Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985
27
Sovézk risaflugvél
Sovétmenn sýna nýja flugvél á Parísarflugsýningunni, sem nú stendur yfir. Um er að ræða Antonov-124-her-
flutningaflugvél, sem sögð er stærsta flugvél heims. Hefur hún 73 metra, eða 272 feta, vænghaf. Flugvélin getur
flutt 150 tonn 8.000 kílómetra vegalengd án millilendingar. I myndatexta segir að 24 hjól séu í lendingarbúnaði
flugvélarinnar, sem nú sést fyrsta sinni á Vesturlöndum. Þar segir jafnframt að flugvélin komi til með að verða
einn athyglisverðasti sýningargripurinn á flugsýningunni á Le Bourget-flugvelli í París.
„Réttarhöld aldarinnar“ í Róm
Agca fékk þjálf-
unina í Sýrlandi
Rom. 6. íúni. AP.
Kóm. 6. júní. AP.
MEHMET ALI Agca, tyrknesi hryðjuverkamaðurinn, sem reyndi að ráða Pál
páfa af dögum, sagði í dag, að hryðjuverkastarfsemi víða um heim væri
runnin undan rifjum Sovétmanna og gaf einnig upplýsingar um þjálfun sína
í hryðjuverkum.
Agca skýrði frá því, að hann
hefði verið í sýrlenskum búðum og
fengið þar kennslu í hryðjuverk-
um hjá búlgörskum og tékknesk-
um sérfræðingum. „Árið 1977 var
ég í Latakia í Sýrlandi og fékk þar
tilsögn ásamt nokkrum vinum
mínum úr Gráúlfunum í hryðju-
verkum hjá búlgörskum og tékkn-
eskum sérfræðingum. I búðunum
voru einnig Vesturlandabúar, frá
Frakklandi, Ítalíu, Spáni og
Vestur-Þýskalandi, en vegna þess,
að ég talaði þá ekkert annað
tungumál en tyrknesku, hafði ég
lítið saman við þá að sælda,“ sagði
Agca og sneri sér síðan að áheyr-
endum i réttarsalnum og sagði:
„Ég veit fyrir víst, að pólitískur og
fjarhagslegur bakhjarl hryðju-
verkastarfseminnar er í Sovétríkj-
unum.“
1 ákæru ítalska saksóknarans er
því haldið fram, að búlgarska
leyniþjónustan, hugsanlega með
aðstoð þeirrar sovésku, hafi lagt á
ráðin um banatilræðið við páfa
vegna stuðnings hans við Sam-
stöðu, óháðu verkalýðsfélögin í
Póllandi.
50 manns farast
í flóðum í Kína
Peking, 6. júní. AP.
A.m.k. 50 manns hafa farist og yfir 10.000 einangrast í Guangxi-héraði í
Suður-Kína í mestu flóðum, sem orðið hafa í landinu í 77 ár, að sögn
Kínverska dagblaðsins. í héraðinu hafa um 13.000 hektarar ræktarlands
horfið undir vatn.
Þá sagði blaðið, sem er opinbert
og gefið út á ensku, að 14 manns
hefðu látið lífið í Hunan-héraði, 38
meiðst og 14 væri saknað. Þar
hefðu 17.000 hektarar ræktarlands
eyðilagst, hundruð heimila farið í
rúst og vegir og brýr sums staðar
gersamlega horfið.
í Shaanxi-héraði ollu mikil
haglél meiðslum á fólki og eyði-
lögðu uppskeru.
Þyrlur hafa varpað mat, lyfjum
og neyðarhjálparbúnaði til fólks í
fimm sýslum í Guangxi-héraði, að
sögn blaðsins, og hjálparsveitir
hafa verið að störfum við að lið-
sinna nauðstöddum.
Diplómat gripinn
fyrir heróínsmygl
New York, 6. júof. AP.
BELGÍSKUR sendiráðsmaður smyglaði tíu kilóum af heróíni inn í Bandarík-
in í sendiráðspósti og var á snærum meiriháttar eiturlyfjahrings sem teygir
arma sína frá Indlandi til New York, að því er lögregluyfirvöld skýrðu frá í
dag.
Maðurinn heitir Ludovicus
Vastenavondt, 57 ára gamall
starfsmaður við belgíska sendi-
ráðið í Nýju Delhi. Hann var í
hópi sjö manna sem voru hand-
teknir eftir að gaumgæfilega hafði
verið fylgst með ferðum þeirra í
fimm mánuði.
