Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 7
7
MORCUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985
Mótettukór Hallgrímskirkju:
Söngferð um
Norðurland
Mótettukór Hallgrímskirkju held-
ur tvenna tónleika á Norðurlandi
um næstkomandi helgi.
Laugardaginn 8. júní syngur
kórinn í Húsavíkurkirkju og hefj-
ast hljómleikarnir kl. 17:00. Á
sunnudaginn verða tónleikar í Ak-
ureyrarkirkju og hefjast þeir
einnig kl. 17:00.
Fyrri hluti efnisskrárinnar er
verk og raddsetningar eftir inn-
lend tónskáld. Þar á meðal Þorkel
Sigurbjörnsson, Jón Nordal, bræð-
urna Hörð og Jón Hlöðver Ás-
kelssyni og Róbert Abraham
Ottósson.
Seinni hluti dagskrárinnar
spannar tónlist frá 16. öld til
okkar daga. Sungin eru verk er-
lendra meistara og má þar nefna
Johann Seb. Bach, Alessandro
Scarlatti, Heinrich Shútz, Leon-
ard Lechner, Mendelssohn og Ant-
on Bruckner.
Einsöngvari er Sólrún Braga-
dóttir sópransöngkona, sem nú
stundar nám við tónlistardeild
Bloomington-háskólans í Ulinois í
Bandaríkjunum. Stjórnandi Mót-
ettukórsins er Hörður Áskelsson.
mm
■ ■ ■
Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt stjórnandanum, Herði Askelssyni.
Steinþór Sigurðsson listmálari, Guðrún Magnúsdóttir fulltrúi og Ólafur Kvaran listfræðingur við eitt verka
Gunnlaugs Scheving.
Sumarsýning Norræna hússins:
Sýning á sjávarmyndum
eftir Gunnlaug Scheving
SUMARSÝNING Norræna hússins er að þessu sinni tileinkuð sjávarmynd-
um Gunnlaugs Scheving. Á sýningunni eru 40 verk Gunnlaugs, sem öll
tengjast sjómennsku og spanna allan hans listferil allt frá 1929 fram til 1972.
í sýningarskrá skrifar Matthías
Johannessen um kynni sín af
Gunnlaugi Scheving og vunar
meðal annars í bók sína um
Gunnlaug. Þar kemst Gunnlaugur
svo að orði um sjávarmyndir sín-
ar.
„Þetta er engin hetjudýrkun,
sagði hann, ef þú heldur það. Eg
vel þessar fyrirmyndir úr lífi og
starfi sjómanna einungis vegna
þess að mér finnst gaman að vinna
með þær. Sjórinn kemur hreyf-
ingu í myndirnar, það verður
þarna eitthvert samspil sævarins,
bátsins og mannsins. Einhver
hrynjandi, já, eitthvert drama.
Sumir halda að ég geri mennina
svona stóra til að vega upp á móti
smæð þeirra. En þetta er myndr-
ænt atriði, eins og ég sagði áðan.
Ég teikna á ákveðinn flöt og fylli
hann út, eins og mér þykir fallegt.
Þegar maðurinn er stór, verður
myndin mónúmental. í baráttunni
við náttúruöflin er maðurinn allt-
af stór.“
„Myndefnið sjór og sjómennska
er honum hugleikið frá upphafi,"
sagði Ólafur Kvaran, listfræðing-
ur, sem skipar sýningarnefndina
ásamt Steinþór Sigurðssyni, list-
málara. „Á sýningunni má sjá
breytingar á túlkun myndefnisins
og hægt er að rekja á skemmtileg-
an hátt ákveðna þróun í verkunum
frá mismunandi tímaskeiðum."
Myndirnar á sýningunni eru
fengnar að láni frá einstaklingum,
stofnunum og söfnum og lagði
sýningarnefndin metnað sinn í að
hafa upp á myndum sem ekki hafa
verið sýndar áður. Sýningin verð-
ur opnuð sunnudaginn 9. júní og
verður opin alla daga frá kl. 2 til 7
fram til 1. ágúst.
Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokkins — dregið 15. júní:
Fyrirspurnir um störf
og baráttumál flokksins
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir i þessu vori eins og endranær til happ-
drættis. Happdrætti flokksins er löngu kunnur og fastur liður í flokksstarfinu og
ein mikilvægasta fjiröflun flokksins. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjilfstæðisflokksins, er happdrættið nú með nokkuð öðru sniði en
verið hefur til þessa þ.e.a.s. { Reykjavík. Þar var nú farin sú leið að senda
flokksmönnum og velunnurum flokksins happdrættismiðana í formi gíró-seðla
sem ekki hefur verið gert iður. Þessi útsendingaraðferð ætti að auðvelda
mönnum mjög að gera skil í happdrættinu. Mjög stuttur tími er til stefnu fyrir
menn að taka þitt í happdrættinu, dregið verður í því 15. júní nk. Kjartan kvaðst
vilja leggja mikla iherslu i að virk þitttaka flokksmanna í happdrættinu skipti
flokkinn miklu fjirhagslegu mili. f bréfi fri formanni, varaformanni og fram-
kvæmdastjóra flokksins, sem fylgir með happdrættismiðunum, segir meðal ann-
ars:
„Á nýafstöðnum landsfundi
flokksins kom glöggt fram hinn
mikli styrkur og samhugur sem ein-
kennir Sjálfstæðisflokkinn. Á þeim
málefnagrundvelli sem lagður var á
þessum fundi mun flokkurinn heyja
baráttu sína næstu misserin.
Hvernig sú barátta tekst getur haft
mikil áhrif á afkomu og hag allra
landsmanna um langan tíma.
Stefna Sjálfstæðisflokksins um
samvinnu stéttanna, sameiginlega
framfarasókn og framtak einstakl-
inganna getur lagt grundvöll að
nýju tímabili uppbyggingar og
kjarabóta. Stefna vinstri flokkanna
um stéttaátök og sundrung þjóðar-
innar leiðir hinsvegar til nýrrar
holskeflu verðbólgu og þar með
versnandi lífskjara. Sjálfstæðis-
flokkurinn heitir á þig að leggja sér
lið í sameiginlegri baráttu okkar
fyrir bættu þjóðfélagi með hags-
muni allra stétta fyrir augum, eins
og segir í fyrstu stefnuyfirlýgingu
flokksins."
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, sagði, að með happ-
drættismiðunum væri öllum send
fyrirspurn og blað til þess að svara
henni á. Spurt væri hvar mönnum
fyndist flokknum takast best og
o
happdrætti
Sjálfstæöisflokksins
w
W
Verð kr. 150.-
hvað helst bjátaði á í flokksstarfinu
og varðandi baráttumál flokksins.
Þetta væri nýjung varðandi happ-
drættið og væri vonast eftir því að
sem allra flestir flokksmenn sæju
sér fært að svara þessum fyrir-
spurnum, en svör við þeim gæfu for-
ystu flokksins mikilvæga vfsbend-
ingu um vilja flokksmanna. Svör
óskast send Sjálfstæðisflokknum,
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Að lokum endurtók framkvæmda-
stjórinn þá von sína að sem allra
flestir, sem fengið hafa senda happ-
drættismiða um land allt, bregðist
skjótt við og taki þátt í happdrætt-
inu og veiti þar með flokknum það
nauðsynlega fjárhagslega brautar-
gengi sem hann þarf á að halda. Að
venju er aðeins dregið úr seldum
happdrættismiðum og vinningarnir
eru glæsiiegir ferðavinningar sam-
tals að verðmæti tæp ein milljón
króna. í Reykjavík er skrifstofa
happdrættisins í húsi Sjálfstæðis-
flokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Þar er opið frá kl. 8.00 á morgnana
til kl. 22.00 á kvöldin.
SOL oa FJOR
B B U R I N N
Austurstræti 17,
símar 26611 — 23510
Megum við bjóða
þér það bezta á
Ítalíu — Spáni og Portúgal
rowU/A
Feröaskrifstofan
UTSÝN
STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI FYRIR ÞIG
í 6 manna hópi býðst þér 3000 kr. kynningar-
afsláttur fyrir feröaféiagana og frítt fyrir
þig í 2 vikur í sól og sumaryl!
Gildir aðeins næstu daga fyrir nýjar pantanir á
fáum óseldum sætum til Ítalíu,
Spánar og Portúgai.
Þú finnur ánæaiuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn