Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGtJNBLAÐIÐ. FÖ3TUOAQUR 7. JÚNl 198g Morgunbladid/Júlíus Páll Gíslaðon fráfarandi forseti borgarstjórnar óskar Magnúsi L Sveinssyni til hamingju með kosn- ingu sem forseti borgarstjórnar í upphafi borgarstjórnarfundarins f g*r. Magnús L. Sveinsson forseti borg- arstjórnar MAGNUS L Sveinsson var kosinn forseti borgarstjórnar á fundi borgar- stjórnarinnar í gær. Tók hann vió af Páli Gíslasyni, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Var Páil sfðan kjörinn 1. varaforseti borgarstjórnar í stað Magnúsar og Katrín Fjeldsted 2. varaforseti. Hlutu þau atkvæði sjálfstæðismanna í borgarstjórn en fulltrúar minnihlutans skiluðu auðu. Magnús tók við fundarstjórn í upp- hafi fundarins og þakkaði hann traustið og þakkaði Páli gott starf sem forseti borgarstjórnar. Sigurjón Fjeldsted (S) og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir (Kvl.) voru kosin skrifarar borgarstjórn- ar og Hilmar Guðlaugsson (S) og Gerður Steinþórsdóttir (F) til vara. Á fundinum f gær var kosið i borg- arráð og ýmsar nefndir og stjórnir á vegum borgarinnar. I borgarráð voru kosin: Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar og Hulda Valtýs- dóttir frá meirihlutanum og Sigur- jón Pétursson (Abl.) og Kristján Benediktsson (F) af hálfu minni- hlutans. Reykjavík: 400 starfsmenn fisk- iðjuvera missa vinnuna — óbrúanlegt bil milli aðila í sjómannadeilunni segir sáttasemjari ríkisins RÚMLEGA 400 manns, sem starfa í fiskvinnslu í Reykjavík, missa vinnuna í dag vegna verkfalls félaga f Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þetta er starfsfólk ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR), sem sagt var upp í síðustu viku vegna fyrirsjáanlegs hráefnisskorts í fiskiðjuverunum. í Hraðfrystistöð- inni í Reykjavík og í fiskiðjuverinu á Kirkjusandi er búist við að hægt verði að halda fullri atvinnu að minnsta kosti út næstu viku. Sáttafundur í kjaradeilu Sjómannafélags Reykjavfkur og útvegsmanna verður í fyrsta lagi haldinn um miðja næstu viku. „Þetta er í þriðja sinn á sex mán- uðum, sem konunum f BÚR er sagt upp með viku fyrirvara," sagði Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Framsókn- ar, j samtali við blm. Morgunblaðs- ins í gær. Flestir þeirra, sem nú hefur verið sagt upp, eru konur og flestar í Framsókn. „Þetta sýnir betur en nokkuð annað við hvaða öryggisleysi starfsfólk f fiskvinnslu býr — það á alltaf yfir höfði sér að missa vinnuna með viku fyrir- vara. Það er því ekkert undarlegt að hinn fasti kjarni f fiskvinnsl- unni fari sffellt minnkandi — fólk er hætt að láta bjóða sér að búa við þetta öryggisleysi," sagði Ragna. Guðlaugur Þorvaldsson rfkis- sáttasemjari sagði í gær að ekki yrði boðaður fundur f deilu sjó- manna og útvegsmanna fyrir helg- ina. „Ég hef rætt við deiluaðila þrisvar í dag og niðurstaðan er sú, að bilið á milli þeirra er óbrúanlegt eins og er. Það verður haldinn fundur þegar annar hvor aðilinn óskar þess. Berist okkur engin slík beiöni munum við hér hjá embætt- inu kalla til fundar um eða upp úr miðri næstu viku,“ sagði rfkissátta- semjari. Að loknum vinnudegi i dag munu alls um 120 manns hafa misst vinnu sína f fiskiðjuveri ísbjarnar- ins, þar af hætta um 90 manns í dag. Áður hafði látið af störfum vegna hráefnisskorts skólafólk og að auki hafði hópur skólafólks ekki hafið störf enn. Búist er við að eftir verkfallið hefji 140—150 manns vinnu í ísbirninum. Nærri 300 manns missa vinnu sína í Bæjarút- gerðinni í dag og í gær, fyrst og fremst konur. Meirihluti þessa fólks fær greiddar atvinnuleysisbætur eftir að það hefur verið atvinnulaust í tvær vikur, þannig að búast má við að allt að 