Hann sagði að Vastenavondt
njóti ekki löghelgi diplómata þar
sem hann er ekki skráður diplóm-
at í Bandaríkjunum.
Rannsóknarmenn náðu tuttugu
kílóum af heróini í þessari rann-
sókn. Tíu kíló — að söluverði i
Bandaríkjunum 22 milljónir doll-
arar — náðust þegar sendiráðs-
starfsmaðurinn var að losa sig við
sinn hlut til samstarfsmanns f eit-
urlyfjahringnum á hóteli i New
York í sl. mánuði.
Vastenavondt kvaðst vera sak-
laus eftir að ákæra var gefin út á
hendur honum. Hann verður ekki
látinn laus gegn tryggingu að sögn
lögregluyfirvalda. Hann á yfir
höfði sér 40 ára fangelsisdóm og
500 þúsund dollara sekt ef hann
verður fundinn sekur.
ERLENT
Strangari
reglur um áfengi
í Sovétríkjunum
Heimabruggið þar mikið vandamál
MoakTo, 5. júní. AP.
LÖGREGLAN í Sovétríkjunum beitir sér nú í vaxandi mæli gegn
drykkjuskap. Hafa heimabruggtæki verið eyðilögð hundruðum
saman, þar á meðal hjá eldri konu, sem gengið hefur undir nafninu
„Sonja amma“, en hún sá heilu þorpi fyrir ólöglegu áfengi. Skýrðu
sovézk blöð frá þessu núna í vikunni.
Fátt eitt hefur annars verið undir á virkum dögum, þar til
sagt af opinberri hálfu um að-
gerðirnar gegn heimabrugginu,
en það sem birzt hefur, virðist
eiga að sýna fram á skjótan
árangur af þeim reglum, sem
tóku gildi sl. laugardag og ætlað
er að vinna gegn misnotkun
áfengis í Sovétríkjunum.
Blaðið „Zarya Vostoka" (Dög-
un í austri), málgagn stjórnar-
innar í lýðveldinu Georgiu, hefur
skýrt svo frá, að margir hafi ver-
ið handteknir þegar á laugar-
daginn var og jafnframt hafi
mikill fjöldi bruggtækja veriö
gerður upptækur.
Miðstjórn sovézka kommún-
istaflokksins tilkynnti 16. maí sl.
að reglur um áfengi yrðu hertar.
Þannig verður bannað að selja
vodka og aðrar sterkar vinteg-
eftir kl. 2.00 síðdegis, og lögaldur
til þess að mega neyta áfengis
verður hækkaður úr 18 í 21 ár.
Jafnframt skal dregið úr fram-
leiðslu áfengis á næsta ári og
viðurlög við ölvun á almanna-
færi hert til mikilla muna.
Heimabrugg og leynivinsala
voru áður orðin refsiverð brot og
lá við þeim allt að þriggja ára
fangelsi, en samkvæmt hinum
nýju reglum verða viðurlög enn
þyngri við þessum brotum.
Algengasta áfengistegundin,
sem framleidd er með heima-
bruggi, nefnist „Samogon" og er
hún búin til úr sykri, kartöflum
og ýmsum öðrum grænmetisteg-
undum, sem innihalda sterkju.
Þetta áfengi er ekki síður sterkt
en vodka en ódýrara.
Hver fær
Nissan Sunny Coupé
meö því aö fara
„hoiu í höggi“
nnuoaa?
næsta sunnudag
Karl Ómar Kartsson, sigurvegarí í
AK-----r»xA*MYi, 4AAJ nxnJS KC----ua.
Ntssan monnu meo ntssan dik-
arm.
Nissan golfmótiö er mikilvægasta
golfmót sumarsins. Eftir þetta stór-
mót verður landsliöiö valiö til aö
keppa í Evrópumeistaramótinu. Auk
þess sem Ingvar Helgason hf. gefur 3
fyrstu verölaunin á Nissan mótinu eru
sérstök verölaun fyrir þann sem fyrst-
ur fer „holu í höggi“ á 17. braut í 4.
hring mótsins. verölaunin eru Nissan
Sunny Coupé 1,5 GL.
Mætum öll á Nissan mótið á Grafar-
holtsvelli næsta laugardag og
sunnudag og sjáum hver slær sjálf-
um sér stórglæsilegan sportbíl.