Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1985, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 7. JtJNÍ 1985 12 brotnu islensku náttúru. Jafnframt eiga þær að verá eitt táknið enn um hlýja vináttu okkar, og milli Finna og íslend- inga, vitni um hin góðu kynni þjóða okkar, tengsl sem hafa vax- ið og styrkst meðan þér hafið ver- ið forseti íslands, Vigdís. Lengi lifi vináttan og eindrægnin. Megi bjarkirnar laufgast. Vigdís forseti skýrði síöan frá því, að hún hefði ákveðið að ráð- Koivisto Finnlandsfor- seti gefur 100 trjáplöntur stafa þessum ungu, finnsku björk- um til gróðursetningar á vegum Skógræktarfélags Kópavogs og Skógræktarfélags Kjósarsýslu, á þessum stað, í tilefni af 30 ára afmæli Kópavogskaupstaðar 11. maí sl. og jafnframt til þess að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan íslenskar konur fengu kosn- ingarétt. Leó Guðlaugsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, þakkaði gjöfina fyrir hönd félags síns og Skógræktarfélags Kjós- arsýslu, og lýsti stuttlega skóg- ræktarstarfi á Fossá. Hann sagði að hvert tré sem gefið væri og gróðursett f íslenska mold væri góð gjöf landi og framtíð, en hundrað tré, gefin af þjóðhöfð- ingja þúsund sinnum meira virði, því að sú gjöf hvetti til frekari skógræktar. Hann kvaðst bjóða þessa 100 landnema, komna frá vinaþjóð, hjartanlega velkomna og vona að þeir döfnuðu vel og gæfu mikið fræ og yrðu forfeður margra skógarlunda vítt um land- ið. Kristján Guðmundsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, þakkaði forset- anum fyrir að minnast afmælis bæjarins með þessum hætti. Kristín Viggósdóttir færði for- seta þakki fyrir hönd Kvenfélaga- sambands Kópavogs. Að þessu loknu gróðursetti Vigdís forseti fyrstu birkiplönt- una, og fulltrúi Finna þá næstu, í reit sem afmarkaður hafði verið í hlíðinni í þessu skyni, en konur úr Kvenféiagasambandi Kópavogs gróðursettu gjafaplönturnar með aðstoð félaga úr skógræktarfélög- unum. Síðan voru bornar fram veitingar og sungið við raust. (Fréttmlilkjnning) Anna Schumann gróðursetti trjáplöntu með aöstoð Leós Guðlaugssonar formanns Skógræktarfélags Kópavogs. Vigdís Finnbogadóttir gróðursetti fyrstu trjáplöntuna. Fossárdals voru saman komnir nokkrir tugir manna úr Kópavogi og Kjós og fór þarna fram stutt athöfn. Leó Guðlaugsson, formað- ur Skógræktarfélags Kópavogs, bauð forsetann, sendiráðsritar- ann og aðra gesti velkomna, en síðan tók Vigdís forseti til máls. Hún sagði, að í opinberri heim- sókn sinni til Finnlands hefði hún verið spurð hvort hana langaði ekki til að hafa heim með sér eitthvað frá Finnlandi og hefði hún þá svarað, „svo sem eins og 100 tré“, því að ísland væri fátækt af skógi. Og nú væru þessi hundr- að tré komin. Síðan flutti frú Anna Schau- mann stutt ávarp og las bréf, sem sendingunni fylgdi frá Koivisto forseta til Vigdísar forseta. Þetta afhendingarbréf er á þessa leið: „Með þessu bréfi gefur Mauno Henrik Koivisto, forseti finnska lýðveldisins, Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta íslenska lýðveldis- ins, eitt hundraö hengibirkiplönt- ur til að prýöa hið fagra land. Þetta er í samræmi við loforð er ég gaf við kærkomna, opinbera heimsókn yðar til Finnlands, Vigdís forseti. Þessar birkiplöntur eru vaxnar í náttúrulegu umhverfi í kunnum birkilundi, og sjaldgæfum frá veð- urfræðilegu sjónarmiði, í Sakana- vaara í Kittila-héraði í Norður- Lapplandi, 150 km norðan heimskautsbaugs. Það er mín von, að þessar ungu bjarkir skjóti rót- um í nýjum heimkynnum og verði varanlegur hluti af hinni stór- f fogru veðri laugardaginn 1. júní sl. kl. 11 fh. kom forseti lslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, í heimsókn til Skógræktarfélags Kópavogs að Fossá í Kjós. Þar er sameiginleg skógræktarjörð þess félags og Skógræktarfélags Kjósarsýslu. I fylgd með forsetanum var fyrsti sendiráðsritari Finna hér i landi, frú Anna Schaumann. Forsetinn kom færandi hendi, með hundrað finnskar birkiplöntur að gjöf, en þær gaf Koivisto Finnlandsforseti benni. Plöntur þessar eru af tegund sem kallast hengibirki þar sem að greinar þess slúta, plönturnar eru nefndar „Masurbjörkar" í gjafa- bréfi Finnlandsforseta. Á skógræktarsvæði f austurhlíð Vigdís Finnbogadóttir flutti ávarp við gróðursetningu trjáplantnanna. 59 stúdentar brautskráðir frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla Fjölbrautaskólanum við Ármúla var slitið laugardaginn 1. júní sl. Að þessu sinni útskrifuðust 59 stúdent- ar af sjö brautum, þar af voru 28 af viðskiptabraut. Skólaslitin fóru fram í Lang- holtskirkju og hófust með því að Hafsteinn Stefánsson skólameist- ari bauð gesti velkomna. Trómet, blaáarsveit framhaldsskólanna, Kristín Sigurðardóttir dúx tekur við verðlaunum. Hluti af stúdentahópnum. Lengst til hægri er dúxinn Kristín Sigurðardóttir að setja upp húfuna. lék undir stjórn Þóris Þórissonar. í ræöu sinni greindi skólameist- ari frá vetrarstarfinu og gat m.a. um þá miklu röskun sem varð á kennslu, bæði vegna verkfalla BSRB í október og uppsagna kenn- ara í mars. Hann taldi að það hafi orðið til þess að margir hættu námi og aðrir náðu ekki þeim árangri sem þeir höfðu stefnt að. Skólameistari gat bókagjafar, sem stúdentar færðu safni skólans í vor, sem var Orðabók Sigfúsar Blöndal og þýðingar Helga Hálf- danarsonar á verkum Shake- speares. Þeir stúdentar sem sköruðu fram úr í námi voru verðlaunaðir. Kristín Sigurðardóttir varð dúx og aðrir sem hlutu verðlaun voru Bryndís A. Hafsteinsdóttir, Heim- ir Már Pétursson, Arnar Pálsson, Ásta Þ. Ólafsdóttir og Sigmundur Guðmundsson. Heimir Már Pétursson ávarpaði gesti fyrir hönd nýstúdenta og að lokum flutti skólameistari nokkur hvatningar- og kveðjuorð. Heimir Már Pétursson nýstúdent flytur ávarp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.