400 manns tryggi afkomu sína á þann hátt þegar Ifður á mán- uöinn. Fullar bætur eru nú 705,36 krónur á dag eða rétt rúmlega 3.500 krónur á viku. Óvíst að forgangsmál nái fram fyrir þingslit — sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi Varðarfélagsins í RÆÐU sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi Varðarfélagsins í Reykiavík í gærkvöldi kom fram, að eftir landsfund flokks- ins sömdu hann og Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna, við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, og Pál Pétursson, þingflokksformann framsóknarmanna, um framgang mála á Al- þingi, sem hafa skyldu algjöran forgang fyrir þinglok. Taldi Þorsteinn óvíst, að þau næðu fram en sjálfstæðismenn myndu reyna til þrautar að vinna þeim brautargengi fyrir þingslit sem rætt er um að verði fyrir 17. júní. Þau mál sem hér um ræðir snerta í fyrsta lagi nýsköpun at- vinnumála, en undir þann lið falla m.a. frumvörp um nýskipan sjóða- mála, Framkvæmdastofnun og landbúnaðarmálin. I öðru lagi er frumvarpið um afnám einkaréttar ríkisins á útvarpsrekstri. í þriðja lagi eru ráðstafanir í húnæðismál- um og í fjórða lagi að stjórnar- flokkarnir nái saman um stefnu í kjarnorku- og afvopnunarmálum. Aðeins síðasti liður þessa sam- komulags er kominn til fram- kvæmda og með þeim hætti að allir flokkar sameinuðust um tillögu i afvopnunarmálum, en eins og Þorsteinn Pálsson benti á hefur hún verið túlkuð með mismunandi hætti. Formaður Sjálfstæðisflokksins gerði grein fyrir þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram um hækkun söluskatts og eignarskatts til að mæta vanda húsbyggjenda og standa undir lánveitingum til ný- bygginga á þessu ári. Hann sagði, að með öllu hefði verið ógerlegt að leysa þennan vanda með erlendum lánum og þess vegna hefðu aðeins skattahækkanir komið til álita. Söluskattshækkunin leiddi til þess að framfærsluvísitala hækkaði um 0,4 stig og kæmi sú hækkun mest niður á þeim sem verðu fé til kaupa á söluskattsskyldum vörum. For- ystumenn launþegasamtaka væru almennt andvigir hækkun sölu- skatts en hins vegar væru þeir tals- menn þess, meðal annars á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins, að Minnir á Austantjaldslönd - segir Þorvaldur Valsson „ÞESSI FRAMKOMA útlendingaeftirlitsins í garð þessa manns er algjör hneisa. Að það skuli vera hægt að neita manninum um að koma hingað sem ferðamaður í heimsókn til venslafólks sfns, er náttúrlega fyrir neðan allar hellur, og minnir ekki á neitt nema það sem erum stöðugt að heyra að gerist í austantjaldslöndunum,“ sagði Þorvaidur Valsson, eiginmaður annarrar pólsku systurinnar sem Pólverjinn Mikael Drzymklwfki ætlaði að heim- sækja í fyrradag, en útlendingaeftirlitið sendi manninn úr landi í gær, án þess að hann hefði nokkurn tíma fengið að koma inn í landið. Var Pólverjinn settur í fangelsi þegar við komuna, og var þar þangaö til í gærmorgun aö hann var sendur utan til Kaupmanna- hafnar á nýjan leik. Þorvaldur sagði að útlendinga- eftirlitið hefði borið það fyrir sig, að hér væri pólsk stúlka sem væri tengd pólsku systrunum, og væri hún hér án dvalarleyfis, þar sem umsókn hennar um endurnýjun á dvalarleyfi hefði enn ekki verið svarað. Þorvaldur sagði að stúlk- an hefði lagt inn umsókn sfna í desember sl. þannig að nú væri liðið hálft ár, án þess að dóms- málaráðuneytið hefði svarað um- sókninni. Sagði Þorvaldur að út- lendingaeftirlitið segði að með umsókn um 3ja til 6 mánaða dval- arleyfi væri þessi Pólverji bein- linis að gefa það til kynna að hann hygðist einnig setjast að hérna. Þorvaldur sagði jafnframt: „Það hefði verið hægur vandinn fyrir útlendingaeftirlitið að leysa þetta mál á manneskjulegri hátt en það gerði, með þvf að veita honum þriggja mánaða dvalar- leyfi, eins og ferðamenn fá. Þá hefði hann getað komið og heim- sótt okkur, og farið að svo búnu. Hann kom hingaö án vegabréfs- áritunar, vegna þess að við gátum ekki náð sambandi við hann f Póllandi þegar við vissum um synjunina. Við fengum ekki bréfið um synjun frá ráðuneytinu f hendur fyrr en á mánudaginn var, og það var of seint. Við marg- reyndum það, og sendum honum einnig telexskeyti, en þvf miður var hann farinn frá Póllandi, þeg- ar skeytiö barst.