeir vilji setjast að samningum við Jayawardene forseta og aðra ráða- menn og binda endi á ofsóknir og hrylling sem hefur farið eins og eldur í sinu um Sri Lanka. í fyrstu var ókyrrðin mest í norðurhluta landsins, þar sem Tamilar eru fjölmennastir, en hún hefur síðan breiðzt út með hörmulegum afleiðingum og eins og venjulega er það saklaust fólk sem fyrir mestum hrellingum verður. • • Oryggissveitir stjórnarinnar eiga í vök að verjast að því er segir bæði í skeytum AP og í síðasta eintaki Far Eastern Ec- onomic Review. Svo er nú komið að Sinhalesar hvar sem er á eynni telja sig ekki óhulta og grimmdarlegar árásir herskárra Tamila eru tíðari. En það eru auðvitað ekki aðeins Sinhalesar sem eru óttaslegnir, óbreyttir borgarar af kynþætti Tamila taka til fótanna þegar sést til hersveita Sinhalesa, enda skæruliðar Tamila ekki einir um hryðjuverkin sem eru unnin í nafni sjálfstæðis og friðar á þessari fallegu eyju. Fréttamenn segja að eitt lítið atvik sem gerðist á dögunum sýni glöggt hvernig andrúms- loftið er; skriðdrekasveit Sinhal- esa kom inn í lítið Tamila-þorp og borgarar flýðu bæinn snar- lega og leyniskyttur Tamila hófu skothríð á Sinhalesana. Það kom í ljós að hermennirnir höfðu komið inn í þorpið til að kaupa vistir. Allar ferðir eru stórhættu- legar, ráðist er á bíla sem út- lendingar eru í og þeir reknir út og mega þakka fyrir ef þeir eru ekki barðir með byssuskeftum áður en bílarnir eru ýmist teknir af þeim eða kveikt í þeim. Gildir þá einu þótt á ferð séu friðsamir ferðamenn. Einkum eru það skæruliðar Tamila sem hafa áreitt fólk á ferð, en öryggis- sveitir Sinhalesa eru sannarlega ekki saklausar af slíkum aðgerð- um. Fréttir herma að æ erfiðara gangi að fá Sinhalesa í öryggis- eða jafnvel lögreglusveitir, vegna þess að þeir óttist atlögur úr launsátri frá Tamilum og fjöldi manns hefur flúið land og treystist ekki til að búa við ógnarástandið. Eftir því sem opinberar tölur Gert að sárum ungrar stúlku eftir árás Tamila í Anuradhapura segja hafa 230 manns látist á eynni síðustu tvær vikurnar, ör- yggissveitarmenn, skæruliðar og óbreyttir borgarar og eru þeir flestir eða 148. Hætt er við að þessar tölur séu hærri. Þótt ástandið sé slæmt í aust- urhluta landsins er það þó sýnu flóknara í norðurhlutanum kringum borgina Jaffna, höfðuð- vígi Tamila á Sri Lanka. Undan- farna mánuði hefur það svæði verið nánast einangraö frá öðr- um hlutum landsins og mjög takmarkaöar fréttir berast það- an. Að því er Far Eastern Econ- omic Review hefur eftir sínum manni í Colombo hefur örygg- issveitunum tekizt að halda þar sæmilegum friði enda eru þær fjölmennastar þar. Furðulegt verður svo að telj- ast hvernig stjórn Juniusar Ja- yawardene forseta hefur haldið á þessu máli. Fyrst eftir að ókyrrðin sem nú er fór að vaxa, talaði forseti fjálglega um nauð- syn samninga og þjóðarsáttar. Hann lét jafnvel að því liggja að hann væri tilbúinn að gera ein- hverjar þær breytingar á skipan mála sem tryggðu rétt Tamila, enda blandast engum hugur um að Tamilar eru í reynd annars flokks borgarar í sínu eigin landi. Eftir að skæruliðar Tam- ila fóru að herja á öryggissveitir og óbreytta borgara snerist for- setanum hugur og talaði um að hann myndi ekki láta hryðju- verkamenn neyða sig til samn- inga. Indverjar og ýmsir aðrir hafa reynt að miðla málum, það hefur ekki borið nokkurn árang- ur. Og enn heldur blóðbaðið áfram og það er engu líkara en enginn ætli að reyna að gera neitt. Að vísu stendur ríkisstjórnin nú andspænis því að verða að taka afstöðu til skæruliðaárásar sem var gerð á borgina Anura- dhapura, sem er héraðshöfuð- borg í Mið-Sri Lanka. Tamilar höfðu ekki verið fyrirferðar- miklir í þessari borg, sem er m.a. fræg fyrir fögur Búddamusteri og mikla trúariðkun. Dulbúnir sem hermenn rændu 25 skæru- liðar strætisvagni, létu aka hon- um um borgina og skutu út um gluggana á hvern sem fyrir varð. í kjölfar þessa voðaverknaðar urðu svo óeirðir í grennd við hið heilaga tré, sem sagt er að Búdda hefi setið undir þegar hann fékk vitrun sína. Frá Anuradhapura héldu skæruliðarnir herskáir og ánægðir með „afrek" sín til Vilpattu-þjóðgarðsins. Fréttir voru sendar til lögreglustöðvar í grenndinni og vegatálmanir voru settar upp, en allt kom fyrir ekki og í Wilpattu voru 25 manns skotnir til bana. Þannig heldur stríðið og lífið og dauðinn áfram að vera það sem er daglegt líf fólksins á Sri Lanka. Stjórnin er tvístígandi og á báðum áttum; hermdar- og hefndarverkin halda áfram, skæruliðar bíta í skjaldarrendur og hrósa sér af sem flestum og