Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 56
 OPINN 10.00-02.00 HLEKKURIHBMSKEÐJU FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Breska stórfyrirtækið Rio Tinto Zink: íhugar þátttöku í kísilmálmiðju BRESKA stórfyrirtækiö Rio Tinto Zink sendir hingað nú á sunnudag sex manna sendinefnd, sem mun eiga viðræður við stóriðjunefnd, og skoða aðstæður á Reyðarfirði, með þann möguleika í huga, að gerast samstarfsaöili íslendinga um bygg- ingu og rekstur kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Samkvæmt því sem Birgir Is- leifur Gunnarsson, formaður stór- iðjunefndar, upplýsti blaðamann Morgunblaðsins um í gær, þá er þetta í þriðja sinn sem fulltrúar þessa fyrirtækis koma hingað til viðræðna við stóriðjunefnd. Komu Boeing 767 með hreyfil- bilun lenti í Keflavík 160 farþegar um borð TVEGGJA hreyfla þota af gerð- inni Boeing 767, frá flugfélaginu Trans World Airlines, með 160 farþega innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 14.05 í gær, eftir að flugstjórinn hafði uppgötvað að gangtruflanir voru í öðrum hreyflinum. Vélin var á leiðinni frá Frankfurt til St. Lou- is í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var aldrei nein hætta á ferðum, en flug- stjóranum þótti öruggara, þegar hann uppgötvaði bilun í hreyfli í grennd við ísland, að lenda þar. Skömmu síðar lenti Júmbó 747 á Keflavíkurflug- velli til þess að taka þá far- þega, sem voru með hinni vél- inni, en þegar hún var að und- irbúa sig fyrir flugtak kom í Ijós að loft hafði lekið úr hjólbarða þannig að gera þurfti við hjólbarðann áður en vélin gat farið frá Keflavík. Þeirri viðgerð var lokið laust fyrir miðnætti og var Júmbó- vélin farin í loftið upp úr mið- nætti, með um 370 farþega innanborðs. þeir hingað tvisvar í fyrra, en Birgir ísleifur sagði að áhugi þeirra hefði dofnað eftir það. Nú hefði áhugi þeirra hins vegar vaknað á nýjan leik, og þeir kæmu hingað til þess að kynna sér frekar það sem þeir skoðuðu í fyrrasum- ar. Birgir ísleifur lagði áherslu á að hér væri ekki um eiginlegar samn- ingaviðræður. Hann sagðist þó telja að það væri álitlegur kostur fyrir okkur, ef af samvinnu við þetta fyrirtæki gæti orðið. „Þetta er mjög stórt og voldugt fyrirtæki. Það veltir þúsundum milljóna punda á ári og er með rekstur víða um heim. Þetta er mjög fjölþættur rekstur, en mest eru þeir í ýmis konar málmvinnslu." Sendinefndin dvelur hér út næstu viku og kannar tæknilega þætti, svo og ýmsa þætti varðandi áætlanir fyrirhugaðrar verk- smiðjubyggingar. ■ 4 j I \ \ í fuglabjargi nútímans Morgunblaðid/Rún&r Aðalsteinsson Gluggaþvottur á háhýsum er ekkert áhlaupaverk að því er virðist. En með því að nýta sér gamla og góða sigtækni og laga hana að aðstæðunum, þá gengur verkið fljótt og vel fyrir sig. Getum ekki beðið án aðgerða öllu lengur — sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra eftir viðræður hans og Shultz „ÞVÍ miður er alltof lítið að fregna af þessum fundi,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, er hann var spurður um viðræður sínar síðdegis í gær við George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um skipaflutn- inga varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. íslensk skipafélög önnuðust þessa flutninga til skamms tíma, en um nokkurt skeið hefur bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation setið eitt að þeim í skjóli bandarískra verndarlaga frá 1904. Geir Hallgrímsson situr nú fund utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsríkja í Estoril í Portúgal og fóru viðræður hans og Shultz fram að loknum fyrsta fundi ráðherranna. „Við ræddum ágreiningsefnið," sagði Geir, „og Shultz lofaði að gera endanlega grein fyrir því hvernig málið yrði lagt fyrir bandaríska þingið fyrir mánaðamótin. Ég lýsti yfir óánægju minni yfir seinagangi þessa máls af hálfu bandarískra stjórnvalda og skýrði utanríkis- ráðherra frá því, að við gætum ekki beðið án aðgerða af okkar hálfu öllu lengur. Við skiptumst á upplýsingum og munum vera í sambandi hvor við annan áður en mánuðurinn er liðinn." „Ég mun gera ríkisstjórninni grein fyrir viðræðunum við Shultz þegar heim er komið," sagði Geir Hallgrímsson, „þann- ig að okkar aðgerðir i málinu liggi sem fyrst fyrir ef annað dugar ekki.“ 43 milljónir á gjald- eyrisreikningum INNLENDIR gjaldeyrisreikningar eru nú um 40 þúsund talsins og voru innstæður á þeim um síðustu áramót um 43 milljónir dollara, sem jafn- gildir þriðjungi af gjaldeyrisforða Pólverja meinað að koma inn í landið: Utlendingaeftirlitið telur að hann hafi ætlað að setjast að Venslafólk hans hér á landi segir að hann hafi aðeins ætlað að heimsækja ættingja PÓLVERJI sem kom hingað til lands í fyrradag, um Kaupmannahöfn, frá Póllandi án vegabréfsáritunar, var í gærmorgun sendur áleiðis til Kaup- mannahafnar á nýjan leik, eftir að útlendingaeftirlitið hafði synjað honum um landvistarleyfi. Ástæður útlendingaeftirlitsins fyrir synjuninni eru þær, samkvæmt því sem Jóhann G. Jóhannsson hjá útlendingaeftiriitine segir að útlendingaeftirlitið lítur ekki þannig á að maðurinn haf ætlað að koma hingað til skammtímadvalar, sem ferðamaður, heldur haf hann hugsanleg, ætlað að setjast hér að. Pólverjinn á hér nokkra vensiaroenn •irihann sagði í gær að mannin- uiri hefði verið synjað um vega- bréfsáritun síðast í maf, I sam- ráði við dómsmálaráðuneytið. „Það er töluvert um það, að fólki sé neitað um áritanir hingað," sagði Jóhann, og baett, vib að át,- lendingaeftirlitið gæti varr litið á það sem fyrirhugaða heimsókn þegar sótf væri um dvalárleyfi fyrír manninn til 6 mánaöá. Þorvaldur Valsson, loftskeyta- maður er kvæntur pólskri konu, sem er ein þriggja mágkvenna Pólverjans hér á landi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Okkur finnst þessi fram- koma útlendingaeftirlitsins hneisa. Þessi maður var hingað kominn einungis til þess að heim- sækja okkur, en ekki tii þess aö setjast. hér að með óiögtegun, hætti. Þetta.er mannréttmdamái fyrir okkur. að við fáum að um- gangast fjölskyldu okkar “ Þorvaldur sagði að Pólverjinn heföi komið hingað án vegabréfs- áritunar einfaldlega vegna þess að upplýsingar um synjun hefðu borist svo seint, að ekki hefði tek- ist, að láta hann vita í Póllandi, þótt, ítrekaöár tiiraunir hefðu veriö gerða* tí3 þess. Kona Þorvaittev heríw búift á ísiandi i 4 ár, öníSBr systion 5 8 ás og mágkona þeirra hefuv verið hér í eitt tx, pr húr. hfefuv ekki .dvalarieyfs. Sj» nanai viðtai við Þorvald Valsson á bls. 2. landsins og 6,7 % af heildarinnlánum í bönkunum. Þetta kom fram í ræðu, sem Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar, flutti á aðalfundi Sölusambands íslenzkra fiskfram- leiðenda í gær. Tveir þriðju af þessum gjaldeyr- isinnstæðum eru á reikningum einstaklinga, en um 25 til 30% á reikningum fyrirtækja. Af þessum gjaldeyri eru nú 75% í dollurum, 9% í v-þýzkum mörkum, 7% í pundum og 9% í dönskum krónum. Forsetinn til Noregs í haust Ósló, 5. júní. Frá Jan Erik Lanre, fréturitara MorminhlaAmnii. FORNFT'i isiands Vigdú: Finnboga- dóttir, verður gestkomand' f Björg vir i lok september. Mun hur halde gestafyrirlestui á „lörnmennta vilnt' , sem sagnlrædt og heimspeki deila Björgviniarhaskoo gengsi fyrir. Fyrirlestur Vigdísar fjallar um stöðu húmanískra fræöa á 21. öld- ínni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.