“ Þorvaldur sagði að hann og svili hans, Friðjón Steinarsson, sem kvæntur er hinni pólsku systur- inni, hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð í fyrrakvöld til þess að fá þessari ómanneskjulegu ákvörðun breytt, en árangurs- laust. „Þetta er fjölskylda okkar sem er að koma f heimsókn, en henni er meinað um það. Stúlkurnar Morgunblaðift/Þorkell Þeir Friðjón Steinarsson tollvörður (Lv.) og Þorvaldur Valsson loftskeyta- maður ásamt pólskum eiginkonum sínum, Reginu og Janínu, á beimili Þorvaldar og Janínu í gær. taka þetta svo nærri sér, að þær telja að þeim sé ekki lengur lfft f þessu landi. Þær sjá fram á það, að ef þær búa hér áfram, þá fái þær aldrei aftur ættingja sína f heimsókn,“ sagði Þorvaldur. Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, staðfesti ákvörðun útlend- ingaeftirlitsins f fyrrakvöld. Hann sagði f gær um þetta mál: „Ég var spurður um þetta mál í gærkveldi, og fékk þá upplýsingar um að leitað hefði verið eftir dval- arleyfi fyrir þennan mann f 6 mánuði fyrir skömmu, og þvf hefði verið synjað. Hann kom svo til landsins, án þess að vera búinn að fá vegabréfsáritun. Það var þvf ekkert annað að gera. Það eru mjög margir útlendingar sem sækja hér um dvalarleyfi til 6 mánaða, og ef það væru ekki ein- hverjar takmarkanir í þeim efn- um, þá myndi allt fyllast hér fljótt af erlendu fólki. Það er reynsla fyrir því að það leitar hér eftir atvinnuleyfi, og ræður sig jafnvel til starfa án sliks leyfis, og við þvf er verið að sporna." Jón sagðist jafnframt telja að eðlilegt væri að veita manninum dvalarleyfi hér sem ferðamanni, og taldi að ef hann sækti um slfkt dvalarleyfi yrði það veitt. Þorsteinn Pálsson eignaskattar væru hækkaðir. Sagð- ist Þorsteinn Pálsson alls ekki líta þannig á, að hann gengi gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins með þvf að beita sér fyrir þessum skattahækkunum. Hann taldi brýnustu verkefni stjórnmálanna nú vera þau, að ná niður viðskiptahallanum, hefja nýtt hagvaxtarskeið og tryggja friö á vinnumarkaðnum án verðbólgu. Að þessu myndi Sjálfstæðisflokk- urinn vinna en til þess að það tæk- ist yrði að standa vel að framgangi mála á Alþingi, halda erlendri skuldasöfnun í skefjum og ná víð- tæku samkomulagi í kjaramálum sem byggði á öðrum grunni en verðbólgusamningarnir sfðastliðið haust. Þegar Þorsteinn Pálsson ræddi um framgang þess samkomulags, sem forystumenn stjórnarflokk- anna gerðu á þingi eftir landsfund sjálfstæðismanna, vfsaði hann meðal annars til niðurlagsorða í stjórnmálaályktun fundarins, þar sem segir: „Sjálfstæðismenn eru nú sem ætíð reiðubúnir til þess að leggja störf sín og stefnu í dóm kjósenda. Hvort þess verður þörf í bráð mun ekki síst ráðast af fram- gangi þessara málefna og því, hvort um þau næst nauðsynleg samstaða." Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, var einnig frummælandi á fundi Varðar f gærkvöldi. I ræðu sinni ræddi hann þróun efnahagsmála og gerði grein fyrir efni þeirra frumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á Alþingi og sjálf- stæðismönnum er kappsmál að nái fram að ganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.