ljótustum manndrápum. Enginn er öruggur lengur og heiftin og hatrið, ofstækið og hryllingur- inn setur allt svipmót á Paradís- areyjuna, sem liggur þarna í Indlandshafinu eins og tár sem fallið hefur af hvörmum Ind- lands. (Ileinildir F«r Eutern Economic Reriew, AP.) Öryggissveitarmenn Sinhalesa í Jaffna Papandreou vill bæta samskiptin við Bandaríkin Aþenu, 6. júm. AP. ANDREAS Papandreu forsætisráðherra Grikklands gaf í skyn í dag að hann stefndi enn að því að loka bandarískum herstöðvum í Grikklandi þegar núverandi fimm ára samningstímabili lýkur, árið 1988. Papandreu sagði á blaðamanna- fundi sem hann hélt í dag að hann hefði áhuga á því að samskipti Grikkja og Bandaríkjamanna yrðu í framtíðinni betri en á liðn- um árum. Hann sakaöi fjölmiðla menn um að eiga sinn þátt í að kynda undir tortryggni milli Grikkja og Bandaríkjamanna. Papandreu sagði ennfremur að Bandaríkjamenn yrðu að taka meira tillit til vandamála sem Grikkir ættu við að stríða, einkum innan Atlantshafsbandalagsins vegna Tyrkja. Forsætisráðherr- ann sagðist ekki búast við neinum sérstökum viðræðum við Tyrki, um ekkert væri að ræða við þá meðan Tyrkir hersætu hluta Kýp- ur. Papandreu sagði að stjórn sín myndi halda áfram að vinna að þeim áætlunum að Balkanskagi verði kjarnorkuvopnalaust svæði „en allt slíkt tekur langan tíma,“ bætti hann við. Athygli vakti hversu hófsamur Papandreu var í orðum, einkum og sér í lagi hvað varðar Bandaríkin. Commercial Fishing: Markúsarnetið fær góða dóma f BRESKA sjávarútvegsritinu „Commercial Fishing", þriðja hefti þessa árs, er ítarleg grein um „Markúsarnetið", björgunarnetið, sem Markús heitinn Þorgeirsson sjómaður í Hafnarfirði fann upp og er nú til taks í mörgum íslenskum fiskiskipum. Er farið mjög lofsamlegum orðum um björgunarnetið og iagt til að það verði lögleitt í Bretlandi. Höfundur greinarinnar gerir ari og þess vegna skipti meira mjög nákvæma grein fyrir notk- máli þar að ná þeim strax um un netsins og birtir teikningar borð, sem falla útbyrðis. Við máli sínu til skýringar. Segir þessar aðstæður hafi kostir nets- hann, að aðstæöur um borð í ís- ins komið hvað best i ljós og taki lenskum og breskum fiskiskipum það þá björgunarhringnum og séu mjög svipaðar, en við ísland líflínunni langt fram. sé sjórinn hins vegar miklu kald- Aquino-máiið: Eini sjónarvottur morðsins sat í fang- elsi í Hong Kong Manilla, Kilippscyjuin. 6. júni. AP. EINA vitnið sem hefur borið að hafa séð filippeyskan hermann skjóta stjórnarandstöðuleiðtogann Benigno Aquino játaði í dag að hún hefði set- ið í fangelsi í Hong Kong og reynt tvívegis að svipta sig lífi, en sagði jafnframt við Aquino-réttarhöldin í dag, að fortíð hennar breytti engu um það sem hún sá út um flugvél- argluggann. Stúlkan heitir Rebecca Quijano og eftir atburðinn á flugvellinum var lengi talað um hana sem grátkonuna þar sem að henni setti mikinn grát eftir að hún sagði í votta viðurvist hvað hún hefði séð. Seinna hvarf hún sjónum og hefur skýrt svo frá að hún hafi ekki þor- að fyrir sitt litla lif að koma fram með vitnisburð sinn fyrr en eftir að Agrava-skýrslan var birt, vegna þess að hún óttaðist um lif sitt. Saksóknari fékk síðan talið hana á að bera vitni og í dag var hún yfirheyrð af verjanda og kom þá fram að hún hefði setið í fang- elsi. Rebecca hefur lýst skilmerki- lega hvað hún hafi séð og hefur fram að þessu ekki fundizt nein , ERLENT, gloppa í frásögn hennar. Frétta- skýrendur telja auðsætt að verj- andinn hafi grafið upp gamlar ávirðingar til þess að veikja traust á henni. Útgefandi Der Spiegel dæmdur í fíkniefnamáli Tempio Paiumnu, Snrdinlu, 5. júnl. AP. í DAG var Rudolf Augstein, útgef- andi tímaritsins Der Spiegel, dæmd- ur til 16 mánaða fangelsisvistar skil- orðsbundið fyrir að kaupa og eiga hass, að því er frá var skýrt í fréttum á Ítalíu. Vinur Augsteins, Luther Henn- ing, hafði sent réttinum yfirlýs- ingu þess efnis, að þau 40 grömm af hassi sem fundist höfðu I fórum Augsteins á flugvellinum á Sard- iníu árið 1979, hefðu verið í sinni eigu, en ekki útgefandans. Aug- stein hefði ekki einu sinni vitað um, að fíkniefnið var í ferðatösku hans, að því er sagði í fréttunum. Rétturinn dæmdi Henning til átta mánaða fangelsisvistar fyrir meinsæri, og var dómurinn yfir honum einnig skilorðsbundinn. í fréttunum voru báðir menn- irnir sagðir hafa verið heima hjá sér í Vestur-Þýskalandi, er dóm- arnir voru upp kveðnir, en sam- kvæmt ítölskum lögum er unnt að rétta í máli, þó að sakborningur sé fjarstaddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.